Morgunblaðið - 12.06.2003, Qupperneq 21
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 21
ALDA Ármanna Sveinsdóttir opnar
vinnustofusýningu kl. 17 í dag,
fimmtudag, í Logafold 46. Megin-
þema eru olíumálverk og vatnslitir
með konuna í forgrunni.
Sýningin er opin kl. 14–16 til 15.
júní.
Teddi (Magnús Th. Magnússon)
er með sýningu á vinnustofu sinni, á
horni Skúlagötu og Klapparstígs,
en þar er einnig Smiðjan, sýning-
arsalur leiklistarnema LHÍ.
Á sýningunni eru verk frá ýms-
um tímum og einnig ný verk sem
Teddi er að fást við um þessar
mundir.
Sýningin stendur til 1. júlí næst-
komandi og verður Teddi við vinnu
sína milli kl. 13–18 meðan á sýning-
unni stendur.
Eitt verka Öldu Ármönnu Sveinsdóttur.
Vinnustofusýningar
UNG leikkona, Valdís Arnardóttir,
leikur í sumar hlutverk Guðríðar
Þorbjarnardóttur í leiksýningu
Skemmtihússins á Ferðum Guð-
ríðar. Valdís er ein nokkurra leik-
kvenna sem túlkað hafa hlutverk
Guðríðar í leikriti Brynju Bene-
diktsdóttur frá því það var frum-
sýnt árið 2000. Verkið hefur verið
leikið á einum fimm tungumálum
og leikkonurnar eru orðnar sjö tals-
ins sem túlkað hafa hlutverkið. Val-
dís leikur á ensku í sýningum
Skemmtihússins í sumar á sunnu-
dags- og þriðudagskvöldum og ann-
an hvern fimmtudag og föstudag á
móti Þórunni Clausen sem leikur
Guðríði einnig á þýsku í sumar á
sunnudögum og þriðjudögum.
Ferðir Guðríðar eru einleikur og
hvílir því alfarið á herðum leikkon-
unnar sem á heldur hverju sinni.
Valdís segir það mikla ögrun og
hvatningu við sig svo óreynda leik-
konu að takast á við tæpra tveggja
klukkustunda einleik sem sitt
fyrsta hlutverk. „Þetta er mjög
spennandi og krefjandi og eigin-
lega dálítið skrýtið að segja að mér
sé jafn tamt að leika á ensku og ís-
lensku. Hlutverkið gerir líka miklar
kröfur til látbragðsleiks og
svo skemmtilega vill til að ég
lærði látbragðslist hjá Philippe
Gaulier í London áður en ég hóf
hefðbundið leiklistarnám við
Guildford School of Acting, en læri-
meistari Gauliers var sjálfur Jaques
Lecoq sem Brynja Benediktsdóttir
lærði hjá í París á sjöunda áratugn-
um.“
„Það verður mjög spennandi að
leika næsta hlutverk á íslensku,“
segir hún og upplýsir að þess verði
reyndar ekki langt að bíða því hún
verður í burðarhlutverki í sýningu
á nýju verki byggðu á Laxdælu eftir
Súsönnu Svavarsdóttur í leikstjórn
Brynju Benediktsdóttur sem frum-
sýnt verður í Skemmtihúsinu síðar í
sumar. Þá verður einnig frumsýnt
nýtt verk eftir Brynju um ferðir Ís-
lendinga til Vesturheims á 19. öld.
Valdís segir að þótt sýningin um
Guðríði Þorbjarnardóttur sé mjög
stílfærð og í mjög föstum skorðum,
enda búið að leika hana ótal sinnum
víða um heim, hafi hver leikkona
ágætt tækifæri til sjálfstæðrar túlk-
unar á hlutverkinu. „Það er svo al-
veg ómetanlegt að hafa svo reynd-
an leikstjóra sem Brynju
Benediktsdóttur þegar maður er að
stíga fyrstu skrefin sem leikari.
Hún talaði við mig í vetur um að
leika í nýju leikritunum um Lax-
dælu og Vesturfarana og seinna
kom svo til tals að ég léki líka hlut-
verk Guðríðar. Ég var auðvitað af-
skaplega ánægð með þetta og að fá
að glíma við svo stórt og heillandi
verkefni strax ári eftir nám mitt í
Bretlandi,“ segir leikkonan Valdís
Arnardóttir.
Fornkonur í fyrirrúmi
Morgunblaðið/Arnaldur
Valdís Arnardóttir, ánægð með þetta stóra verkefni.
Ferðir Guðríðar
og Laxdæla