Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það voru skelfilegar fréttir þegar kom í ljós að Skúli okkar hafði greinst með illvígan sjúkdóm. Skúli sem alltaf var svo lif- andi í áhuga sínum á ólíklegustu mál- efnum. Það var þó hin íslenska nátt- úra sem heillaði hann mest. Hann var þeirrar skoðunar að við ættum að lifa af og með náttúrunni. Skúli var mikill frumkvöðull og réð- ust hann og Anna í að hefja fasana- rækt hér á Íslandi. Hafa þau náð góð- um tökum á ræktuninni en björninn er ekki unninn með því. Þau hjón hafa mátt fást við ýmsar hindranir og erf- iðleika í okkar skriffinnskubákni til þess að fullreyna þessa skemmtilegu nýbreytni í íslensku atvinnulífi. Því miður eru þær hindranir ekki yfir- stignar ennþá, svo að það bíður Önnu að fást áfram við þau vandamál. Áhugi hans á þjóðmálum og stjórn- málum var lifandi. Það upplifði ég sem þingmaður, því að hann var óþreyt- andi að mæta á stjórnmálafundi og einnig að hafa samband við okkur þingmenn þegar hann vildi leggja eitthvað til mála sem voru í umfjöllun hverju sinni. Ég undraðist oft hversu vel hann fylgdist með framgangi þeirra mála á Alþingi, sem voru á hans helstu áhugasviðum. Var það sérstaklega á sviði náttúruverndar, umhverfismála, menningarmála og því sem sneri að hreindýrum og ferða- mennsku. Skúli var duglegur liðsmaður okkar sjálfstæðismanna. Hann var ötull í fé- lagsstarfinu og lét svo sannarlega ekki sitt eftir liggja í umræðunni, hvort sem var á sveitarstjórnavett- vangi eða í landsmálunum. Það var honum mikið hjartans mál undir það síðasta að geta tekið þátt í nýliðnum alþingiskosningum. Fór það svo að það var með hans síðustu verkum að kjósa utankjörstaðar. Fylgdu síðan ströng fyrirmæli um hvernig atkvæð- inu yrði komið til skila. Það snart okk- ur djúpt og hvatti að vita af slíkum áhuga manns sem taldi síðustu stund- irnar. Ég hitti Skúla síðast þegar við vor- um að fagna undirskrift samninga um álver á Reyðarfirði. Hann lagði á sig ferðalag til að geta orðið vitni að því þegar þetta mikla hagsmunamál okk- ar Austfirðinga var í höfn. Gleði hans var innileg, þrátt fyrir að hinn vondi sjúkdómur hefði gengið nærri honum. Hann var þó sannarlega ekki á þeim buxunum að gefast upp frekar en fyrri daginn og var bjartsýnn um að hann myndi hafa sigur. Það fór þó svo að hann varð að láta í minni pokann. Ég votta Önnu og fjölskyldunni innilega samúð mína og bið góðan guð um að styrkja þau í sorg sinni. Arnbjörg Sveinsdóttir. Frumherji, ástríðuveiðimaður og fashanabóndi er fallinn frá, Skúli Magnússon er allur. Okkur setur hljóða við þessa frétt. Dánarfregnin kom kannski ekki á óvart, við vissum að hann greindist með sjúkdóm upp úr áramótunum en áttum síst von á að sjúkdómurinn mundi leggja þennan baráttumann að velli svo fljótt. Skúli var frumherji hvað eftirlit og leiðsögn með hreindýraveiðum varð- aði, var eftirlitsmaður frá upphafi þess kerfis, sem nú hefur verið við lýði í rúm tíu ár hvað hreindýraveiðar varðar og síðar leiðsögumaður þegar lögunum var breytt. Skúli var óþreytandi að leita sér þekkingar á leiðsögumannsstarfinu og leitaði fanga víða. Fór sjálfur til veiða erlendis, las sér til í bókum og tímaritum, auk þess að flakka um net- SKÚLI MAGNÚSSON ✝ Skúli Magnús-son fæddist í Reykjavík 5. október 1944. