Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 ® FRAMKVÆMDUM í Bankastræti lýkur á næstu dögum. Höskuldur Tryggvason á framkvæmdadeild gatnamálastofu segir að verkið sé unnið í tveimur áföngum. „Fyrri áfanganum, sem nær frá Ingólfs- stræti niður undir Skólastræti, á að ljúka fyrir 17. júní. Síðari áfang- anum, það er neðri hluti Banka- strætis, meðfram Lækjargötu og út á Hverfisgötu, á að vera lokið um miðjan ágúst,“ segir hann. Hann leggur áherslu á að framkvæmd- irnar muni á engan hátt raska hefð- bundnum hátíðarhöldum á þessu svæði. „Endurbótum á Bergstaða- stræti og Vegamótastíg verður jafnframt lokið fyrir 17. júní.“ Signý Lind Heimisdóttir, versl- unarstjóri í Hans Petersen í Banka- stræti, segir að vissulega hafi fram- kvæmdirnar haft áhrif á viðskiptin en þó minna en hún hafi átt von á. Hún segir að það verði allt annað líf þegar þeim verði lokið, en telur jafnframt að ótrúlegt sé að það tak- ist að ljúka framkvæmdunum á til- skildum tíma. Hún undirstrikar að þetta sé afar vel gert hjá verk- aðilum og aðgengilegt sé fyrir fólk að komast leiðar sinnar. Morgunblaðið/Júlíus Fyrsta áfanga lokið fyrir 17. júní Miðborg BORGARRÁÐ staðfesti á fundi sín- um á þriðjudag tillögu fræðsluráðs um aukið framlag til einkaskóla. Ennfremur samþykkti borgarráð að fela borgarstjóra að ganga til samn- inga við forráðamenn Ísaksskóla og Tjarnarskóla um þátttöku borgar- innar í að greiða niður að hluta upp- safnaðan rekstrarvanda þessara skóla. Borgarráð felur einnig borg- arstjóra að ganga til samninga við einkarekna grunnskóla um hækkun á framlagi borgarinnar með fimm ára börnum. Í greinargerð er fylgdi tillögunni segir að uppsafnaður rekstrarvandi Ísaksskóla sé verulegur og þrátt fyr- ir góða viðleitni forráðamanna skól- ans sé ljóst að borgin verði að taka þátt í að greiða upp skuldir hans eigi þær ekki að valda verulegum rekstr- arvandræðum. Er borgarstjóra falið að gera tillögu til borgarráðs um upp- hæð og fyrirkomulag styrks sem miði að því að sameiginlegt framlag skól- ans og borgarinnar nægi til að létta þessum vanda af skólanum. Einnig er talið að málefni Tjarnarskóla verði könnuð með svipuðum hætti. Þá segir að ljóst sé að framlag með fimm ára börnum í einkareknum grunnskólum þurfi að hækka til að standa undir rekstrarkostnaði. Samningur þar að lútandi verði end- urskoðaður samtímis því að borgin taki á uppsöfnuðum rekstrarvanda. Mikilvægt að marka framsýna tillögu til lengri tíma Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokks vísuðu til bókunar fulltrúa flokksins í fræðsluráði, þar sem þeir gagnrýndu meðal annars að fulltrúar Reykjavíkurlistans hafi ekki fallist á að greiða sambærilegt fjármagn með hverjum nemanda óháð því hvort hann gangi í einkarekinn eða borgar- rekinn grunnskóla. Þá segir að til- laga fræðsluráðs staðfesti það sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi haldið fram að auka þurfi fjárframlög til einkaskóla og er þeim áfangasigri fagnað. Fulltrúarnir gagnrýna hve tillagan hafi verið lögð seint fram og segja að það hafi sett mark sitt á starfið í skólunum sem annars eigi að einkennast af bjartsýni og gleði í lok skólaársins. Þá sé mikilvægt að marka framsýna tillögu til lengri tíma þar sem tryggt sé að nemendum verði ekki mismunað eftir því hver rekstraraðili skólans sé. Fulltrúar Reykjavíkurlistans í fræðsluráði lögðu fram bókun þess efnis að með tillögum sínum í fræðsluráði og greinargerð um mál- efni svonefndra einkaskóla hafi Reykjavíkurlistinn tekið ábyrga af- stöðu með skýra heildarsýn. Rekstur einkaskóla sé tryggður með sann- gjörnum hætti en um leið sé ítrekuð sú afstaða að meginskylda borgar- innar felist í almennu grunnskóla- kerfi og jafnrétti allra til náms. Borgin greiði niður hluta rekstrarvandans Reykjavík AUÐHUMLA, félag mjólkurfram- leiðenda í Eyjafirði og Þingeyjar- sýslu, greiddi í síðasta mánuði um- samið kaupverð á 67% hlut Kaldbaks ehf. í Norðurmjólk en skrifað var undir kaupsamninginn í fyrrasumar. Hins vegar hefur ekki verið gengið frá greiðslu vaxta frá kaupdegi til greiðsludags og þar greinir aðila máls á, að sögn Stefáns Magnússonar formanns stjórnar Auðhumlu og er sá þáttur málsins