Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 6
Falun Gong kvarta til umboðsmanns Alþingis UMBOÐSMANNI Alþingis hefur verið send kvörtun vegna aðgerða ís- lenskra stjórnvalda gegn rúmlega 200 Falun Gong iðkendum í tengslum við komu Jiang Zemins fyrrum forseta Kína til landsins í fyrrasumar. Beinist kvörtunin gegn öllum stjórnsýsluaðgerðum sem gripið var til, m.a. að stjórnvöld hafi útbúið og dreift „svörtum listum“, sent erindreka sína á erlenda flug- velli til að koma í veg fyrir að iðkend- urnir kæmust til landsins, svipt þá frelsi með ólögmætum hætti og sett hömlur á ferðafrelsi þeirra innan- lands. Útilokar ekki dómstóla Tveir fulltrúar hreyfingarinnar, Peder Giertsen og Li Shao, héldu blaðamannafund við styttuna af Ing- ólfi Arnarsyni á Arnarhóli í gær. Giertsen sagði tilganginn með kvört- uninni til umboðsmanns vera þá að freista þess að leiða allar staðreyndir málsins í ljós og auka líkurnar á því að íslensk stjórnvöld viðurkenndu mistök sín. Einnig að þau greiddu bætur vegna tjóns sem varð vegna aðgerða þeirra. Aðspurður sagðist Morgunblaðið/Arnaldur Peder Giertsen, Ragnar Aðalsteinsson hrl. og Li Shao á Arnarhóli í gær. hann frekar kjósa að beina kvörtun til umboðsmanns Alþingis og að leysa málið á „lýðræðislegan hátt“ en að leita til dómstóla. „En við úti- lokum enga möguleika.“ Persónuvernd hefur þegar fjallað um svörtu listana og komist að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðuneytinu hafi verið óheimilt að senda þá til Flugleiða en lögreglu hafi á hinn bóginn verið það heimilt. Aðgerðir stjórnvalda gegn tveimur öðrum Falun Gong iðkendum hafa verið kærðar til ríkissaksóknara. „Rödd andstöð- unnar fengi ekki að heyrast“ LI Shao hafði keypt sér ferð með Flugleiðum til Íslands frá Heathr- ow-flugvelli í London 12. júní í fyrra en hann ætlaði að taka þátt í friðsamlegum mótmælum vegna heimsóknar Jiang Zemin, forseta Kína, til landsins. „Ég var beðinn um að stíga út úr biðröðinni við innritunarborðið, lík- lega af því að ég lít út fyrir að vera kínverskur og mér sagt að nafn mitt væri ekki á farþegalistanum. Síðan var mér sagt að ég gæti ekki farið um borð. Ég spurði um ástæður en fljótlega var kallað á lögreglu og tveir lögreglumenn tóku undir handleggina á mér og ýttu mér út úr byggingunni,“ sagði hann. Æltlun Li Shao var að mót- mæla komu „fyrrverandi einræðis- herra“ Kína á friðsamlegan hátt. Mágkona hans mátti dúsa í vinnu- búðum í Kína í 14 mánuði af þeirri ástæðu einni að hún iðkaði Falun Gong en var leyst úr haldi eftir mikið þref. Barátta hans gegn þessum grófu mannréttindabrotum kínverskra stjórnvalda héldi þó áfram með friðsamlegum mótmæl- um. Í Kína gæti enginn gert slíkt án þess að verða handtekinn og jafnvel þó mótmælendur yrðu látn- ir óáreittir yrði gengið úr skugga um að Zemin myndi hvorki heyra þá né sjá. „Rödd andstöðunnar fengi ekki að heyrast,“ sagði hann. Li Shao, sem kennir bygginga- fræði við háskólann í Nottingham, segir ljóst að almenningur hafi stutt málstað Falun Gong en að- gerðir íslenskra stjórnvalda hafi verið dapurlegar. Vonast hann til þess að þau sjái að sér hið fyrsta. Það yrðu stór skref í rétta átt ef ís- lensk stjórnvöld lýstu því yfir op- inberlega að þau hefðu haft rangt fyrir sér og myndu gagnrýna ill- virki kínverskra stjórnvalda gegn Falun Gong-iðkendum. Aðrar kröf- ur þeirra eru að stjórnvöld bæti Falun Gong-iðkendum tjón sem þeir urðu fyrir vegna aðgerða stjórnvalda og loks að fullnægjandi staðfesting fáist á því að „svörtu listunum“ svokölluðu hafi verið eytt. FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALÞJÓÐALEIKAR Special Olympics verða haldnir í Dyflinni á Írlandi 21.