Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ YFIRSTJÓRN sjúkratrygginga- sviðs Tryggingastofnunar ríkisins (TR) hefur kynnt heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Jóni Kristjáns- syni, tillögur að tilraunaverkefni innan TR til þriggja ára sem hefði það að markmiði að nýta sem best það fjármagn sem veitt er til sjúkratrygginga á Ísland. „Verk- efnið lýtur að sannreyndri læknis- fræði,“ segir í greinargerð tillagn- anna, „þ.e. að tryggja að meðferð sem greidd er af almannafé sé studd vísindalegum rökum, sé örugg, árangursrík og fjárhagslega viðráðanleg. Einnig lýtur það að því að koma á markvissu samstarfi bæði innanlands og utan við þá að- ila sem við á. Þá lýtur verkefnið að öflugu eftirliti með heilbrigðis- stéttum, lyfsölum og öðrum selj- endum þjónustu við TR.“ Í greinargerðinni er vikið að því að útgjöld sjúkratrygginga hafi vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Skv. fjárlögum verði þau 13,6 milljarðar á þessu ári. Þar af fara 5,6 milljarðar til lyfja, um 3 millj- arðar til læknishjálpar, um 1,3 milljarðar til hjálpartækja, um 1,2 milljarðar til þjálfunar og um 1,1 milljarður til tannlækninga. „Í hin- um vestræna heimi fer kostnaðar- auki á milli ára vaxandi innan heil- brigðisþjónustunnar og er talið að ný tækni ásamt nýjum og dýrum lyfjum vegi þar þyngst.“ Samvinna handahófskennd Í greinargerðinni er farið yfir ýmsar leiðir til að ná fyrrgreindu markmiði. Er m.a. greint frá því að víða í íslenska heilbrigðiskerfinu sé hafin vinna við afmörkuð verkefni varðandi bestu nýtingu fjármagns og hagkvæmustu meðferð. Á hinn bóginn er bent á að samvinna og samnýting þeirrar vinnu sé mjög takmörkuð og handahófskennd. „Til að þjóna betur markmiði al- mannatrygginga og til að nýta fjármuni sem best þarf að koma á markvissu samstarfi milli aðila. Öflugt samstarf ætti að koma í veg fyrir að sparnaðaraðgerðir hjá einni stofnun leiði til kostnaðar- auka hjá annarri stofnun eða ann- ars staðar í samfélaginu,“ segir m.a. Kostnaðarvitund aukin Þá segir að „TR og aðrir þeir sem komi að ákvarðanatöku, m.a. samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þurfi að hafa greiðan og öruggan aðgang að svonefndum sannreyndum læknis- fræðilegum upplýsingum um til- tekna meðferð á hverjum tíma til að byggja sínar ákvarðanir á.“ Segir jafnframt að með aðgangi að sannreyndum upplýsingum verði mun auðveldara að taka ákvarð- anir um hvar og hvort eða hver skuli greiða fyrir tiltekna þjónustu. Í greinargerð með tillögunum kemur m.a. fram að nauðsynlegt sé að efla fjárhagslega ábyrgð eða kostnaðarvitund þeirra heilbrigðis- stétta sem taka ákvarðanir er leiða til aukins kostnaðar í heilbrigðis- kerfinu. „Dæmi er um að heil- brigðisstarfsmenn virði ekki reglur og telji sig ekki þurfa að fylgja þeim. Margir heilbrigðisstarfs- menn taka ákvarðanir sem leiða til fjárútláta og þeirra oft verulega. Þannig vísa læknar sjúklingum í ýmsar rannsóknir, ávísa dýrum lyfjum o.s.frv. Það er ekki bara á Íslandi sem menn velta þessum spurningum fyrir sér. Sterk staða lækna og fullyrðingar þeirra um að verið sé að skerða lækningaleyfi ef setja á þeim einhverjar takmark- anir hefur orðið til þess að horfið hefur verið frá þeim. Það er skylda yfirvalda að fara vel með al- mannafé og því er óeðlilegt að ein- staklingar, þrátt fyrir sérfræði- menntun, geti án nokkurra takmarkana eða eftirlits tekið ákvarðanir sem kosta þjóðarbúið mikla fjármuni.“ Þá segir að opin og upplýst um- ræða þurfi að eiga sér stað hér á landi um þessi mál og jafnvel ákveðin hugarfarsbreyting meðal lækna, annarra heilbrigðisstarfs- manna og almennings. „Í mörgum löndum er farið að senda yfirlit til viðkomandi heilbrigðisstarfsmanns (læknis) um t.d. eigin lyfjaávísanir, rannsóknarbeiðnir eða annað sem orsakar fjárútlát í heilbrigðiskerf- inu í samanburði við sambærilegan hóp. Þessar upplýsingar vekja upp ákveðna kostnaðarvitund en upp- lýsingunum þarf að fylgja eftir með markvissri umræðu við ein- staklinga eða hópa.