Morgunblaðið - 17.06.2003, Page 47

Morgunblaðið - 17.06.2003, Page 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 47 Miriam söng líka Þau mistök urðu í umsögn um tón- leika Gospelkórs Reykjavíkur, sem birtist í blaðinu síðastliðinn laugar- dag, að nafn Miriam Óskarsdóttur féll niður í upptalningu á einsöngvurum á tónleikunum. Miriam söng einsöng í laginu He Brought Me This Far og var frammistaða hennar með slíkum ágætum að frægustu soul-drottning- ar vestan hafs væru fullsæmdar af. Þátttakendur úr ýmsum áttum Í frétt af leiðbeinendanámskeiði á vegum ÓB-ráðgjafar í blaðinu á sunnudag var ranghermt að leiðbein- endur kæmu úr ýmsum starfsstéttum sem þar voru taldar upp. Hið rétta er að þátttakendur eru úr ýmsum stétt- um, svo sem hjúkrunarfræðinga, sál- fræðinga, félagsráðgjafa, skólastjórn- enda og fleiri. Beðist er velvirðingar á rangherminu. LEIÐRÉTT HELGIN var frekar ró- leg hjá lögreglu, fáir á ferli í miðbænum á föstu- dagskvöld en töluvert fleiri á laugardagskvöld. Hafði lög- reglan afskipti af fólki vegna ölvunar- ástands, slagsmála og líkamsárása. Tilkynnt var um 34 umferðaróhöpp um helgina. Í a.m.k. fjórum tilvikum varð fólk fyrir meiðslum en ekki al- varlegum að því er talið var. 26 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur og 13 fyrir meintan ölvunar- akstur, en lögregla fékk fjölda til- kynninga frá almenningi um stúta við stýrið. Tilkynnt var um 11 innbrot og 22 þjófnaði um helgina. Þá var tilkynnt um 23 skemmdarverk. Stuttu síðar var tilkynnt um vinnu- slys í malarnámu skammt utan Hval- fjarðarvegar. Þar varð maður fyrir sliskju sem verið var að færa niður á festivagni. Hinn slasaði marðist og hlaut skurði á höfði og fótlegg og var hann fluttur á slysadeild. Síðdegis á föstudag var farið í hús- leit í tvö hús í Grafarholti og Graf- arvogi þar sem grunur var um fíkni- efnaframleiðslu. Kannabisplöntur í ræktun fundust á báðum stöðum og kannabis á ýmsum vinnslustigum. Einn maður var handtekinn í kjölfar- ið. Þrjár íkveikjur voru tilkynntar í Mosfellsbæ á föstudagskvöld og urðu þar tvenn biðskýli og auglýsingaskilti fyrir barðinu á brennuvörgum. Frekar fáir voru á ferli í miðborg- inni aðfaranótt laugardags en tölu- vert var um slagsmál og pústra, sér- staklega þegar leið á nóttina. Sagði tíu menn hafa ráðist á sig og bróður sinn Lögregla var kölluð til vegna tveggja stúlkna sem höfðu verið að slást með þeim afleiðingum að önnur þeirra hlaut skurð á höfði og hin slas- aðist eitthvað minna. Þær fóru báðar á slysadeild. Um sexleytið ók lög- regla fram á blóðugan mann sem sagði tíu menn hafa veist að sér og bróður sínum. Maðurinn er að öllum líkindum handarbrotinn og tennur brotnuðu í bróður hans, auk annarra áverka sem þeir hlutu. Lögreglan ók hinum slasaða á slysadeild en bróðir hans var þegar farinn þangað. Að sögn mannsins var árásin tilefnislaus og árásarmennirnir ókunnir. Um miðjan dag á laugardag kom íbúi í Breiðholti að tveimur mönnum við innbrot og þjófnað á heimili hans. Mennirnir flúðu þegar þeir urðu hús- ráðenda varir. Þeir höfðu gert sig heimakomna, sótt ferðatöskur í geymslu og voru truflaðir í miðjum klíðum við að pakka símum, mynda- vélum og fleira dóti í töskurnar. Rétt eftir miðnætti á laugardags- kvöld var farþegi í bifreið tekinn fyrir að skjóta með loftbyssu á Laugavegi. Maðurinn skaut þremur skotum á rúðu í verslun án þess að skemmdir hlytust af. Maðurinn hafði ekki leyfi fyrir byssunni og var hún tekin af honum. Rúmlega tvö var lögregla kölluð í Grafarvoginn vegna pilts sem kastaði upp blóði eftir neyslu á landa. Pilt- urinn var fluttur á slysadeild. Lög- regla vill ítreka hættur landadrykkju þar sem oft er ýmsum efnum blandað í landa sem skaðleg geta verið heilsu manna og neytendur hafa ekki hug- mynd um að leynist í drykknum. Úr dagbók lögreglunnar 13.–16. júní Afskipti af fólki vegna ölvunar og líkamsárása Ódýrt fyrir alla! LYNGHÁLSI 4 - SKÚTUVOGI 2 LÁGT OG STÖÐUGT VÖRUVERÐ! Ný sending komin í verslanir okkar OPIÐ Í DAG 17. JÚNÍ KL:11-20 14900- REIÐHJÓL 2 LITIR: SILFUR & SVART, 26“ hjól - 2 demparar, fullkominn fjöðrunarbúnaður aftan og framan. Bretti aftan og framan. Shimano - gírar 21. V - bremsukerfi. Ódýrt fyrir alla!