Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Teitur Þorleifs-son fæddist í Hlíð í Hörðudals- hreppi í Dalasýslu 6. desember 1919. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi í Foss- vogi 30. maí 2003. Foreldrar Teits voru Þorleifur Teitsson, f. 15.9. 1889, d. 28.7. 1921, bóndi í Hlíð í Hörðudalshreppi, og kona hans, Sig- urlaug Sveinsdótt- ir, f. 12.11. 1887, d. 6.12. 1983. Systir Teits er Margrét Þor- leifsdóttir, lengi verslunarmaður hjá KRON í Reykjavík. Hálfsystir Teits er Þorleif Sturlaugsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, gift Ólafi Erlendssyni, fv. aðstoðarslökkvi- liðsstjóra hjá Slökkviliði Reykja- víkurflugvallar. Teitur var við nám við Héraðs- skólann í Reykholti í Borgarfirði 1935–37, stundaði síðan nám við Kennaraskóla Íslands og lauk kennaraprófi 1944. Teitur var kennari við Laug- arnesskóla í Reykjavík 1945–52, skólastjóri barnaskólans á Hellis- Kona Teits var Inga Magnús- dóttir kennari f. 6.3. 1916, d. 1.9. 1997. Hún var dóttir Magnúsar Jónassonar, bónda á Efri-Sýrlæk í Flóa, og síðar smiðs í Reykja- vík, og konu hans, Sigurjónu Magnúsdóttur. Teitur og Inga áttu fimm börn. Þau eru: 1) Úlfar, f. 5.10. 1941, deildarstjóri hjá Orku- veitu Reykjavíkur. Kona hans er Guðrún Ingólfsdóttir, kaupmað- ur í versluninni Clöru, þau eiga þrjú börn og sex barnabörn; 2) Inga, f. 3.5. 1943, hjúkrunar- fræðingur hjá UVS. Maður hennar er Óli Jóhann Ásmunds- son, arkitekt og iðnhönnuður, þau eiga tvö börn og fjögur barnabörn; 3) Leifur, f. 3.12. 1945, pípulagningameistari, kona hans er Ingibjörg Vil- hjálmsdóttir, fjármálastjóri hjá Malbikunarstöðinni Höfða hf. Leifur á fjögur börn með fyrri konu sinni, Regínu Viggósdóttur leikskólastjóra (þau skildu), og þrjú barnabörn; 4) Nanna, f. 25.11. 1948, bókari hjá Frjálsa fjárfestingabankanum. Hennar maður var Magnús Ólafsson raf- virkjameistari (þau skildu). Þau eiga tvö börn; 5) Hrefna, f. 20.2. 1951, kennari við grunnskólann á Blönduósi. Hennar maður er Bjarni Stefánsson sýslumaður. Þau eiga eina dóttur. Útför Teits verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. sandi 1952–59, kenn- ari við Laugarnes- skóla 1959–61, kennari við Lauga- lækjarskóla 1961–69 og við Breiðholts- skóla 1969–82. Teitur var bóka- safnsvörður Breið- holtsskóla 1973–82 og framkvæmdastjóri Sambands iðnfræðslu- skóla 1982–88. Teitur sat í sam- bandsstjórn Æsku- lýðsfylkingarinnar, Sambands ungra sósí- alista frá stofnun 1938–42, í stjórn Stéttarfélags barnakenn- ara í Reykjavík 1947–48 og var formaður þess 1970–74, í stjórn Ungmennafélagsins Reynis á Hellissandi 1952–59 og lengst af formaður þess. Hann var í sam- bandsstjórn HSH 1957–59, var formaður stjórnar Sjúkrasam- lags Neshrepps 1954–59, hrepps- nefndarmaður Neshrepps utan Ennis 1954–59, í stjórn BSRB 1960–66, í kjararáði BSRB 1962– 66 og fulltrúi á þingum SÍB 1958–74, í kjarasamninganefnd SÍB í mörg ár og í skólasafna- nefnd Reykjavíkur 1977–78. Tengdafaðir minn og vinur, Teitur Þorleifsson, er fallinn frá. Teitur fæddist árið 1919 í Hlíð í Hörðudalshreppi í Dalasýslu og ólst þar upp með foreldrum sínum og systrum og tók virkan þátt í hefð- bundnum landbúnaðarstörfum eins og títt var með ungmenni á þeim tím- um. Þegar Teitur var tveggja ára lést faðir hans, Þorleifur Teitsson, en hálfbróðir Þorleifs, Sturlaugur Teits- son, kvæntist síðar móður hans, Sig- urlaugu Sveinsdóttur, og varð fóst- urfaðir Teits og Margrétar, systur hans, en þau hjónin eignuðust saman Þorleifu. Teitur lauk barnaskólaprófi