Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 29 áhugaverðu slóð. Meðal þeirra voru erlendir fuglaskoðarar búnir sjónaukum sem geta dregið fuglana til þeirra um langan veg. Einnig hafði þar viðkomu hópur fólks á rússnesku skipi sem gert er út af Þjóðverjum í leiðangur um norðlægar slóðir. Þá höfðu sigl- ingamenn viðkomu og kajak- ræðarar olnboguðu sig umhverfis Flatey og nálægar eyjar í blanka- logni. Hægt að fá leiðsögn Þess má geta í lokin að fyrir dyr- um stendur að ráðast í nokkrar viðgerðir á kirkjunni. Hafa íbúar tekið sig saman um að veita ferða- mönnum leiðsögn í Flatey gegn gjaldi sem renna á til kirkju- viðgerðanna. ni í fugl- mt Krist- fræðingi r Ævar turefni nokkrum nar há- það. því að ar sig við einkum mbandi. pur var hvíta- ð fjár- r og vitja eggjum. em eiga m svo er oma oft á örf. rvitn- þessari ldu í eynni um hvítasunnuna, félagar í Fram- il hendinni og hreinsuðu til í eynni. Morgunblaðið/JT glulegum ferðum um Breiðafjörðinn. joto@mbl.is M ENNTASKÓLINN Hraðbraut tekur til starfa í ár og hefur skólinn, sem er til húsa í Hafnarfirði, auglýst talsvert að undanförnu, bæði í blöðum og sjónvarpi. Ólafur Haukur Johnson skólastjóri sagði auglýsingarnar vera eðlilegan lið í því að kynna skólann fyrir almenn- ingi. Hann taldi að fjölgun auglýs- inga frá öðrum framhaldsskólum mætti að töluverðu leyti rekja til þess hve mikið skólinn hefur aug- lýst að undanförnu. Ólafur sagði að viðtökur væru mjög góðar og fyrir fyrsta innrit- unardag höfðu skólanum þegar borist nokkrir tugir umsókna en alls verða 100 nemendur teknir inn í skólann. Námsfyrirkomulag í Hraðbraut er með öðrum hætti en gengur og gerist í framhaldsskól- um, nemendur taka stúdentspróf á tveimur árum að jafnaði og kennslufyrirkomulag er þannig að kennd eru þrjú fög í fimm vikna lot- um og síðan eru tekin próf úr námsefninu. Ólafur tók fram að andstætt því sem margir telja eru miklir möguleikar á því að halda uppi góðu félagslífi í skólanum, náminu er hagað þannig að nem- endur eru búnir með heimavinnu þegar skóladeginum er lokið þann- ig að vinnuálag heldur nemendum ekki frá því að sækja viðburði í fé- lagslífinu auk þess sem gefið er vikufrí eftir hverja lotu sem bjóði upp á mikla möguleika. Ólafur sagðist ekki búast við að nám í öðrum framhaldsskólum styttist á næstunni enda henti það ekki öllu skólastarfi að taka stúd- entsprófið á svo skömmum tíma. Auglýsingar frá Verslunarskóla vist en skráningu lýkur á morgun. Undanfarin ár hafa skólanum bor- ist fleiri umsóknir en hægt er að anna og hefur þurft að vísa nem- endum frá. Alls geta 650 nemendur stundað nám við skólann og sagði Þorsteinn markmiðið vera að full- nýta skólann. MR undirbýr nemendur fyrir bóklegt háskólanám Menntaskólinn í Reykjavík hefur einnig auglýst talsvert upp á síð- kastið. Kynning á skólanum hefur verið efld undanfarin ár og fer nú fram bæði með heimsóknum 10. bekkinga í skólann yfir veturinn þar sem kennarar og eldri nemend- ur ræða við gesti og einnig með því að haft er opið hús þá daga sem kynningin stendur yfir en það var gert í fyrsta sinn í fyrra. Yngvi Pét- ursson, rektor skólans, sagði að samkeppni milli skólanna hefði aukist talsvert eftir að landið varð eitt skólaumdæmi fyrir nokkrum árum og hverfisskólarnir afnumdir og útskýrði það að mörgu leyti þá aukningu sem orðið hefur í auglýs- ingamálum. Við kynningu á MR hefur verið lögð áhersla á að verið sé að búa nemendur undir bóklegt háskólanám og taldi Yngvi það mælast vel fyrir meðal nemenda. Hann sagðist búast við að níu eða tíu bekkir myndu hefja nám við skólann í haust sem gerir 225–250 nýja nemendur. MR hefur haft opið hús undanfarna daga og byrjaði að taka við skráningu í skólann á þriðjudag. Yngvi sagði að aðsókn í skólann hefði verið góð undanfarin ár og á von á að svo verði einnig í ár. skólarnir hafa á hinn bóginn marg- ir stækkað við sig. Skráning í skól- ann byrjaði á þriðjudag en þá höfðu þegar borist um 40 umsóknir. Hús- næði skólans var stækkað og er nú hægt að taka á móti 336 nemendum í tólf 28 manna bekkjardeildum en hingað til hefur skólinn rúmað 280 manns. Þorvarður sagðist viss um að skólinn muni fyllast enda hafa ávallt fleiri nemendur sótt um en skólinn getur tekið við og oft hefur þurft að vísa tugum og jafnvel yfir hundrað nemendum frá. FG leggur áherslu á sérhæf- ingu og þjónustu Þorsteinn Þorsteinsson, skóla- meistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ, taldi að ástæðan fyrir fjölgun auglýsinga frá skólunum væri að hluta vegna aukinnar sam- keppni milli skólanna en einnig sagði Þorsteinn það spila inn í að skólarnir vildu vekja athygli á þeirri sérhæfingu