Morgunblaðið - 17.06.2003, Síða 44

Morgunblaðið - 17.06.2003, Síða 44
HESTAR 44 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Reiðfatnaður Náttúrulegur lífsstíll FREMSTIR FYRIR GÆÐI SIGURÐUR V. Matthíasson var fyrstur til að tryggja sér sæti í liðinu á stóðhestinum Fálka frá Sauðár- króki en þeir eru sem kunnugt er Ís- landsmeistarar í greininni. Þeir stóðu efstir í báðum umferðum með 7,03 í þeirri fyrri og 7,37 í seinni um- ferð. Það virðist nokkuð ljóst að Fálki sé afgerandi sterkasti fimmgangs- hestur sem völ er á hér á landi um þessar mundir. Eftir að Sigurði tókst að bæta töltið í hestinum hefur eng- inn átt möguleika gegn þeim og verð- ur að telja hann mjög góðan kost í fimmgangnum og vænlegan sigur- kandídat. Berglind Ragnarsdóttir og Bassi frá Möðruvöllum tryggðu sér sæti í fjórgangi en þau voru í öðru sæti eftir fyrri umferð með 7,03 á eftir Hauki Tryggvasyni og Dáð frá Halldórs- stöðum sem hlutu 7,07. Ekki gekk eins vel hjá þeim í seinni umferð er þau hlutu 6,90. Í seinni umferð var Berglind og Bassi með 7,10. Það gekk hins vegar betur hjá Hauki og Dáð í töltinu þar sem þau voru efst í báðum umferðum með 7,60 og 7,90. Það má því ljóst vera að nú þegar eru komnir tveir sterkir keppendur í fjórganginn í liðið því ætla má að bæði Haukur og Berglind teljist sig- urstrangleg í fjórgangi þegar á hólm- inn verður komið í Danmörku. Systkini í landsliðið Bróðir Berglindar, Sveinn Ragn- arsson, tryggði sér nú sæti í 250 metra skeiði á Skjóna frá Hofi en þeir náðu besta tímanum í fjórum sprettum á úrtökunni 22,50 sek. Þetta mun í fyrsta skipti sem systkini skipa tvö sæti í íslenska landsliðinu í hestaíþróttum. Skjóni og Sveinn náðu að vísu betri tíma, 22,42 sek. En sá tími var dæmdur ógildur þar sem Sveinn notaðist við einum aðstoðar- manni of mikið til að koma klárnum inn í rásbásinn. En það kom ekki að sök og þeir félagar hlutu brautar- gengi í liðið. Tvö ungmenni voru valin í liðið en þriðja ungmennasætið mun landsliðseinvaldurinn velja síðar í. Daníel Ingi Smárason keppti á Tyson frá Búlandi og koma þeir inn í liðið fyrir góða frammistöðu í fjórgangi. Eyjólfur Þorsteinsson keppti á hryssunni Súlu frá Hóli í fimmgangi. Í reglum um val á landsliði kemur fram að landsliðseinvaldi sé heimilt að gera allar þær breytingar sem hann telur þurfa til að tryggja að sem sterkasta lið mæti til leiks á heims- meistaramótið. Það þýðir að þessir sex keppendur sem nú hafa valið gætu átt á hættu að falla út þótt svona fyrirfram séu litlar líkur á slíku. Þrjú sæti eru enn laus í aðallið- inu og því langt í frá að spennan sé liðin frá. Um síðustu helgi fór Sig- urður landsliðseinvaldur á mót í Saarvellingen í Þýskalandi og verður hann í Danmörku næstu helgi að skoða tvo „heita“ keppendur þar í landi. Eru það Jóhann R. Skúlason sem hefur meðal annars verið að keppa á Snarpi frá Kjartansstöðum og þykir vænlegur kostur í töltið. Þá gæti Guðmundur Björgvinsson einn- ig boðið upp á eitthvað athyglisvert. Reynir Aðalsteinsson er með hinn mikla vekring Sprengi-Hvell frá Efstadal í Svíþjóð og einnig er Guð- mundur Einarsson að gera góða hluti með Hersi frá Hvítárholti í Svíþjóð. Upplýsti Sigurður að hann hefði átt samtal við Reyni eftir að tímarnir úr úrtökunni hefðu legið fyrir og þá hefði Reynir spurt Sigurð hvað hefði tafið vekringana á sprettinum. Þann- ig að ætla má að Reynir og Sprengi- Hvellur geti boðið upp á betri tíma og væri það vel. Þá sagði Sigurður að Guðmundur og Hersir hefðu farið á tíma undir 22 sek. nýlega