Morgunblaðið - 12.06.2003, Page 41

Morgunblaðið - 12.06.2003, Page 41
MENNTASKÓLANUM á Laugar- vatni var slitið og stúdentar braut- skráðir í 50. sinn laugardaginn 31. maí að viðstöddu fjölmenni eins og endra- nær. 30 stúdentar voru brautskráðir frá skólanum, 8 af málabraut og 22 af náttúrufræðibraut. Þá voru fyrsta sinni útskrifaðir nemendur af þriggja ára íþróttabraut skólans. Um var að ræða tvo nemendur þessu sinni og stefna þeir báðir á að útskrifast sem stúdentar frá skólanum. Viðurkenningar fyrir hæstu ein- kunnir á stúdentsprófi hlutu þær Sig- rún Guðjónsdóttir frá Melum í Hrunamannahreppi, á náttúrufræði- braut, með einkunnina 9,38 og Kristín Ingunn Haraldsdóttir frá Haga á Barðaströnd, á málabraut, með ein- kunnina 8.68. Hæstu einkunn yfir skólann hlaut að þessu sinni Ninja Ýr Gísladóttir frá Reykjavík, nemandi í 3. bekk náttúru- fræðibrautar, einkunnina 9,76 og lýsti skólameistari hana dux scholae. Næsthæstu aðaleinkunn, 9,51, hlaut María Þórunn Jónsdóttir, frá Gygj- arhólskoti í Biskupstungum, nemandi í 2. bekk náttúrufræðibrautar. Skólinn veitti nýstúdentum fjöl- margar viðurkenningar fyrir námsár- angur í einstökum greinum svo og fyrir félagsstörf. Nemendasamband skólans, NEMEL, veitti viðurkenn- ingu fyrir hæstu einkunn í íslenskri ritgerð á stúdentsprófi, en hana hlaut Gísli Viðar Oddsson frá Stöðulfelli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Júbílantar gáfu myndarlega pen- ingaupphæð til stofnunar fræðastofu: Stofu íslenskra fræða við skólann, og er það ósk þeirra að hún tengist nöfn- um mikilla íslenskumanna sem við hann hafa starfað, þeirra Kristins Kristmundssonar, Ólafs Briem, Har- aldar Matthíassonar og Jóhanns S. Hannessonar. Skólaslit á Laugarvatni FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 41 Kringlan 4-12, sími 568 6211. Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420. BARNASKÓR 4ra daga tilboð fimmtudag - föstudag - laugardag - sunnudag 20% af öllum barnaskóm ponny - roots - rooteens - melania - star - victory - imac - nike - adidas afsláttur 990 - áður 2.490 1.990 - áður 3.990 og 4.990 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur und- ir stjórn Kára Þormar organista. Kaffi og með því eftir sönginn. Allir velkomnir. Óháði söfnuðurinn. Tiltekt á kirkjulóð kl. 18. Svana sér um veitingar. Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgi- stund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20. Kópa- vogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30–17 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyr- irbænarefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bæn- arefni eru skráð í bænabók kirkjunnar af prestum og djákna. Boðið er upp á mola- sopa og djús að lokinni stundinni í kirkj- unni. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðar- heimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi for- eldra með ung börn að koma saman í nota- legu umhverfi og eiga skemmtilega sam- verustund. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn í dag kl. 17. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10.00. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Allir foreldrar hjartanlega velkomnir með börn- um sínum í spjall og góða samverustund. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í Safnaðarheimili eftir stundina. Safnaðarstarf Opið hús verður í Vin og Dvöl, at- hvarfi Rauða krossins fyrir geðfatl- aða í Reykjavík og Kópavogi, í dag, 12. júní, kl. 13–16. Þar getur hver sem er kynnst starfsemi Vinjar og Dvalar, en markmið hennar er að rjúfa fé- lagslega einangrun geðfatlaðra. Opna húsið er í tilefni af sumarhátíðinni „Lykill að betri framtíð“ sem fer fram á Ingólfstorgi á morgun, föstudaginn 13. júní. Rauði krossinn rekur þrjú athvörf fyrir geðfatlaða, Vin í Reykjavík, Dvöl í Kópavogi og Laut á Akureyri. Í haust tekur fjórða athvarfið til starfa, Lækur í Hafnarfirði. Klúbburinn Geysir verður með op- ið hús í Skipholti 29, í dag, fimmtu- dag, kl. 10–16. Klúbburinn Geysir er fyrir þá sem eiga eða hafa átt við geð- ræn veikindi að stríða. Klúbburinn starfar eftir alþjóðlegri hugmynda- fræði Fountain House sem byggist á markvissri uppbyggingu einstak- lingsins, þar sem horft er á styrkleika hvers og eins, segir í fréttatilkynn- ingu. Sumarganga skógræktarfélag- anna verður í dag, 12. júní, í fræðslu- samstarfi skógræktarfélaganna og Búnaðarbanka Íslands. Mæting er kl. 20 á bifreiðastæðunum við Reykja- lund. Þar uppfræðir Birgir Sveinsson kennari um Reykjalund og umhverfi Reykjalundar er skoðað. Genginn verður Skammidalur, Helgafells- megin og inn Æsustaðahlíð að gróðr- arstöðinni Mosskógum þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. Rútur aka þátttakendum að Reykjarlundi. Elísabet Kristjánsdóttir, formaður Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, verður göngustjóri. Skógargöng- urnar eru léttar göngur, við allra hæfi, ókeypis og öllum opnar. Nánari upplýsingar á heimasíðu Skógrækt- arfélags Íslands, www.skog.is. Gang- an er á vegum Skógræktarfélags Mosfellsbæjar. Námskeið í gerð flugdreka verður í Árbæjarsafni í dag, 12. júní og á morgun, föstudagdaginn 13. júní, kl. 13–16 báða dagana. Ætlast er til að börn komi í fylgd með fullorðnum sem aðstoða þau. Þátttakendur skrá sig í miðasölu safnsins. Þátttökugjald er 4.000 kr. fyrir parið og 1.000 kr. fyrir aukabarn. Fimmtudagskvöldgöngur hefjast í þjóðgarðinum á Þingvöllum í dag, fimmtudag. Bjarni Harðarson blaða- maður mun leiða fyrstu fimmtudags- kvöldgöngu sumarsins og fjalla um sögur af höfðingjum og almúgamönn- um undir heitinu Baráttan við holdið. Í göngunni verður farið frá fræðslu- miðstöðinni og gengið í Skógarkot og stöðvað á völdum stöðum þar sem Bjarni rifjar upp sögur. Í DAG Sumarferð Símans. Dagana 1. til 6. ágúst fer eftirlaunadeild símamanna í árlega sumarferð. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni 1. ágúst kl. 9 að morgni og ekið til Borgarness og Akureyrar. Næsta dag er ekið til Mývatns, í Hólmatungur, að Dettifossi, komið við í Ásbyrgi og gist í Lundi í Öxar- firði. Þriðja daginn er ekið um Mel- rakkasléttuna, komið við á Kópa- skeri og Raufarhöfn og ekið út á Langanes. Gist verður á Þórshöfn. Næsta dag er ekið vestur Öxarfjarð- arheiðina til Kelduhverfis, Þeista- reykja, að Goðafossi og gist á að Stórutjörnum. Á fimmta degi er ekið til Mývatns og til Herðubreiðarlinda og Öskju. Gengið er að Öskjuvatni og Víti. Í bakaleið er farið austur yfir Jökulsá á Fjöllum og Kreppu og komið á hringveginn hjá Möðrudal. Þaðan er hringvegurinn ekinn til Mývatns og gist aftur á Stórutjörnum. Sjötta og síðasta dag ferðarinnar er ekið suður um Sprengisand til