Morgunblaðið - 05.07.2003, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 05.07.2003, Qupperneq 32
MINNINGAR 32 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í slenskir karlmenn hafa fengið misjafna dóma í gegnum tíðina. Á stríðs- árunum síðari, þegar ís- lenskir karlmenn fengu harða samkeppni frá breskum og amerískum karlmönnum, fengu þeir þá einkunn að þeir væru sveitalegir, órómantískir og kynnu sig ekki í samskiptum við konur. Þó vera kunni að ís- lenskir karlmenn séu í minna mæli en áður gagnrýndir fyrir að vera sveitalegir heyrist oft nefnt að þeir séu ekki nægilega rómantískir. Margar íslenskar konur urðu afar hrifnar þegar ítalskir sjóliðar komu í heimsókn til Íslands fyrir nokkr- um árum. Þær töldu þessa erlendu menn miklu rómantískari og herralegri en íslensku karlarnir. Ég fór að rifja þetta upp með sjálfum mér þegar ég fyrir skömmu heyrði á tal spænskrar stúlku sem var að ræða um spænska karlmenn. Hún gaf þeim ekki háa einkunn. Stúlkan sagði mjög algengt að spænskir karlmenn byggju í foreldra- húsum fram yfir þrítugt. Mamm- an hugsaði að sjálfsögðu vel um syni sína, eldaði matinn fyrir þá, þvoði af þeim fötin og tók til eft- ir þá. Hún sagði að synirnir æl- ust upp við að þeir þyrftu aldrei að gera neitt heima og væru því bjargarlausir og spilltir af of- dekri þegar þeir væru komnir á fullorðinsár. Þegar þeir færu að búa ætluðust þeir til að konan hugsaði um þá eins og mamma gerði. Þeir kynnu ekki að setja í þvottavél, brjóta saman þvott, skúra eða vaska upp og væru ófúsir að læra þessi nauðsynlegu verk. Stúlkan átti einn bróður sem hafði nýlega skilið við eig- inkonu sína eftir nokkurra ára sambúð. Stúlkan sagði að þessi bróðir sinn hefði búið heima hjá mömmu fram eftir þrítugsaldri og hún hefði hugsað afar vel um hann. Eftir að hann flutti að heiman hefði hann hagað sér eins og hann byggi enn heima hjá mömmu og eftir að konan hans gafst upp á honum hefði hann að sjálfsögðu flutt aftur heim til mömmu þó að hann væri orðinn fertugur. Stúlkan sagði að það væri kannski alveg eins gott fyrir hann að flytja aftur heim til mömmu því að hann kynni ekki að þvo þvott eða al- mennt að vinna heimilisverk. Stúlkan var sjálf í hjúskap með Portúgala og sagði að hann væri engu betri en Spánverjarnir. Spænska stúlkan spurði hvernig íslenskir karlmenn hög- uðu sér inni á heimilinu. Íslensk kynsystir hennar, sem stundum hefur gagnrýnt íslenska karl- menn fyrir að vera ekki nægilega rómantískir, var treg til að hrósa þeim mikið, en sagði þó að karl- mennirnir á sínu heimili vöskuðu oft upp eftir matinn. Það þóttu spænsku stúlkunni miklar fréttir. Hún sagðist mikið vilja gefa fyrir að eiga mann sem vaskaði upp, þó ekki væri nema bara stund- um. Viðhorf þessarar spænsku stúlku styðja það sem ég hef lengi haldið fram, að íslenskir karlmenn séu ekki svo slæmir þegar á allt er litið. Það má vera að þeir séu kannski ekki mjög rómantískir og mættu gefa kon- unum sínum oftar blóm, en þeir eru miklu duglegri við heimilis- störfin en t.d. hinir rómantísku karlmenn sem búa við Miðjarð- arhafið. Þó ég hafi ekki gert neina rannsókn á heimilisstörfum á Ís- landi leyfi ég mér að fullyrða að hér á landi hafi verkaskipting inni á heimilinu breyst mikið á síðustu áratugum. Eldri kyn- slóðir karlmanna sinntu heimilis- störfum í mjög litlum mæli; helltu kannski í mesta lagi upp á kaffikönnuna. Eftir að konur fóru almennt að vinna utan heimilis hefur dregið úr því ójafnræði sem var á heimilisstörfunum. Karlmenn hafa smám saman tek- ið að sér meira af heimilis- verkum. Í þessu sambandi skipt- ir ekki síður máli að ungir íslenskir karlmenn þurfa í meira mæli en t.d. spænskir karlmenn, að sjá um sig sjálfir meðan þeir búa heima hjá foreldrum