eftir að hafa stundað farskóla frá 10 til 13 ára aldurs, en sá háttur var þá hafður á, að kennari fór um sveitir og kenndi börnum heima á bæjunum. Teitur stundaði nám við Héraðs- skólann í Reykholti í Borgarfirði og síðar við Kennaraskóla Íslands og lauk kennaraprófi 1944. Árið 1941 kvæntist hann Ingu Magnúsdóttur, skólasystur sinni úr Kennaraskólanum, en hún hafði m.a. farið haustið áður vestur í Hörðudal og gerst farkennari þar. Þau hófu bú- skap á bernskuheimili hans að Hlíð í Hörðudal, en þar fæddist frumburð- ur þeirra, Úlfar. Seinni part sumars 1942 fluttu þau búferlum til Reykjavíkur og fengu inni hjá tengdaforeldrum hans á Reynimel 50. Þar héldu þau heimili allt til ársins 1951, en þá fluttist fjöl- skyldan í íbúð í Hamrahlíð 9, en húsið byggði Teitur ásamt fleirum. Á þess- um tíma vann hann ýmis tilfallandi störf, m.a. hjá hernum á þeim tíma sem landið var hernumið, einnig vann hann við byggingavinnu, hjá Hita- veitu Reykjavíkur og hjá Guðmundi Guðmundssyni í trésmiðjunni Víði. Frá árinu 1945 til 1952 kenndi hann við Laugarnesskólann í Reykjavík. Haustið 1952 fluttist fjölskyldan á Hellissand, þar sem hann tók við skólastjórastöðu í barnaskólanum. Á Hellissandi var Teitur mjög atorku- samur og lét mjög að sér kveða svo eftir var tekið, s.s. í sveitarstjórnar-, skóla- og æskulýðsmálum. Hann sat m.a. í hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis. Inga lá ekki á liði sínu og kenndi við skólann í þrjú ár jafnframt því að sinna fjölskyldunni. Fjölskyld- an bjó á Hellissandi í 7 ár og hefur vistina þar oft borið á góma í gegnum tíðina og víst er að minningar fjöl- skyldunnar þaðan eru góðar. Sumarið 1959 fluttist fjölskyldan aftur til Reykjavíkur og keypt var svokallað Hjaltahús á Bræðraborg- arstíg 8, en það er kennt við Eldeyj- ar-Hjalta, og Teitur hóf kennslu við Laugarnesskólann en flutti sig um set haustið 1961 og tók að kenna við Laugarlækjarskólann, sem þá hafði nýlega tekið til starfa. Árið 1960 tók Teitur ásamt öðrum við rekstri sölu- skálans Turnsins sem þá stóð í suð- vesturhorni Arnarhóls og rak hann um skeið. Turninn hefur nú fengið nýtt hlutverk og stendur nú í Lækj- argötu og var um tíma notaður sem upplýsingamiðstöð ferðamanna. Árið 1970 seldu þau hjónin Hjalta- hús og keyptu íbúð í Sólheimum 27 og bjuggu þar síðan. Þegar hér er komið sögu voru börnin eitt af öðru „flogin úr hreiðrinu“ og Hrefna, eiginkona þess sem þetta ritar, ein eftir, en Nanna, sem dvaldist hafði erlendis fluttist til þeirra nokkru síðar. Eftir að þau fluttu í Sólheimana kenndi Inga um skeið í Breiðagerðis- skóla, en árinu áður hafði Teitur gerst kennari og síðar skólabóka- vörður við Breiðholtsskólann, en þar kom hann að stofnun skólabókasafns- ins og vann þar mikið skipulags- og frumkvöðlastarf. Árið 1982 tók hann við framkvæmdastjórastöðu hjá Sambandi iðnfræðsluskóla í Iðnskól- anum í Reykjavík, en lét loks af störf- um árið 1987 og lýsti því yfir hátíð- lega, að nú væri hann „löggilt gamalmenni“. Elskuleg tengdamóðir mín Inga Magnúsdóttir, lést svo 1. september 1997. Teitur, eða „T. Þ.