“ Leggur yfirstjórn sjúkratrygg- ingasviðs TR til að þrír sérhæfðir starfsmenn verði ráðnir til verk- efnisins, sem myndi hefjast form- lega hinn 1. janúar nk. Lagt er til að yfirstjórnin beri ábyrgð á verk- efninu en að starfsmennirnir þrír myndu sjá um daglega vinnu, skipulagningu og útfærslu verk- efnisins í samráði við yfirstjórn. Útgjöld Tryggingastofnunar ríkisins vegna sjúkratrygginga vaxa jafnt og þétt Fjárhagsleg ábyrgð heil- brigðisstétta verði efld LAX gengur víða þrátt fyrir vatns- leysi á vestanverðu landinu. Enn er fremur rótt á bökkum áa norðan- lands, en við því var alltaf að búast, þær ár koma ævinlega seinna inn heldur en ár á sunnanverðu land- inu. Ýmsir spá því að nyrðra verði sprenging í kringum straum sem nú styttist í og er stærstur nærri miðjum júlí. Langá á góðu róli „Við erum mjög sátt hérna við Langá, áin er vatnslítil, en það er samt lax að ganga og vegna þessara skilyrða er farinn að streyma fiskur inn á Fjallið, vel á annað hundrað laxar eru komnir á það svæði og eru að veiðast þar víða. Nýlega fór héðan holl með yfir 40 laxa og alls er áin komin í 131 lax,“ sagði Ingvi Örn Ingvason, leiðsögumaður við Langá á Mýrum, í gærdag. Stórir í Hofsá Eins og fram kom í veiðipistli í gær voru þá komnir 64 laxar á land úr Hofsá sem er afburðabyrjun í ánni og ein sú besta í manna minn- um. Selá er ekki langt undan, en ná- grannaárnar tvær skiptast gjarnan á að skáka hvor annarri. Laxinn er stór í Hofsá um þessar mundir, sá stærsti var 19,5 pund úr Grundar- hornshyl. Margir laxar hafa veiðst yfir 12 pund að sögn Eddu Helga- son leigutaka, þar af tveir yfir 14 pund og tveir 16 punda. Sagði Edda meðalvigt 64 laxa vera rétt tæp 10 pund. Leirvogsá mun betri… Leirvogsá var komin með 24 laxa á land í gærdag og er það miklu betri veiði en í fyrra, skv. upplýs- ingum frá Bergi Steingrímssyni hjá SVFR. Sagði hann aðeins sex laxa hafa veiðst í ánni á sama tíma í fyrra. Stórir silungar Veiði er að glæðast í Skógá, þar var síðasta holl t.d. með 40 bleikjur og voru það allt að 9 punda fiskar. Allnokkrar 5 til 9 punda bleikjur hafa veiðst þar í vor og það sem af er sumri. Þá er veiði góð í Hlíðarvatni skv. fréttum frá SVF, sem leigir nokkr- ar af dagsstöngum vatnsins. Hafa m.a. veiðst allt að 5 punda fiskar nýverið og veiðimaður nokkur sem stóð vaktina var með tólf fiska, þar af aðeins tvo undir 2 pundum. Leifur Magnússon með rúmlega 13 punda lax sem hann veiddi í Stekknum í Norðurá fyrir skömmu. Lax gengur víða þrátt fyrir vatnsleysi ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? STJÓRN Kvenréttindafélags Íslands segir í ályktun sem hún hefur sent frá sér að sífellt algengara sé að verða „að svokölluð hagræðing fyrirtækja bitni frekar á konum en körlum.“ Segir í ályktuninni að af þessum sök- um fari starfsöryggi kvenna þverr- andi. Það hljóti að vera áhyggjuefni öllum ábyrgum aðilum sem vilja búa við jöfnuð og réttlæti. „Það er sann- girniskrafa að bæði kynin eigi jafnan aðgang að atvinnu, ákvarðanatöku, völdum og verðmætum í þjóðfélag- inu.“ Tilefni ályktunarinnar er að sjö konum var sagt upp störfum hjá Norðurljósum hf. í síðasta mánuði. „Ástæður fyrir uppsögnunum eru sagðar vera skipulagsbreytingar,“ segir í ályktuninni „og því verði að auka starfsálag á þeim sem eftir verða. Þar sem konum var eingöngu sagt upp mætti draga þá ályktun að konur séu að mati stjórnenda Norð- urljósa hf., síður færar um að bæta við sig störfum og breyta starfsskipu- lagi.