Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSA dagana stendur yfir mikil lista- og menningarhátíð í Hafnarfirði í tilefni 95 ára afmælis bæjarins. Á afmælisdaginn 1. júní voru hátíðartónleikar í Hásölum. Kvennakórinn sem hóf tónleikana hefur gífurlegan kraft og þéttan hljóm og þarf nú að fara að vinna meira með mýktina, sérstaklega þegar kórinn syngur í svona litlum sal sem þó þolir ótrúlega mikinn hljóm. Íslenska tvísöngslagið María meyjan skæra var vel sung- ið. Tónsetning Mozarts á Ave ver- um corpus er mjög falleg mótetta sem þarfnast mikillar auðmýktar í flutningi og einnig fjölbreytni í tón- styrk. Kórinn söng hreint, en í flutninginn vantaði alla auðmýkt og var langt frá innihaldi textans. Helgi lék með á flygilinn. Það síð- asta sem Giovanni Battista Pergol- esi samdi var tónsetning helgiljóð- sins Stabat Mater fyrir sópran, alt og tvíradda kvennakór. Ljóðið fjallar um harmkvæli Maríu er hún stendur við kross sonar síns og hefst á kórkafla þar sem raddirnar liggja saman á ómstríðum sem eiga að lýsa þjáningunni. Annars eru fallegar laglínur einkenni verksins. Það er aðeins í kórkaflanum Fac ut ardeat cor meum og í lokakórnum Amen sem koma fyrir litlar fúgur. Á milli kórþáttanna eru aríur og dúettar sem þær Alda og Ildiko sungu mjög fallega, raddirnar féllu vel saman með góðu jafnvægi í dú- ettunum. Kórinn (að viðbættum kvennaröddum kirkjukórsins) var óþarflega kraftmikill í lokin, en hinir kóþættirnir voru góðir. Ant- onia Hevesi lék á flygilinn og Hrafnhildur stjórnaði. Eftir hlé steig Flensborgarkór- inn á svið og söng fyrst tvö ljóð op. 62 eftir Brahms, Rosmarin og Von alten Liebeliedern. Kórinn hefur mjög breiða, fallegan hljóm og ræður yfir mikilli dínamík, er tand- urhreinn og syngur af mikilli óþvingaðri gleði sem naut sín alveg sérstaklega í negrasálmunum þrem Elijah Rock, Set down Servant (pí- anóleikari úr kórnum) og Wade in the Water. Ef einhvern tíma er hægt að segja að kór fari á kostum þá var það hér. Nú bættust kamm- erkórinn og kirkjukórinn í hópinn og saman sungu kórarnir þrír Lokakórinn úr Þrymskviðu eftir Jón Ásgeirsson. Hlutverk Þórs söng Kristján Helgason og Ástríð- ur Alda Sigurðardóttir lék glæsi- lega á flygilinn. Að lokum fluttu kórarnir, Árni Áskelsson, Frank Aarnink, Matthías Hemstock og Steef van Oosterhout slagverks- leikarar ásamt þeim Ástríði Öldu og Guðrúnu Guðmundsdóttur sem léku á tvö píanó þætti úr Carmina Burana eftir Carl Orff. Fyrsti þátt- ur O Fortuna var fluttur í upphafi og aftur í lokin undir stjórn Anton- íu, á milli komu þriðji þátttur Veris leta facies undir stjórn Helga og fimmti þáttur Ecce gratum undir stjórn Hrafnhildar. Flutningurinn var glæsilegur og öruggur í alla staði og mörkuðu glæsilegt upphaf afmælishátíðarinnar. Glæsilegur kórakvartett TÓNLIST Hásalir í Hafnarfirði Kór Flensborgarskólans og Kvennakór Hafnarfjarðar, stjórnandi: Hrafnhildur Blomsterberg, Kór Hafnarfjarðarkirkju, stjórnandi: Antonia Hevesi og Kamm- erkór Hafnarfjarðar, stjórnandi: Helgi Bragason. Alda Ingibergsdóttir sópran og Ildiko Vargas alt. Sunnudaginn 1. júní 2003 kl. 20. KÓRTÓNLEIKAR Jón Ólafur Sigurðsson Port city java, Laugavegi 70 Al- exander Ingason sýnir málverk á kaffihúsinu til 15. júní. Smáralind Sýning á nokkrum veggspjöldum sem send voru inn í keppni sem Félag íslenskra teikn- ara stóð fyrir í samvinnu við Poka- sjóð er nú í göngugötunni. Yfir- skrift keppninnar var „Hvað brennur þér á hjarta?“. Fyrstu verðlaun féllu í skaut Stefáni Ein- arssyni og Önnu Steinunni Ágústs- dóttur fyrir verkið „Nauðungar- sala“ og Halldóri R. Lárussyni fyrir verkið „Ekur þú reglulega yf- ir mann í hjólastól?