Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI
20 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinna
Vantar fólk í flokkun og pikklun.
Tímabundin vinna.
Upplýsingar í Gróðrarstöðinni
Kjarna, sími 462 4047
Guðrún Helga
ÞORSTEINN Pétursson, lögreglumaður á Akur-
eyri sem nam skipasmíði fyrir margt löngu, er
mikill áhugamaður um að komið verði á fót
skipaminjasafni á Akureyri. Hann segir það mik-
il mistök að Snæfellinu gamla skuli hafa verið
sökkt og allir nýsköpunartogarar Útgerðar-
félags Akureyringa seldir í brotajárn á sínum
tíma og hvetur nú til þess að sambærileg mistök
verði ekki gerð aftur.
„Menn gera sér sjaldnast grein fyrir því að
hlutir sem þeir nota muni seinna meir hafa sögu-
legt gildi. Þetta má auðvitað ekki alhæfa því þeir
eru til sem hafa í söfnunarskyni varðveitt hluti
og þannig bjargað sögulegum minjum. Oftast
eru það smáhlutir því þeir stærri eru plássfrek-
ari og erfiðari í geymslu en við höfum þó nýlegt
dæmi um slíkt; bifreiðasafnið á Ystafelli í Kinn
sem á örugglega eftir að vaxa og dafna,“ segir
Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið.
„Akureyri státar af góðu minjasafni þar sem
faglega hefur verið unnið í áranna rás að varð-
veislu minja og muna sem á skemmtilegan hátt
skrá sögu bæjarins. Þá eru Davíðs- og Nonnahús
skemmtilegt framtak sem varðveitir sögu okkar
frábæru skálda. Friðbjarnarhús og Laxdalshús
eru einnig skemmtilegt innlegg í varðveislu
gamalla húsa,“ segir Þorsteinn, nefnir einnig
Listasafnið sem vaxið hafi hraðar en nokkur
þorði að vona og að miklar væntingar séu til Iðn-
aðarsafnsins og Flugminjasafnsins, „sem fyrir
þrautseigju nokkurra einstaklinga hafa orðið til
og það ber að lofa“.
Þorsteini þykir því við hæfi að þessi útgerðar-
og skipasmíðabær geti einnig státað af skipa-
minjasafni. „Frá komu nýsköpunartogarans
Kaldbaks, sem smíðaður var í Bretlandi og kom
til Akureyrar 1947, hefur Útgerðarfélag Akur-
eyringa verið með blómlega togaraútgerð, veitt
íbúum bæjarins ómældar tekjur og gerir von-
andi um ókomin ár. Nýsköpunartogarinn Kald-
bakur var alla tíð mikið gæfuskip sem bar afla að
landi eins og aðrir nýsköpunartogarar eftir-
stríðsáranna. Hann var tekinn af skrá 18. apríl
1974 og seldur í brotajárn og síðastur
nýsköpunartogaranna sem seldir voru í brota-
járn var Harðbakur, sem smíðaður var árið 1950
en tekinn af skrá 18. september 1979. Ef til vill
hafa einhverjir haft hugmyndir um varðveislu
eins af þessum togurum en það varð ekki og
tækifærið er glatað. Það hefði verið glæsilegt
minnismerki ef Kaldbakur stæði á lóð Útgerðar-
félagsins; mundi þykja stórmerkilegt skip og
skoðaður árlega af fjölda manns. En það var
ekki rekstrarlega hagkvæmt og því fór sem fór.“
Annað skip sem Þorsteinn sér mikið eftir er
Snæfellið sem smíðað var í Skipasmíðastöð KEA
1943 og rekið af Útgerðarfélagi KEA um árabil.