fyrir gerðardómi. Kaupverð Auðhumlu og sam- starfsaðila í mjólkuriðnaði á 67% hluta Kaldbaks er rúmar 550 millj- ónir króna en fyrir átti félagið þriðj- ungs hlut í Norðurmjólk. Ekki náðist samkomulag um verðmæti Norður- mjólkur í upphafi og meirihluti sér- staks gerðardóms mat heildarverð- mæti félagsins á 824 milljónir króna. Áður höfðu dómkvaddir matsmenn komist að því að heildarverðmæti Norðurmjólkur væri 931 milljón króna, eða 107 milljónum króna meira. Forsvarsmenn Kaldbaks sættu sig ekki við niðurstöðu mats- mannanna og töldu verðmæti félags- ins meira. Málið fór því fyrir gerð- ardóm og var niðurstaða hans heildarverðmæti upp á 824 milljónir króna, bindandi fyrir báða aðila. Kaldbakur fékk því mun minna verð fyrir sinn hlut en forsvarsmenn fé- lagsins vonuðust eftir. Auðhumla á nú 40% í Norðurmjólk eftir að hafa selt 60% hlut til sam- starfsaðila sinna, Mjólkursamsalan á 16%, Mjólkurbú Flóamanna 16%, KEA 13%, Osta- og smjörsalan 12% og KS 3%. Stefán Magnússon sagði að ýmsar hugmyndir væru uppi um breytingar á rekstri Norðurmjólkur en engar ákvarðanir hafi verið teknar í þeim efnum. Sjálfur rekstur félagsins hefði gengið vel en menn væru að burðast með erfið fjármagnsgjöld. „Það verður byrjað á því að gera reksturinn í dag eins hagkvæman og frekast er unnt. Síðan verður hægt að gera reksturinn enn hagstæðari með frekari samvinnu og verkaskipt- ingu innan mjólkuriðnaðarins. Miðað við það sem er að gerast í mjólkuriðn- aðinum í nágrannalöndunum hlýtur stefnan hér að vera sú að sameina enn frekar mjólkursamlögin hér á landi. Þar erum við reyndar komin inn á samkeppnismál og því ekki séð fyrir endann á þeim málum,“ sagði Stefán. Auðhumla hefur greitt fyrir 67% hlut Kaldbaks í Norðurmjólk Kaupverðið rúmar 550 milljónir króna TÆKNIVÆÐING í hinum ýmsu greinum sjávarútvegs er í mikilli þróun, ef marka má upplýsingar sem fram komu í máli sérfræðinga sem voru á málþingi sem haldið var í matsal ÚA í vikunni. Þar komu meðal annars fram áhugaverðar upplýsingar um nýjustu hugmyndir um fiskiskip, veiðitækni, fiskeldi og kræklingaeldi. Þar voru fjórir sérfræðingar á sviði nýsköpunar í sjávarútvegi og fiskeldi frá Sintef Fiskeri og Hav- bruk, Karl A. Almås, Håvard Røs- vik, Marit Aursand og Jostein Stor- oy. Sintef er stærsta rannsóknar- stofnun Noregs og sú þriðja stærsta í Evrópu, með 1.700 starfs- menn og veltu upp á 18 milljarða. Sintef Fiskeri og Havbruk starfar á sviði sjávarútvegs og skiptist starf- semin í fimm deildir, líftækni, skipa- og veiðitækni, framleiðslu- tækni, eldistækni og strand- og haf- tækni. Karl A. Almås, forstjóri Sintef Fiskeri og Havbruk, sagði að ástæðan fyrir því þau væru stödd hér væri sú að staða Akureyrar í fiskiðnaði væri ein sú besta í Norð- ur-Evrópu. „Rannsóknarstofan okk- ar er aðeins fjögurra ára gömul en samt höfum við þróað mikið af nýrri tækni fyrir iðnaðinn og því var ákveðið að koma til Akureyrar, kynna starfsemi okkar og sýna hvað við höfum verið að gera. Von- andi mun langtímasamstarf skapast af þessari heimsókn á milli Sintef Fiskeri og Havbruk, Háskólans á Akureyri og fyrirtækja.“ Karl sagði að sér litist mjög vel á það sem Ís- lendingar hafa verið að gera í sjáv- arútvegi, að við séum tæknilega séð mjög framarlega og að skilvirknin í greininni sé mjög góð. „Ég held oft fyrirlestra í Noregi og segi hlust- endum að fylgjast með Íslending- um, stefnu þeirra og framgöngu á alþjóðamarkaði. Það sem vantar í Noregi er að hafa jafn góða stefnu og er hér á landi.“ Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, sagði sér hefði litist vel á margt sem norsku sér- fræðingarnir höfðu fram að færa. „Það sem getur skipt sköpum fyrir Íslendinga er yfirfærslan úr olíu- iðnaðinum yfir í hönnun á sjókvíum, því þar er mikil reynsla sem hefur safnast saman og hluti af henni er nú að koma til baka í fiskeldið. Það er nauðsynlegt að fylgjast vel með og skoða hvað verið er að gera í þessum málum.“ Morgunblaðið/Kristján Norsku gestirnir sem fluttu erindi á málþingi Brims. F.v.: Karl A. Almås, Jostein Storoy, Håvard Rösvik og Marit Aursand. Málþing um rann- sóknir og nýsköpun AKUREYRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.