sínum. Þeir eru því ekki beinlínis aldir upp við það að þurfa aldrei að vinna handtak inni á heimilinu og eru því sæmilega sjálfbjarga eftir að þeir stofna sjálfir heimili, en það gera þeir að jafnaði fyrr en kynbræður þeirra á Spáni. Að sjálfsögðu er enn talsvert í það að fullt jafnræði ríki milli kynja í heimilisstörfum á öllum íslenskum heimilum. Margar ís- lenskar konur geta án efa sagt sögur af leti íslenskra karlmanna þegar kemur að heimilisverkum. Hér gildir máltakið, erfitt er að kenna gömlum hundi að sitja. Besta leiðin til að ná árangri á þessu sviði er að byrja snemma að venja unga stráka á að vinna heimilisstörf og fá þá til að bera virðingu fyrir þessum nauðsyn- legu störfum. Íslenskar konur vinna flestar langan vinnudag ut- an heimilis líkt og karlar gera. Það er því algerlega ófært að konur þurfi að stærstum hluta að vinna einar þau störf sem þarf að inna af hendi inni á heimilinu. Um uppvask á Íslandi og Spáni Spænska stúlkan spurði hvernig íslenskir karlmenn höguðu sér inni á heimilinu. Íslensk kynsystir hennar, sem stundum hefur gagnrýnt íslenska karlmenn fyrir að vera ekki nægilega rómantískir, var treg til að hrósa þeim mikið, en sagði þó að karlmennirnir á sínu heimili vöskuðu oft upp eftir matinn. Það þótti spænsku stúlkunni miklar fréttir. VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ✝ Dagný Þorgríms-dóttir fæddist í Miðhlíð á Barða- strönd 29. september 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Patreks- fjarðar 24. júní síð- astliðinn. Foreldrar Dagnýjar voru hjón- in Þorgrímur Ólafs- son, f. 30. júní 1876, d. 15. desember 1958 og Jónína Ólafsdótt- ir, f. 17. apríl 1886, d. 24. janúar 1978. Systkini Dagnýjar eru: 1) Kristín, f. 11.7. 1908, d. 30.7. 1998. 2) Ólafur, f. 21.8. 1910, d. 13.3. 1998. 3) Að- alheiður, f. 10.11. 1912, d. 12.10. 1975. 4) Ólafía, f. 6.2. 1915, d. 10.6. 2003. 5) Jóhann, f. 29.10. 1917, d. 27.11. 1917. 6) Jóhanna, f. 26.4. 1919, d. 30.4. 1956. 7) Sigríður, f. 5.11. 1921, d. 8.3. 1985. 8) Sæ- björg, f. 16.1. 1924. 9) Unnur, f. 11.6. 1926, d. 23.3. 1935. 10) Bjarndís, f. 28.5. 1930. Hinn 20.7. 1941 giftist Dagný Steingrími Friðlaugssyni, f. 22.11. 1912, d. 15.9. 1998. Foreldrar hans voru Friðlaugur Einarsson, f. 12.7. 1858, d. 12.11. 1914, og Ólöf Dagbjartsdóttir, f. 3.8. 1894, d. 4.5. 1986. Börn Dagnýjar og Steingríms eru: 1) Unnur Breið- fjörð, f. 7.9. 1941, maki Vilberg Guð- jónsson, f. 1.4. 1940. Börn þeirra eru: Þorgrímur, Jóhanna Sigurbjörg, Dagný Erla og Elísa Sigríð- ur. 2) Edda, f. 21.4. 1943, maki Ægir Einarsson, f. 23.11. 1938. Börn þeirra eru: Steingrímur, Andri, Alda og Bylgja. 3) Jón Þor- grímur, f. 7.2. 1947, maki Hugljúf Ólafs- dóttir, f. 1.4. 1950. Börn þeirra eru: Andrés, Ásgeir, Ólafur, Friðlaugur, Steingrímur og Unnþór. 4) Friðlaugur, f. 24.2. 1949, d. 8.3. 1966. 5) Hörður, f. 11.8. 1953, maki Halldóra Jóhann- esdóttir, f. 20.4. 1951. Börn þeirra eru: Guðný Hanna, Dagný, Sæþór Ingi og Sindri Þór. 6) Jóhann Ólaf- ur, f. 29.11. 1963, maki Ásta Jóns- dóttir, f. 14.8. 1971. Börn þeirra eru: Jón Árni, Hannes Dagur, Björn Kristinn og Hildur Sigrún. Langömmubörn Dagnýjar eru 21. Dagný og Steingrímur tóku við búi í Miðhlíð 1942 og bjuggu þar allan sinn starfsaldur. Útför Dagnýjar fer fram frá Hagakirkju í dag og hefst athöfn- in kl. 14. Ég get ekki látið það vera að skrifa nokkur orð til minningar um ömmu. Henni var nú ekki vel við að um sig væru höfð of fögur orð þann- ig að mér vefst nú svolítið tunga um tönn hvað mér sé óhætt að skrifa. En eftir örlitla umhugsun verður mér ljóst að sannleikurinn er einmitt sá að minningar mínar um hana ömmu eru einmitt yndislegar stað- reyndir en ekkert innantómt prjál, minningar sem ég á um alla ævi og hafa átt