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut 8. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Egilsstaðakirkju 17. maí. ið, og varla er til sú veiðislóð á netinu sem hann þekkti ekki. Hann var duglegur að ausa okkur hinum sem störfuðum í faginu af viskubrunni sínum, stundirnar í eldhús- króknum á Tókastöðum og samverustundir við veiðar á fjöllum eru ógleymanlegar. Nú á seinustu árum þegar fast form var komið á það eftirlits- manna- og leiðsögu- mannakerfi, sem mótað var á tíunda áratug síðustu aldar, beitti Skúli sér fyrir því að stofnað var „Félag leið- sögumanna með hreindýraveiðum“ um miðjan febrúar síðastliðinn og varð hann fyrsti formaður þess. Við undirbúning að stofnun félags- ins kom þrautseigja og frumkvæði Skúla sér vel. Hann var búinn að tala fyrir þessari félagsstofnum í nokkur ár, fyrir daufum eyrum og reyndar virtist borin von að hægt væri að sam- eina svo sundurleitan hóp eins og leið- sögumenn með hreindýraveiðum eru í eitt félag. Þetta tókst Skúla og hann uppskar laun erfiðis síns, eftir mikla undirbúningsvinnu, hvergi banginn, þótt hann gengi ekki heill til skógar lengur, þegar að félagsstofnuninni kom. Skúli var einnig frumherji á sviði fashanaræktar á Íslandi, með sinni óbilandi þrautseigju tókst honum ásamt Önnu konu sinni að fá innflutn- ingsleyfi fyrir fashanaeggjum sem þau unguðu út og varð upphafið að fyrsta og eina fashanabúinu sem er starfandi hér á landi. Skúli var vel ritfær og skrifaði meðal annars bók um íslensku rjúp- una, hann var vel hagur bæði á tré og járn, sem sér víða merki, auk þess að vera liðtækur byssusmiður. Við félagarnir viljum að endingu senda Önnu eftirlifandi eiginkonu Skúla, börnum þeirra og öðrum að- standendum innilegar samúðarkveðj- ur. Við biðjum Guð að fylgja Skúla á nýjum stigum um hinar eilífu veiði- lendur. Stjórn Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum. Skúli Magnússon var höfðingi; gestrisinn, glæsilegur, herramanns- legur og gjafmildur. Hann var veiði- maður út í fingurgóma og naut þess að vera úti í náttúrunni og eyddi hann ófáum stundunum í veiðar og leið- sögn. Skúli var einstaklega fjölhæfur og tel ég mig heppna að hafa átt hann að samstarfsmanni. Ég leitaði til hans með flesta hluti; hann smíðaði, teikn- aði upp sýningar, tók á móti gestum og sagði frá. Alltaf með hugmyndir, frjór og jákvæður. Þegar ég var á yf- irsnúning róaði hann mig niður og benti mér á að njóta lífsins og draga andann rólega, – heimurinn myndi líklega ekki farast. Hann sá um „kaffiseremóníuna“ á hverjum morgni, hellti upp á og kallaði alla í kaffi, enda kynntumst við samstarfs- fólk hans hvert öðru best á þessum stundum. Skúli hafði svo sannarlega húmorinn í lagi og létti mikið lund okkar sem umgengust hans, hann var svo skemmtilegur og gaman að hlusta á sögurnar hans. Eitt sinn tókum við á móti erlend- um vinnuhópi í tvær vikur. Ég var svo stressuð, enda nýtekin við mínu starfi og hugsaði um allt sem myndi fara úr- skeiðis. En hann Skúli vissi alltaf ráð við öllu