–29. júní næstkom- andi. Ísland mun eiga sína fulltrúa á leikunum en Íþróttasamband fatlaðra hefur átt aðild að Al- þjóðasamtökum Special Olympics síðan árið 1989 en leikarnir eru mót fyrir þroskahefta og sein- færa. Þetta er í fjórða sinn sem Ísland sendir keppendur en leikarnir eru haldnir fjórða hvert ár. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem keppn- in er haldin utan Bandaríkjanna en þar voru samtökin stofnuð og fyrstu leikarnir haldnir árið 1968. Leikarnir skera sig frá Ólymp- íumóti fatlaðra að því leyti að allir mega taka þátt í keppninni. Að- almarkmið keppenda er að vera með og gera sitt besta og kjörorð leikanna eftir því: „Láttu mig sigra en ef ég næ ekki að sigra megi ég þá vera hugaður í tilraun minni.“ 7.000 þátttakendur keppa á mótinu í 21 íþróttagrein en auk þeirra telja áhorfendur, aðstand- endur, þjálfarar, fararstjórar o.s.frv. hátt í 600.000. Ísland sendir að þessu sinni 48 keppendur í allar greinar mótsins. Íslensku keppendurnir eru á aldr- inum 15–60 ára en öll félagslið Íþróttasambands fatlaðra fengu tækifæri til að tilnefna kepp- endur. Til marks um tilgang leik- anna má nefna að hinn frægi sundmaður Íslendinga, Sigrún Huld Hrafnsdóttir, mun keppa í keilu fyrir Íslands hönd. Rúnar Erlingsson, Sigurður Valur Valsson og Hildur Hauks- dóttir mynda keilulið Íslands ásamt Sigrúnu Huld. Þau æfa að jafnaði einu sinni í viku en hafa fjölgað æfingum eftir því sem nær dregur mótinu. Í dag koma þau saman í síðasta sinn fyrir mótið og halda svo utan á mánudaginn ásamt öðrum keppendum, þjálf- urum og aðstandendum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður heiðursgestur á opnunarhátíð leikanna og Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, hefur boðað komu sína á lokahá- tíð leikanna en viðvera þeirra þykir mikil viðurkenning á þess- um stóra íþróttaviðburði. Íþróttasamband fatlaðra hefur hafið fjársöfnun til að gera ferð- ina mögulega og mun á næstu dögum senda út gíróseðla til fólks. Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Rúnar Erlingsson, Hildur Hauksdóttir og Sigurður Valur Valsson mynda keilulið Íslands. Að vera með og gera sitt besta Ísland sendir 48 keppendur á Ólympíuleika seinfærra og þroskaheftra Morgunblaðið/Golli leit að lausn málsins og munu þær viðræður halda áfram. „Starfsemi afeitrunardeildarinnar hefur verið lítil allt frá áramótum, eða allt frá því að við heyrðum að það ætti að fara með okkur héðan,“ segir Guðmundur. „Við þorðum aldrei að bæta neitt á en vorum að taka inn fólk á deildina í bráða- tilfellum.“ Mikil ásókn í meðferð hjá Byrginu Guðmundur segir að taka þurfi til hendinni í Efri-Brú til að hægt sé að fjölga rýmum fyrir skjólstæð- inga. „Það er alveg rosalegt að þurfa að vísa fólki frá. Það hringja margir á hverjum degi og spyrja hvort við séum búin að opna. Það hefur verið mjög mikil ásókn í með- ferð hjá okkur.