sinn þátt í að gera mig að þeirri manneskju sem ég er. Þær munu um ókominn tíma halda áfram að vera ljúfar og leiðbeinandi. Fyrir mér einkenndist tilvera hennar af væntumþykju, gæsku, gleði og orku, sem var, er og verður mér ávallt minnisstæð og ómetan- leg. Mér er ofarlega í huga hvað mér þótti alla tíð vænt um að aldrei gat ég fundið að ömmu þætti minna vænt um mig af því ég væri í raun ekki ömmubarn hennar í beinan legg. Sem barn spáði ég svolítið í það og reyndi að fylgjast með hvernig amma kæmi fram við hin ömmu- börnin, en nei, hún amma kom fram við alla af jafnmikilli væntumþykju og virðingu fyrir hverjum og einum. Gilti þá einnig einu hvort um menn eða málleysingja væri að ræða. Aft- ur varð ég svo vör við þennan eigin- leika ömmu þegar ég kynntist manni sem átti börn fyrir. Amma var ekki síður áköf í að fá fréttir af þeim held- ur en þeim börnum sem við eigum svo saman. Hún hafði gaman af sérkennum hvers og eins og var ekkert að liggja á skoðunum sínum um menn og mál- efni, henni fannst til að mynda alveg að mannsefni mitt mætti nú hætta að krúnuraka sig og fara að láta sér vaxa hár. Æska okkar systkinanna hefði ekki verið sú sama ef við hefðum ekki átt ömmu og afa í sveitinni. Það var ávallt mesta tilhlökkunarefnið að skóla loknum á vorin, hvenær yrði farið í sveitina, ekki síst vegna þess að alltaf vissum við að þau væru spennt að sjá okkur, kannski orðin árinu eldri en síðast. Minningarnar eru margar og ljúf- ar. Í huga mér hljómar títt „nafna mín“ eins og amma kallaði mig alltaf mjúkri röddu og fyrir mér sé ég glettna brosið hennar og eins hve snögg hún var að rjúka af stað til að gera hitt og þetta eins og t.d. að hendast eftir mjólk upp í mjólkur- hús. Eins höfðum við öll svo gaman af þegar hún var að leika einhverja persónu og hversu dugleg hún var að sjá spaugilegu hliðarnar á lífinu. Elsku amma, ég mun halda upp á daginn okkar áfram. Guð varðveiti þig. Ég er þess fullviss að ykkur afa líður nú vel, saman á ný. Dagný Erla Vilbergsdóttir. Með nokkrum orðum langar mig og systkini mín að kveðja hana Dæju ömmu eða ömmu í sveitinni eins og við kölluðum hana. Það var alltaf jafngaman að koma í sveitina, þegar hún og afi bjuggu þar. Amma passaði vel upp á að eng- inn væri svangur í sveitinni og alltaf var hún tilbúin að leika við okkur. Einnig kenndi hún okkur vísur, kenndi hún mér mína fyrstu vísu, „Sigga litla systir mín“, sem ég síðan söng alltaf fyrir hana á öskudaginn. Amma minnti mig líka alltaf á að fara með bænirnar mínar og að vera góður drengur. Langar mig að láta fylgja með sálm sem fjallar um þau gildi sem amma vildi að við færum eftir. Ó Jesú bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. (Páll Jónsson.) Þegar afi veiktist og þurfti að fara á sjúkrahús var amma hjá okkur um tíma. Þá lánaði ég henni herbergið mitt, og man ég hvað hún var þakk- lát fyrir það. Fljótlega eftir að afi dó þurfti amma að dvelja á sjúrahúsinu á Pat- reksfirði. Þegar við heimsóttum hana á sjúkrahúsið tók hún alltaf vel á móti okkur, og bauð okkur nammi úr dósinni sinni. Aldrei gerði hún upp á milli okkar systkinanna og ef eitthvert okkar átti afmæli fengu allir eitthvað. Okkur langar að þakka ömmu fyr- ir allar góðu stundirnar sem við átt- um saman, hvort sem það var í sveit- inni eða hér á Patró. Við vonum að henni líði vel núna og hún sé búin að hitta afa. Jón Árni Jóhannsson, Hannes Dagur, Björn Kristinn og Hildur Sigrún. Með nokkrum orðum langar okk- ur systkinin að kveðja hana Dagnýju ömmu okkar og þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman með henni á liðnum árum. Þegar við hugsum til baka og minn- umst ömmu kemur fyrst upp í hug- ann hvað það var okkur alltaf mikið tilhlökkunarefni að fara í sveitina