Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 41
MENNTASKÓLANUM á Laugar- vatni var slitið og stúdentar braut- skráðir í 50. sinn laugardaginn 31. maí að viðstöddu fjölmenni eins og endra- nær. 30 stúdentar voru brautskráðir frá skólanum, 8 af málabraut og 22 af náttúrufræðibraut. Þá voru fyrsta sinni útskrifaðir nemendur af þriggja ára íþróttabraut skólans. Um var að ræða tvo nemendur þessu sinni og stefna þeir báðir á að útskrifast sem stúdentar frá skólanum. Viðurkenningar fyrir hæstu ein- kunnir á stúdentsprófi hlutu þær Sig- rún Guðjónsdóttir frá Melum í Hrunamannahreppi, á náttúrufræði- braut, með einkunnina 9,38 og Kristín Ingunn Haraldsdóttir frá Haga á Barðaströnd, á málabraut, með ein- kunnina 8.68. Hæstu einkunn yfir skólann hlaut að þessu sinni Ninja Ýr Gísladóttir frá Reykjavík, nemandi í 3. bekk náttúru- fræðibrautar, einkunnina 9,76 og lýsti skólameistari hana dux scholae. Næsthæstu aðaleinkunn, 9,51, hlaut María Þórunn Jónsdóttir, frá Gygj- arhólskoti í Biskupstungum, nemandi í 2. bekk náttúrufræðibrautar. Skólinn veitti nýstúdentum fjöl- margar viðurkenningar fyrir námsár- angur í einstökum greinum svo og fyrir félagsstörf. Nemendasamband skólans, NEMEL, veitti viðurkenn- ingu fyrir hæstu einkunn í íslenskri ritgerð á stúdentsprófi, en hana hlaut Gísli Viðar Oddsson frá Stöðulfelli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Júbílantar gáfu myndarlega pen- ingaupphæð til stofnunar fræðastofu: Stofu íslenskra fræða við skólann, og er það ósk þeirra að hún tengist nöfn- um mikilla íslenskumanna sem við hann hafa starfað, þeirra Kristins Kristmundssonar, Ólafs Briem, Har- aldar Matthíassonar og Jóhanns S. Hannessonar. Skólaslit á Laugarvatni FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 41 Kringlan 4-12, sími 568 6211. Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420. BARNASKÓR 4ra daga tilboð fimmtudag - föstudag - laugardag - sunnudag 20% af öllum barnaskóm ponny - roots - rooteens - melania - star - victory - imac - nike - adidas afsláttur 990 - áður 2.490 1.990 - áður 3.990 og 4.990 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur und- ir stjórn Kára Þormar organista. Kaffi og með því eftir sönginn. Allir velkomnir. Óháði söfnuðurinn. Tiltekt á kirkjulóð kl. 18. Svana sér um veitingar. Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgi- stund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20. Kópa- vogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30–17 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyr- irbænarefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bæn- arefni eru skráð í bænabók kirkjunnar af prestum og djákna. Boðið er upp á mola- sopa og djús að lokinni stundinni í kirkj- unni. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðar- heimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi for- eldra með ung börn að koma saman í nota- legu umhverfi og eiga skemmtilega sam- verustund. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn í dag kl. 17. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10.00. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Allir foreldrar hjartanlega velkomnir með börn- um sínum í spjall og góða samverustund. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í Safnaðarheimili eftir stundina. Safnaðarstarf Opið hús verður í Vin og Dvöl, at- hvarfi Rauða krossins fyrir geðfatl- aða í Reykjavík og Kópavogi, í dag, 12. júní, kl. 13–16. Þar getur hver sem er kynnst starfsemi Vinjar og Dvalar, en markmið hennar er að rjúfa fé- lagslega einangrun geðfatlaðra. Opna húsið er í tilefni af sumarhátíðinni „Lykill að betri framtíð“ sem fer fram á Ingólfstorgi á morgun, föstudaginn 13. júní. Rauði krossinn rekur þrjú athvörf fyrir geðfatlaða, Vin í Reykjavík, Dvöl í Kópavogi og Laut á Akureyri. Í haust tekur fjórða athvarfið til starfa, Lækur í Hafnarfirði. Klúbburinn Geysir verður með op- ið hús í Skipholti 29, í dag, fimmtu- dag, kl. 10–16. Klúbburinn Geysir er fyrir þá sem eiga eða hafa átt við geð- ræn veikindi að stríða. Klúbburinn starfar eftir alþjóðlegri hugmynda- fræði Fountain House sem byggist á markvissri uppbyggingu einstak- lingsins, þar sem horft er á styrkleika hvers og eins, segir í fréttatilkynn- ingu. Sumarganga skógræktarfélag- anna verður í dag, 12. júní, í fræðslu- samstarfi skógræktarfélaganna og Búnaðarbanka Íslands. Mæting er kl. 20 á bifreiðastæðunum við Reykja- lund. Þar uppfræðir Birgir Sveinsson kennari um Reykjalund og umhverfi Reykjalundar er skoðað. Genginn verður Skammidalur, Helgafells- megin og inn Æsustaðahlíð að gróðr- arstöðinni Mosskógum þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. Rútur aka þátttakendum að Reykjarlundi. Elísabet Kristjánsdóttir, formaður Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, verður göngustjóri. Skógargöng- urnar eru léttar göngur, við allra hæfi, ókeypis og öllum opnar. Nánari upplýsingar á heimasíðu Skógrækt- arfélags Íslands, www.skog.is. Gang- an er á vegum Skógræktarfélags Mosfellsbæjar. Námskeið í gerð flugdreka verður í Árbæjarsafni í dag, 12. júní og á morgun, föstudagdaginn 13. júní, kl. 13–16 báða dagana. Ætlast er til að börn komi í fylgd með fullorðnum sem aðstoða þau. Þátttakendur skrá sig í miðasölu safnsins. Þátttökugjald er 4.000 kr. fyrir parið og 1.000 kr. fyrir aukabarn. Fimmtudagskvöldgöngur hefjast í þjóðgarðinum á Þingvöllum í dag, fimmtudag. Bjarni Harðarson blaða- maður mun leiða fyrstu fimmtudags- kvöldgöngu sumarsins og fjalla um sögur af höfðingjum og almúgamönn- um undir heitinu Baráttan við holdið. Í göngunni verður farið frá fræðslu- miðstöðinni og gengið í Skógarkot og stöðvað á völdum stöðum þar sem Bjarni rifjar upp sögur. Í DAG Sumarferð Símans. Dagana 1. til 6. ágúst fer eftirlaunadeild símamanna í árlega sumarferð. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni 1. ágúst kl. 9 að morgni og ekið til Borgarness og Akureyrar. Næsta dag er ekið til Mývatns, í Hólmatungur, að Dettifossi, komið við í Ásbyrgi og gist í Lundi í Öxar- firði. Þriðja daginn er ekið um Mel- rakkasléttuna, komið við á Kópa- skeri og Raufarhöfn og ekið út á Langanes. Gist verður á Þórshöfn. Næsta dag er ekið vestur Öxarfjarð- arheiðina til Kelduhverfis, Þeista- reykja, að Goðafossi og gist á að Stórutjörnum. Á fimmta degi er ekið til Mývatns og til Herðubreiðarlinda og Öskju. Gengið er að Öskjuvatni og Víti. Í bakaleið er farið austur yfir Jökulsá á Fjöllum og Kreppu og komið á hringveginn hjá Möðrudal. Þaðan er hringvegurinn ekinn til Mývatns og gist aftur á Stórutjörnum. Sjötta og síðasta dag ferðarinnar er ekið suður um Sprengisand til