Morgunblaðið - 05.07.2003, Síða 27

Morgunblaðið - 05.07.2003, Síða 27
Nærbuxur hennar sem voru glæ- nýjar og úr sterku næloni fundust rifnar í vasa Ásgeirs Inga þegar hann var handtekinn. Dóttir mín var nærbuxnalaus og hafði 4x1 sm áverka á skapabörmum. Hver skyldi ástæðan vera fyrir því að Ás- geir Ingi var ekki ákærður fyrir nauðgun? Ákæruvaldið virðist ekki bara geta tekið geðþóttaákvarðanir hvaða glæpi er ákært fyrir heldur einnig geta virt lög að vettugi. Sam- kvæmt 71. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála ber að rannsaka atriði er varða brotamann sjálfan. Það virðist lítið hafa verið gert. Í byrjun febrúar 2001 var Ás- geir Ingi dæmdur af Héraðsdómi Reykjaness í fjórtán ára fangelsi. Rúmum mánuði síðar fékk ég bréf frá ungri stúlku sem sumarið 1998 hafði orðið fyrir líkamsárás og líflátstilraun og -hótun af hendi ofangreinds. Réttargæslumaður minn fékk öll gögn er vörðuðu það mál og afrit af bréfinu og sendi til Ríkissaksóknara ásamt kröfu þess efnis að það yrði lagt fyrir í Hæsta- rétti og benti á ofangreind lög og að unga stúlkan væri tilbúin til að gefa skýrslu fyrir dómi. Öllu þessu var vísað frá. Hverju skyldi það sæta? 21. júní árið 2001 var Ásgeir Ingi Ásgeirsson dæmdur í sextán ára fangelsi af Hæstarétti fyrir mann- dráp. Ákæruvaldið leiddi rök að því að dóttir mín og banamaður hennar hefðu verið inni í blokkinni að Engi- hjalla 9 í hámark tíu mínútur, sem er rétt. Í september sama ár fór ég ásamt nokkrum aðstandendum fórnarlamba morðingja ársins 2000 á fund í dómsmálaráðuneytinu. Háttsettur starfsmaður þar spurði mig, er ég ámálgaði kröfu mína um að banamaður dóttur minnar Ás- laugar Perlu yrði ákærður fyrir að nauðga henni, hvort mér fyndist ekki nóg að hann væri dæmdur morðingi! Er það einhver annar en banamaður dóttur minnar sem á hagsmuna að gæta varðandi það? Höfundur er teiknari, FÍT, og móðir stúlkunnar sem dó. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 27 KRAKKAPLÁSTUR Sandey Sundaborg 9, 104 Reykjavík, sími 533 3931, fax 588 9833 sandey@simnet.is Í MORGUNBLAÐINU birtist sl. helgi viðtal við forseta Sambands- lýðveldisins Þýzkaland, herra Jó- hannes Rau. Í þessu viðtali er m.a. spurt um hvernig Þjóð- verjar myndu taka á móti Íslendingum, ef þeir gerðust aðilar að Evrópusamband- inu. Forsetinn svar- aði að vonum kurteislega og sagði, að vissulega myndu Þjóðverjar taka vel á móti Íslendingum, enda væri Þjóðverjum alls ekki illa við Íslend- inga. Satt að segja átti ég ekki von á því, að forsetinn gæti svarað þessari spurningu öðruvísi. Átti fyrirspyrj- andi e.t.v. von á því, að forsetinn setti í brýrnar og segði: Við munum að sjálfsögðu taka illa á móti Íslend- ingum!? Spurningin var meining- arlaus og svarað eins og um var spurt. Það hefði hins vegar verið merki- legt að fá að heyra svar forsetans við spurningu um það, hvort hann teldi, að Íslendingar ættu að hafa svipuð áhrif í Evrópubandalaginu, gengju þeir í það, og í Atlantshafs- bandalaginu, en í því síðarnefnda hefur hvert ríki eitt atkvæði. Það hefði líka verið merkilegt að heyra svar forsetans við því, hvort Þjóð- verjar myndu sætta sig við, að Ís- lendingar beittu sér á alþjóðavett- vangi gegn því að Þjóðverjar skytu hirti og dádýr í skógum