Morgunblaðið - 17.06.2003, Side 18
ERLENT
18 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
TALSMAÐUR Ariels Sharons, for-
sætisráðherra Ísraels, hafnaði í gær
tillögu Frakka um að alþjóðlegum
friðargæslusveitum yrði beitt til að
binda enda á átök Ísraela og Pal-
estínumanna.
„Það verða engar alþjóðlegar
hersveitir hérna. Það eina sem Ísr-
aelar hafa samþykkt er að hér verði
eftirlitsmenn þegar hinum ýmsu
áföngum Vegvísisins [til friðar í
Mið-Austurlöndum] verður komið í
framkvæmd,“ sagði talsmaður
Sharons, Raanan Gissin. „Ef
Frakkar vilja beita sér fyrir friði
ættu þeir að beita áhrifum sínum til
að fá Yasser Arafat [leiðtoga Pal-
estínumanna] til að binda enda á
hryðjuverkastarfsemina.“
Dominique de Villepin, utanrík-
isráðherra Frakklands, sagði á
sunnudag að hann hygðist leggja til
að friðargæslusveitum yrði beitt til
að binda enda á átökin þar sem ríki
heims gætu ekki horft upp á blóðs-
úthellingarnar án þess að bregðast
við þeim.
Utanríkisráðherra palestínsku
heimastjórnarinnar, Nabil Shaath,
sagði hana styðja tillögu Frakka
heilshugar. Nabil Abu Rudeina,
ráðgjafi Arafats, tók í sama streng.
„Við höfum ítrekað óskað eftir al-
þjóðlegum sveitum en Bandaríkja-
menn hafa hunsað óskir okkar til að
þóknast Ísraelum,“ sagði hann.
„Áhugaverð“ en
„ótímabær“ tillaga
Javier Solana, æðsti embættis-
maður Evrópusambandsins í utan-
ríkismálum, sagði tillöguna „áhuga-
verða“ en „ótímabæra“. „Þetta er
áhugaverð hugmynd sem kann að
reynast nauðsynleg en við þurfum
núna að einbeita okkur að öryggis-
málunum og framkvæmd Vegvís-
isins,“ sagði hann.
Talsmaður breska utanríkisráðu-
neytisins sagði tillöguna áhuga-
verða en bætti við að Ísraelar og
Palestínumenn þyrftu að styðja
hana til að hún gæti orðið að veru-
leika.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, hvatti til þess
á föstudaginn var að hersveitir yrðu
sendar til að aðskilja Ísraela og
Palestínumenn meðan Vegvísinum
til friðar í Mið-Austurlöndum yrði
komið í framkvæmd.
Stuðningsmenn tillögunnar segja
að markmið friðargæslusveitanna
yrði að koma í veg fyrir árásir
hryðjuverkamanna á Ísraela,
vernda Palestínumenn og gefa pal-
estínsku heimastjórninni svigrúm
til að byggja upp stofnanir framtíð-
arríkis þeirra. Margir stuðnings-
menn tillögunnar eru þó þeirrar
skoðunar að traust friðaráætlun
þurfi að liggja fyrir áður en frið-
argæslan geti orðið að veruleika.
Gilead Sher, fyrrverandi samn-
ingamaður Ísraela í friðarviðræð-
um, sagði að hersveitirnar þyrftu
að vera undir stjórn Bandaríkja-
manna til að Ísraelar gætu sam-
þykkt þær. Friðargæslan gæti stað-
ið í þrjú til sex ár, fyrst yrðu sendir
nokkur hundruð friðargæsluliðar og
þeim yrði síðan fjölgað í nokkur
þúsund.
Þátttaka Bandaríkjanna
„hugsanleg“
Árásirnar í vikunni sem leið, sem
kostuðu 36 Palestínumenn og 24
Ísraela lífið, hafa vakið umræðu í
Bandaríkjunum um hvort senda
ætti bandarískt herlið á svæði Pal-
estínumanna, hugsanlega á vegum
Atlantshafsbandalagsins eða Sam-
einuðu þjóðanna. Richard Lugar,
formaður utanríkismálanefndar öld-
ungadeildar Bandaríkjaþings, sagði
á sunnudag að þessi hugmynd væri
„alltaf möguleiki“ en of snemmt
væri að taka afstöðu til hennar.
„Við höfum alltaf verið mjög var-
færin í því að beita bandarískum
hersveitum,“ sagði hann. „En ef
nauðsynlegt reynist að beita valdi
til að uppræta hryðjuverkastarf-
semi er hugsanlegt að Bandaríkja-
menn taki þátt í því.“
Ísraelar hafna
friðargæsluliði
Jerúsalem. AFP, AP.
AP
Ísraelskir lögreglumenn draga í burtu ungmenni sem reyndu að hindra að
ólögleg útvarðarstöð gyðinga á Vesturbakkanum yrði rifin niður.