og því væru þeir einnig sterklega inni í myndinni. Heimsmeistararnir standast gæðakröfur Nú stefnir í að sent verði út fjöl- mennasta lið sem sent hefur verið frá Íslandi á heimsmeistaramót því nú bætast við þrjú ungmenni eins og áð- ur sagði en þar fyrir utan er hið hefð- bundna sjö manna lið. Þá hafa ríkjandi heimsmeistarar rétt til að mæta og eftir því sem næst verður komist hyggjast hinir þrír meistarar Íslands frá síðasta móti í hyggju að mæta. Eru það Hafliði Halldórsson með Ásdísi frá Lækjarbotnum, Vign- ir Jónasson með sænskfæddan fimm- gangshest sem sagður er firnasterk- ur að sögn Sigurðar einvalds. Þá er Styrmir Árnason í mjög góðum mál- um með fjórgangshestinn Hamar frá Þúfu sem er albróðir þeirra Nagla og Sveins Hervars frá Þúfu. Sú breyting hefur orðið á að nú eru meistararnir ekki lengur bundnir af því að mæta með sömu hesta og þeir unnu titlana á og sömuleiðis geta þeir valið sér keppnisgreinar. Ekki er þó svo að skilja að þeir geti komið með hvaða hest sem þeim þóknast því allt verð- ur að fara í gegnum hið smásmugu- lega gæðamat einvaldar. Sagði Sig- urður að á þessari stundu sýndist honum að þeir félagar stæðust þetta gæðamat og því ekki annað að sjá en þeir væru á leiðinni á HM. En það eru opnar gáttir enn á landsliðinu og má gera ráð fyrir því að þá sem dreymir um að vinna frækileg afrek í Herning í Danmörku fyrir hönd Íslands muni á næstu vik- um gera hosur sínar grænar fyrir landsliðseinvaldi með þátttöku á þeim mótum sem fram undan eru. Þar eru tvö mót sem um ræðir, Ís- landsmótin tvö. Um næstu helgi verður Íslandsmót yngri flokka á Varmárbökkum í Mosfellsbæ og þar beinast augu manna í þessum efnum að ungmennaflokknum og svo viku seinna verður Íslandsmót eldri flokka á Selfossi. Helgina eftir Ís- landsmótið fer Sigurður á þýska meistaramótið og að því loknu mun hann draga sig undir þykkan feld um stundarsakir og að því loknu gefa sitt lokasvar. Kynslóðaskipti í landsliðinu Ætla má að allnokkrir þeirra sem tóku þátt í úrtökunni séu nokkuð volgir. Í töltinu væri það helst Guð- mar Þór Pétursson á Hreim frá Hof- stöðum en einnig Þorvaldur Á. Þor- valdsson á Spaða frá Hafra- fellstungu. Af ungmennum má ætla að Anna Kristín Kristinsdóttir sé býsna volg sem töltari en hún varð efst í úrtökunni á þeim vettvangi. Að- vitað mætti nefna fleiri nöfn til sög- unnar en áður en skilið er við þessa umræðu má geta þess að staða Sig- urbjörns Bárðarsonar er ekki mjög sterk þessa stundina. Sigurbjörn hef- ur sem kunnugt er verið einn alsterk- asti keppandi Íslands á heimsmeist- aramótum gegnum tíðina. Fyrir tvö síðustu mótin hefur honum þó ekki tekist að vinna sér sæti í liðinu á nýj- um hesti en þess í stað nýtt rétt sinn sem heimsmeistari og mætt með Gordon frá Stóru-Ásgeirsá til leiks- ins. Verður spennandi að sjá hvort Sigurbjörn lumi nú á einhverjum trompum uppi í erminni og tryggi sér sæti á elleftu stundu. Nú hefur hann ekki upp á heimsmeistararéttinn að hlaupa eins og síðustu tvö mótin. Það verður sjónarsviptir ef hann ekki nær sæti en vissulega má glöggt greina kynslóðaskipti á þessum vett- vangi og sem stendur er Sveinn Ragnarsson aldursforseti þeirra sem komnir eru með annan fótinn í liðið og er hann ekki aldraður maður, að- eins 34 ára. Landsliðseinvaldur á faraldsfæti í leit að góðum liðsmönnum Drög lögð að sigursælu landsliði Morgunblaðið/Vakri Vísir að íslenska landsliðinu 2003, frá vinstri Sigurður og Fálki, Berglind og Bassi, Haukur og Dáð, Sveinn og Skjóni, Daníel og Tyson