sínum, en það er sambærilegt við herferð Þjóðverja gegn því, að Íslendingar veiði hvali á íslenzkum hafsvæðum. Hjartarkjöt og dádýrakjöt er al- menn neyzluvara í Þýzkalandi og fæst á veitingahúsum. Hvalkjöt var almenn neyzluvara á Íslandi og fékkst á veitingahúsum. Færri hirtir og dádýr flakka um skógana í Þýzkalandi en hvalir synda í íslenzk- um sjó. Bambi átti heima í Þýzka- landi, en Keikó var veiddur á Ís- landsmiðum. Þá hefði einnig verið gaman að heyra sjónarmið forsetans um fram- tíð Evrópusambandsins. Nú er unn- ið að því að setja sambandinu eins konar stjórnarskrá, og eftirtektar- vert, að fyrrv. forseti Frakklands, Valéry Giscard d’ Estaing, var feng- inn til að stjórna verkinu, en Frakk- landsforseti er eins konar lýðkjörinn Napóelon Bónaparte. Margt bendir til þess, að Frakkinn sæki sjónarmið sín og röksemdir í stjórnskipun franska keisaradæmisins. Evrópusambandið er í raun beinn arftaki þriggja keisaravelda í Evr- ópu, þ.e. hins franska og þýzka og svo gamla Habsborgaraveldisins, en óumdeilt er, að sambandið á hug- myndafræðilegar rætur sínar í Rómarveldi. Sambandið hófst með Stál- og kolabandalaginu upp úr 1950, og rétt er að hafa til hlið- sjónar, að sameining Þýzkalands hófst með þýska tollabandalaginu 1834. (Frá þeim dögum er hinn gamli róttæki söngur: Deutschland, Deutschland über alles eftir Hen- rich Hoffman von Hallersleben, sem orti kvæðið 1841. Kvæðið, sem var uppáhaldslag vinstri manna í Þýzka- landi á 19du öld, var ekki gert að þjóðsöng fyrr en 1922 af sósíal- demókratanum Ebert, sem þá var forseti Þýzkalands. Þetta kvæði var aldrei haft í hávegum af Bismarck eða Þýzkalandskeisurum.) Forustumenn smáríkja í Evrópu kvarta nú undan því, að skv. stjórn- lagatillögunum verði áhrif þeirra hverfandi, en sambandinu verði stjórnað af hinum stóru. Hinir svara því til, að ekki sé hægt að ætlast til þess, að turtildúfur stjórni flugi turnfálka. Íslendingar lifðu það af að vera í lauslegum tengslum við keisara- dæmi miðalda. Að því leyti, sem Danakonungur var hertogi í Slésvík og Holstein og þar með einn þeirra þjóðhöfðingja, sem mynduðu keis- aradæmi Habsborgara, (Hið heilaga rómverska keisaradæmi þýzkrar þjóðar), og vorum við hluti þess, en megintengslin voru þó fyrst og fremst við Dani og svo við Hansa- borgirnar. Hins vegar áttum við illt við Englendinga. En rétt eins og við þurftum ekki að vera hluti af hinu gamla keisaradæmi Evrópu til þess að njóta verzlunar við það, er okkur ónauðsynlegt að gerast hluti hins nýja til þess að ástunda þau við- skipti, sem átt sér hafa stað um ald- ir. Björn Bjarnason hefur réttilega bent á, að þær viðræður, sem nú fara fram milli Íslendinga og Banda- ríkjamanna um varnir Íslands, eiga að snúast um pólitísk atriði en ekki tæknileg atriði. Með sama hætti á að líta á samninga Íslendinga og Evr- ópusambandsins. Það er barnalegt að ætlast til þess, að Íslendingar, sem eru Atlantshafsþjóð, eigi að taka þátt í starfi Evrópusambands- ins með þeim réttindum og skyldum, sem felast í Evrópusáttmálanum. Við eigum hvergi landamæri að Evrópu, en Evrópusambandið er fyrst og fremst bandalag um að tryggja frið og verzlun þeirra ríkja í Evrópu, sem eiga sameiginleg landamæri, eða eru í skotfæri hvert við annað. Þar