Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 21 ALDA Ármanna Sveinsdóttir opnar vinnustofusýningu kl. 17 í dag, fimmtudag, í Logafold 46. Megin- þema eru olíumálverk og vatnslitir með konuna í forgrunni. Sýningin er opin kl. 14–16 til 15. júní. Teddi (Magnús Th. Magnússon) er með sýningu á vinnustofu sinni, á horni Skúlagötu og Klapparstígs, en þar er einnig Smiðjan, sýning- arsalur leiklistarnema LHÍ. Á sýningunni eru verk frá ýms- um tímum og einnig ný verk sem Teddi er að fást við um þessar mundir. Sýningin stendur til 1. júlí næst- komandi og verður Teddi við vinnu sína milli kl. 13–18 meðan á sýning- unni stendur. Eitt verka Öldu Ármönnu Sveinsdóttur. Vinnustofusýningar UNG leikkona, Valdís Arnardóttir, leikur í sumar hlutverk Guðríðar Þorbjarnardóttur í leiksýningu Skemmtihússins á Ferðum Guð- ríðar. Valdís er ein nokkurra leik- kvenna sem túlkað hafa hlutverk Guðríðar í leikriti Brynju Bene- diktsdóttur frá því það var frum- sýnt árið 2000. Verkið hefur verið leikið á einum fimm tungumálum og leikkonurnar eru orðnar sjö tals- ins sem túlkað hafa hlutverkið. Val- dís leikur á ensku í sýningum Skemmtihússins í sumar á sunnu- dags- og þriðudagskvöldum og ann- an hvern fimmtudag og föstudag á móti Þórunni Clausen sem leikur Guðríði einnig á þýsku í sumar á sunnudögum og þriðjudögum. Ferðir Guðríðar eru einleikur og hvílir því alfarið á herðum leikkon- unnar sem á heldur hverju sinni. Valdís segir það mikla ögrun og hvatningu við sig svo óreynda leik- konu að takast á við tæpra tveggja klukkustunda einleik sem sitt fyrsta hlutverk. „Þetta er mjög spennandi og krefjandi og eigin- lega dálítið skrýtið að segja að mér sé jafn tamt að leika á ensku og ís- lensku. Hlutverkið gerir líka miklar kröfur til látbragðsleiks og svo skemmtilega vill til að ég lærði látbragðslist hjá Philippe Gaulier í London áður en ég hóf hefðbundið leiklistarnám við Guildford School of Acting, en læri- meistari Gauliers var sjálfur Jaques Lecoq sem Brynja Benediktsdóttir lærði hjá í París á sjöunda áratugn- um.“ „Það verður mjög spennandi að leika næsta hlutverk á íslensku,“ segir hún og upplýsir að þess verði reyndar ekki langt að bíða því hún verður í burðarhlutverki í sýningu á nýju verki byggðu á Laxdælu eftir Súsönnu Svavarsdóttur í leikstjórn Brynju Benediktsdóttur sem frum- sýnt verður í Skemmtihúsinu síðar í sumar. Þá verður einnig frumsýnt nýtt verk eftir Brynju um ferðir Ís- lendinga til Vesturheims á 19. öld. Valdís segir að þótt sýningin um Guðríði Þorbjarnardóttur sé mjög stílfærð og í mjög föstum skorðum, enda búið að leika hana ótal sinnum víða um heim, hafi hver leikkona ágætt tækifæri til sjálfstæðrar túlk- unar á hlutverkinu. „Það er svo al- veg ómetanlegt að hafa svo reynd- an leikstjóra sem Brynju Benediktsdóttur þegar maður er að stíga fyrstu skrefin sem leikari. Hún talaði við mig í vetur um að leika í nýju leikritunum um Lax- dælu og Vesturfarana og seinna kom svo til tals að ég léki líka hlut- verk Guðríðar. Ég var auðvitað af- skaplega ánægð með þetta og að fá að glíma við svo stórt og heillandi verkefni strax ári eftir nám mitt í Bretlandi,“ segir leikkonan Valdís Arnardóttir. Fornkonur í fyrirrúmi Morgunblaðið/Arnaldur Valdís Arnardóttir, ánægð með þetta stóra verkefni. Ferðir Guðríðar og Laxdæla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.