Morgunblaðið - 05.07.2003, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.07.2003, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SPRENGIEFNI STOLIÐ Um 250 kg af sprengiefni var stol- ið úr geymslum innflytjanda í ná- grenni Reykjavíkur í fyrrinótt. Lög- reglan í Reykjavík biður almenning að hafa augun hjá sér og láta strax vita ef einhverjar upplýsingar liggja fyrir. Fækkun sláturhúsa frestað Ríkisstjórnin hefur ekki tekið af- stöðu til tillagna um fjármagn til úreldingar sláturhúsa og segir Sig- urgeir Þorgeirsson, framkvæmda- stjóri Bændasamtakanna, að áform um fækkun þeirra í haust sé í hættu. Sagði hann Bændasamtökin vera orðin mjög óþolinmóð að vita afstöðu ríkisstjórnarinnar. Ávarp Saddams Husseins? Arabísk sjónvarpsstöð sendi í gær út hljóðritað ávarp manns, sem kvaðst vera Saddam Hussein og stjórna árásunum sem gerðar hafa verið á bandaríska hermenn í Írak síðustu vikur. Hann hvatti alla Íraka til að berjast gegn hernámsliðinu. Bandaríska leyniþjónustan er að rannsaka hvort upptakan er ófölsuð. Baðst ekki afsökunar Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, neitaði því í gær að hafa beðið Gerhard Schröder Þýska- landskanslara afsökunar á umdeild- um ummælum sínum á Evrópuþing- inu. Þýska stjórnin kvaðst hins vegar líta svo á að hann hefði beðist afsökunar. L a u g a r d a g u r 5. j ú l í ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Í dag Viðskipti 12 Minningar 32/37 Erlent 14/16 Kirkjustarf 38/39 Höfuðborgin 18 Myndasögur 40 Akureyri 20 Bréf 40 Suðurnes 21 Staksteinar 42 Árborg 22 Dagbók 42/43 Landið 22 Brids 43 Heilsa 24 Íþróttir 44/47 Listir 24/25 Leikhús 48 Umræðan 26/27 Fólk 48/53 Forystugrein 28 Bíó 50/53 Þjónustan 31 Ljósvakamiðlar 54 Viðhorf Veður 55 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið „Miðborgin“ frá Þróunarfélagi miðborgar. Blaðinu er dreift um allt land. UMHVERFISSTOFNUN hefur sent frá sér álit um áhrif fyrirhugaðra framkvæmda Landsvirkj- unar við Norðlingaölduveitu hjá Þjórsárverum. Niðurstaða stofnunarinnar er sú, að framkvæmd- irnar hafi ekki langtímaáhrif inn í friðlandið í Þjórsárverum og skapi því ekki hættu á að frið- landinu verði spillt. Forsendur Umhverfisstofnunar eru þær, að langvarandi uppsöfnun aurs muni ekki eiga sér stað á sléttlendinu fyrir neðan friðlandið, enda valdi mannvirki ekki hækkun á vatnsborði við frið- landsmörkin. Einnig er byggt á þeirri forsendu að ítarleg áætlun liggi fyrir um veitutilhögunina, rekstur og eftirlit, og sömuleiðis viðbrögð ef áhrif inn í friðlandið verða önnur og meiri en útreikn- ingar gera ráð fyrir. Varðandi setlón austan friðlandsins setur Um- hverfisstofnun þau skilyrði, að hleypt verði lág- marksrennsli um Þjórsárverakvíslar og rækilega fylgst með grunnvatnsstöðu á svæðinu, svo hægt sé að grípa til ráðstafana gegn áfoki. Óvissa vegna mögulegrar stækkunar Umhverfisstofnun tekur einnig fram, að hærri lónsstaða en 566 m y.s. hafi áhrif í Eyvafeni, sem er utan friðlandsins. Hafa beri í huga að Skeiða- og Gnúpverjahreppur hafi sett fram hugmyndir um stækkun friðlandsins sem myndu þýða að Eyvafen yrði innan þess. Segir Umhverfisstofnun þær hugmyndir koma fram í drögum að náttúru- verndaráætlun, en endanleg ákvörðun um stækk- un friðlands sé í höndum umhverfisráðherra. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent frá sér bréf til Umhverfisstofnunar vegna umsagnar- innar og telja að hún sé í hróplegu ósamræmi við tillögur sem komi fram í drögum að náttúruvernd- aráætlun. Segir þar ennfremur: „Því fara Nátt- úruverndarsamtök Íslands fram á að Umhverfis- stofnun geri nú þegar grein fyrir hver sé afstaða stofnunarinnar til stækkunar friðlandsins í Þjórs- árverum og kveði upp úr með hvaða áhrif áform Landsvirkjunar hafa á þá tillögu stofnunarinnar.