Morgunblaðið - 17.06.2003, Side 20

Morgunblaðið - 17.06.2003, Side 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Bílaþjónusta Til sölu eitt elsta og virtasta bílaþjónustufyrirtæki landsins. Er með eigin innflutning. Hefur þjónustað bílaeigendur í yfir 50 ár. Fyrirtæki sem allir þekkja og kannast við. Gott fyrirtæki á góðum stað og góðu verði. Bílabón Til sölu gott fyrirtæki sem bónar og þrífur bíla. Er staðsett á frábær- um stað og í samvinnu við þekkta bílasölu. Góð aðstaða. Hverfið er fullt af vinnustöðum og bílum. Nánari upplýsingar aðeins á skrifstofunni fyrirtaeki.is Öll fyrirtækjaskráin okkar er nú á netinu í mjög aðgengilegu formi. Skoðið síðurnar okkar og hafið samband. Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma. Einar Örn Reynisson, lögg. fasteignasali. Sólheimar - 3 íb. - allt endurnýjað Vorum að fá í sölu alla húseignina nr. 1 við Sólheima í Reykjavík. Um er að ræða hús sem allt hefur verið standsett frá grunni, raflögn, gluggar og gler, þak, innréttingar, gólfefni, böð og eldhús, skápar og hurðir. Í húsinu eru þrjár samþykktar íbúðir sem eru til afhendingar strax. Parket er á gólfum og vandaðar innréttingar, hurðir, skápar o.fl. Jarðhæð u.þ.b. 84 fm 2-3 herbergja íbúð með sérinngangi. V. 12,9 millj. Miðhæð u.þ.b. 115 fm auk 28 fm bílskúrs. Arinn í holi og góðar svalir auk sólpalls. V. 19,5 millj. Þakhæð u.þ.b. 85 fm 4ra herbergja með svölum og útsýni. 3412 ⓦ Upplýsingar hjá umboðsmanni í símum 421 3463 og 820 3463. Blaðberi óskast strax í Vallar- hverfi II í Keflavíkⓦ Blaðberi óskast í afleysingar í miðbæ Reykjavíkur HÓTEL Plaza við Aðal- stræti í miðborg Reykja- víkur var opnað um helgina og þar eru alls 81 herbergi, eins eða tveggja manna. Aðaleig- endur eru fjórir og er Stefán Örn Þórisson hót- elstjóri einn þeirra en Hótel Plaza er rekið und- ir hatti Íslandshótela sem m.a. eiga og reka nokkur hótel í Reykjavík og Hót- el Örk. Fyrirtækið Lindarvatn reisti hótelið og hefur Hótel Plaza húsnæðið á leigu til 15 ára. Bygg- ingin er í raun þrjú hús, sex hæða nýtt hús við framhlið göt- unnar þar sem er móttaka, veit- ingasalur fyrir morgunverð og nokkur herbergi og tvö þriggja hæða hús upp með Fischersundi sem hafa verið endurbyggð að verulegu leyti þar sem flest her- bergin eru. Í kjallara er ráðgert að taka í notkun með haustinu um 100 manna ráðstefnusal. Stefán Örn Þórisson hótelstjóri segir að styrkur hótelsins sé stað- setningin í hjarta borgarinnar. Það sé aðdráttaraflið sem ferða- menn meti mikils, m.a. vegna ná- lægðar við veitingastaði og lífið í borginni. Hann segir hótelið vel bókað fram eftir árinu og að markaðsstarf hafi byrjað fyrir síðustu áramót. Hann segir for- ráðamenn fyrirtækisins hafa sótt ferðakaupstefnur og tekið upp samband við innlendar og erlend- ar ferðaskrifstofur. Nokkuð er einnig um bókanir um Netið, segir Stefán Örn. Hann segir Íslandshótel geta boðið fjöl- breytta gistimöguleika, svefn- pokapláss, gistingu með eldunar- aðstöðu og síðan Hótel Plaza sem hann kallar flaggskip fyrirtæk- isins en Stefán er einnig fram- kvæmdastjóri Íslandshótela. Morgunblaðið/SverrirGestamóttaka hótelsins er á jarðhæðinni og þar er einnig morgunverðarsalur og lítill bar fyrir hótelgesti. Nýtt hótel hefur risið við Aðalstræti með 81 herbergi Segir staðsetn- inguna aðal- aðdráttaraflið Götumyndin við Ingólfstorg og Aðalstræti hefur breyst nokkuð með til- komu nýrra bygginga sem reistar hafa verið við götuna síðustu árin. Herbergin eru eins eða tveggja manna. Hér er eitt af þeim stærri tveggja manna. Miðborgin FJÖLBREYTT dagskrá verð- ur í hátíðahöldunum í dag, 17. júní. Dagskráin sem hefst kl. 10 verður með hefðbundnum hætti fram að hádegi í kirkju- garðinum við Suðurgötu og á Austurvelli þar sem lagður er blómsveigur að gröf og styttu Jóns Sigurðssonar. Ávörp flytja Davíð Oddsson og Anna Kristinsdóttir og fjallkonan flytur hátíðarljóð. Skrúðgöng- ur leggja af stað frá Hlemmi kl. 13.40 og frá Hagatorgi kl. 13.45. Lúðrasveitir og skátar fara fyrir göngunum. Fjölskyldudagskrá hefst á Arnarhóli kl. 14. Flutt verða atriði úr barnaleikritum og dans- og sönghópar koma fram. Dans og tónlist Á Ingólfstorgi hefst blönduð fjölskyldudagskrá kl. 14 og á Austurvelli verður sýndur dans. Í Ráðhúsi Reykjavíkur og í Iðnó eru tónleikar. Í Hall- argarði og Hljómskálagarði verður Skátaland með leik- tæki, þrautabrautir og fleira. Sýnd verður glíma, fimleikar, fallhlífastökk og skylmingar, Tóti trúður treður upp og spá- konur spá í garðhýsinu. Listhópar ungs fólks frá Hinu húsinu verða í Lækjar- götu, Austurstræti, Fríkirkju- vegi, við Iðnó og víðar um miðbæinn. Götuleikhúsið tekur þátt í skrúðgöngunni og sýnir við MR og Brúðubíllinn verður á útitaflinu á Torfunni kl. 14. Fornbílaklúbburinn ekur um miðborgina og sýnir fornbíla á miðbakka Reykjavíkurhafnar og þar verður einnig trukka- dráttur í keppninni Sterkasti maður Íslands. Barnadagskrá verður í Landfógetagarðinum bak við Austurstræti 20 á vegum Miðborgarstarfs KFUM&K og í Hafnarhúsinu verða sungin barnalög. Um kvöldið kl. 19 hefjast tónleikar á Arnarhóli. Á Ing- ólfstorgi hefst dansleikur kl. 21 og gospeltónleikar verða í Landfógetagarðinum. Dagskrá þjóðhátíðar í Reykjavík er birt á vefnum, á slóðinni www.17juni.is. Margt í boði á þjóð- hátíð Reykjavík Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.