Ódýrt fyrir alla! GLEÐILEGAN ÞJÓÐHÁTÍÐARDAG Ganga og staðarskoðun í Viðey verður í dag. Ferðin hefst kl. 19.30 á siglingu yfir Sundið sem kostar 500 kr. fyrir fullorðna og lýkur ferðinni með kaffisölu í Viðeyjarstofu. Fjallað verður m.a. um Skúla Magn- ússon landfógeta og tíma Stephen- senættarinnar í Viðey. Jóhann Hjartarson teflir við börn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag, 17. júní kl. 11, á vegum Hróks- ins. Þátttaka í fjölteflinu við Jóhann Hjartarson er ókeypis, og aðeins til þess ætlast að mótherjar stórmeist- arans kunni full skil á manngang- inum. Skráning er á staðnum í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum og hefst klukkan 10.45. Fjöltefli Jó- hanns markar upphafið að skák- viðburðum sem Hrókurinn skipu- leggur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í sumar. Í júlí mun skákdrottningin Regina Pok- orna koma í heimsókn og frá og með laugardeginum 5. júlí verða þar skákæfingar á laugardögum. Í DAG Hamhleypur – konur í atvinnulíf- inu Námstefnan Hamhleypur – kon- ur í atvinnulífinu verður haldin kvennadaginn 19. júní kl. 9–18, í húsakynnum Endurmenntunar og í Háskólabíói. Það eru IMG Deloitte og Endurmenntun Háskóla Íslands sem standa að námstefnunni. Aðal- fyrirlesari í ár er Judith Strother frá Florida Institute of Technology í Bandaríkjunum. Síðdegis verða fjór- ar málstofur þar sem fjallað verður um athafnasvæði kvenna, frum- kvöðla, völd og það hvort vinnan sé lífið. Fundarstjóri er María Elling- sen. Eivör Pálsdóttir tekur lagið og Helga Braga kennir viðstöddum ým- islegt gagnlegt. Valgerður Sverris- dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, ávarpar gesti. Rannsóknarmálstofa í félagsráð- gjöf verður haldin fimmtudaginn 19. júní kl. 12.05–13, í Odda, stofu 201. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, félags- ráðgjafi, stjórnsýslufræðingur og doktorsnemi við London School of Economics and Political Science, kynnir rannsóknaraðferðir, hönnun rannsóknarinnar og meðferð og birt- ingu gagna sem hún notaði í ritgerð sinni. Rannsóknin byggist á tveimur tilviksathugunum er fjalla um ákvarðanatökuferli í ríkisstjórnum Bretlands og Íslands við ákvörðun um sameiningu háskólasjúkrahúsa í London og í Reykjavík á síðasta ára- tug. Á NÆSTUNNI Fjallað um matreiðslu á græn- meti í Grasagarðinum Marentza Poulsen og Sæmundur Kristjánsson veitingamenn verða í Café Flórunni í garðskála Grasagarðsins á morgun, miðvikudaginn 18. júní kl. 20. Fjallað verður um það hvernig fólk getur matreitt hinar ýmsu græn- metisjurtir og um leið varðveitt gæði þeirra; næringu, bragð, lit og form. Auður Jónsdóttir garðyrkjufræð- ingur segir frá tegundum grænmetis sem ræktaðar eru í nytjajurtagarði Grasagarðsins en á síðustu árum hafa verið þar um 30 mismunandi tegundir, afbrigði og yrki. Aðalfundur Ungmennafélagsins Aftureldingar verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 18. júní, kl. 20, í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Á MORGUN SKÓGRÆKTARRITIÐ, félags- og fræðslurit Skógræktarfélags Ís- lands, fyrra hefti ársins 2003, er komið út. Ritið er prýtt fjölda litmynda og á kápu er mynd af olíumálverki frá árinu 1997 eftir Sigtrygg Bjarna Bald- vinsson sem nefnist „Cara- veggflís“. Verkið er í eigu Listasafns Ís- lands. Fjölbreytt efni er í ritinu. Meðal annars er þeirri spurningu velt upp hvort hægt sé að verða ást- fangin(n) af trjám. Nefna má grein Jóns Freys Þórarinssonar, fyrr- verandi skólastjóra Laugarness- skóla, um skógrækt í Katlagili. Þar hafa kennarar og nemendur Laugarnesskóla unnið að skóg- rækt í hálfa öld með athyglis- verðum árangri. Jón Geir Péturs- son, Aðalsteinn Sigurgeirsson og Sæmundur Kr. Þorvaldsson skrifa grein um Alaskaferð skógræktar- manna haustið 2001. Þetta er inn- gangsgrein í greinaflokki um ferð- ina. Einar Gunnarsson og Skarp- héðinn Smári Þórhallsson skrifa um kortlagningu útivistarpara- dísarinnar Heiðmerkur. Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktar- stjóri, ritar grein í flokknum „Fyrr og nú“ og Steinar Harðar- son skrifar um skógrækt við Víf- ilsstaðavatn. Fjöldi annarra fróð- legra greina og fróðleiksmola er í ritinu. Skógræktarritið er selt í áskrift en einnig í lausasölu á skrifstofu SÍ á Ránargötu 18 og nokkrum völdum sölustöðum öðrum. Net- fang ritsins er skog@skog.is. Skógræktarritið komið út Fyrirtæki • stofnanir • heimili Hreinsum rimla-, viðar-, strimla- og plíseruð gluggatjöld Einnig sólarfilmur Eru rimlagardínurnar óhreinar? sími 897 3634 dgunnarsson@simnet.is ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.