„Snæfellið var happaskip sem ár eftir ár færði
mikinn afla að landi og menn sem þar fengu
skipspláss höfðu öruggar tekjur. Snæfellið var
af öllum talin frábær smíð og bera vitni um gott
handbragð fagmanna sem þar komu að. Sagt var
að skipið væri stolt Akureyringa og svo mikið er
víst að margar fjölskyldur í þessum bæ höfðu
mynd af skipinu uppi á vegg.“
Enn eru tækifæri
Snæfellið var tekið af skrá 22. október 1974,
þá talið ónýtt. „Skipinu var síðan sökkt þar sem
menn töldu ekki mögulegt að varðveita það.
Trúlega eru þetta ein mestu mistök sem gerð
hafa verið í sögu útgerðar og skipasmíða í þess-
um bæ, en eins og oft sér samtíðarmaðurinn ekki
tækifærið til varðveislu. Nú þegar KEA-merkið,
sem áður skreytti þennan bæ svo víða og var á
strompi Snæfellsins, sést varla hefði það verið
minnismerki fyrir kaupfélagið að Snæfellið
stæði uppi á landi með KEA-merkið glansandi á
strompnum. Við KEA-menn bárum ekki gæfu til
þess að varðveita skipið og er skömmin okkar.“
„En öll tækifæri eru þó ekki enn glötuð til að
halda uppi minningu þeirra frábæru skipasmiða
og fagmanna sem smíðuðu Akureyrarskipin og
bátana. Reyndar eru sum skipin enn í notkun,
bæði til veiða og hvalaskoðunar. Stærst þeirra er
Húni II sem smíðaður var hjá Skipasmíðastöð
KEA og afhentur 1963; hann var tekinn af skrá
1993 en var bjargað frá því að vera brenndur því
að Þorvaldur Skaftason og Erna Sigurbjörns-
dóttir keyptu skipið og hafa gert það myndar-
lega upp og gera það út frá Hafnarfirði í dag.
Skipt hefur verið um vél í skipinu en að öðru
leyti er það næsta óbreytt. Þorvaldur og Erna
hafa þarna unnið þarft verk og nú hafa þau kom-
ið fyrir hlutum í skipinu þannig að það er vísir að
góðu sjóminjasafni. Skipið er í góðu ástandi og
getur eflaust notast í mörg ár enn, en það verður
40 ára í ár. Auðvitað ætti Húni II að koma aftur
til Akureyrar, og núverandi eigendur hafa lýst
áhuga á því.
Gott skipaminjasafn á Akureyri myndi í fram-
tíðinni draga enn fleiri ferðamenn til bæjarins,
ásamt þeim söfnum sem hér eru þegar. Þar að
auki, sem er enn meira virði, myndi sagan verða
skráð í áþreifanlegum munum fyrir afkomendur
okkar.“
Glötum ekki fleiri tækifærum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Þorsteinn Pétursson stendur við Hafbjörgu, sem Nói bátasmiður smíðaði fyrir Bergstein Garðars-
son á Akureyri árið 1963. Iðnaðarsafnið hefur nú fengið bátinn til varðveislu.
Þorsteinn Pétursson hvetur til þess að skipaminjasafni verði komið á fót
VÉLAVER hf. mun taka við umboði
og þjónustu fyrir Case- og Steyr-
dráttarvélar í ágúst næstkomandi.
Vélaver mun vegna þessa breyta
núverandi þjónustumiðstöð sinni á
Akureyri í sjálfstætt dótturfyrirtæki
sem mun annast á landsvísu sölu á
þessum dráttarvélum sem og að
sinna varahluta- og viðgerðarþjón-
ustu. Þjónustumiðstöðin var stofnuð
árið 1998, en starfsemi hennar verð-
ur að mestu óbreytt með stofun nýs
dótturfyrirtækis. Starfsmenn verða
7–8 talsins á Akureyri, en bókhalds-
þjónusta og yfirstjórn verða áfram í
Reykjavík. Aukin umsvif munu
skapast á Akureyri í kjölfar þessa en
um 1.500 Case- og Steyr-dráttarvél-
ar eru í notkun hér á landi, þar af eru
um 1.200 þeirra yngri en 20 ára.
