Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 27 EFTIR grein mína í Mbl. 28. maí sl. um málefni Leikfélags Reykjavík- ur, þar sem m.a. var rakið hvernig höfuðstóll félagsins hefur horfið í hít óráðsíurekstrar síð- ustu ára, hafa ýmsir orðið til að spyrja hvernig leikhús með svo vænan höfuðstól sem LR átti fyrir fá- einum árum geti farið á hausinn. Von er að spurt sé og skal nú leitast við að svara því. Fyrst er þó rétt að rifja upp þróun höfuðstóls Leikfélagsins síðustu fimm leikár: Höfuðstóll í lok leikárs: 31. júlí 1998 136.592 31. júlí 1999 122.827 31. júlí 2000 124.191 31. júlí 2001 65.276 31. júlí 2002 12.563 30. apríl 2003 -3.295 Hér vekur e.t.v. athygli að höfuðstóll- inn rýrnar sérstaklega síðustu þrjú leikárin – í tíð núverandi leikhús- stjóra og eftir að samið var um rekstrarframlag Reykjavíkurborgar til Leikfélagsins. Samningur við borgina – bætt rekstrarskilyrði LR Á 104 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur, 11. janúar 2001, var undirritaður samningur milli LR og Reykjavíkurborgar um að borgin leysti til sín eignarhluta félagsins í Borgarleikhúsinu og um framlag borgarinnar til leiklistarstarfsemi fé- lagsins. Í samningnum fólst ekki veruleg hækkun framlags borg- arinnar en hann leyndi þó á sér: Borgin tók á sig ýmsan kostnað við Borgarleikhúsið sem LR hafði áður borið og auk þess var verulegum fjár- magnskostnaði létt af félaginu. Þar með átti rekstur Leikfélagsins að vera tryggður með lækkun kostnað- arliða svo jafnvel nam tugum millj- óna. Við undirritun samningsins lá fyrir að rekstrartap fyrstu fimm mánaða nýs leikhússtjóra, ágúst til desember 2000, var um 23 milj. kr. eða 4,6 milj. á mánuði. Er fram leið á árið 2001 varð ljóst að þrátt fyrir rýmri fjárráð félagsins var ennþá verulegt tap á rekstrinum sem fulltrúar borgar- innar í samráðsnefnd LR og borg- arinnar vöruðu alvarlega við. Undir- strikuðu jafnframt að frekari framlaga Reykjavíkurborgar væri ekki að vænta. Gert út á vonina Það fór ekki hjá því að stjórn- endum LR yrði ljóst haustið 2001 að reksturinn stefndi í áframhaldandi stórtap ef ekkert yrði að gert. Í um- ræðum innan stjórnar LR hafnaði meirihluti stjórnar öllum hug- myndum um að laga reksturinn að fjárhagslegum forsendum félagsins, þ.e. rekstrarstyrknum og líklegum miðasölutekjum – eins og félagið jafnan gerði fyrstu 100 árin sem það starfaði. Ekki kom til greina að gera neinar afgerandi breytingar á verk- efnaáætlun leikhússtjóra sem aug- ljóslega var þó of kostnaðarsöm í framkvæmd og ólíkleg til að skila nægum miðasölutekjum. Það eina sem meirihlutinn vildi ræða voru svo- nefndar „hagræðingaraðgerðir“ (uppsagnir starfsfólks, einkum eldri listamanna) – og að sækja um aukin framlög frá borg og ríki í formi „þrí- hliða samnings“ milli LR, borg- arinnar og menntamálaráðuneytis- ins. Og síðan hefur verið gert út á von- ina – vonina um aukin framlög frá ríki og/eða borg þrátt fyrir að ekkert benti til að frekari framlaga væri að vænta samanber fyrrnefnda bókun samráðsfulltrúa borgarinnar og fleiri yfirlýsingar í svipuðum dúr. Þeir vör- uðu beinlínis við að hætta væri á „að auknar fjárveitingar leiði til aukinna umsvifa“. Greinilegra getur það tæp- ast orðið að þeir sem best höfðu fylgst með af hálfu borgarinnar, ráð- gjafar borgarstjóra, vantreystu stjórnendum LR til að leysa vand- ann, jafnvel með auknum framlögum. Og reynslan studdi það: Þrátt fyrir 50 millj. kr. aukafjárveitingu á yfir- standandi leikári stefnir í verulegan halla. Við ýmis tækifæri hefur félögum og starfsmönnum Leikfélagsins verið sagt frá bjartsýni stjórnenda félags- ins og talin trú um að aukin framlög væru alveg að skila sér í hús. Ekki síst var vitnað til viðræðna við fyrr- verandi borgarstjóra sem „sýndi vel- vilja“, „gaf vilyrði“, „var jákvæð“ og „vildi leysa vanda LR til framtíðar“. Og þegar vonin brást – með greinar- gerð samráðsfulltrúanna til borgar- ráðs, þar sem þeir segja að ekki séu efni til að hækka framlög Leikfélags- ins og að LR beri að laga rekstur sinn að fjárhagslegum forsendum samn- ingsins – var borgarstjóraskiptum kennt um: Ingibjörg Sólrún ætlaði að hækka framlagið en vannst ekki tími til. Og svo fylgdu dylgjur um svik samráðsfulltrúanna og meirihluta borgarstjórnar. Hvort stjórnendur hafi raunveru- lega trúað þessu sjálfir skal ósagt lát- ið. En að þeir hafi beitt félaga og starfsfólk vísvitandi blekkingum væri svo ótrúleg ósvífni að því verður ekki haldið fram hér. Þegar vonin ein er eftir … Þrátt fyrir að ljóst væri fyrir meira en ári að í menntamálaráðuneytinu væri ekki vilji fyrir „þríhliða samn- ingi“ um framlög til Leikfélagsins og þrátt fyrir að borgin hefði hafnað því að hækka framlög sín sló ekki á von og bjartsýni stjórnenda Leikfélags- ins nema í fáeina daga. Á aðalfundi í maí sl. fengu félagar LR enn að heyra um bjartsýni stjórnenda á auk- in framlög frá bæði borg og ríki. Ann- ars vegar er bjartsýnin nú byggð á því að borgaryfirvöld hafa ekki enn gefist upp á að tala við stjórnendur LR, þ.e. „viðræður halda áfram“ – og hins vegar því að með nýjum mennta- málaráðherra um næstu áramót er hægt að byrja aftur að tala um „þrí- hliða samning“! Þannig neita stjórnendur Leik- félags Reykjavíkur enn að horfast í augu við staðreyndir og halda áfram að gera út á vonina meðan hallarekst- urinn heldur áfram sem aldrei fyrr. Að setja leikhús á hausinn Eftir Sigurð Karlsson Höfundur er leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur. ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.