“. Grábrókartríóið heldur tónleika í Borgarneskirkju kl. 21. Tríóið skipa Jónína Erna Arnardóttir, pí- anó, Margrét Guðjónsdóttir, söng- ur, og Gróa Erla Ragnvaldsdóttir, þverflauta. Flutt verða lög m.a. eft- ir Bach, Mozart, Þórarin Guð- mundsson, Sigfús Halldórsson o.fl. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is HVAÐ er að gerast í Listasafni Akureyrar þessa dagana? Er það sem nú er þar til sýnis myndlist eða blaðamennska, hvort tveggja eða hvorugt? Í safninu hangir nú uppi metn- aðarfullt verkefni sem ber titilinn Inn og út um gluggann – Ísland, Grænland og Færeyjar skoða hvert annað, verkefni af því tagi sem maður kannast við úr sölum Norræna hússins í Reykjavík, en getur að sjálfsögðu rétt eins átt heima hvar sem er annars staðar. Verkefnið er enn eitt verkefnið í röð sýninga þar sem Listasafnið færir íbúum Akureyrar sýn á ólíka menningarheima. Haldnar hafa verið þar á síðustu misserum sér- tækar sýningar á list frá Araba- heiminum, Rússlandi, Bandaríkj- unum, Indlandi og Japan, margar mjög vel heppnaðar. Sýningin er afrakstur af vinnu ljósmyndara og rithöfunda frá hverju hinna þriggja landa Íslandi, Grænlandi og Færeyjum þar sem reynt er að sýna með hvaða augum við, þessir nágrannar í norðri, sjáum hverjir aðra. Teymi ljós- myndara og rithöfunda í hverju landi var sett á fót og í kjölfarið heimsóttu allir alla, þ.e. Grænlend- ingar komu til Íslands og Færeyja, Íslendingar fóru til Færeyja og Grænlands og Færeyingar til Grænlands og Íslands. Sýningin samanstendur af ljós- myndum frá löndunum þremur, og textum eftir rithöfundana. Jafn- framt hanga uppi teikningar skóla- barna af löndunum. Satt að segja þá hreif þessi sýn- ing mig ekki. Ég gat ekki séð að hér væri á ferðinni myndlistarsýn- ing, enda er verkefnið meira í ætt við þjóðfélagsrýni með aðferðum blaðamennskunnar, og sem slík nær hún heldur ekki að verða sér- lega áhugaverð. Verkefnið nýtur sín betur í vandaðri sýningarskránni þar sem má lesa allan texta rithöfundanna, skoða valdar ljósmyndir og kynna sér skoðanakönnun sem gerð var meðal ungmenna í hverju landi þar sem hægt er að sjá hve vel þau þekkja nágranna sína í norðrinu. Af textunum er þó hægt að mæla með að fólk lesi t.d. texta Jokums Nielsen um Ísland og Ís- lendinga, sem er holl og góð lesn- ing, og jafnframt er texti Guð- rúnar Evu Mínvervudóttur oft skemmtilegur. Textar Oddfríðs Marni Rasmussens eru ljóðrænir og skera sig þar úr textum hinna tveggja rithöfundanna. Ljósmyndirnar koma í sjálfu sér ekkert á óvart og bæta litlu við myndir sem maður hefur áður séð frá þessum löndum í blöðum og tímaritum. Á sýningunni eru engar skýr- ingar með ljósmyndunum, sem hefði verið til bóta og aukið upp- lýsinga- og skemmtigildi sýning- arinnar. Uppsetning sýningarinnar, hönnun hennar og umgjörð er vönduð. Maður efnisins „Það má segja að Örn Þorsteins- son hafi nokkra sérstöðu meðal ís- lenskra myndhöggvara: hann er einn örfárra íslenskra myndhöggv- ara.“ Þannig hefst inngangur Ei- ríks Þorlákssonar í sýningarskrá með sýningu Arnar Þorsteinssonar sem nú sýnir höggmyndir sínar unnar í stein á Kjarvalsstöðum. Þessi orð eru að mörgu leyti táknræn fyrir þá breytingu sem orðið hefur á efnisnotkun íslenskra myndlistarmanna, myndhögg er deyjandi aðferð og margir segja að málverkið sé það sömuleiðis. Við hafa tekið nýir miðlar í síauknum mæli, myndbönd, gjörningar, ljós- myndir, hljóð, texti og margmiðlun svo eitthvað sé nefnt. Þannig má segja að aftur sé að verða frum- legt að vera myndhöggvari eða málari. En það eitt að vinna í stein gerir Örn Þorsteinsson ekki að frum- legum myndlistarmanni. Langflest verka hans á Kjarvalsstöðum eru einskonar samtal hans við efnið eins og titlar gefa til kynna, þar sem hann er að reyna að kalla fram hinar ýmsu skepnur og