Reykjavíkur. Fararstjóri verður Ragnhildur Guð- mundsdóttir, fyrrv. formaður FÍS, og leiðsögumaður Valgarð Runólfs- son. Nánari upplýsingar gefur Ragnhildur Guðmundsdóttir á net- fanginu vallirun@binet.is Farida Sharan – náttúrulækn- ingar. Fyrirlestrar og námskeið Náttúrulæknisins Faridu Sharan sem vera áttu í þessari viku er frest- að þar til í október nk. Upplýsingar hjá Lilju Oddsdóttur á jak- @ismennt.is Listasmiðjan Nú býður upp á jóga- tíma, opna og lokaða og steinanudd. Einnig er boðið upp á jóga og leik- listarnámskeið fyrir börn á aldrinum 8–13 ára í sumar. Einstaklingar, pör eða litlir hópar geta pantað sinn eig- in jógatíma. Allar nánari upplýs- ingar má finna á heimasíðunni www.listasmidjan-nu.is. Listasmiðj- an Nú er á Skólavörðustíg 65.Á NÆSTUNNI LEIÐRÉTT Rangt starfsheiti Í frétt Viðskiptablaðsins fimmtu- daginn 5. júní sl. um ferðaskrifstof- una GB-ferðir var rangt farið með starfstitil viðmælanda hjá Íslands- síma. Hann var sagður hafa verið framkvæmdastjóri sölu- og mark- aðssviðs. Hið rétta er að hann starf- aði áður sem framkvæmdastjóri sölusviðs Íslandssíma GSM. Beðist er velvirðingar á þessu. Myndabrengl Í viðtali við Dick Ringler í Lesbók sl. laugardag slæddist með mynd sem ekki átti þar erindi. Myndin var í myndatexta sögð götumynd frá Kaupmannahöfn en var annars stað- ar frá og tengdist ekki greininni. Sveinn Ívarsson arkitekt Rangt var farið með nafn Sveins Ívarssonar arkitekts í grein í Lesbók sl. laugardag. Er beðist velvirðingar á mistökunum. ÞRJÁTÍU og níu nemendur, þar af 29 stúdentar, voru brautskráðir frá Menntaskólanum á Ísafirði við hátíð- lega athöfn í þéttsetinni Ísafjarðar- kirkju laugardaginn 31. maí sl. Úr verknámi útskrifuðust að þessu sinni 1 málarameistari, 5 vélstjórar, þar af 1 vélvirki, og 4 nemendur af starfs- braut, þar af einn á Hólmavík. Stúd- entarnir skiptust þannig að 7 voru brautskráðir af náttúrufræðibraut, 11 af hagfræði- og tölvubraut, 5 af fé- lagsfræðibraut og 6 af mála- og sam- félagsbraut. Fjöldi gamalla nemenda var við skólaslitin og fluttu fulltrúar nokkurra afmælisárganga ávörp. Alls hafa 63 nemendur útskrifast frá Menntaskólanum á Ísafirði í vetur. Í ræðu sinni sagði Ólína Þorvarð- ardóttir skólameistari að Mennta- skólinn á Ísafirði væri svo lánsamur að eiga trausta bakhjarla í félaga- samtökum og atvinnufyrirtækjum á svæðinu sem hafa rétt styðjandi hönd þegar á hefur þurft að halda. Síðastliðið haust barst skólanum stórgjöf frá Vélstjórafélagi Íslands, eða 8 milljóna króna höfuðstóll til ávöxtunar í tilefni af 100 ára afmæli vélbátaútgerðar í landinu. „Þetta er stærsta gjöf sem skólanum hefur verið færð og mun án alls vafa verða lyftistöng fyrir verknámsgreinar skólans og þá einkum þær sem tengjast vélstjórnarnámi. Fyrirtæk- in Póls, Fálkinn og KM-stál ehf., 3X- Stál, Húsasmiðjan, Vista, Rafskaut og Björgunarsveitin í Bolungarvík hafa fært skólanum kennslubúnað og tæki sem nýtast verknámsgrein- um, auk þess sem Orkubú Vestfjarða hefur um langt árabil útvegað skól- anum aðstöðu fyrir lokaáfanga vél- stjórnarnema í rafmagnsfræði.“ Menntamálaráðuneytið hefur nú veitt skólanum styrk til þess að koma á fót fjölmenningarbraut – al- mennri námsbraut fyrir nýbúa. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Brautskráning frá MÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.