með er ekki sagt, að við get- um ekki samið við Evrópusam- bandið um gagnkvæm viðskipti og félag í ýmsum málum. Við verðum hins vegar að muna, að frá því að Evrópuþjóðir fóru að sækja til fiskj- ar á Íslandsmiðum, hafa Íslendingar barizt hart fyrir eignarráðum sínum á hafsvæðunum við Ísland. Nú höf- um við umráð þessara hafsvæða. Þjóðir Evrópusambandsins vilja ná umráðum á þessum hafsvæðum. Það hefði verið gaman, ef blaða- maður Morgunblaðsins hefði spurt forseta Þýzkalands (í stað þess að spyrja, hvort Þjóðverjar væru á móti því, að að við gengjum í Evr- ópusambandið), hvort Þjóðverjar gerðu einhverjar athugasemdir við samninginn um efnahagsvæði Evr- ópu, eða hvort þeir styddu tilraunir embættismannanna í Brüssel til að eyðileggja þann samning og þannig reyna að þvinga Íslendinga til að sækja um aðild að Evrópusamband- inu. Hvort Þjóðverjar væru ekki sem fyrr tilbúnir til að styðja Íslendinga til að fá að vera í friði í landi sínu og leyfa okkur að njóta beztu kjara við- skipta við Evrópusambandið. Og hvort Þjóðverjar vildu ekki hjálpa okkur til að fá Efnahags- bandalagið til að hætta að beita við- skiptavaldi sínu til að opna íslenzk fiskimið fyrir útlendingum, þvinga okkur til að leyfa innflutning á eldis- fiski eftir þeirra reglum en ekki okkar, og banna okkur að veiða hvali. Hví skyldi Þjóðverjum vera illa við Íslendinga? Eftir Harald Blöndal Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Athugasemd til ritstjórnar Morgunblaðsins Níðingsverk Skýlausar umgengisreglur eru tilvistargrundvöllur allra sam- félaga. Að öðrum kosti hrynja þau. Því flóknari sem samfélögin eru og því meir sem þau byggjast á skyn- semi fremur en eðl- ishvöt, verða um- gengisreglurnar í stöðugt ríkari mæli að þekkingu sem miðlað er frá einni kynslóð til ann- arrar. Við mennirnir, sem höfum bragðað á skilningstré góðs og ills, nefnum slíkar reglur lög og/eða siðfræði. Slíkar reglur halda öllum mannlegum samfélögum saman. Ef þær eru brotnar er tilvist sam- félagsins í hættu. Því fordæmum við lögbrot og siðleysi og oftast ákveðum við tiltekna refsingu gegn brotum á skikkanlegum sam- félagsháttum. Það er gamall siður allt frá heiðni að nefna alvarleg brot níð- ingsverk. Níðingar voru gerðir út- lægir úr mannlegu samfélagi og nutu ekki verndar þess né friðar. Með hegðun sinni höfðu níðingar sagt sig úr samfélagi manna. Síðar meir með eflingu ríkisvalds og kirkju var farið að skilja milli sið- ferðisbrota og annarra glæpa. Kirkjan hafði dómsvald í siðferðis- brotum en ríkisvaldið í öðrum brotum. Með siðaskiptunum 1550 fékk ríkið dómsvald í öllum mál- um. Samtímis var tekið harðar á ýmsum siðferðisbrotum en áður var gert og sumt var skilgreint sem siðferðisglæpur sem ekki telst vera slíkt í dag. Það er því ákveðið afstæði í tím- anum um hvað séu siðferðisleg níðingsverk. En með upplýsing- unni á 18. öld varð meginstefnan sú að einstaklingar réðu sjálfir hegðun sinni svo framarlega sem hún bitnaði ekki á öðru fólki, fól ekki í sér misnotkun á öðrum. Sið- ferðislegar misgerðir gegn öðrum hafa áfram talist vera níðingsverk; það sjónarmið ríkir í siðmennt- uðum samfélögum í dag og er það vel. Þessi viðhorf eru ekki afstæð á nokkurn hátt, þau eru skýlaus og tímalaus. Sá sem