Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fallinn er frá góður vinur og sam- starfsmaður til margra ára. Ég kynntist Hannesi fyrst náið þegar ég tók sæti í hafnarstjórn Reykjavíkur árið 1986. Af kynnum mínum við Hannes í tvo áratugi get ég fullyrt að vandaðri og hæfari embættismann er vart hægt að hugsa sér. Yfirgrips- mikil þekking á hafnarmálum og hæfileikar hans til að leysa erfið og flókin verkefni hafa meðal annars átt stóran þátt í að gera Reykjavíkur- höfn að afar öflugu og vel reknu fyr- irtæki. Hannes bar hag Reykjavíkurhafn- ar mjög fyrir brjósti. Hann lagði mikla áherslu á að hinn daglegi rekst- ur væri vel skipulagður og ekki síður á gott samráð og samstarf við við- skiptavini hafnarinnar. Hann lagði ávallt kapp á að þjónusta þá eins vel og kostur var og brást fljótt við breyttum aðstæðum og áherslum í rekstri hafnarinnar til að því mark- miði væri náð Hannes hugleiddi mikið framtíð hafnarinnar og setti fram ýmsar til- lögur og hugmyndir þar að lútandi. Einlægur áhugi hans og víðtæk þekk- ing á hafnarmálum almennt gerði það að verkum að aðrir hrifust með. Þess vegna voru hafnarstjórnarfundirnir aldrei hefðbundnir afgreiðslufundir heldur fór þar oft fram kröftug um- ræða um stöðu, hlutverk og framtíð hafnarinnar. Víðtæk reynsla hans og stefnufesta ásamt lipurð og tillitssemi í mannlegum samskiptum kom að góðu gagni fyrir höfnina, bæði starfs- menn hennar og viðskiptavini. Hannes var afskaplega velviljaður maður og vildi leysa öll mál með sann- gjörnum hætti ef hann greindi ein- hvern möguleika til þess. Það var mikil gæfa fyrir Reykjavíkurhöfn að fá Hannes til starfa og síðan að njóta starfskrafta hans sem hafnarstjóra í rúman áratug. Nú er Hannes vinur minn allur. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakk- læti fyrir samfylgdina og vináttuna. Ég þakka honum samstarfið og allt það mikla starf sem hann hefur innt af hendi fyrir Reykjavíkurhöfn til hagsbóta fyrir borgarbúa alla. Ég sendi Maríu og fjölskyldu Hannesar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi. Hannes var spar á styggðaryrðin. Aðeins einu sinni varð ég sár og reiður út í hann. Það entist í heilan mánuð, ég klagaði í Maju og svo var það búið. Eina misklíðin á fimmtíu ára vinaferli og hann vissi ekki einu sinni af því að ég varð svona fúll. Hugmyndirnar sem fengu byr und- ir vængi við sófaborðið og svifu út um svaladyrnar í Huldulandinu og voru tilbúnar að taka flugið út í hinn stóra heim dokuðu ögn við þegar Hannes loksins lagði sitt til málanna og byrj- aði að hala þær niður með skynsem- isrökunum sínum. Oft var hart barist. Stundum sigu þær til jarðar við grenitréð og kúrðu sig feimnar undir rósunum hennar Maju í góðu skjóli og dormuðu þar jafnvel lengi án þess að vera slegnar af. Sumar komu vel undan vetri, fengu áburð og ljós og aðra virkt, þegar fór að vora. Hannes blés þá sjálfur í þær því lífi sem þurfti til að fá sterkari vængi og verða að raunveruleika. Við sögðum að vísu stundum í hita leiksins að hann væri bölvaður lyseslukker, en þá var hann bara að setja hugmyndirnar á spar- loga til seinni tíma. Svo voru það tilfinningamálin og sálartetrið. Hvernig hefur þú það? Ég lærði í Huldulandinu að taka þessa spurningu alvarlega. Með Hannesi og Maju var hægt að tala um þessi mál með hæfilegri blöndu af gálgahúmor og innileika og alvöru. Ekkert sjúkdómakjaftæði eða svo- leiðis, allavega dró Hannes verulega í land, ef umræðan tók þá stefnu. Undir lokin var ég svo lánsamur að eiga einn með honum góða kvöld- stund þar sem við borðuðum snarl, drukkum saman rauðvínsglas og nörtuðum í franska og danska osta, meðan Maja, Gunna og Lissý tóku sér hvíld og fóru saman út að borða. Hann brosti svo fallega og ég gat tek- ið utan um einasta og bestasta vininn minn. Sigurður St. Helgason. Fallinn er frá, langt um aldur fram, Hannes Valdimarsson, hafnarstjóri í Reykjavík. Við fráfall Hannesar sjá félagar hans og vinir hjá höfnum landsins á bak góðum dreng og vin, sem tók virkan þátt í starfi Hafna- sambands sveitarfélaga og var ætíð reiðubúinn að aðstoða þá sem til hans leituðu. Hannes sat í stjórn Hafna- sambands sveitarfélaga um nokkurra ára skeið, var fulltrúi þess í hafnaráði um langt