“ eins og hann kallaði sig iðulega sjálfur, var hæfi- leikaríkur og margbrotinn persónu- leiki, búinn góðum gáfum sem hann nærði af miklum fróðleiksþorsta allt þar til yfir lauk. Hann var ekki allra og við fyrstu viðkynni gat hann virst hrjúfur og þurr á manninn, en undir niðri var að finna réttlátan, opinskáan og hlut- lægan rökhyggjumann sem færði mál sitt fram af mannúð og festu. Hann byrgði ekki inni skoðanir sínar heldur lét þær í ljósi fölskvalaust þannig að enginn þurfti að fara í graf- götur með afstöðu hans til málanna. Hann bjó yfir óvenjumiklum stjórnunar- og kennsluhæfileikum, en hann þótti afburðakennari og hafa ýmsir af fyrrverandi nemendum hans í gegnum tíðina komið að máli við mig og lokið lofsorði á, hversu Teitur hafi reynst góður fræðari, en sumir höfðu á orði að þeir hefðu verið áhugalitlir og latir við námið og lýstu því hvernig Teitur hefði með ákveðni og rökfestu náð að aga þá og fengið til þess að leggja sig fram við námið. T. Þ. var alla tíð mjög pólitískur og lágu skoðanir hans á vinstri vængn- um. Hann var ákaflega vel að sér í stjórnmálasögunni sem og sögu lands og þjóðar og átti mjög hægt með að tengja með áheyrilegum og hlutlæg- um hætti atvik og persónur í tíma og rúmi með hliðsjón af pólitískum hræringum á hverjum tíma. Kosningar voru tyllidagar hjá T. Þ., en iðulega undirbjó hann sig með því að sanka að sér öllum þeim upp- lýsingum og fróðleik sem út hafði verið gefið fyrir kosningar. Hann færði skilmerkilega inn kosningatöl- ur um leið og þær voru birtar og spáði þá jafnframt úrslitum og „fíló- sóferaði“ mikið. Hafði hann til hlið- sjónar framgang og úrslit fyrri kosn- inga og jafnframt studdist hann við pólitískt innsæi sem og eldri minn- ispunkta og reyndist hann iðulega sannspár. Það er þeim sem þetta rit- ar mikill missir að fá ekki lengur að njóta slíkra stunda með tengdaföður mínum. Teitur var mjög bókhneigður og víðlesinn og kom sér upp vönduðu bókasafni sem hann lagði mikla rækt við. Hann las jöfnum höndum fagur- bókmenntir, ættfræðirit, ævisögur, rit um trúarbrögð og raunvísindi. Hann var sérlega vel að sér um ís- lenskan þjóðleik og ritaði m.a. ör- nefnaskrá fyrir Hörðudal svo og ýmsar ættfræðiskrár. Við þessa iðju sína nýtti hann sér framþróun tækn- innar og „hellti“ sér út í að læra á tölvur þegar hann var um 78 ára og tók að færa ritsmíðar sínar inn í tölvu upp frá því. Það kom fyrir á góðri stundu, að Teitur tók sér bók í hönd og las upp fyrir viðstadda sem setti hljóða og hlustuðu af andakt. Oftar en ekki valdi hann verk Halldórs Laxness, sem hann dáði mjög. Teitur hafði hrífandi framsögn og góða tilfinningu fyrir hrynjanda og áherslum við lest- urinn og tel ég að þar hafi farið einn besti upplesari samtímans á íslenskt mál, að öðrum ólöstuðum. Því miður er mér ekki kunnugt um að upplestur hans hafi varðveist á hljóðbandi. Á ferðalögum okkar fjölskyldunn- ar um landið, þar sem allra veðra er von og færð getur breyst sem hendi væri veifað, fylgdist Teitur með gangi mála og unni sér ekki hvíldar fyrr en við vorum komin á leiðarenda og þótti okkur ákaflega vænt um þá umhyggju hans. Með tengdaföður mínum, Teiti Þorleifssyni, er horfinn á braut mikill sæmdarmaður sem markað hefur djúp spor sín í lífshlaup þess sem þetta ritar og ég kveð með trega og þakklæti fyrir samveruna. Bjarni Stefánsson. Það eru nú liðin 37 ár síðan ég kynntist Teiti, er ég í fylgd með Ingu, dóttur hans, var kynntur fyrir fjöl- skyldunni á heimili þeirra sem þá stóð á Bræðraborgarstíg 8. Ég man að mér var ákaflega hlýlega tekið af þeim hjónum Teiti og Ingu Magnús- dóttur. Þau eru mér bæði sérstaklega eftirminnileg, hún fyrir einstaka mildi og ríka kímnigáfu og hann fyrir ákveðni, rökfestu og óvenjulega skipulagshæfileika. Þegar ég kynntist Teiti hafði hann skömmu áður lokið farsælu starfi sem skólastjóri barnaskólans á Hellissandi og man ég hvað ég var hrifinn af Teiti þegar mér var sagt að hann hefði