sem þeir byggju yfir. T.a.m hefur FG auglýst list- námsbraut sem hægt er að velja við skólann sem og þá þjónustu sem skólinn býður slökum nemendum og eins mjög góðum nemendum. Þorsteinn segist reikna með því að 150–200 nemendur sæki um skóla- Íslands hafa verið áberandi undan- farna daga. VR auglýsir svipað og áður Þorvarður Elíasson skólastjóri sagði að auglýsingar væru þrátt fyrir það ekki mikið fleiri í ár en vanalega en tók fram að skólinn auglýsti að jafnaði mikið. Náms- kynningar fyrir 10. bekk fara fram yfir veturinn þegar nemendum er boðið í heimsókn auk þess sem allir 10. bekkingar fá sendan DVD-disk með umfjöllun um nám við Versl- unarskólann. Því miði auglýsingar, sem birtast núna, frekar að því að minna á skólann og fá nemendur til þess að koma og heimsækja skól- ann á opnum dögum sem standa yf- ir um þessar mundir. Mikill fjöldi nemenda kemur þá og berast skól- anum flestar umsóknir um skóla- vist á þeim dögum. Þorvarður sagð- ist merkja ákveðnar breytingar á auglýsingum frá framhaldsskólum, meira er nú af unnum auglýsingum í stað upptalningar á þeim náms- greinum sem í boði eru eins og áður var algengt. Samkeppni milli skól- anna um hylli nemenda fer harðn- andi að mati Þorvarðar, síðustu ár- gangar sem komu upp í framhaldsskólana eru smáir en Mikið auglýst hjá framhaldsskólum Mikið hefur borið á auglýsingum frá fram- haldsskólum að undanförnu en skráning í skólana stendur nú yfir. Árni Helgason ræddi við skólameistara í nokkrum fram- haldsskólum og spurðist fyrir um fjölgun auglýsinga og skráningu í skólana . arnihe@mbl.is „ÞAÐ er búin að vera mjög góð kolmunnaveiði hérna úti á Rauðatorgi, beint austur af Reyðar- firði,“ segir Emil Thorarensen, útgerðarstjóri Eskju á Eskifirði, þegar hann er inntur eftir aflabrögðum kolmunnaskipa. „Við værum að veiða kolmunna núna ef við værum ekki að reyna að ná þessu markmiði, að veiða síldina,“ útskýrir hann. „Við byrjuðum kolmunnaveiðar í aprílmánuði og erum búnir að veiða sextán, sautján þúsund tonn og það er nú vonast eftir frekari aukningu í kolmunna. Þessi kolmunni sem er að veiðast þarna úti á Rauðatorginu er miklu betra hráefni en sá kolmunni sem við byrjuðum á að veiða sunnan við Færeyjar,“ segir Emil og bætir við: „Hann er bæði feitari og stærri og þar af leiðandi verðmeiri.“ Skipin nær Jan Mayen-svæðinu „Okkar skip, Hólmaborg og Jón Kjartansson, fóru á mánudag og þriðjudag frá Eskifirði eftir að hafa landað fullfermi af norsk-íslenskri síld 110.334 tonn. Sem fyrr segir er aflinn orðinn rúm þrjátíu og átta þúsund tonn þannig að enn eru óveidd 71.904 tonn. Mestu hefur verið land- að hjá Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað, 7.323 tonnum, Ísfélagi Vestmannaeyja hf. – Krossa- nesi, 6.606 t, Eskju hf. á Eskifirði, 6.385 t, og Síldarvinnslunni hf. á Seyðisfirði, samtals 5.133 tonnum. Kolmunnakvótinn fyrir árið 2003 er 318.000 tonn og hafa þegar veiðst, sem áður greinir, 139.446 tonn, þar af er afli færeyskra skipa 49.874 tonn þannig að afli íslensku skipanna er 89.571 tonn. Óveidd eru þ.a.l. 228.429 tonn af kolmunna. Langmestu hefur verið landað af kolmunna hjá Loðnuvinnslunni hf. á Fáskrúðsfirði, 36.502 tonnum, og hjá Síldarvinnslunni hf. í Neskaup- stað, 34.209 tonnum. Hjá Eskju hf. á Eskifirði hafa komið á land 21.028 tonn af kolmunna. Meginuppistaðan í lönduðum kolmunna hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði er úr erlend- um skipum, 31.582 tonn. sem fékkst nyrst í Síldarsmugunni, nálægt Sval- barðalínunni,“ segir Emil. „Síldin var ljómandi góð en hún fór öll í bræðslu.“ Hann segir veiði- svæðið sem skipin þeirra stefni á núna, um 600 sjómílur frá Eskifirði, vera mun vestar en þau hafi endað síðast, þ.e. mun nær Jan Mayen-lög- sögunni. „Það var einhver nótaveiði núna fyrri- hluta nætur [aðfaranótt miðvikudags, 11. júní] en síldin er búin að vera dyntótt. Ef þeir ná báðir að fylla klárum við okkar kvóta, 9.400 tonn.“ Tæp 230.000 tonn eftir af kolmunnakvótanum Samkvæmt gögnum frá Samtökum fisk- vinnslustöðva miðvikudaginn 11. júní voru komin á land 38.430 tonn af síld úr norsk-íslenska stofn- inum á vertíðinni. Alls hafði verið landað 139.446 tonnum af kolmunna, þar af tæpum fimmtíu þús- und tonnum úr færeyskum skipum. Gæði síldar og kolmunna hafa verið með ágætum að sögn út- gerðarstjóra Eskju á Eskifirði. Heildarkvóti norsk-íslensku síldarinnar er Feitur og stór kolmunni á Rauðatorginu Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Jón Kjartansson SU 111 kemur til löndunar á Eskifirði með fullfermi. Um 72 þúsund tonn eru eftir af síldarkvótanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.