Reykjavíkur. Fararstjóri verður Ragnhildur Guð- mundsdóttir, fyrrv. formaður FÍS, og leiðsögumaður Valgarð Runólfs- son. Nánari upplýsingar gefur Ragnhildur Guðmundsdóttir á net- fanginu vallirun@binet.is Farida Sharan – náttúrulækn- ingar. Fyrirlestrar og námskeið Náttúrulæknisins Faridu Sharan sem vera áttu í þessari viku er frest- að þar til í október nk. Upplýsingar hjá Lilju Oddsdóttur á jak- @ismennt.is Listasmiðjan Nú býður upp á jóga- tíma, opna og lokaða og steinanudd. Einnig er boðið upp á jóga og leik- listarnámskeið fyrir börn á aldrinum 8–13 ára í sumar. Einstaklingar, pör eða litlir hópar geta pantað sinn eig- in jógatíma. Allar nánari upplýs- ingar má finna á heimasíðunni www.listasmidjan-nu.is. Listasmiðj- an Nú er á Skólavörðustíg 65.Á NÆSTUNNI LEIÐRÉTT Rangt starfsheiti Í frétt Viðskiptablaðsins fimmtu- daginn 5. júní sl. um ferðaskrifstof- una GB-ferðir var rangt farið með starfstitil viðmælanda hjá Íslands- síma. Hann var sagður hafa verið framkvæmdastjóri sölu- og mark- aðssviðs. Hið rétta er að hann starf- aði áður sem framkvæmdastjóri sölusviðs Íslandssíma GSM. Beðist er velvirðingar á þessu. Myndabrengl Í viðtali við Dick Ringler í Lesbók sl. laugardag slæddist með mynd sem ekki átti þar erindi. Myndin var í myndatexta sögð götumynd frá Kaupmannahöfn en var annars stað- ar frá og tengdist ekki greininni. Sveinn Ívarsson arkitekt Rangt var farið með nafn Sveins Ívarssonar arkitekts í grein í Lesbók sl. laugardag. Er beðist velvirðingar á mistökunum. ÞRJÁTÍU og níu nemendur, þar af 29 stúdentar, voru brautskráðir frá Menntaskólanum á Ísafirði við hátíð- lega athöfn í þéttsetinni Ísafjarðar- kirkju laugardaginn 31. maí sl. Úr verknámi útskrifuðust að þessu sinni 1 málarameistari, 5 vélstjórar, þar af 1 vélvirki, og 4 nemendur af starfs- braut, þar af einn á Hólmavík. Stúd- entarnir skiptust þannig að 7 voru brautskráðir af náttúrufræðibraut, 11 af hagfræði- og tölvubraut, 5 af fé- lagsfræðibraut og 6 af mála- og sam- félagsbraut. Fjöldi gamalla nemenda var við skólaslitin og fluttu fulltrúar nokkurra afmælisárganga ávörp. Alls hafa 63 nemendur útskrifast frá Menntaskólanum á Ísafirði í vetur. Í ræðu sinni sagði Ólína Þorvarð- ardóttir skólameistari að Mennta- skólinn á Ísafirði væri svo lánsamur að eiga trausta bakhjarla í félaga- samtökum og atvinnufyrirtækjum á svæðinu sem hafa rétt styðjandi hönd þegar á hefur þurft að halda. Síðastliðið haust barst skólanum stórgjöf frá Vélstjórafélagi Íslands, eða 8 milljóna króna höfuðstóll til ávöxtunar í tilefni af 100 ára afmæli vélbátaútgerðar í landinu. „Þetta er stærsta gjöf sem skólanum hefur verið færð og mun án alls vafa verða lyftistöng fyrir verknámsgreinar skólans og þá einkum þær sem tengjast vélstjórnarnámi. Fyrirtæk- in Póls, Fálkinn og KM-stál ehf., 3X- Stál, Húsasmiðjan, Vista, Rafskaut og Björgunarsveitin í Bolungarvík hafa fært skólanum kennslubúnað og tæki sem nýtast verknámsgrein- um, auk þess sem Orkubú Vestfjarða hefur um langt árabil útvegað skól- anum aðstöðu fyrir lokaáfanga vél- stjórnarnema í rafmagnsfræði.“ Menntamálaráðuneytið hefur nú veitt skólanum styrk til þess að koma á fót fjölmenningarbraut – al- mennri námsbraut fyrir nýbúa. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Brautskráning frá MÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.