og það endaði með því að hann sá að mestu leyti um verkið, enda lék allt í höndunum á honum. Ég veit ekki hvað ég hefði gert án hans. Ég mat hann virkilega mikils og þótti óskaplega vænt um hann. Nú þurfum við að halda áfram án hans. Það verður erfitt, en þó ekkert í líkingu við það sem hans nánustu þurfa að takast á við. Ég mun geyma með mér góðu minningarnar um Skúla, skemmtileg- ar vinnustundir, vikurnar sem við unnum í Geirsstaðakirkju og ferða- lagið til víkingabúðanna í Ribe í Dan- mörku, þar sem Skúli naut sín í botn við útskurð, eldsmíði og aðra víkinga- iðju. Við enduðum ferðina á því að gista í langhúsi, þar sem langeldurinn logaði og dansað var við fiðluleik í rökkrinu. Þetta var stórkostleg upp- lifun sem ég veit að Skúli hefði ekki viljað missa af. Skúli var félagslyndur, hann eign- aðist vini hvar sem hann kom og verð- ur hans saknað sárt víðsvegar um heiminn. Margir þeirra sem hann hef- ur kynnst í gegnum vinnuna hafa sent sínar samúðarkveðjur til fjölskyldu Skúla: Alexia Gaitanou frá Grikk- landi, Donald Gunn, og Georgia Cro- ok frá Skotlandi, Kiran Williams frá Írlandi og Vala Snæbjarnardóttir. Libby Urquhart og Martin Clark hjá Grampus Heritage and Training í Skotlandi senda einnig sínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Donald segir í sinni kveðju: „Skúli var hjartahlýr og rausnarlegur maður, sem augljóslega naut þess að deila lífsgleði sinni og lífskrafti með öðrum“. Í þessum kveðjum er þér rétt lýst og má sjá hve fólk mat þig mikils, elsku Skúli minn. Við söknum þín hérna í Safnahús- inu. Ég er þakklát fyrir að þú fékkst að vera edrú síðustu þrjú árin. Takk fyrir samfylgdina, hvort sem var í vinnunni eða deildinni okkar, takk fyrir vinskapinn og góðu ráðin. Mikið er ég glöð að hafa kynnst þér. Elsku Anna, Jódís, Heiða, Eyvi og fjölskyldur. Þið eigið mína samúð alla. Megi Guð gefa ykkur styrk til að lifa lífinu áfram án Skúla. Geymum í hjörtum okkar minningu um góðan dreng. Rannveig Þórhallsdóttir. Ég kynntist Skúla Magnússyni þegar hann flutti til Egilsstaða fyrir 20 árum. Síðan þá höfum við margt brallað, marga fjöruna sopið og ekki alltaf borið gæfu til að fara beina veg- inn, nema helst á seinni árum. Samskiptin og samveran með Skúla verður alltaf sérstök og ógleymanleg í minningunni. Hann var mikið náttúrubarn, veiðimaður af ástríðu og átti fáa sína líka af ákafa við það sem hann tók sér fyrir hend- ur. Það var þannig með Skúla, að fengi hann hugmynd var hún fram- kvæmd, væri hún á annað borð fram- kvæmanleg. Hann unni sér aldrei hvíldar fyrr en hann var búinn að koma áhugamálum sínum í höfn. Skúli var aðalhvatamaður að stofn- un Skotfélags Austurlands og Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum og formaður beggja félaganna í ár- daga þeirra. Hann var óþreytandi að sinna öllu er viðkom veiðum, fræðum þeim tengdum og skrifaði meðal ann- ars bók um Rjúpuna. Hann kenndi okkur að búa veiðivopn upp í hend- urnar á okkur, miðlaði okkur af þekk- ingu sinni á skotfærum og kenndi mér að það er oftast manninum fyrir aftan byssuna að kenna hitti hann ekki í mark. Það gefur auga leið að jafnmikill eldhugi og Skúli, oft