Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 53
BÖRN og unglingar
sem horfa á kvikmyndir
þar sem söguhetjurnar
reykja eru þrefalt lík-
legri til að byrja sjálf að
reykja, samkvæmt nið-
urstöðum rannsóknar
er birt var í læknatíma-
ritinu The Lancet. Nið-
urstöðurnar eru um-
deildar og hafa sumir
sérfræðingar minnt á að
margir þættir til viðbót-
ar hafi áhrif á hvort ung-
lingar taki upp reyking-
ar.
Vegna þessarar
bandarísku rannsóknar
hefur Glantz, baráttuhópur gegn
reykingum, hvatt til þess að myndir
þar sem leikarar sjáist við reykingar,
verði bannaðar börnum.
Indverskar kvikmyndastjörnur í
Hollywood hafa nú þegar hafið her-
ferð gegn því að kvikmyndaframleið-
endur noti reykingar í myndum.
Rannsóknin var gerð í Læknaskól-
anum í Dartmouth í New Hampshire
og tók til 2.063 barna á aldrinum 10
og 14 ára, sem höfðu aldrei komið ná-
lægt reykingum. Börnin voru spurð
árið 1999 hvaða myndir þau hefðu séð
af alls 50 talsins frá áratugnum á und-
an. Síðan var reiknað út hversu mikið
þau hefðu séð af reykingum í kvik-
myndum og var hópnum skipt niður í
fjóra smærri hópa. Einu til tveimur
árum síðar höfðu 10% af ungmenn-
unum prófað reykingar eða byrjað að
reykja og var stærsti hlutinn úr þeim
hópi er hvað mest hafði fylgst með
reykingum í kvikmyndum. Rann-
sóknin tók svo aðra þætti inn í eins og
hópþrýsting frá jafnöldrum og upp-
reisnarþrá og niðurstaðan varð að
börn væru þrisvar sinnum líklegri til
að byrja að reykja ef þau tilheyrðu
hópnum, sem mest horfði á hetjur
sínar á hvíta tjaldinu við reykingar.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru
þær að 52% af börnunum í könnun-
inni hefðu byrjað að reykja vegna
áhrifa frá kvikmyndum.
Ekki eru allir sammála niðurstöð-
unum. Fjölmiðlafræðingurinn Paul
Levinson frá Fordham-háskóla í
New York sagði niðurstöðurnar gall-
aðar vegna þess að ekki væri litið
nægilega til annarra þátta.
Tóbaksframleiðandinn Philip
Morris í Bandaríkjunum sagði að
framleiðsluiðnaðinum væri ekki um
að kenna. Fyrirtækið sagði að leik-
stjórar og framleiðendur þyrftu að
fara varlegar í að sýna reykingar í
kvikmyndum ætlaðar ungmennum.
Reykingar í kvikmyndum hafa áhrif á börn
Beavis og Butthead hafa tekið upp á margri vit-
leysunni, eins og að reykja.
Bannað að reykja
á hvíta tjaldinu?
KEPPNI í hársnyrtingu á vegum Intercoiffure á Íslandi fór
fram á dögunum á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll. Alls
eru 15 hárgreiðslustofur á landinu félagar í Intercoiffure en
ungliðar stofanna tóku þátt í keppninni.
Alls tóku 20 manns þátt í keppninni og voru þeir allir 28 ára
og yngri. Sigur úr býtum bar Helena Rán Stefánsdóttir hjá
Hárnýju í Kópavogi. Hlýtur hún að launum Parísarferð þar sem
hún fær að sýna listir sínar með ungliðum frá 32 löndum til
viðbótar á sýningu alheimssamtaka Intercoiffure í haust.
Í öðru sæti lenti Nína Kristjánsdóttir hjá Jóa og félögum og í
því þriðja varð Dagný Gréta Ólafsdóttir frá Salon Reykjavík.
Að sögn Hrafnhildar Arnardóttur, eins skipuleggjenda, gekk
keppnin vel fyrir sig. „Þetta var hörð og flott keppni,“ segir
hún, og bætir við að það hafi reynst skemmtilegt að hafa dóm-
ara úr mismunandi áttum en þeir voru Baldur á Mojo, Alli í
Company, Hreinn ljósmyndari og Birta förðunarkona og fata-
hönnuður.
Ungliðakeppni Intercoiffure haldin á NASA
Parísarferð að launum
Morgunblaðið/Árni Torfason
Nína Kristjánsdóttir hjá Jóa og fé-
lögum og Hafdís módel en Nína
lenti í öðru sæti í keppninni.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Helena Rán Stefánsdóttir (til vinstri), frá
Hárný í Kópavogi, lenti í fyrsta sæti í keppn-
inni og hlýtur ferð til Parísar að launum.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Hrund fæst við hárið á Dóru Björk
á NASA en 20 manns tóku þátt í Int-
ercoiffure-keppni ungliða.
Það borgar sig að kynnast fólki vel áður en þú
ferð á blint stefnumót á netinu.
Queen Latifahfer á kostum og Steve Martin slær í
gegn í sinni stærstu gamanmynd frá upphafi!
„Einn mesti grínsmellur ársins!“
KVIKMYNDIR.COM
KVIKMYNDIR.IS
KVIKMYNDIR.IS
ÓHT Rás 2
„Grípandi og gefandi með
óborganlega bardaga“
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.30.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8.
ÁLFABAKKI
Kl. 4, 6, 8 og 10. Bi. 12
KRINGLAN
Kl. 5.30, 8 og 10.30. Bi. 12
KEFLAVÍK
Kl. 10. B.i. 12.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 10.
AKUREYRI
Kl. 10. B.i.12
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8 og 10.10.
Kvikmyndir.is
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4 og 6.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4.
ÞESSI FRÁBÆRA GRÍNMYND ER FRÁ FRAMLEIÐANDANUM JERRY
BRUCKHEIMER SEM HEFUR GERT SMELLINA ARMAGEDDON, PEARL HAR-
BOR, THE ROCK OG CONAIR. KANGAROO JACK KEMUR ÞÉR Í SVAKA STUÐ!
´3 vi
kur
á to
ppnu
m
í US
A!
3 vik
ur
á to
ppnu
m
á Ísla
ndi
Á MORGUN!
m
TÍMARIT UM MAT & VÍN27062003
Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins
í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is
Auglýsendur!
Næsta tölublað af tímaritinu m sem fjallar
um mat og vín, kemur út föstudaginn 27.
júni næstkomandi.
Tímaritið fylgir Morgunblaðinu í 55.000
eintökum til allra kaupenda blaðsins um
land allt.
Matur og vín eru orðin stór hluti af lífi
landsmanna og margir sem hafa það sem
sérstakt áhugamál. Tímaritinu er ætlað að
endurspegla þennan nýja lífsstíl
landsmanna á lifandi og áhugaverðan hátt.
Stærð tímaritsins er 25x36 sm og er það
skorið og heftað.
Pantanafrestur auglýsinga er til
mánudagsins 23. júní kl. 16:00