AP
400 þúsund
heimilislaus
vegna flóða
á Indlandi
BABUL Ali, skólastjóri í bænum
Udiyana í Assam-fylki á Indlandi,
fylgir hér nemendum sínum í skól-
ann en á leiðinni þurfa þau að
ganga veg sem er á kafi vegna mik-
illa flóða sem orðið hafa í norðaust-
urhluta landsins. Að minnsta kosti
400.000 manns úr 450 þorpum hafa
orðið að flýja heimili sín vegna flóð-
anna sem hófust í kjölfar mikilla
Monsoon-rigninga. Eitt af vanda-
málunum sem fylgir flóðunum er
drykkjarvatnsskortur þar sem víða
hefur flætt yfir vatnsuppsprettur.
AÐ minnsta kosti sjö bandarískir
hermenn hafa særst, þar af tveir al-
varlega, í árásum sem stuðnings-
menn Saddams Husseins, fyrrver-
andi forseta Íraks, hafa gert á
Bandaríkjamenn undanfarna tvo
daga. Talsmenn Bandaríkjahers í
Írak greindu frá þessu í gær.
Fyrri árásin átti sér stað á sunnu-
dag nærri bænum Al-Mushahidah,
um 35 km norður af Bagdad. Var
þar sprengju varpað að bandarískri
bílalest en sprengjan ku hins vegar
hafa lent á farþegaflutningabíl sem
hafði innanborðs óbreytta borgara.
Sex Bandaríkjamenn særðust í
þessari árás, þar af tveir alvarlega.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um
mannfall í röðum óbreyttra borgara.
Einn Bandaríkjamaður særðist
síðan þegar harðlínu-
menn gerðu árás á
bandaríska hersveit
nærri Ad-Dujayl, um
50 km norður af Bagd-
ad.
Um vika er nú liðin
síðan Bandaríkjaher í
Írak hóf aðgerðir til að
ráða niðurlögum harð-
línumannanna, sem
skipulagt hafa árásir
gegn bandarískum her-
mönnum í landinu. Er
talið að meira en eitt
hundrað Írakar hafi
fallið í þessum aðgerð-
um Bandaríkjahers.
Fyrrverandi starfsmaður ástr-
ölsku leyniþjónustunnar er kominn
til Bretlands í því
skyni að bera vitni fyr-
ir þingnefnd sem
hyggst rannsaka ásak-
anir um að bresk og
bandarísk stjórnvöld
hafi hagrætt upplýs-
ingum varðandi ger-
eyðingarvopnaeign
Íraka í aðdraganda
Íraksstríðsins til að
eiga auðveldar með að
réttlæta árás á landið.
Ástralinn, Andrew
Wilkie, sagði upp
störfum 11. mars sl. til
að mótmæla fullyrð-
ingum þarlendra stjórnvalda um þá
hættu sem stafaði af íröskum
stjórnvöldum.
Wilkie starfaði hjá sérstakri
stofnun sem leggur mat á viðkvæm
leyniþjónustugögn. Fyrir stríð kom
hann fram í fjölmiðlum í Ástralíu og
sakaði ríkisstjórn Johns Howards
forsætisráðherra um að hafa hag-
rætt leyniþjónustugögnum. Sagði
hann þá að ekki stafaði lengur
hætta af gereyðingarvopnum Íraka.
Wilkie sagði við ástralska fjöl-
miðla á sunnudag er hann hélt af
stað til Bretlands að Howard yrði að
svara ásökunum um að Íraksstríðið
hefði verið háð á fölskum forsend-
um, rétt eins og Tony Blair, for-
sætisráðherra Bretlands, og George
W. Bush Bandaríkjaforseti hefðu
þurft að gera – en yfirheyrslur á
vegum Bandaríkjaþings vegna
málsins hefjast einmitt í vikunni.
Árás á bandaríska hermenn
Sydney, Washington, Bagdad. AFP, The Washington Post.
Andrew Wilkie
SAKSÓKNARAR í Póllandi
sögðust í gær hafa gefið út
ákæru á hendur sjúkraflutn-
ingamanni sem grunaður er um
að hafa myrt tvo sjúklinga, sem
hann flutti, og að þiggja mútur
frá útfararstofu fyrir að láta vita
af nýlátnu fólki.
Malgorzata Glapska-Dudkie-
wicz, talsmaður saksóknara-
embættisins í borginni Lodz,
staðfesti að 34 ára gamall maður
hefði verið ákærður fyrir tvö
morð. Hann hefði játað að hafa
orðið tveimur sjúklingum að
bana og ætti yfir höfði sér lífs-
tíðar fangelsi.
Lögregla í borginni hóf í fyrra
rannsókn vegna grunsemda um
að sjúkraflutningamenn hefðu
þegið greiðslur frá útfararstof-
um fyrir að láta vita um dauðs-
föll. Fram kom í pólskum fjöl-
miðlum að grunsemdir væru um
að nokkrir sjúkraflutningamenn
kynnu að hafa vísvitandi verið
lengi á leiðinni með alvarlega
veika sjúklinga eða gefið þeim
lyf, sem leiddi til þess að sjúk-
lingarnir létust áður en á sjúkra-
hús kom.
Ákærður
fyrir morð á
sjúklingum
Varsjá. AP.