leigt stóra flugvél til að flytja fjölskyldu og búslóð í einni ferð frá Reykjavík á Hellissand. Þetta var 1952 og sýnir hvað Teitur gat verið stór í brotinu. Teitur starfaði lengst af sem kenn- ari og er ég ekki í nokkrum vafa að hæfileikar hans hafa nýst þar vel. Í nokkur ár var hann bókavörður í Breiðholtsskóla og naut sín þar vel, enda mikill bókamaður. Eitt sinn sýndi hann mér safnið ásamt öðrum og man ég hvað ég var hissa að sjá hvað Teitur viðhafði skipuleg vinnu- brögð, nokkuð sem maður hefði búist við af hálærðum vísindamanni. Mest hissa var ég þó að sjá þá bók sem virt- ist vera vinsælust hjá börnunum. Þetta var mappa full af skrítlum sem Teitur hafði klippt út úr Mogganum og límt inn. En nú er Teitur allur og kvöldheimsóknir okkar Ingu í Sól- heima 27, þar sem spjallað var um daginn og veginn, en aðallega um pólitík, eru á enda runnar. Þeirra verður saknað. Óli Jóhann Ásmundsson. Af fjarlægri strönd kveð ég Teit Þorleifsson. Við munum sárt sakna afa og langafa og heimsókna með fjörlegum umræðum um sögu og stjórnmál þar sem enginn stóðst Teiti snúning í rökvísi og þekkingu á mönnum og málefnum. Margt mátt- um við af honum læra. Blessuð sé minning Teits Þorleifs- sonar. Haraldur Bernharðsson. Ég bar mikla virðingu fyrir afa mínum. Í barnæsku var sú virðing óttablandin en með auknum þroska mínum og aukinni mildi hans hvarf sá ótti. Eftir stendur virðingin sem efld- ist með árunum. Ég bar virðingu fyr- ir stoltum manni sem alltaf bar höf- uðið hátt, manni sem aldrei kvartaði eða bar mein sín á torg. Ég bar virð- ingu fyrir fróðum og einstaklega minnugum manni sem hægt var að leita til þegar umræðuefnið var saga, ættfræði eða stjórnmál. Það var sér- staklega gaman að vera í návist hans þegar stjórnmál líðandi stundar voru rædd. Því heitari sem umræðurnar voru og orðaskiptin beinskeyttari því ánægðari var hann. Mér þótti ákaflega vænt um afa minn. Hann bar mikla umhyggju fyr- ir okkur afkomendum sínum þó að hann hefði ekki um það mörg orð, afi var ekki maður sem talaði um tilfinn- ingar sínar. Það kom helst fram þeg- ar hann kjáði framan í eitthvert lang- afabarnið eða hélt á einhverju þeirra í fanginu. Ljósast varð mér þó hvaða mann hann hafði að geyma þegar hann skrifaði eftirmæli eftir son minn, það snart mig ákaflega djúpt. Hanna Óladóttir. Nú hækkar sólin á lofti og jörðin grænkar – einnig í Hörðadalnum – dalnum okkar Teits frænda míns, sem nú um daginn dó inn í vorið. Það er eðlilegt að hugurinn reiki nú í Dali vestur og eitt og annað rifj- ist upp frá liðinni tíð. Við Teitur vorum systkinasynir að frændsemi og ég mun ætíð muna frændsystkini mín í Hlíð, þau Möggu, Teit og Leifu, sem voru fastir pólar í tilverunni. Það munu margir halda, að það hafi verið dauft yfir Dölunum á þeim tíma, en svo var alls ekki. Það var les- ið og það var horft á náttúru landsins. Það voru víða til bækur og svo var lestrarfélag í hreppnum og bækur voru sendar milli bæja rétta boðleið. Teitur Bergsson, afi okkar, var þá hniginn á efri ár og orðinn blindur og lásum við afkomendur hans þá fyrir hann. Það stytti stundir. Teitur Þorleifsson fór til náms í Reykholtsskóla og ég man, er hann kom heim í jólafrí, að hann hafði með sér nokkrar bækur. Ég man sérstak- lega eftir mannkynssögu, sem hann leyfði mér að lesa í, þar rakst ég á nafnið Gústaf Adolf II Svíakonungur og ég las kaflann um Þrjátíu ára stríðið og spurði svo Teit um þennan kóng og stríðið. „Þú verður einhvern tíma sleipur í sögu, frændi,“ sagði Teitur við mig, og það