árabil og sinnti ýmsum nefndarstörfum fyrir Hafnasam- bandið af alkunnri samviskusemi og áhuga. Þó svo að Hannes færi með stjórn stærstu hafnar landsins, Reykjavík- urhafnar, þá var hann ætíð áhuga- samur um starfsemi annarra hafna og skipti stærð þeirra í því sambandi ekki máli. Allir gátu leitað til hans með álitamál sem þörfnuðust úr- lausnar og var tekið af hlýju og vin- semd. Á samkomum Hafnasambands sveitarfélaga, sem ávallt eru fagnað- arfundir, var Hannes ómissandi fé- lagi í góðra vina hópi og er nú skarð fyrir skildi þegar þessi góði drengur er kvaddur hinstu kveðju. Hannes hafði um nokkurt skeið átt við heilsu- brest að stríða, en ávallt barist af dugnaði og elju gegn veikindum sín- um. Hann var mættur á ársþing Hafnasambandsins á Akranesi í októ- ber á síðasta ári, en skömmu eftir það bárust þær fréttir að veikindi hans hefðu ágerst og starfsþrek þorrið. Dugðu þá skammt óskir okkar og bænir um að Hannes næði heilsu á ný og kæmi aftur til okkar á vettvang hafnamála. Með Hannesi er genginn góður liðsmaður hafna á Íslandi, góður fé- lagi og vinur og það er með söknuð í hjarta sem hann er kvaddur. Fyrir hönd stjórnar Hafnasambands sveit- arfélaga eru Hannesi færðar hjartans þakkir fyrir allt sem hann hefur lagt þar af mörkum og við vinir hans og fé- lagar hjá höfnum landsins biðjum honum blessunar. Eiginkonu Hann- esar, Maríu Halldóru Þorgeirsdóttur, og fjölskyldu sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi og varaformaður stjórnar Hafnasambands sveitarfélaga. Á snöggu augabragði afskorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt, segir séra Hallgrímur. Hannes vinur minn sofnaði svefn- inum langa, saddur lífdaga að morgni 2. júní rétt í þann mund er sumarið kom sunnan. Hann náði vorinu liggj- andi og vetri á fótum, en sefur af sér sumarið og áfram. Jónasi Hallgríms- syni var „dauðinn hreinn og hvítur snjór“. Hver hann er Hannesi veit ég auðvitað síst, en dauðinn virðist í senn miskunnsamur og miskunnarlaus, væginn og óvæginn, velkominn en þó ætíð óvelkominn, endanlegur og óendanlegur. Þversögn og órofa hluti lífsins því án lífs er enginn dauði og öfugt. Vinur minn hélt öllu sínu andlega, sem ekki var lítið, til hinstu stundar þrátt fyrir að býsna mörg og marg- slungin veikindi væru á hann lögð. Hann beið heljar ótrauður, sáttur við guð og menn held ég. Gerði reyndar fátt með þann fyrrnefnda, enda hægurinn að komast lausbeisl- aður af við þann. Mér er nær að halda að almættið fagni því að fólk sé ekki að abbast upp á það með stórt og smátt. Hannes og Maja voru meira en sjálfbjarga í flestu, eins og best er og þjónaði þeirra lund. Og í minn hóp var annað þeirra sjaldan nefnt án hins. Við Hannes kynntumst barnungir, sáumst líklega fyrst á skautum á Tjörninni fyrir hartnær 60 árum. Vorum saman í barnaskóla, gagn- fræðaskóla, menntaskóla, háskóla, og sátum oftar en ekki saman. Vorum saman í leik og starfi. Hæfilegt sam- band, hóflegt og óþvingað eins og báðum hentaði og leið vel í. Hannes var góður í flestu sem hann tók sér fyrir hendur. Kannski tók hann ekki annað að sér en það sem hann vissi sig færan í, sem er vissulega gæfa. Síst er þó öllum gefið að greina einhlítt á milli getu og van- máttar, en Hannes þekkti sjálfan sig og eigin takmarkanir býsna vel. Hann var jarðbundinn, einstaklega rökvís og uppbyggilegur. Því leiddi af líkum að Hannes veldist til forystu á því sérsviði sem hann lagði sig mjög eftir, yrði hafnarstjóri í Reykjavík. Þótt að sjálfsögðu sé ótal margs góðs að minnast frá áratuga kynnum okkar Hannesar og vinahópsins eru þessar hugleiðingar skrifaðar án beinnar skírskotunar enda gert ráð fyrir að aðrir reki lífshlaupið, en við vorum skv. Íslendingabók óskakkir áttmenningar gegnum föðurættir. Þeir einir missa sem eiga. Hannes Jón átti góða að sem hafa misst ljúfan dreng. Mestur er þó missir Maju, sem horfinn er lífsförunautur og eig- inmaður í meira en 40 ár. Ég votta samúð henni og öðrum sem sakna. Pálmi Ragnar. HANNES VALDIMARSSON Ég hitti Hannes fyrst á heimili tengdaforeldra minna á Akureyri, og fann strax hversu traustur og jákvæður maður hann var. Síðan þá hef ég borið ómælda virðingu fyrir honum. Hann hafði þessa sérstöku útgeislun