misþyrmir öðru fólki er níðingur. Svo einfalt er það. Að hegða sér rétt og brjóta ekki lög og siðferði á sér þannig ekki uppruna í neinum trúarbrögðum. Níðingar eru ógn við tilvist mann- legs samfélags og í þeirri stað- reynd felst skýlaus fordæming á hátterni þeirra. Hins vegar hafa öll trúarbrögð tekið þessar siða- reglur inn í boðskap sinn til að veita þeim aukið vægi og er það vel. Það væri hins vegar að snúa staðreyndum á haus að telja að siðareglur eigi upphaf sitt í trúar- brögðum þótt vissulega geti þau aðstoðað suma einstaklinga við að hlýða þeim. En því miður eru einnig til dæmi um misnotkun á trúarbrögðum sem hafa auðveldað brot á siðareglum. Einhver alvarlegustu dæmin um siðferðisníð er kynferðisleg mis- notkun. Þeir sem hafa sterkari stöðu vegna líkamsburða eða sam- félagsstöðu til að misnota aðra sér til kynferðislegrar ánægju eru níð- ingar. Verstir allra slíkra níðinga eru þeir sem misþyrma börnum ýmist í krafti líkamslegs valds eða með því að misbjóða trausti þeirra. Trú og siðferði Því miður er það svo í mannlegu samfélagi að flest það góða, sem maðurinn hefur skapað, má einnig misnota. Vísindin hafa ekki aðeins fært manninum mikla gæfu heldur einnig böl eins og alls kyns vopn. Þeim fylgja einnig ýmis siðferð- isleg álitamál. En til þess eru vandamálin að leysa þau. Álita- málin þarf að ræða meir en gert hefur verið. Þessi efni þurfa vís- indamenn og „leikmenn, jafnt trú- menn og trúlausir, að taka til um- ræðu miklu meir en gert hefur verið. Þetta er meðal brýnustu sið- ferðismála sem fyrirfinnast núna. Trúmenn, jafnt kristnir sem aðr- ir, þurfa einnig að skerpa sýnina á trú sína og spyrja sig sífellt; er ég á réttri leið? Hið sama þurfa einn- ig trúleysingjar að gera. Sjálfs- upphafning í nafni fyrri viðhorfa er öllum hættuleg, andleg leti og afstöðuleysi einnig. Einhver fegursti þáttur krist- innar kenningar er náðin. Vissan um fyrirgefningu við iðrun hlýtur að hafa hjálpað mörgum manni. Rétt og hófleg notkun náðarkenn- ingarinnar á að vera til góðs. En samtímis er ljóst að misnotkun á þessari kenningu hefur verið eitt- hvað mesta böl kristninnar í tím- ans rás. Lúterstrú rekur upphaf sitt til gagnrýni Marteins munks árið 1517 á því sem hann taldi vera ofnotkun og misnotkun kirkj- unnar á náðarmeðulum sínum. Hér er meðalvegurinn erfiður sem víð- ar. Eigi að síður hefur það oft valdið furðu mína hve erfitt marg- ir lúterskir prelátar hafa átt að biðjast fyrirgefningar fyrir sig eða aðra því að slík beiðni er forsenda náðarinnar sem aftur er forsenda kristinnar trúar. Hvernig stendur á því að svo margir menn í þjónustu kirkju eða kristinna safnaða, mest kaþólskir en einnig kvæntir mótmælendur, hafa gert sig seka um barnaníð? Í miklu ríkara mæli en t.d. stéttir kennara? Ég hef engin svör við þessu. En getur verið að hér sé á ferðinni enn þá ein misnotkunin á náðarkenningunni; þér skal fyrir- gefið ef þú iðrast fyrir drottni þín- um? Ég spyr aðeins, fullyrði ekk- ert, en bið kristna menn að velta svarinu fyrir sér. Samfélag, siðferði og trú Eftir Gísla Gunnarsson Höfundur er prófessor í sagnfræði og trúleysingi sem er virkur í starfi Siðmenntar, félags um borgara- legar athafnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.