Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 17 Útboð Norðurorka hf. óskar eftir tilboðum í lagningu dreifikerfis hitaveitu í Arnarneshreppi. Um er að ræða jarðvinnu og pípulögn um 16 km langrar stofnæðar og um 7 km af heimæðum. Stofnæð er DN80 mm og DN65 mm foreinangraðar stálpípur og ø63 mm foreinangruð pexlögn í hlífðarkápu úr plasti. Heimæðar eru foreinagraðar pexlagnir. Skiladagur verksins er 17. október 2003. Útboðsgögnin verða seld á skrifstofu Norðurorku, Rangárvöllum, 603 Akureyri, frá og með fimmtudeginum 12. júní nk. kl. 13:00, á kr. 5.000. Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en fimmtudaginn 26. júní 2003 kl. 14.00 og verða þau þá opnuð í fundarsal á fjórðu hæð að viðstöddum þeim bjóðendum, eða fulltrúum þeirra, sem þess óska. Forstjóri Norðurorku. NÝ úrbeiningarlína fyrir stór- gripakjöt hjá Norðlenska á Akur- eyri var formlega tekin í notkun í gær. Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðar- og viðskiptaráðherra ræsti línuna að viðstöddu fjölmenni. Þessi nýja úrbeiningarlína er af- rakstur þróunarverkefnis Marels hf. og Norðlenska ehf. og markar hún tímamót í kjötvinnslu á Ís- landi, að sögn forsvarsmanna fyr- irtækjanna. Jafnframt mun þessi lína nýtast vel minni kjötvinnslu- fyrirtækjum út um allan heim. Sigmundur Ófeigsson fram- kvæmdastjóri Norðlenska sagði að hér væri um að ræða byltingu í kjötvinnslu á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Hann sagði að unnið yrði að því að breyta vinnslum fyr- irtækisins bæði á Akureyri og Húsavík þannig að þær uppfylltu þá staðla sem krafist er til þess að þær fái Evrópuleyfi fyrir unnar kjötvörur. Engin sambærileg kjötvinnslu- lína hefur verið sett upp í heim- inum og verður því mjög horft til reynslu Norðlenska af þessari tæknibyltingu, segir í fréttatil- kynningu. Markmiðið með úrbein- ingarlínunni er m.a. að ná fram nútímalegri og háþróaðri matvæla- vinnslu, betri vöru með meiri gæð- um, bættri vinnuaðstöðu starfs- fólks, auknum afköstum, bættri nýtingu hráefnis og rekjanleika vöru frá neytanda til framleiðanda. Marel hefur undanfarin sjö ár unnið að þróun úrbeiningarlínu fyrir kjötvinnslur en áður hefur fyrirtækið sett upp flæðilínur fyrir fiskvinnslur og kjúklingasláturhús víða um heim. Við þróun og upp- setningu úrbeiningarlínunnar á Akureyri er gengið lengra en áður því þetta er fyrsta línan í heim- inum þar sem gert er ráð fyrir úr- beiningu á fleiri en einni tegund stórgripakjöts – í þessu tilfelli nautakjöti, svínakjöti og hrossa- kjöti. Rúm þúsund tonn af nautakjöti eru unnin hjá Norðlenska á Akur- eyri og ámóta magn af svínakjöti. Hjá fyrirtækinu starfa um 180 manns – á Akureyri, Húsavík og í Reykjavík. Afrakstur þróunarverkefnis Norðlenska og Marel Ný úrbeiningarlína fyrir stórgripi tekin í notkun Morgunblaðið/Kristján Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ræsti nýja úrbeiningarlínu hjá Norðlenska í gær. Með henni á myndinni eru Reynir Eiríksson framleiðslustjóri t.v. og Vilberg Vigfússon sem mundar hnífinn. HÖLDUR hefur opnað nýja og glæsilega bíla- sölu á Þórsstíg 2 og um leið sameinað á einum stað sölu á nýjum og notuðum bílum. Á Þórs- stíg 2 var gatnadeild Akureyrarbæjar áður til húsa en Höldur keypti húsnæðið og síðustu mánuði hefur þar verið unnið að umfangs- miklum endurbótum. Sýningarsalurinn er bjartur og rúmgóður og utandyra er stórt sýn- ingarsvæði. Á myndinni eru f.v. Pálmi Björnsson á bílasölu Hölds, Teitur Birgisson, yfirmaður bílaþjónustusviðs, og Steingrímur Birgisson framkvæmdastjóri. Höldur opnar nýja bílasölu Morgunblaðið/Kristján BJÖRN Ívar Karlsson bar sigur úr býtum á maí-hraðskákmóti Skák- félags Akureyrar sem fram fór á ann- an í hvítasunnu. Björn Ívar hlaut 16 vinninga af 17 mögulegum en annar varð Guðmundur Gíslason með 15 vinninga. Þeir félagar voru svo til jafnir út allt mótið en Guðmundur beið ósigur í lokaumferðinni á meðan Björn Ívar innbyrti sinn vinning og þar með sigur í mótinu. Gylfi Þórhallsson hafnaði í þriðja sæti með 14 vinninga og í fjórða sæti varð Ágúst Bragi Björnsson með 11 vinninga en alls voru keppendur 18. Um næstu helgi verður skákkeppni milli SA og skákdeildar Félags eldri borgara úr Reykjavík. Keppni hefst í Íþróttahöllinni kl. 15 á laugardag. Björn sigr- aði á hrað- skákmótinu Aðalfundur Skógræktarfélags Ey- firðinga verður haldinn í Garðsárs- kógi í Eyjafjarðarsveit í kvöld, fimmtudagskvöldið 12. júní, kl. 20.00. Dagskrá verður samkvæmt lögum félagsins. Garðsárskógur, sem friðaður var 1931, er elsti skóg- arreitur skógræktarfélagsins. Ekið er um Eyjafjarðarbraut eystri og beygt til vinstri í átt að Hjarðar- haga, Syðra-Hóli og Garðsá í Öngul- staðahreppi hinum forna. Skógurinn er á hægri hönd þegar ekið er í átt að bænum Garðsá. Að aðalfundar- störfum loknum verður farin stutt skoðunarferð um skóginn og síðan boðið upp á hressingu. Fundarmenn eru beðnir að koma búnir til útivist- ar og hafa með sér teppi og sessur. Í DAG Bandaríski skólakórinn Appelton West singers syngur á tónleikum í Akureyrarkirkju í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá eru bandarísk kórverk auk tónlistar frá öðrum menningar- heimum. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.