sem hefur góð áhrif á alla. Alltaf þegar ég kom til Maju og Hannesar í Huldulandið með fjölskyldu minni hændust börnin að þeim og töluðu um heimsóknina, lengi á eftir. Hann- es, ég kveð þig nú, það er heiður að hafa kynnst þér. Ég votta Maju, ættingjum og vinum dýpstu samúð. Baldur Bragi Sigurðsson. HINSTA KVEÐJA Vort líf er oft svo örðug för og andar kalt í fang, Og margur viti villuljós og veikum þungt um gang. En Kristur segir: Kom til mín og krossinn tekur vegna þín. Hann ljær þér bjarta sólarsýn, þótt syrti um jarðar vang. Og hafi eitthvað angrað þig og að þér freisting sótt, þá bið þú hann að hjálpa þér og hjálpin kemur skjótt. Hans ljós á vegum lýðsins brann. Hann leiða þig til sigurs kann. Hin eina trausta hjálp er hann á harmsins myrku nótt. Já, mundu að hann á mátt og náð, þú maður efagjarn, VIKTOR GUÐBJARTSSON ✝ Viktor Guð-bjartsson fæddist á Patreksfirði 21. október 1978. Hann lést laugardaginn 10. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 22. maí. sem aldrei bregst, þótt liggi leið þíns lífs um auðn og hjarn. Frá syndum frelsuð sál þín er, því sjálfur Kristur merkið ber hvert fótmál lífsins fyrir þér. Ó, fylg þú honum, barn. (Kristján frá Djúpalæk.) Hvíl þú í faðmi Drottins. Esther og Grímkell. Elsku vinur, að þurfa að kveðja þig svo alltof snemma er agalega sárt, sárt fyrir okkur vini þína jafnt og fjölskyld- una. Við höfum oft talað um okkur hópinn sem fjölskyldu og nú er stórt skarð í henni, guðfaðirinn er farinn. Kjarninn af vinunum hitt- ist, við elduðum góðan mat og átt- um saman æðisleg áramót og varst þú svo sérstaklega ánægður með það. Þú gistir heima í nokkra daga á eftir eins og svo oft áður. Þessar samverustundir eru okkur sérstak- lega kærar. Við erum svo heppin að eiga haf af minningum til að brosa að í framtíðinni og getum sagt börnum okkar frá hinum rosa- lega Don Viktor. Ég vil biðja Guð að styrkja for- eldra þína og systkini og okkur öll sem erum að syrgja góðan vin. Trúin á það að dauðinn sé ekki endalokin hefur hjálpað mér undanfarna daga og vissan um það að góður vinur hefur tekið á móti þér. Takk fyrir allar minningarnar sem þú skilur eftir, takk fyrir að hafa verið vinur okkar. Karen, Bjarki og fjölskylda. Minn elskaði vinur, ég segja vil hér með viðkvæmni hjartans ég tala: Að stundirnar góðu ég geymi hjá mér gleðina, hláturinn, ylinn frá þér. Þig Frelsarinn okkar í fanginu ber til fjarlægra eilífðarsala. Á himninum ljósin þau loga svo skær og lýsa upp mannanna vegi. Hljóð er nú stundin og hljóður þinn bær hljóð er þín brottför til salanna fjær. En aftur við vöknum þá, vinur minn kær, á vorbjörtum eilífðardegi. (Jóhanna Helga Halldórsdóttir.) Kallinn minn. Ég er búinn að biðja uppáhaldsenglana mína að taka á móti þér og passa þig á nýja staðnum. Við sjáumst svo síðar. El- ín, Guðbjartur, Óli Tómas, Eva og fjölskylda. Mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guðmundur Reyr. Lokað verður á skrifstofu okkar og bækistöð frá kl. 12 í dag, fimmtu- daginn 12. júní, vegna jarðarfarar HANNESAR VALDIMARS- SONAR, hafnarstjóra. Reykjavíkurhöfn. Móðir okkar, KRISTRÚN CORTES (Rúna), er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Erla Cortes, Kristín Björg Gunnarsdóttir, Guðrún Cortes. ÞORSTEINN EIRÍKSSON frá Ásgeirsstöðum, sem lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 5. júní, verður jarðsunginn frá Eiðakirkju föstudaginn 13. júní kl. 14.00. Jóna Halldórsdóttir, Svanur Pálsson. Maðurinn minn, GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON frá Kílhrauni, er látinn. Fyrir hönd aðstandenda, Kristjana Kjartansdóttir. HEIÐAR GUÐLAUGSSON bókbindari, lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 7. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 13. júní kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hafsteinn Hreiðarsson. Móðir okkar og tengdamóðir, ÓLAFÍA ÞORGRÍMSDÓTTIR, Bjarkargötu 7, Patreksfirði, andaðist þriðjudaginn 10. júní síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 14. júní næstkomandi kl. 14.00. Kjartan Ólafsson, Hrafnhildur Ólafsdóttir, Bolli Ólafsson, Jóhann Ólafsson, Elín Magnea Héðinsdóttir, Sigrún Ragna Stefánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.