Morgunblaðið - 17.06.2003, Side 60

Morgunblaðið - 17.06.2003, Side 60
ÞRÁTT fyrir að þrjár fremur stórar myndir hafi verið frumsýndar fyrir helgi tókst engri þeirra að finna fiskinn Nemo í fjöru. Leitin að Nemo, þessi tölvuteikn- aða Disney-mynd, framleidd af séníunum hjá Pixar, hinum sömu og töfruðu Leikfangasögurnar tvær, Pöddulíf og Skrímsli hf., hefur sleg- ið rækilega í gegn og endurheimtir nú toppsætið eftir að hafa lánað Of fljótum, of fífldjörfum það um helgina síðustu. Leitin að Nemo hef- ur gengið vonum framar, er við það að skríða yfir 200 milljóna dala markið og er líkleg til að enda í 275– 300 milljónum og þar með gera bet- ur en síðasta mynd Pixar, Skrímsli hf., en hún endaði í 255 milljónum. Nýjum myndum helgarinnar tókst ekki betur upp en að raða sér í 4.–6. sæti yfir tekjuhæstu myndir. Hæst þeirra fór nýja Rugrats- myndin en á eftir henni kemur Morð í Hollywood, rándýr stórmynd (kostaði yfir 75 milljónir dala) með Harrison Ford og Josh Harnett sem náði ekki að hala inn nema 11,7 milljónir dala fyrstu sýningarhelg- ina, nokkuð sem verður að teljast talsverður skellur. Myndin, sem er löggumynd um gamlan jálk og ný- liða sem rannsaka saman morð í Hollywood, hefur fengið misjafna dóma. Roger karlinn Ebert er sátt- ur, segir hana skemmtilega hefð- bundna félagamynd, á meðan marg- ir kollega hans hafa sett hana niður einmitt fyrir það sama, að vera allt of ófrumleg. Lítið betur gekk Heimskur heimskarari, nýja forsaga Jim Carrey-myndarinnar Heimskur heimskari, þar sem þeir heimskingj- ar Lloyd og Harry hittast í fyrsta sinn á menntaskólaárum sínum. Í stað Jim Carrey og Jeff Daniels eru komnir Eric Christian Olsen og Derek Richardson og virðist sem þeim hafi ekki tekist að fylgja í fót- spor forvera sinna nema ef vera skyldi á einn veg, þar sem myndin þykir á allan hátt bera nafn með rentu. Gagnrýnendur, sem sjaldnast eru nú gefnir fyrir heimskulegt grín, eru þó á einu máli um að myndin hefði átt að heita Verri verstustust. Um helgina komandi verður svo ein af stórmyndum sumarsins frum- sýnd, útgáfa Ang Lee (Crouching Tiger, Hidden Dragon) á örlagasög- unni um Hulk hinn ógurlega. Nýju bíómyndirnar hristu lítið upp í bandaríska bíólistanum                                                                                                !  "  #$    % &$&'" (             )* +)*+ +,* +*- ++*. ++*/ )*- -*- *+ +*0 +)*1 2,*/ +)1*2 +*- ++*. ++*/ --* -.*1 )* /.* Heimskasta mynd sumarsins? Eric Christian Olsen sem Lloyd og Derek Richardson sem Harry í Heimskur heimskarari. Nemo fann toppsæt- ið á ný 60 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ 14.06. 2003 2 6 2 6 5 0 3 8 3 1 7 13 18 26 33 34 11.06. 2003 4 10 24 30 32 41 1 33 Tvöfaldur 1. vinningur næst VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4741-5200-0002-4854 4548-9000-0059-0291 4539-8500-0008-6066 4507-4300-0029-4578 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000.  KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ 3 vik ur á to ppnu m á Ísla ndi Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12 ára. HL MBL SG DV "Triumph!" Roger Ebert yndislega falleg mynd...Full af lífi og ást, fegurð, fólki, sjó og jörð.... falleg, tilgerðarlaus og nánast lifir eigin lífi...Golino er fullkomlega sannfærandi.” H.L. - MBL FRUMSÝNING Meiri hraði. Meiri hasar. Flottari bílar. Svalari stelpur. Bein t á topp inn í USA Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B. i. 12 ára. Svalasta mynd sumarsins er komin. Sýnd kl. 6 og 9. B. i. 12 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. AKUREYRI Sýnd kl. 8. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. KVIKMYNDIR.COM ÓHT Rás 2 „Einn mesti grínsmellur ársins!“  KVIKMYNDIR.IS 3 vik ur á to ppnu m í US A! ÞESSI FRÁBÆRA GRÍNMYND ER FRÁ FRAMLEIÐANDAN-UM JERRY BRUCKHEIMER SEM HEFUR GERT SMELL- INA ARMAGEDDON, PEARL HARBOR, THE ROCK OG CONAIR. KANGAROO JACK KEMUR ÞÉR Í SVAKA STUÐ! Brooklyn, fjögurra ára gamall sonur Davids og Victoriu Beckham, hefur fengið nýjan píanókennara og hann ekki af verri endanum. Er það enginn annar en tón- listarmaðurinn Elton John sem er mikill vinur fjöl- skyldunnar. Sambýlismaður hans, David Furnish, var guðfaðir Brook- lyns. Fullyrt er að Brooklyn sé góð- um tónlistargáfum gæddur og honum gangi vel í píanónáminu. Elton er sagður hafa mjög gaman af kennsl- unni og David og Victoria séu yfir sig ánægð … David Bowie hefur ákveð- ið að halda í tónleikaferð um heiminn á þessu ári en tæplega áratugur er síðan hann hélt síðast í heimsreisu sem þessa. Söngvarinn geðþekki mun koma fram í 17 löndum á sjö mán- uðum og talið er að rúmlega milljón manns muni hlýða á. Tónleikaferð Bowies mun bera yfirskriftina The Reality tour og hefst hún í Evrópu í október. Þaðan mun hann halda til Norður-Ameríku, Ástralíu og síðan til Austurlanda. David Bowie er að sögn ánægður með tónleika sína síð- asta árið og finnst honum áhorfendur hafa verið móttækilegir fyrir list- sköpun sinni. „Hljómsveitin mín er í feikna formi um þessar mundir og það væri óviturlegt að halda ekki í tónleikaferð á þessu ári meðan við er- um enn glaðir yfir þeim viðbrögðum sem sýningar okkar hafa fengið,“ sagði David Bowie. Tilkynnt hefur verið um tónleikahald m.a. í Kaup- mannahöfn, Stokkhólmi, Helsinki og Ósló. Miðasala mun hefjast 20. júní nk … FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.