vildi nú þannig til að ég var á sagnfræðingaþingi á Akureyri, er ég frétti lát hans. Teitur varð kennari og hann var góður kennari. Það var ekki alltaf friður og ró í litlum hreppum á þeim tíma og þá voru erjur nokkrar í hreppnum okkar, svo að foreldrar mínir fengu Teit og Ingu Magnús- dóttur, hina frábæru konu Teits, til að kenna mér til fullnaðarprófs sem þá var svo kallað. Ég man þegar ég var að halda til prófs og Teitur kvaddi mig með þeim orðum, að það væri sómi okkar, að ég stæði mig á próf- inu, og svo varð, en ekki voru allir í hreppnum hrifnir af því. Teitur var vinstrisinnaður og hvik- aði aldrei á hverju sem gekk. Það höfðu margir horn í síðu hans vegna þess og einn granni okkar spurði mig, þegar ég var í námi hjá Teiti: „Er Teitur frændi þinn að troða í þig kommúnisma?“ Teitur kvæntist einhverri allra beztu konu sem ég hefi kynnst, Ingu Magnúsdóttur kennara, sem látin er fyrir nokkrum árum. Hún kenndi mér að skrifa og þegar hún dó spurði ung dótturdóttir mín: „Afi, er konan sem kenndi þér að skrifa komin til Guðs?“ Ég leit ávallt upp til Teits frænda og fannst hann, eins og var, mjög til fyrirmyndar. Því er það að nú við lát hans finn ég til sárs saknaðar. Eins og ég gat um fyrr hækkar sól í Hörðadal og vorið er komið, en margir okkar góðu sveitungar eru horfnir af sjónarsviðinu og liggja undir grænum sverði í Snóksdals- kirkjugarði. Þar liggja forfeður okk- ar Teits. Nú kveð ég kæran frænda, vin og læriföður og þakka gamla góða daga og mun ávallt minnast hans sem eins bezta manns sem ég hefi kynnst. Við Erla og afkomendur okkar biðjum þann hæsta að vera með börnum Teits, tengdabörnum og öðr- um ástvinum og kveðjum hann með síðasta erindi Sólarljóða. Hér vit skiljumk ok hittask munum á feginsdegi fira; dróttinn minn gefi dauðum ró, en hinum líkn, er lifa. Halldór Ólafsson. Þeir eru nú allir horfnir af sjón- arsviðinu, brautryðjendurnir sem valdir voru í kjararáð, þ.e. samninga- nefnd BSRB í fyrstu samningum samtakanna fyrir fjörutíu árum, en sá síðasti þeirra var Teitur. En þeir reistu sér bautastein sem vert er minnast þegar öll vinnubrögð og að- stæður stéttarfélaga hafa gerbreyst. Það varð hlutverk samtakanna en ekki ríkisins með allt sitt sérfræð- ingaveldi að smíða frá grunni nýtt launakerfi, sem leysa skyldi af gömlu launalögin. Og fyrstu drögin ásamt röðun hinna fjölmörgu starfsheita ríkisstarfsmanna voru síðan lögð fyr- ir þing bandalagsins til afgreiðslu og samþykkt sem kröfugerð samtaka sem náði frá þeim lægsta til þess hæsta í þjóðfélaginu. Síðan tók kjara- ráðið að sér það vanþakkláta hlut- verk að semja um röðun hinna ólíku starfsheita í launaflokka, þar sem samtökin með sín tengsl við fé- lagsmenn hlytu að hafa betri aðstöðu til að nálgast réttlætið en gerðardóm- ur hátekjumanna. Teitur rækti starf sitt sem fulltrúi barnakennara í kjararáði og stjórn BSRB í sex ár og á bandalagsþingi í 15 ár, oft sem þingforseti. Ég mun minnast góðs samstarfs og góðra kynna bæði fyrr og síðar. Það er fjöl- mennur hópur samferðamanna sem vottar börnum hans og venslafólki dýpstu samúð og hluttekningu, því að þeirra missir er mestur. Minningin um góðan vin mun lifa. Haraldur Steinþórsson. Það var í ágúst 1952. Undirritaður tók sér far með flugvél frá Reykjavík. Stefnan var tekin norðvestur yfir Faxaflóann. Ferðinni var heitið til Hellissands. Á Gufuskálaflugvelli tók á móti mér Matthías Pétursson, ný- ráðinn kaupfélagsstjóri á staðnum. TEITUR ÞORLEIFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.