með mörg járn í eldinum, komst ekki alltaf beina veg- inn að takmarki sínu. Hann fékk ekki alltaf þann stuðning við hugmyndir sínar sem hann vænti, eins og gengur um menn sem oft eru á undan sinni samtíð. Samt var aðdáunarvert hvað hann komst samt áfram þegar öll sund virtust lokuð og kannski auð- veldast að leggja árar í bát, uppgjöf var ekki til í hans orðabók. Gott dæmi um þetta er þegar Skúli fékk þá hugmynd að flytja inn fas- hana eftir að hafa stundað fashana- veiðar úti á Spáni. Með dyggri aðstoð konu sinnar Önnu Einarsdóttir tókst honum það samt eftir mikla þrauta- göngu milli ótal „byrókrata“ í hinu ís- lenska stjórnkerfi sem oftar en ekki rís fyrir framan hugmyndir manna eins og ókleifur hamar. Það er með miklum söknuði að ég kveð Skúla vin minn eins snemma og raun ber vitni, hann tókst á við sjúk- dóm þann er dró hann til dauða, af sama ákafanum og annað sem hann tók sér fyrir hendur um dagana. Það leið ekki langur tími frá því að bana- mein hans greindist þar til hann var allur, þetta var stíll Skúla, það var allt eða ekkert. Anna, Eyjólfur, Heiða, Jódís og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Sigurður Aðalsteinsson. Kveðja frá göngu- klúbbnum Elsku vinkona. Það eru forréttindi að fá að vaxa og þroskast sam- an í góðum hópi samstarfsmanna. Við höfum orðið þessarar gæfu að- njótandi, þú varst þessi ljúfi og góði félagi sem gafst þér alltaf tíma til að hlusta á aðra og velta tilverunni fyrir þér. Þú varst afar nákvæm og skilaðir þinni vinnu alltaf óaðfinnanlega. Þú varst mjög gefandi í samstarfi sem er ómetanlegt í okkar starfi. Við, nokkrir samkennarar Vil- borgar, ákváðum fyrir tveim árum að ganga reglulega einu sinni í viku í nágrenni Hafnarfjarðar eða spila golf yfir sumartímann. Þess- ar samverustundir verða seint fullþakkaðar, hún smitaði okkur með bjartsýni sinni og dillandi hlátri. Vilborg bjó yfir miklum innri styrk og kjarki sem hún miðlaði til okkar hinna í göngu- klúbbnum. Síðasta gangan okkar var í Hellisgerði í blíðskaparveðri núna um miðjan maí og gerðum við okkur allar grein fyrir að tím- inn okkar saman yrði ekki miklu lengri. Nú þegar sól hækkar á lofti er komið að kveðjustund. Vilborg hefur lokið erfiðri baráttu við hinn illvíga sjúkdóm sinn. Við stöndum eftir máttvana með tómarúm í hjarta og skarð í vinahópnum. Við sendum Skúla, Þorfinni, Halldóru og fjölskyldunni allri okkar einlægustu samúðarkveðj- ur. Orð mega sín lítils en ef við hugsum um þá einstöku yfirvegun, æðruleysi og hlýju sem einkenndi Vilborgu hjálpar það okkur við að stíga skrefin fram á við, án elsku Vilborgar okkar sem við söknum öll. Að eiga góða nágranna er góð gjöf og því er erfitt að kveðja Vil- borgu, konuna sem ekki var bara nágranni heldur líka vinkona. Fyrstu kynni okkar af Vilborgu voru í heimboði hjá henni á Arnar- hrauninu eftir skemmtikvöld sem við vorum á. Umræðan var um tónlist og er okkur minnisstætt er VILBORG ÞORFINNSDÓTTIR ✝ Vilborg Þorfinns-dóttir fæddist á Selfossi 14. ágúst 1947. Hún lést á heimili sínu hinn 28. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Víðistaða- kirkju 10. júní. Vilborg settist við pí- anóið og spilaði Für Elise. Vinátta okkar og Vilborgar hófst síðan þegar við fengum byggingarlóð í Hvammahverfinu árið 1978, en lóðir okkar lágu saman. Við tók þriggja ára tímabil spádóma og framkvæmda. Það vakti aðdáun hvað Vil- borg var iðin og vann hörðum höndum á byggingartímanum. Margur meist- arinn hefði verið vel staddur með hana sem handlangara sér við hlið. Um veturinn árið 1982 fluttu Vil- borg og Skúli í húsið, sem geislaði af glæsileika, og gaf góða mynd af smekkvísi þeirra hjóna. Næstu árin fylgdumst við með dugnaði og eljusemi Vilborgar í hönnun og viðhaldi garðsins, sem hún lagði metnað sinn í og ómæld- an tíma á hverju sumri. Vilborg var eins og vorboðinn, mætt að setja niður sumarblóm fyrir framan húsið og að snyrta beðin fyrir aftan. Það hafa verið okkur forréttindi að hluti útsýnis okkar var yfir á margverðlaunaðan garð Vilborgar og snyrtilegt hús þeirra. Vilborg ól upp börn sín sem dug- lega og skapandi einstaklinga og því var happ fyrir dætur okkar að eiga með þeim samleið í uppvexti og skólagöngu. Þær minnast kon- unnar sem ók þeim á bráðamót- tökuna þegar einn leikurinn endaði með gati á höfðinu, konunnar sem hjálpaði þolinmóð þegar skotist var yfir með hekluverkefni í vanda, konunnar sem gaf öll góðu ráðin varðandi skólamálin. Vilborg var iðin við að gefa góð ráð. Hún var róleg og yfirveguð, þau mál sem voru rædd við hana hverju sinni leysti hún á sinn ró- lega hátt og kom með nytsamar ábendingar. Hún gagnrýndi ekki heldur benti á lausnir. Þegar ljóst var að sjúkdómurinn hafði búið um sig hjá Vilborgu hófst barátta hennar sem hún háði af miklum krafti og bjartsýni. Um leið og við kveðjum Vilborgu og þökkum henni samfylgdina geymum við minningu um traustan vin og góðan nágranna. Við biðjum verndara okkar að styrkja Skúla, Þorfinn og Halldóru í söknuði þeirra. Fjölskyldan Fjóluhvammi 13. Elsku Matthías frændi. Kveðjustundir eru alltaf erfiðar, sérstak- lega þegar maður á síst von á þeim. Upp hafa komið margar minning- ar sem ylja mér um hjartaræturnar. Í þínu tilviki eru allar minningarnar á góðu nótunum. Það er erfitt að draga eina upp úr pott- inum, en ef ég horfi til baka sé ég ynd- MATTHÍAS KRISTJÁNSSON ✝ Matthías Krist-jánsson fæddist 23. september 1975. Hann lést af slysför- um aðfaranótt 10. maí síðastliðins og var útför hans gerð frá Ólafsvíkurkirkju 17. maí. islega sál sem var alltaf tilbúin til þess að hjálpa. Þú sýndir mér ávallt mikla hlýju og öllum þeim sem í kringum þig voru. Takk fyrir allar þær stundir sem við höfum deilt saman og hafðu það gott þarna hinum megin í ljósinu. Með þessu fallega ljóði eftir langafa okkar kveð ég þig, elsku vinur. Nú til hvíldar leggst ég lúinn, lát mig, Drottinn, sofa rótt; hvílan faðminn breiðir búin, blessuð kom þú draumanótt. Vef mig þínum ástararmi, englar guðs mér vaki hjá; friðardagsins blíði bjarmi, bráðum ljómar himni á. (Guðmundur Finnbogi Helgason.) Elsku Íris Ósk, Kristján Steinn, Jó- hann Ás, Thelma Rún, Viktor Ingi, Adda, Kiddi, Svana, Frikki, Garðar og fjölskyldur, megi Guð styrkja og lýsa yfir ykkur í þessari miklu sorg. Margrét Dögg. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.