Morgunblaðið - 17.06.2003, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 17.06.2003, Qupperneq 18
ERLENT 18 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TALSMAÐUR Ariels Sharons, for- sætisráðherra Ísraels, hafnaði í gær tillögu Frakka um að alþjóðlegum friðargæslusveitum yrði beitt til að binda enda á átök Ísraela og Pal- estínumanna. „Það verða engar alþjóðlegar hersveitir hérna. Það eina sem Ísr- aelar hafa samþykkt er að hér verði eftirlitsmenn þegar hinum ýmsu áföngum Vegvísisins [til friðar í Mið-Austurlöndum] verður komið í framkvæmd,“ sagði talsmaður Sharons, Raanan Gissin. „Ef Frakkar vilja beita sér fyrir friði ættu þeir að beita áhrifum sínum til að fá Yasser Arafat [leiðtoga Pal- estínumanna] til að binda enda á hryðjuverkastarfsemina.“ Dominique de Villepin, utanrík- isráðherra Frakklands, sagði á sunnudag að hann hygðist leggja til að friðargæslusveitum yrði beitt til að binda enda á átökin þar sem ríki heims gætu ekki horft upp á blóðs- úthellingarnar án þess að bregðast við þeim. Utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, Nabil Shaath, sagði hana styðja tillögu Frakka heilshugar. Nabil Abu Rudeina, ráðgjafi Arafats, tók í sama streng. „Við höfum ítrekað óskað eftir al- þjóðlegum sveitum en Bandaríkja- menn hafa hunsað óskir okkar til að þóknast Ísraelum,“ sagði hann. „Áhugaverð“ en „ótímabær“ tillaga Javier Solana, æðsti embættis- maður Evrópusambandsins í utan- ríkismálum, sagði tillöguna „áhuga- verða“ en „ótímabæra“. „Þetta er áhugaverð hugmynd sem kann að reynast nauðsynleg en við þurfum núna að einbeita okkur að öryggis- málunum og framkvæmd Vegvís- isins,“ sagði hann. Talsmaður breska utanríkisráðu- neytisins sagði tillöguna áhuga- verða en bætti við að Ísraelar og Palestínumenn þyrftu að styðja hana til að hún gæti orðið að veru- leika. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti til þess á föstudaginn var að hersveitir yrðu sendar til að aðskilja Ísraela og Palestínumenn meðan Vegvísinum til friðar í Mið-Austurlöndum yrði komið í framkvæmd. Stuðningsmenn tillögunnar segja að markmið friðargæslusveitanna yrði að koma í veg fyrir árásir hryðjuverkamanna á Ísraela, vernda Palestínumenn og gefa pal- estínsku heimastjórninni svigrúm til að byggja upp stofnanir framtíð- arríkis þeirra. Margir stuðnings- menn tillögunnar eru þó þeirrar skoðunar að traust friðaráætlun þurfi að liggja fyrir áður en frið- argæslan geti orðið að veruleika. Gilead Sher, fyrrverandi samn- ingamaður Ísraela í friðarviðræð- um, sagði að hersveitirnar þyrftu að vera undir stjórn Bandaríkja- manna til að Ísraelar gætu sam- þykkt þær. Friðargæslan gæti stað- ið í þrjú til sex ár, fyrst yrðu sendir nokkur hundruð friðargæsluliðar og þeim yrði síðan fjölgað í nokkur þúsund. Þátttaka Bandaríkjanna „hugsanleg“ Árásirnar í vikunni sem leið, sem kostuðu 36 Palestínumenn og 24 Ísraela lífið, hafa vakið umræðu í Bandaríkjunum um hvort senda ætti bandarískt herlið á svæði Pal- estínumanna, hugsanlega á vegum Atlantshafsbandalagsins eða Sam- einuðu þjóðanna. Richard Lugar, formaður utanríkismálanefndar öld- ungadeildar Bandaríkjaþings, sagði á sunnudag að þessi hugmynd væri „alltaf möguleiki“ en of snemmt væri að taka afstöðu til hennar. „Við höfum alltaf verið mjög var- færin í því að beita bandarískum hersveitum,“ sagði hann. „En ef nauðsynlegt reynist að beita valdi til að uppræta hryðjuverkastarf- semi er hugsanlegt að Bandaríkja- menn taki þátt í því.