Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 37 Þessi orð langar mig til að setja hér á blað á áttatíu ára afmælisdegi Guðmundar S. Öfjörð, vinar míns og sveitunga. Af eðlis- lægri hógværð sinni óskaði hann eft- ir því að jarðarför sín færi fram í kyrrþey, en þó fylgdu honum fjöl- margir sveitungar hans úr Sandvík- urhreppi og mikill ættbálkur sem út af honum er kominn. Þau samhentu hjón, Guðmundur og Jóhanna Ósk Halldórsdóttir frá Eyrarbakka, eignuðust átta börn og komu þeim öllum vel til manns sem auðvitað er þeirra mesta lífsafrek. Guðmundur S. Öfjörð hafði sér- stöðu innan Sandvíkurhrepps í Flóa sem nú er horfinn undir sveitarfélag- ið Árborg. Hann var sveitadrengur sem fæddist á réttum tíma, þegar iðnbyltingin og vélvæðingin voru farnar að gægjast inn í sveitirnar. Sigfús Þ. Öfjörð, faðir Guðmundar, var mikill vélafrömuður og var svo heppinn að komast ungur að árum til vinnu á fyrstu skurðgröfu Íslendinga sem gróf aðalskurð Flóaáveitunnar, „Vélarskurðinn“ svonefnda. Fylgdi Sigfús áveituframkvæmdunum eftir til ársins 1929 en kom lengi á eftir að viðhaldi áveitunnar og vatnsstjórn. Þá sátu þau Sigfús og kona hans, Lára Guðmundsdóttir frá Sólheim- um í Hrunamannahreppi, í Haga við Selfoss en fluttu árið 1927 að Vot- múla-Norðurkoti. Skírði Sigfús bæ- inn síðar upp og nefndi Lækjamót. Sjálfstæða vélavinnu hóf Sigfús vorið 1930 er hann hóf jarðræktar- vinnu með traktór. Innan skamms urðu þeir tveir og hefðu nú orðið úr vöndu að ráða fyrir einyrkja bónda. En strax um fermingu voru þeir Guðmundur og Þórarinn bróðir hans komnir á traktórana – og varð ekki aftur snúið. Starfsvettvangur þeirra feðga var GUÐMUNDUR S. ÖFJÖRÐ ✝ Guðmundur Sig-fússon Öfjörð fæddist í Fossnesi í Gnúpverjahreppi 5. júlí 1923. Hann lést á sjúkrahúsi Selfoss laugardaginn 3. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Selfosskirkju 10. maí, í kyrrþey að ósk hins látna. vítt og breitt um sveit- ir. Fyrst á Fordson- vélum en í upphafi stríðs seldi Sigfús Fordson-vélarnar en keypti í þeirra stað Int- ernational W-4. Var sú vél velþekkt hér um sveitir og gekk árum saman. Mikil umskipti urðu í lífi þeirra feðga árið 1942 er þeir fengu jarð- ýtuna, beltisdráttarvél með ýtutönn, þá fyrstu er Íslendingar eignuð- ust. Guðmundur lærði þá á ýtuna, tæplega tvítugur. Man ég það enn er hann var staddur á hlaðinu heima og móðir mín ætlaði að leiðbeina honum um hvar hentast væri að bakka þessu ferlíki og snúa því við. Guðmundur sagði fátt en fór upp í ýtuna og lét beltin snúa henni á punktinum – en heimilisfólkið horfði agndofa á. Margt var fleira í pípunum hjá þeim feðgum. Sigfús varð umboðs- maður Paul Smith í Reykjavík fyrir vindmyllur og fóru þeir feðgar með fagnaðarerindi sitt um Flóann ger- vallan, Grímsnes og Skeið. Þeir buðu fögnuð fólki sem bjó við olíulampa og fékk nú einhvern snert af rafmagni eins og því sem það vissi að kæmi úr Sogsfossum. Þessi forveri rafvæð- ingar, vindmyllutæknin, stóð í rúm- an áratug uns Rafveitur ríkisins raf- væddu Flóann. Þá var Sigfús kominn á fremsta hlunn með að kaupa sér skurðgröfu, en þá kom til sögu Ræktunarsamband Flóa og Skeiða og varð Sigfús verkstjóri þar. En einnig tók hann víða að sér sýslu- vegavinnuna og fóru þeir feðgar þá hrepp úr hreppi með vinnuflokk sem þeir mynduðu. Ég man Guðmund ak- andi á spánnýjum GMS-vörubíl sem almennt var kallaður „Gemsinn“, en nú er það orð yfirfært í annað. Guðmundur