æv- intýraverur úr steinunum. Titlar verkanna, steinkona, steintröll, sagnasteinn, steinhöfuð, steindýr og svo framvegis og svo framvegis, sýna best hve efnið hefur sterk tök á myndsköpun listamannsins og spurning hver stýrir hverjum, efn- ið listamanninum eða listamaður efninu. Mikill fjöldi verka er á sýn- ingunni og breiðir hún úr sér úti og inni, án þess því miður að vekja með manni mikil hughrif. Verk sín vinnur Örn að mestu úr sæbörðum granítsteinum sem hann hefur nálgast í fjörum Skagafjarðar en einnig er að finna verk unnin í kléberg frá Græn- landi, íslenskt granít, djúpberg, súrt túff og hraun, grágrýti og Hawaiít frá Vestmannaeyjum. Örn er vandaður myndhöggvari og myndir hans flestar meinlausar. Einstaka verk ná að hreyfa við manni og þá helst þau sem eru hvað lífrænust í forminu, en þar á ég við verk eins og Ómur úr steini og Segðu það steini. Jafnframt var áhugavert verkið Hawaiít sem ber nafn efnisins sem verkið er unnið í. Flest ef ekki öll verkin sem unn- in eru í grænlenskan stein bera einfaldlega titilinn Grænlenskur steinn, sem er enn staðfesting á því að Örn er maður efnisins frek- ar en inntaksins. Með sýningunni fylgir texti Ár- manns Höskuldssonar þar sem hann fjallar um bergið sem Örn notar. Er hann fróðlegur fyrir þá sem vilja elta uppruna efnisins og þá má líka velta fyrir sér hvort ekki hefði verið áhugavert að sjá listamanninn vinna minna í stein- ana en hann gerir, líkt og raunin er með verkið Hawaiít. Fjarvera Guðjón Ketilsson er mynd- höggvari líkt og Örn Þorsteinsson, en vinnur sín verk í tré. Verk Guðjóns hafa í langflestum tilfellum verið hlutbundin og hefur oft mátt greina áhrif frá þýskum nýja-málverksmönnum, bæði hvað varðar framsetningu, inntak verka og skilaboð. Verk hans eru þrungin fjarveru, þ.e. þau birta okkur hylki einhvers sem áður var, hluta úr heild, leifar viðveru. Í verkinu Ónefnt sem nú hangir uppi í forsal Hallgrímskirkju leitar Guðjón fanga í málverk og högg- myndir fyrri alda, líkt og hann hefur áður gert með góðum ár- angri. Verkið er höggmynd úr tré hengd upp í meira en tveggja metra hæð þannig að áhorfandinn horfir upp, líkt og hann væri að horfa upp á altaristöflu, eitthvað honum æðra, sem undirstrikar óbeina helgitilvísun myndarinnar. Verkið er ljósmálað, hengt á fagurbláan vegg. Þannig á verkið með óbeinum hætti að tákna yfir- skrift Kirkjulistahátíðar 2003, en verkið var gert fyrir hátíðina og skreytir allt kynningarefni hennar. Yfirskriftin sem um ræðir er til- vísun tekin úr Biblíunni: „Ég ætla að gefa regn á jörð“. Verk Guðjóns á þannig að vera ský á himni (hinn blái bakgrunnur) sem gefur regn. Þó að verkið geti vissulega tákn- að ský þá fannst mér erfitt að sjá nokkuð nema klæði út úr mynd- inni, kannski vegna þess að stað- setningin gefur manni strax tilefni til að hugsa verkið sem líkklæði eða líknarklæði, tákn fyrir það sem er skilið eftir (líkamann) þeg- ar sálin hverfur í burtu. Verk Guð- jóns er vandað og áhrifamikið og innsetning hans í kirkjunni vel heppnuð. Talað við fólk og steina MYNDLIST Listasafn Akureyrar Íslenskir, færeyskir og grænlenskir ljós- myndarar og rithöfundar. Til 22. júní. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 12–17. LJÓSMYNDIR OG TEXTAR Þóroddur Bjarnason Morgunblaðið/Kristján Sýningin inn og út um gluggann í Listasafninu á Akureyri. Morgunblaðið/Arnaldur Ónefnt verk Guðjóns Ketilssonar í Hallgrímskirkju. Morgunblaðið/Arnaldur Verk Arnar Þorsteinssonar taka sum á sig lífrænar myndir. Kjarvalsstaðir Til 15. júní. Sýningin er opin alla daga frá kl. 10–17. ÖRN ÞORSTEINSSON HÖGGMYNDIR Hallgrímskirkja Sýningunni fer brátt að ljúka. HÖGGMYND GUÐJÓN KETILSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.