og Eyjólfur og Súla. Aldursforseti íslenska liðsins enn sem komið er, Sveinn Ragnarsson á hin- um jarpa Skjóna, að tryggja sér sæti í liðinu. Fyrsta skrefið var stigið í gær í vali á landsliði Ís- lands að lokinni tvöfaldri úrtökukeppni sem háð var í Glaðheimum í Kópavogi. Valdimar Krist- insson fylgdist með þegar landsliðseinvaldurinn Sigurður Sæmundsson tilkynnti nöfn þeirra fjög- urra sem fyrst tryggðu sér sæti í liðinu ásamt tveimur ungmennum sem nú fá í fyrsta sinn tæki- færi til að spreyta sig á heimsmeistaramóti. A-flokkur 1. Kvistur frá Hvolsvelli, kn.: Þórður Þorgeirsson, eig.: Þormar Andrésson, 8,65. 2. Flengur frá Böðmóðsstöðum, kn.: Sigurður Sigurðarson, eig.: Jón Þ. Pálsson og Sigurður Sig- urðarson, 8,46. 3. Gjóska frá Miðengi, kn.: Vignir Siggeirsson, eig.: Vignir Siggeirsson og Helga Gúst- afsdóttir, 8,58. 4. Aron frá Barkarstöðum, kn.: Þórður Þorgeirsson/Kristjón Kristjánsson, eig.: Kvistir ehf., 8,47. 5. Júlía frá Hvolsvelli, kn.: Elv- ar Þormarsson, eig.: Þormar Andrésson, 8,53. B-flokkur 1. Nagli frá Þúfu, kn.: Þórður Þorgeirsson, eig.:Kvistir ehf., 8,72. 2. Ljúfur frá Lækjarbotnum, kn.: Hallgrímur Birkisson, eig.: Guðlaugur Kristmundsson, 8,67. 3. Gellir frá Árbakka, kn.: Sig- urður Sigurðarson, eig.: Jakop Hansen, 8,54. 4. Vinur frá Minni-Velli, kn.: Sigurður Sigurðarson/Sigurður Ó. Kristinsson, eig.: Sigurður Sigurð- arson, 8,51. 5. Sindri frá Laugardælum, kn. og eig.: Haraldur Arngrímsson, 8,53. A-flokkur áhugamanna 1. Ýmir frá Holtsmúla, kn.: Lís- beth Sæmundsson, eig.: Holts- múlabúið, 8,47. 2. Hekla frá Skammbeins- stöðum, kn.: Elín H. Sigurðar- dóttir, eig.: Holtsmúlabúið, 7,97. 3. Fengur frá Bólstað, kn.: Hall- dóra A. Ómarsdóttir, eig.: Svavar Ólafsson, 7,89. 4. Mylla frá Bólstað, kn.: Björk Svavarsdóttir, eig.: Svavar Ólafs- son, 7,84. 5. Reykur frá Hólmum, kn.: Haukur G. Kristjánsson, eig.: Haukur G. Kristjánsson, 7,93. B-flokkur áhugamanna 1. Linda frá Hvolsvelli, kn.: Heiðar Þormarsson, eig.: Þormar Andrésson, 8,38. 2. Kliðja frá Litlu-Tungu, kn.: Helga B. Helgadóttir, eig.:Vil- hjálmur Þórarinsson, 8,26. 3. Bragur frá Eyrarbakka, kn.: Nadine Semmler, eig.: Laufey G. Kristinsdóttir og Ólafur Pálsson, 8,14. 4. Eydís frá Djúpadal, kn.: Helga B. Helgadóttir/Hekla K. Kristinsdóttir, eig.: Benedikt Val- berg, 8,22. 5. Gustur frá Hólmum, kn. og eig.: Haukur G. Kristjánsson, 8,09. Unglingar 1. Sæli frá Holtsmúla, kn.: Elín H. Sigurðardóttir, eig.: Holts- múlabúið, 8,71. 2. Sókrates frá Bólstað, kn.: Halldóra A. Ómarsdóttir, eig.: Svavar Ólafsson, 8,49. 3. Vopni frá V-Fíflholti, kn.: Hildur Ágústsdóttir, eig.: Hildur Ágústsdóttir, 8,34. 4. Faxi frá Súluholti 3, kn.: Bergrún Ingólfsdóttir, eig.:Ingunn B. Ingólfsdóttir, 8,26. 5. Rák frá Búðardal, kn. og eig.: Lóa D. Smáradóttir, 8,32. Börn 1. Vígar frá Skarði, kn.: Rakel N. Kristinsdóttir, eig.: Kristinn Guðnason, 9,02. 2. Assa frá Ölfusholti, kn.: Hekla K. Kristinsdóttir, eig.: Marjolýn Tiepen, 8,65. 3. Tomma frá Feti, kn.: Ragn- heiður Hallgrímsdóttir, eig.: Hall- grímur Birkisson, 8,58. 4. Gletta frá Bakkakoti, kn.: Ragnheiður H. Ársælsdóttir, eig.: Ársæll Jónsson, 8,27. 5. Biskup frá Viðborðsseli, kn.: Ásdís H. Árnadóttir, eig.: Vignir Siggeirsson og Helga L. Bergs- dóttir, 8,28. 100 m flugskeið 1. Feykivindur, kn.: Daníel I. Smárason, 7,8 sek. 2. Fölvi frá Hafsteinsstöðum, kn.: Sigurður Sigurðarson, 8 sek. 3. Stör frá Saltvík, kn.: Logi Laxdal, 8 sek. Gæðingamót Geysis

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.