“ Ísraelar hafna friðargæsluliði Jerúsalem. AFP, AP. AP Ísraelskir lögreglumenn draga í burtu ungmenni sem reyndu að hindra að ólögleg útvarðarstöð gyðinga á Vesturbakkanum yrði rifin niður. AP 400 þúsund heimilislaus vegna flóða á Indlandi BABUL Ali, skólastjóri í bænum Udiyana í Assam-fylki á Indlandi, fylgir hér nemendum sínum í skól- ann en á leiðinni þurfa þau að ganga veg sem er á kafi vegna mik- illa flóða sem orðið hafa í norðaust- urhluta landsins. Að minnsta kosti 400.000 manns úr 450 þorpum hafa orðið að flýja heimili sín vegna flóð- anna sem hófust í kjölfar mikilla Monsoon-rigninga. Eitt af vanda- málunum sem fylgir flóðunum er drykkjarvatnsskortur þar sem víða hefur flætt yfir vatnsuppsprettur. AÐ minnsta kosti sjö bandarískir hermenn hafa særst, þar af tveir al- varlega, í árásum sem stuðnings- menn Saddams Husseins, fyrrver- andi forseta Íraks, hafa gert á Bandaríkjamenn undanfarna tvo daga. Talsmenn Bandaríkjahers í Írak greindu frá þessu í gær. Fyrri árásin átti sér stað á sunnu- dag nærri bænum Al-Mushahidah, um 35 km norður af Bagdad. Var þar sprengju varpað að bandarískri bílalest en sprengjan ku hins vegar hafa lent á farþegaflutningabíl sem hafði innanborðs óbreytta borgara. Sex Bandaríkjamenn særðust í þessari árás, þar af tveir alvarlega. Ekki liggja fyrir upplýsingar um mannfall í röðum óbreyttra borgara. Einn Bandaríkjamaður særðist síðan þegar harðlínu- menn gerðu árás á bandaríska hersveit nærri Ad-Dujayl, um 50 km norður af Bagd- ad. Um vika er nú liðin síðan Bandaríkjaher í Írak hóf aðgerðir til að ráða niðurlögum harð- línumannanna, sem skipulagt hafa árásir gegn bandarískum her- mönnum í landinu. Er talið að meira en eitt hundrað Írakar hafi fallið í þessum aðgerð- um Bandaríkjahers. Fyrrverandi starfsmaður ástr- ölsku leyniþjónustunnar er kominn til Bretlands í því skyni að bera vitni fyr- ir þingnefnd sem hyggst rannsaka ásak- anir um að bresk og bandarísk stjórnvöld hafi hagrætt upplýs- ingum varðandi ger- eyðingarvopnaeign Íraka í aðdraganda Íraksstríðsins til að eiga auðveldar með að réttlæta árás á landið. Ástralinn, Andrew Wilkie, sagði upp störfum 11. mars sl. til að mótmæla fullyrð- ingum þarlendra stjórnvalda um þá hættu sem stafaði af íröskum stjórnvöldum. Wilkie starfaði hjá sérstakri stofnun sem leggur mat á viðkvæm leyniþjónustugögn. Fyrir stríð kom hann fram í fjölmiðlum í Ástralíu og sakaði ríkisstjórn Johns Howards forsætisráðherra um að hafa hag- rætt leyniþjónustugögnum. Sagði hann þá að ekki stafaði lengur hætta af gereyðingarvopnum Íraka. Wilkie sagði við ástralska fjöl- miðla á sunnudag er hann hélt af stað til Bretlands að Howard yrði að svara ásökunum um að Íraksstríðið hefði verið háð á fölskum forsend- um, rétt eins og Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, og George W. Bush Bandaríkjaforseti hefðu þurft að gera – en yfirheyrslur á vegum Bandaríkjaþings vegna málsins hefjast einmitt í vikunni. Árás á bandaríska hermenn Sydney, Washington, Bagdad. AFP, The Washington Post. Andrew Wilkie SAKSÓKNARAR í Póllandi sögðust í gær hafa gefið út ákæru á hendur sjúkraflutn- ingamanni sem grunaður er um að hafa myrt tvo sjúklinga, sem hann flutti, og að þiggja mútur frá útfararstofu fyrir að láta vita af nýlátnu fólki. Malgorzata Glapska-Dudkie- wicz, talsmaður saksóknara- embættisins í borginni Lodz, staðfesti að 34 ára gamall maður hefði verið ákærður fyrir tvö morð. Hann hefði játað að hafa orðið tveimur sjúklingum að bana og ætti yfir höfði sér lífs- tíðar fangelsi. Lögregla í borginni hóf í fyrra rannsókn vegna grunsemda um að sjúkraflutningamenn hefðu þegið greiðslur frá útfararstof- um fyrir að láta vita um dauðs- föll. Fram kom í pólskum fjöl- miðlum að grunsemdir væru um að nokkrir sjúkraflutningamenn kynnu að hafa vísvitandi verið lengi á leiðinni með alvarlega veika sjúklinga eða gefið þeim lyf, sem leiddi til þess að sjúk- lingarnir létust áður en á sjúkra- hús kom. Ákærður fyrir morð á sjúklingum Varsjá. AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.