Vélaver
tekur við
nýju um-
boði
ANNRÍKI hefur verið hjá Slökkvilið-
inu á Akureyri en á þremur tímum á
fimmtudag, frá kl. 11 til 14 bárust 5
beiðnir um sjúkraflug. Flugfélag Ís-
lands sinnir sjúkraflugi á norð-aust-
ursvæðinu og leigði það í skyndi vélar
frá Mýflugi og Íslandsflugi. Fluttir
voru 7 sjúklingar í þremur flugvélum,
frá Egilsstöðum, Djúpavogi og Höfn,
til Akureyrar og Reykjavíkur.
5 sjúkra-
flug á ein-
um degi
Sunnudaginn 6. júlí verður messað
í kirkjutóftunum við Gása í Hörgár-
byggð í Eyjafirði, en á svæðinu
stendur fornleifauppgröftur yfir.
Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir
mun messa, hluti af kirkjukór
Möðruvallakirkju syngja og org-
anistinn spila á harmoniku. Einnig
verður boðið upp á lifandi vinnu-
smiðju, en þar munu handverkskon-
urnar Guðrún Ásg. Steingríms-
dóttir, Lene Zachariassen, Barbara
Kepursti og Beate Stormo vinna að
margvíslegu handverki. Eftir messu
gefst gestum kostur á að gæða sér á
lummum og kakói á vegum Gása-
félagsins.
Á MORGUN
Söguganga um Innbæinn á vegum
Minjasafnsins á Akureyri verður á
morgun, sunnudaginn 6. júlí. Þetta
er elsti hluti bæjarins en farið verð-
ur um Innbæinn og Fjöruna. Fjallað
verður um hús og mannlíf í kaup-
staðnum á fyrri tíð, ljósi varpað á
staðhætti fyrr og nú, og húsunum
sem gefa bæjarhlutunum sinn róm-
antíska blæ gerð skil, segir í frétt frá
safninu. Lagt er af stað frá elsta húsi
bæjarins, Laxdalshúsi, Hafnar-
stræti 11, kl. 14. Þátttökugjald er
300 kr. en leiðsögumaður er Hanna
Rósa Sveinsdóttir.
Í dag.
Leiðsögn verður um sýningu Minja-
safnsins í dag, laugardaginn 5. júlí,
en hún ber heitið Akureyri – bærinn
við pollinn.
Sú sýning er yfirlitssýning um sögu
Akureyrarbæjar, frá fyrstu
heimildum til dagsins í dag. Þar er í
máli og myndum varpað ljósi á sög-
una, og einnig gefst tækifæri til að
kynnast handelsassistant Bernhard
August Steincke, sem var áhrifa-
maður og menningarfrömuður á
Akureyri á 19 öld. Um dagskrána sjá
Guðjón Tryggvason og Þráinn
Karlsson
Í DAG
LANDSBANKI Íslands veitti í gær
náms- og rannsóknarstyrki til braut-
skráðra nemenda frá rekstrar- og
viðskiptadeild og sjávarútvegsdeild,
sem nú heitir auðlindadeild, Háskól-
ans á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn
sem þessir styrkir eru veittir en hvor
er að upphæð 500.000 kr.
Það var í tilefni 100 ára afmælis
útibús Landsbankans á Akureyri
sem stofnað var til styrkjanna, ein
milljón króna á ári í fimm ár eða alls
fimm milljónir króna. Sigurður Sig-
urgeirsson, svæðisstjóri Landsbank-
ans á Akureyri, afhenti styrkina.
Báðir styrkþegar voru staddir er-
lendis í tengslum við nám sitt og því
voru það aðstandendur þeirra sem
tóku við styrkjunum fyrir þeirra
hönd.