til hennar og Steingríms afa á sumrin. Afi og amma bjuggu á bæ sem heitir Miðhlíð og er á Barðaströnd en þar fæddist amma og bjó alla sína tíð. Í huga okkar systkinanna mun bær- inn og nánasta umhverfi, túnið, fjar- an og fjöllin í kring, alltaf vera sveit- in okkar. Snyrtimennska var ávallt í fyrirrúmi í Miðhlíð, hvort sem það var bærinn, útihúsin, jörðin eða nán- asta umhverfi. Það var okkur mikil ánægja og lærdómsríkt að fá að að- stoða ömmu og afa við bústörfin og hjálpa til við að hugsa um dýrin sem við fengum að eigna okkur og gefa nöfn sem okkur fannst falleg. Svo fylgdust við með þeim dafna á sumr- in og á veturna sendi amma okkur fréttir af því hvort kusan okkar hefði nú eignast kálf eða hvernig kindun- um liði. Þetta veitti okkur mikla gleði. Amma hafði alveg einstakt lag á því að gera hin hversdagslegu störf að leik fyrir okkur börnin. Við systurnar áttum til að fylgja henni hvert fótmál. Það að fara með henni í mjólkurhúsið að ná í mjólk eða út í hjall að hengja upp þvott gat orðið hið mesta ævintýri. Hún amma okk- ar var ákaflega iðin og vinnusöm kona og sjaldan féll henni verk úr hendi við að sinna bústörfunum og stóru heimili þar sem oft var gest- kvæmt. En hún var líka hlý og um- hyggjusöm við alla sína og þá sem hún hafði samskipti við. Hún vildi allt fyrir aðra gera og helst ekkert þiggja í staðinn. Í Miðhlíð voru allir velkomnir. Þótt þar hafi oft verið margt um manninn og bærinn lítill framan af var alltaf pláss fyrir alla sem þangað vildu koma. Einnig sá amma um það að allir fengju nóg, bæði í mat og drykk. Á hverjum degi bar hún fram morgunkaffi, hádegis- mat, síðdegiskaffi, kvöldmat og svo kvöldkaffi. Enginn átti leið hjá Mið- hlíð án þess að vera boðið inn í mat eða kaffi, allt eftir því hvaða tíma dagsins viðkomandi bar að garði. Meira að segja seinna meir, þegar amma var orðin heilsulítil, sá hún til þess að mamma okkar myndi gefa gestum og gangandi vel að borða. Í þessu sambandi rifjast upp fyrir okkur eitt atvik þegar þýskir hjól- reiðaferðamenn komu eitt sinn að bænum og báðu um að fá að tjalda í túninu yfir nóttina. Það var nú meira en velkomið en morguninn eftir sátu Þjóðverjarnir við morgunverðar- borðið í eldhúsinu og amma var að gefa þeim að borða. Amma hafði þá trítlað út um morguninn og það eina sem hún sagði við þá var „kaffi“. Það skildu þeir og þakklætið skein úr augum þeirra. Svona gestrisni höfðu þeir aldrei kynnst og trúlega ekki búist við þegar þeir stungu tjaldinu niður kvöldið áður. Við systkinin vorum svo heppin að um nokkurn tíma bjuggu afi og amma hjá okkur hérna fyrir sunnan, og eftir að afi dó var amma ein hjá okkur um skeið. Það var afskaplega indælt að hafa þau hérna hjá okkur og fá að njóta samvista þeirra síð- ustu árin sem þau lifðu. Þótt heilsan væri lítil og þrótturinn hefði dvínað gerði amma það sem hún gat til að hjálpa til og gleðja okkur hin. Hún opnaði alltaf fyrir okkur dyrnar þeg- ar við komum heim úr skólanum og sá til þess að það væri búið að laga kaffi þegar mamma og pabbi komu heim úr vinnunni. Ömmu okkar þótt ákaflega skemmtilegt að lesa og eru ófáar stundirnar þar sem hún sat með góða skáldsögu. Þá þótti henni gam- an að segja okkur sögur af lífinu í sveitinni áður fyrr og eru þær frá- sagnir sérstaklega eftirminnilegar í hugum okkar. Þó að nú séu bæði amma og afi farin yfir móðuna miklu munum við alltaf eiga sveitina með öllum þeim góðu minningum um æsku okkar og unglingsár sem amma var svo stór hluti af. Hér með kveðjum við þig, amma, og þökkum allar yndislegu samverustundirnar sem við fengum að njóta með þér og afa í sveitinni. Hvíl í friði. Steingrímur, Andri, Alda og Bylgja Ægisbörn. DAGNÝ ÞORGRÍMSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.