“ Í ályktuninni segir að eitt af megin- hlutverkum fjölmiðla sé að endur- spegla samfélagið. Lykillinn að því sé án efa að samsetning ritstjórnanna endurspegli samsetningu samfélags- ins. Þess vegna sé afar mikilvægt að gæta þess að jöfn kynjahlutföll hald- ist í ritstjórn allra fjölmiðla. „Kven- réttindafélag Íslands skorar á for- svarsmenn Norðurljósa hf. að taka skipulagsbreytingar félagsins til end- urskoðunar með jafnrétti og kynja- sjónarmið að leiðarljósi og ekki síst í þágu gæða og trúverðugleika frétta- stofu Stöðvar 2.“ Hulda Gunnarsdóttir, fyrrverandi fréttamaður Stöðvar 2, segist fagna ályktun Kvenréttindafélagsins, „enda ekki annað hægt í ljósi þess að viku fyrir uppsagnirnar héldu íslenskar konur upp á kvenréttindadaginn,“ segir hún. „Síðan var sjö konum sagt upp á Stöð 2. Þetta á ekki að eiga sér stað í nútímasamfélagi.“ Hulda kveðst vona að stjórnendur fyrir- tækja átti sig á að því verði ekki tekið þegjandi og hljóðalaust þegar konur einar verði fyrir barðinu á uppsögn- um. Þær muni aldrei sætta sig við það. „Ég vona að fleiri samtök kvenna og Jafnréttisstofa taki þetta mál einn- ig til athugunar.“ Kvenréttindafélag Íslands Mótmælir uppsögn sjö kvenna á Stöð 2 FORVARNARDEILD Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins stendur fyrir átaki um brunavarnir í miðborg Reykjavíkur. Átakið hófst í kjölfar brunans við Laugaveg 40 og 40a í október sl. og hefur verið unnið í samstarfi við Umhverfis- og heil- brigðisstofu Reykjavíkur og bygg- ingarfulltrúann í Reykjavík. Átakið hefur miðað að því að finna helstu ágalla á brunavörnum, gera eigendum og notendum grein fyrir ágöllunum og benda á leiðir til úr- bóta. Hverfið sem ákveðið var að taka fyrir afmarkast af Lækjargötu að vestan, Snorrabraut að austan, Hverfisgötu að norðan og Grettis- götu að sunnan. Um mánaðamótin maí-júní sl. var búið að skoða 86 hús og gera 177 skýrslur. Mismunur á fjölda skýrslna og húsa stafar af því að mis- munandi eignarhlutar voru skoðaðir. Í framhaldi af þessu voru gefin út 105 kröfubréf og 72 ábendingarbréf. Kröfubréfunum verður fylgt eftir en eigendur fá ákveðinn tíma til lagfær- inga eða þá að samið er um sérstaka verkáætlun. Við verkefnið var tekið sérstak- lega tillit til þess að um er að ræða gömul hús svo að oft á tíðum er úti- lokað að þau geti uppfyllt kröfur um brunavarnir sem gerðar eru til húsa í dag. Þá er frekar reynt að benda á einhvers konar mótvægisaðgerðir, t.d. að auka brunaviðvörunarkerfi til að stytta viðbragðstíma. Að því er virðist eru margir þættir athugaverðir sem ekki ætti að vera mikið mál að kippa í liðinn. T.d. að hafa handslökkvitæki til taks, hafa rýmingarleiðir vel færar og að geyma ekki sorp eða annað drasl uppi við hús. Þess konar smáatriði geta skipt sköpum þegar kemur að björgun mannslífa. Önnur flóknari atriði eru þegar sambrunahætta er mikil. T.d. þegar um er að ræða gömul timburhús eða þegar miklar líkur eru á að eldurinn leiti út í stigaganginn. Að sögn Baldurs Sturlu Baldurs- sonar, verkefnastjóra forvarnar- deildar, er ástand húsa á Laugaveg- inum og við miðbæjarsvæðið mjög misjafnt. „Elstu húsin eru náttúru- lega mesta vandamálið. Nýju húsin eru mun betri og í enduruppgerðum húsum er gert ráð fyrir brunavörn- um. Heildarástandið er kannski ekki eins slæmt og margir halda en það eru ákveðnar þyrpingar sem þarf að skoða betur,“ segir Baldur. Hann segir jafnframt að flestir húsráðendur hafi verið samstarfs- fúsir en að í vissum tilvikum verði send út hótunarbréf ef ekkert verður aðhafst. „Það er mikilvægt að fólk hugi að þessum málum. Hafi nóg af reykskynjurum, helst í hverju her- bergi, og að minnsta kosti tvær rým- ingarleiðir.“ Áætlað er að ljúka verkefninu á þessu ári en að sögn Baldurs hefur það gengið vel hingað til og er nú þegar farið að skila árangri. Forvarnardeild Slökkviliðsins er með átak í brunavarnarmálum í miðbænum Smáatriði geta skipt sköpum Myndirnar sýna ummerki eftir eldsvoðann á Laugavegi í október 2002 sem varð kveikjan að brunavarnarátakinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.