“ Umsögn Umhverfisstofnunar um áform Landsvirkjunar við Norðlingaöldu Framkvæmdir hafi ekki langtímaáhrif á Þjórsárver SUMARIÐ er tími ferðalaga. Það er misjafnt hvernig fólk kýs að fara yfir þegar fast land er undir fótum. Sumir keyra, aðrir hjóla eða ganga og aðrir fara jafnvel með áætlunarbíl. Þessir hjólreiðagarpar virtust hæstánægðir með ferðamáta sinn enda fóru þeir hratt yfir og voru í ágætis hvíld frá erfiðum brekkum. Morgunblaðið/Árni Torfason Kátir hjólreiðagarpar á hraðferð KONAN sem lést í bílslysi við Bolöldu á Suðurlandsvegi sl. miðvikudag hét Katrín Emma Maríudóttir Hale. Hún var fædd 1982 og var til heimilis í Hólmgarði 40. Katrín lætur eft- ir sig unnusta. Lést í bílslysi UM 77% fyrirtækja hyggjast halda óbreyttum fjölda starfsfólks næstu þrjá til fjóra mánuði, samkvæmt niðurstöðum könnunar Samtaka atvinnulífsins í júní. Samkvæmt niðurstöðunum verð- ur fjölgun starfsfólks hjá 13% fyr- irtækja en fækkun hjá 10%. Í ráðningaráformakönnun SA í des- ember sl. gerðu talsmenn 21% fyr- irtækja ráð fyrir að fækka starfs- fólki en 8% ætluðu að fjölga því. Hjá fyrirtækjum í fiskvinnslu er gert ráð fyrir 2,8% fækkun, 2,4% fækkun í útgerð og 1,7% fækkun starfsfólks hjá fjármálafyrirtækj- um. Fyrirtæki í iðnaði og ferða- þjónustu hyggjast fjölga starfs- fólki um 0,9%, í verslun og þjónustu um 0,4% og rafverktakar ætla að fjölga starfsfólki um 0,3%. Fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hyggjast fjölga starfsfólki um 0,8% að meðaltali en fyrirtæki á lands- byggðinni hyggjast fækka því um 0,1%. Á fréttavef SA kemur fram að prósentutölur um þróun í ein- stökum greinum og á einstökum svæðum séu grófar viðmiðanir um þróunina framundan, en ljóst sé að mikil breyting hafi orðið síðan í desember og jafnvægi ríki nú á vinnumarkaði eftir stutt tímabil slaka í kjölfar þenslu 1997 til 2001. Spurningar voru sendar til 1.039 fyrirtækja innan SA og bárust svör frá 585 eða 56,3%. Segja jafn- vægi ríkja á vinnu- markaði GERA ber skýra grein fyrir kostnaði samfara samningi um lífeyrissparn- að. Þá skal geta um hámark þókn- unar vegna flutnings sparnaðar milli vörsluaðila sé áskilinn kostnaður vegna þess, samkvæmt umræðu- skjali sem Fjármálaeftirlitið lagði fram í gær. Í skjalinu segir að í samningi um lífeyrissparnað skuli gera skilmerki- lega grein fyrir kostnaði sem rétthafi beri af lífeyrissparnaði sínum og til- heyri ekki reglulegum kostnaði af umsýslu vegna lífeyrissparnaðarins. Fram kemur að hér sé til dæmis átt við það fyrirkomulag að iðgjald til líf- eyrissparnaðar myndi ekki innstæðu fyrr en greidd hafi verið iðgjöld sem nemi kostnaði við að koma á samn- ingi. Ber ekki skylda til að hafa eftirlit með innheimtu iðgjalda „Er hér vísað til þóknana sölu- manna, reglna um endurkaupsvirði og annan kostnað, beinan eða óbein- an, sem veldur því að iðgjald rétthafa skapar honum ekki innstæðu sem tæk sé til útborgunar,“ segir orðrétt. Þá kemur fram að þeim sem sér um vörslu séreignalífeyrissparnaðar beri ekki skylda til þess að hafa eft- irlit með innheimtu vangoldinna ið- gjalda hjá launagreiðanda. Segir Fjármálaeftirlitið að eigandi sparn- aðarins verði fyrst og fremst sjálfur að gæta þess að frádregin iðgjöld berist vörsluaðila. Þá er í umræðuskjalinu einnig lagt til að sá sem sér um vörslu lífeyris- sparnaðar skuli sjá til þess að sá sem selji eða veiti ráðgjöf um lífeyris- sparnað búi yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu til að veita ráðgjöf um efni samnings um lífeyrissparnað og þau lög og reglur sem gilda um samninginn og lífeyrissparnað al- mennt. Fram kemur að Fjármálaeftirlit- inu hafi borist ýmis erindi sem bendi til þess að starfshættir ofangreindra aðila hafi verið með mismunandi móti. Þá er sú skylda einnig lögð á herðar vörsluaðila að sjá til þess að neytandi fái skýra mynd af efni þess samnings sem verið sé að selja hon- um. Umræðuskjal Fjármálaeftirlitsins vegna lífeyrissparnaðar Gera ber skýra grein fyrir kostnaði MAÐUR á sjötugsaldri lést í Reykjanesbæ skömmu eftir há- degi í gær. Maðurinn, sem var einn í bíl sínum, hafði ekið hon- um harkalega á húsvegg við Að- algötu í Reykjanesbæ. Hann var úrskurðaður látinn skömmu eft- ir komu á sjúkrahús. Allt bendir til þess að maðurinn hafi fengið aðsvif undir stýri en rannsókn lögreglu á málinu stendur enn yfir. Ekki er hægt að birta nafn hins látna að svo stöddu. Karlmaður lést í Reykjanesbæ í gær

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.