Alls bárust sex styrkhæfar um-
sóknir og þeir sem hlutu styrkinn að
þessu sinni voru Brynjar Þór Guð-
mundsson sem brautskráðist frá
rekstrardeild vorið 1998 og Halldór
Ragnar Gíslason sem brautskráður
var frá sjávarútvegsdeild vorið 2001.
Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há-
skólans, sagði við athöfnina að hann
vildi þakka Landsbankanum fyrir þá
framsýni og metnað sem hann sýndi
með þessu framtaki. „Það var erfitt
að gera upp á milli umsóknanna, því
þær voru allar mjög góðar. Það er
gaman að sjá hve hæfni nemendanna
er mikil og sjá hve vel þeim hefur
gengið í atvinnulífinu eftir að þeir
brautskráðust frá okkur,“ sagði Þor-
steinn.
Þá sagði Þorsteinn frá því við hvað
styrkþegar hefðu starfað eftir að
námi lauk og einnig í hvað styrkurinn
yrði notaður. „Brynjar Þór mun hefja
nám í hagfræði og fjármálum til
M.Sc.-gráðu við Viðskiptaháskólann í
Kaupmannahöfn næsta haust. Námið
tekur tvö ár og brautskráðir nemend-
ur eru vel undirbúnir undir störf í við-
skiptum almennt, en sérstaklega í
bankastofnunum og alþjóðlegum
stofnunum. Eftir að Brynjar lauk
námi frá rekstrardeild Háskólans
hefur hann starfað hjá Íslenskum
verðbréfum hf. á Akureyri sem einn
af lykilstjórnendum fyrirtækisins.
Þar hefur hann sýnt frumkvæði í
starfi og góða færni í mannlegum
samskiptum. Jafnhliða starfinu hefur
Brynjar leitast við að viðhalda þekk-
ingu sinni með símenntun. Þá lauk
hann löggildingarnámi í verðbréfa-
miðlun árið 2001 með góðum árangri.
Halldór Ragnar hóf nám í fiskeldi
til M.Sc.-gráðu við Háskólann í Stirl-
ing í Skotlandi haustið 2002 og lýkur
því seinnipartinn í sumar, en háskól-
inn er mjög virtur á sviði fiskeldis.
Námið er yfirgripsmikið og tekur á
flestum tegundum sem vænlegar eru
til fiskeldis. Áður en hann fór til Skot-
lands starfaði hann eitt ár hjá Fiski-
félagi Íslands, aðallega við tölfræði-
lega úrvinnslu er varðar
sjávarútveginn, en tók einnig saman
skýrslu um fiskveiðistjórnunarkerfi
Færeyinga sem mikið hefur verið í
umræðunni á Íslandi.
Halldór sýndi mikinn metnað þau
fjögur ár sem hann var við nám í sjáv-
arútvegsdeild Háskólans á Akureyri.
Hann gerði m.a. viðskiptaáætlun fyr-
ir alþjóðlegan hlutabréfamarkað fyr-
ir sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtæki.
Viðskiptaáætlunina sendi hann í
keppnina Nýsköpun 2000 og hlaut 3.
verðlaun fyrir. Lokaverkefni Hall-
dórs fjallaði um hvort Ísland væri
ákjósanleg staðsetning fyrir alþjóð-
legan hlutabréfamarkað fyrir sjávar-
útvegs- og fiskeldisfyrirtæki.
Á þessu yfirliti sést að bæði Brynj-
ar Þór og Halldór Ragnar eru af-
burðagóðir nemendur og vel að
styrknum komnir. Þeir bera námi við
Háskólann á Akureyri gott vitni og
það er Landsbankanum heiður að
styrkja þá í áframhaldandi þekking-
arleit,“ sagði Þorsteinn.
LÍ veitti
námsstyrki
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Í gær voru náms- og rannsóknarstyrkir Landsbanka Íslands til braut-
skráða nemenda frá Háskólanum á Akureyri afhentir í fyrsta skipti.
♦ ♦ ♦