Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Úff, bara bein. Ræða kynþáttafordóma og þjóðernishyggju Alltaf þörf á að ræða fordóma ÁhugamannafélagiðAfríka 20:20,Mannfræðifélag Íslands og Heimsþorp standa í samvinnu við AUS að málþingi um kyn- þáttafordóma og þjóðern- ishyggju í Norræna hús- inu laugardaginn 14. júní kl. 14–17. Málþingið er hluti af Afríkuviku sem hófst 11. júní og lýkur 18. júní. Nelson Vaz da Silva hef- ur ásamt öðrum annast skipulagningu málþings- ins. Hvað verður á dagskrá á málþinginu? „Fyrri hluti þess er fræðilegs eðlis. Málþingið byrjar á erindi Hallfríðar Þórarinsdóttur mann- fræðings sem nefnist „Hvað er rasismi og hvaðan er hann?“ Þá mun Árni Helgason sagnfræðing- ur fjalla um norræna þjóðernis- hyggju á fyrri hluta 20. aldarinn- ar og hugmyndir um mannkynbætur á Íslandi í erindi sem hann nefnir „Byrði hvíta mannsins?“ Þá segir Kristín Loftsdóttir mannfræðingur okk- ur meðal annars frá því hvernig Afríku er lýst í íslenskum náms- bókum. Hún nefnir erindið „End- urtekning framandleikans: Afríka í íslenskum námsbókum“. Seinni hluti málþingsins er per- sónulegri. Þar mun Pétur Wald- orff háskólanemi segja okkur frá því hvernig það var að alast upp sem íslenskur strákur í Angóla. Hann kallar erindi sitt „Sögur frá Rio Bengo“. Samuel Richard Oppong meðferðarráðgjafi, sem er frá Gana en hefur búið í nokk- ur ár á Íslandi, mun svo enda málþingið. Hann segir okkur frá því hvernig var að koma til Ís- lands í erindi sem nefnist „Ís- lenska ævintýrið mitt“. Að lokn- um erindunum verða vonandi líflegar umræður um þau og ras- isma og þjóðernishyggju al- mennt.“ Hvert er tilefni málþingsins? „Tilefni málþingsins er Afríku- vika sem haldin er á vegum AUS og Veraldarvina. Það er alltaf þarft og nauðsynlegt að velta fyr- ir sér kynþáttafordómum og þjóð- ernishyggju. Það er mikilvægt að læra af sögunni og ræða málin op- inskátt.“ Fyrir hverja er málþingið? „Málþingið er fyrir alla þá sem vilja fræðast um þessi mál og taka þátt í umræðum, hvort sem um er að ræða Íslendinga eða aðra. Erindin verða haldin á ís- lensku en við ætlum að reyna að koma því þannig fyrir að þeir sem skilja ekki íslensku fái hjálp með málið. Málþingið er eins og áður sagði hluti af Afríkuvikunni og vonumst við til að sjá sem flesta.“ Hvað fleira verður í boði á Afr- íkuvikunni? „Það stendur yfir ljósmynda- sýning á Caffé Kulture í Alþjóða- húsinu, Hverfisgötu 18, og í Te og kaffi, Laugavegi 27. Fólki gefst líka tæki- færi til að heyra afr- íska tónlist í Hinu hús- inu, Pósthússtræti 3–5, í kvöld (12. júní) kl. 21 og 17. júní kl. 17.30 á Ingólfstorgi. Þá verður kvikmyndasýning í Al- þjóðahúsinu 16. júní kl. 20.“ Nú hefur þú búið á Íslandi í átta ár en ert frá Gíneu-Bissá, hvernig lá leið þín hingað til Ís- lands? „Ég hitti íslenska konu og við eigum saman dóttur sem er átta ára og heitir Arndís Amina. Ég vissi ekki mikið um Ísland þegar ég kom hingað og það var erfitt til að byrja með. Tungumálið og veðrið áttu sinn þátt í því.“ Þekktirðu einhverja Íslendinga þegar þú komst hingað? „Nei, en haustið 2000 fékk ég eitt kvöldið óvænt símtal. Hinum megin á línunni var talað kreól og það sýndi sig að hingað hafði flutt aftur íslensk fjölskylda sem hafði búið í fimm ár í næsta húsi við systur mína í Quinhamel, litlu þorpi í Gíneu-Bissá. Svona er heimurinn lítill. Konan sem var á línunni reyndist vera Jónína Ein- arsdóttir mannfræðingur sem hefur séð um að skipuleggja mál- þingið ásamt mér og fleirum.“ Hefur þú orðið var við kyn- þáttafordóma hér á landi? „Já, bæði beint í orði en oftast er það meira óbeint. Rasisma er því miður að finna alls staðar í heiminum. Það minnir mig á að í þessari viku er svokölluð vitund- arvika gegn einelti á vinnustaðn- um mínum. Tilkynningar hafa verið hengdar upp sem á stendur „Segjum nei við einelti“. Einmitt í dag tók ég niður tilkynningu þar sem búið var að skrifa JÁ með stórum stöfum yfir nei-ið.“ Afríka 20:20 er sérkennilegt nafn á félagi, hvað vísar það í? „20:20 hefur margskonar merkingu. Það er sagt að sá sem hefur 20:20 sjón hafi fulla sjón. Auk þess vísar nafnið til þess hversu stór Afríka er. Ef við för- um 20 gráður í norður frá mið- baug og 20 gráður í suður erum við enn í Afríku. Hlutfall tekna 20% ríkustu og 20% fá- tækustu þjóðanna er líka oft notað til að meta jöfnuð.“ Félagið var stofnað fyrir rúm- um tveimur árum, í hverju felst helst starf þess? „Afríka 20:20 er félag áhuga- fólks um málefni Afríku. Við vilj- um fylgjast með og fræðast um það sem er að gerast í Afríku. Auk þess viljum við auka sam- skipti og menningarleg tengsl Ís- lands og Afríku.“ Nelson Vaz da Silva  Nelson Vaz da Silva fæddist 27. nóvember 1963. Hann ólst upp í Bissá, höfuðborg Gíneu- Bissá. Þar stundaði hann nám í menntaskólanum Kuame N’kruman og tækniskóla Gíneu- Bissá. Nelson flutti til Lissabon 1989 og vann þar í bygging- arvinnu. Hann flutti til Reykja- víkur 1994 og hefur síðan unnið ýmis störf, m.a. þrjú ár hjá Sæl- gætisgerðinni Mónu. Frá 2001 hefur hann unnið hjá Sam- skipum. Nelson hefur setið í stjórn áhugamannafélagsins Afr- íku 20:20 frá stofnun þess í febr- úar 2001. Rasisma er alls staðar að finna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.