“ Guðmundur segir að fólk sem ekki á í önnur hús að venda gangi fyrir í Byrginu en aðsókn annarra sé orðin mikil. „Við getum ekki tek- ið húsnæði austur að Efri-Brú undir AFEITRUNARDEILD Byrgisins í Rockville hefur verið óstarfhæf undanfarna mánuði en málefni með- ferðarheimilisins hafa verið í nokk- urri óvissu frá áramótum. Nú hafa Byrgismenn yfirgefið Rockville og flutt starfsemina að hluta að Efri- Brú í Grímsnesi. Á Efri-Brú er hins vegar enn sem komið er aðeins pláss fyrir 37 skjól- stæðinga en 40 til viðbótar eru því á götunni, að sögn Guðmundar Jóns- sonar forstöðumanns. Hann segir ekki koma til greina að hafa afeitr- unardeild að Efri-Brú þar sem veð- ur geti hamlað því á vetrum að flytja þangað þá sem á meðferðinni þurfa að halda. Til stóð að deildin yrði á Vífils- stöðum en að sögn Guðmundar virðist sá möguleiki nú út úr mynd- inni. Í félagsmálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að málefni afeitr- unardeildar svo og alls Byrgisins væru nú til skoðunar. Hafi viðkom- andi aðilar fundað í gærmorgun í afeitrunardeild. Það er ekki hægt, ég tala nú ekki um að vetrarlagi. Afeitrunardeildin verður að vera í borginni. Við verðum að hafa ein- hver tengsl við borgina. Fólk upp- lifir sig annars eins og það hafi ver- ið sett í geymslu.“ Breytt áform varðandi Vífilsstaði Guðmundur segir ekki lengur standa til að hafa deildina að Vífils- stöðum eins og ákveðið hafði verið í samráði við heilbrigðisráðuneytið. Hann segir málið hafa verið klapp- að og klárt en svo virðist sem það hafi strandað í fjármálaráðuneytinu. „Ég vona að þetta sé einhver mis- skilningur.“ Hann segir afeitrunardeild nauð- synlega starfseminni en hún virðist ekki lengur vera inni í myndinni. Kastað hafi verið peningum til upp- byggingar í Rockville og núna stefni Byrgið í gjaldþrot vegna skulda sem stjórnvöld áttu að taka þátt í að greiða úr. Afeitrunardeild Byrgisins óstarfhæf í marga mánuði Fjörutíu skjólstæðing- ar verða á götunni lagsins við Eimskip um flutning á sjóleiðinni milli Íslands og N-Am- eríku bryti ekki gegn ákvæðum samkeppnislaga. Að öðrum kosti óskuðu Samskip eftir því að sam- keppnisyfirvöld veittu skipafélög- unum undanþágu vegna samkomu- lagsins á grundvelli samkeppnis- laga. Vísuðu Samskip til fyrri úrskurða þar sem samkeppnisyf- irvöld hefðu veitt þessum félögum undanþágu frá lögum. Í lok mars sl. skilaði samkeppn- isráð þeim úrskurði að flutninga- samkomulag Samskipa og Eim- skips bryti í bága við sam- keppnislög en með heimild í 16. gr. laganna veitti ráðið undanþágu frá bannákvæði í 10. gr. sömu laga. ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn- ismála hefur staðfest þá ákvörðun samkeppnisráðs að samningur Samskipa og Eimskips um sam- starf við flutninga milli Íslands og N-Ameríku megi standa með þeirri undanþágu sem samkeppnisráð veitti félögunum fyrr á þessu ári. Tók áfrýjunarnefnd fyrir kæru Atl- antsskipa sem töldu að samkeppn- isráð hefði með úrskurði sínum gengið gegn því meginmarkmiði samkeppnislaga að efla virka sam- keppni í viðskiptum. Málavextir eru þeir helstir að með erindi til Samkeppnisstofnun- ar í september árið 2002 óskuðu Samskip eftir því að samkeppnisyf- irvöld staðfestu að samkomulag fé- Gildir undanþágan til 31. ágúst á næsta ári og á meðan skulu félögin tilkynna Samkeppnisstofnun allar verðbreytingar og breytingar á skilmálum í flutningum þeirra héð- an og til N-Ameríku. Í lok apríl sl. kærðu Atlantsskip svo þessa ákvörðun samkeppnisráðs og kröfðust þess að hún yrði felld úr gildi. Áfrýjunarnefndin staðfestir úr- skurðinn og segir samkomulag Samskipa og Eimskips líklegt til að stuðla að bættri dreifingu vörunnar þar eð að öðrum kosti sé viss hætta á að sú þjónusta sem nú stendur til boða af hálfu Samskipa hyrfi úr höndum fyrirtækisins og keppi- nautum fækkaði á markaðnum. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála um kæru Atlantsskipa Samningur Samskipa og Eimskips stendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.