Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 15 DONALD Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, hefur til- nefnt fyrrum háttsettan hershöfð- ingja, Peter J. Schoomaker, sem nýjan yfirmann bandaríska land- hersins. Þetta er í fyrsta sinn sem varnarmálaráðherra gengur framhjá starfandi herforingjum við val á yfirmanni landhersins. Valið er talið benda til þess hvernig Rumsf- eld vill skipuleggja herinn, það er með aukinni áherslu á hreyfanleika, snerpu og sveigjanleika, sem eru að- alsmerki sérsveita Bandaríkjahers. Schoomaker, sem er 57 ára gam- all, lét af störfum sem hershöfðingi árið 2000 eftir að hafa starfað sem yfirmaður bandarísku sérsveitanna í þrjú ár. Hann mun taka við af Eric Shinseki sem hætti í gær. Nýr yfirmaður landhers Peter Schoomaker, nýr yfirmaður bandaríska landhersins. Washington. AFP. AP ENDURMINNINGABÓK Hillary Clinton, Living History, seldist í 200.000 eintökum á fyrsta degi en það samsvarar 1⁄5 af öllu upplagi bókarinnar, sem var gefin út í millj- ón eintökum. Svo mikil sala á fyrsta degi þykir óvenjuleg, einkum þar sem ekki er um að ræða skáldsögu. Sú ákvörðun útgefendanna að hafa fyrsta upplagið svo stórt þótti nokkuð djörf en þegar hefur verið ákveðið að prenta 300.000 eintök í viðbót. Yfir 1.000 manns söfnuðust saman í bókabúð á Manhattan þar sem forsetafrúin fyrrverandi mætti til að árita bókina og varð að stjórna mann- fjöldanum með því að dreifa armböndum líkt og á tónleika- hátíðum. Yfir 400 manns höfðu safnast saman saman fyrir utan búðina er hún var opnuð, sumir búnir að bíða alla nóttina. Hillary hyggst fara víðar um landið til að árita bók sína í sumar, m.a. til Washington, en frekari staðsetningar voru ekki gefnar upp af öryggisástæðum. 200 þúsund eintök runnu út fyrsta daginn New York. AP, AFP. Minningar Hillary Clinton seljast grimmt Hillary Clinton.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.