S. Öfjörð gerðist sjálfstæður jarðvinnuverktaki er tímar liðu fram og tók hann um það leyti við búskap á Lækjamótum. Hann var natinn bóndi, einkum við kýr, en ekki eins gefinn fyrir skýrslugerð og vissu því fáir hvað gripirnir gerðu. En næstu nágrann- ar hafa sagt mér að vel hafi hann haft út úr kúnum og stóð sá búskapur fram yfir 1980. Fyrst og síðast var Guðmundur jarðræktarmaður og hann stýrði jarðýtum sínum vítt um láglendi Ár- nesþings. Hann vann verk sín af ítr- ustu samviskusemi og var sanngjarn í viðskiptum. Mátti segja að jarðýtu- vinnan væri listgrein í höndum Guð- mundar. Þótt hann fengi hið tor- gengnasta land til umfjöllunar tókst honum öðrum jarðýtumönnum betur að ýta því til og jafna. Síðustu við- skipti okkar voru í þeim dúr. Guð- mundur fékk þá að glíma við allmis- hæðótt heiðarland. Þá var hann orðinn farinn maður til líkamans, stirður í fótum og seinfær til gangs. Það tók hann góðan tíma að komast inn í ýtuhúsið. En þegar Guðmundur var sestur í ýtusætið var eins og allur líkamlegur fjötur félli af honum. Hann lék við hvern sinn fingur, eins og tvítugur maður væri að feta stíg sinn á jarðýtu. Og hann skildi eftir sig fallegt tún sem hefur gert sitt gagn. Guðmundur S. Öfjörð var prúð- menni í framgöngu og otaði lítt skoð- unum sínum fram. En ég fann ein- staka sinnum að undir bjó funandi skap og honum var ekki hent að dylja óánægju sína þegar svo bar við. En fljótur var hann til sátta og erfði lítt misgjörðir. Fáir voru óvinir hans – ef nokkrir. Hann var stjórnarmaður í Búnaðarfélagi Sandvíkurhrepps 1962–1974. Þar hvíldi á honum öflun áburðar til félagsmanna, sem hann vann eins og bestur kostur var. En mest mundu nágrannar hans og virtu greiðvikni hans hvenær sem út af bar með vélakostinn. Hann taldi ekki eftir sér að liggja yfir brotinni vél langar kvöldstundir og fyrir það hefur hann ekki lagt fram háa reikn- inga. Við Guðmundur störfuðum lengi saman í hreppsnefnd Sandvíkur- hrepps en í henni sat hann 1962– 1978. Hann var glöggur þar á marga hluti, einkum þá sem sneru að verk- legum efnum og hann átti sinn þátt í uppbyggingu vatnsveitu og hitaveitu í Sandvíkurhreppi. Þau Jóhanna og Guðmundur kusu að hverfa frá Lækjamótum árið 2000 og létu þá jörðina af hendi við Eirík son sinn. Þau fengu sér bústað við Kirkjuveg á Selfossi. En hvíldar- stundir í ellinni stóðu Guðmundi ekki lengi til boða. Hann er nú fallinn frá að loknu verðugu og eftirminnilegu lífsstarfi og sendi ég Jóhönnu og börnum þeirra hugheilar samúðar- kveðjur á heiðursdegi hans, áttræðisafmæli ef lifað hefði. Bless- uð sé minning hans. Páll Lýðsson. Á fljótsins bakka ferja bíður flytur mig á aðra strönd. Ekki hamlar straumur stríður styrk er ferjumannsins hönd. Þessar ljóðlínur eru úr síðasta ljóði Péturs Aðalsteinssonar, ,,Hallar degi“, sem hann orti örfáum dögum áður en hann lést. Nú er bið ferjunnar lokið og hinn handsterki ferjumaður hefur tekið land á bakkanum hinu- megin. Kynni mín við Pétur hófust á ár- unum 1970–1980 þegar við vorum ná- grannar við Hvammstangabrautina. Þá spjölluðum við stundum saman og kom fljótt í ljós að við áttum svipuð áhugamál. Fljótt fann ég að Pétur átti óvenjulega stóran og bjartan hugar- heim, þótt hann léti lítið á sér bera. Enda var hógværð ásamt heiðarleika mjög ríkjandi eiginleiki í hans fari. PÉTUR AÐALSTEINSSON ✝ Pétur Aðal-steinsson fæddist að Stóru-Borg í V- Hún. 12. ágúst 1920. Hann andaðist á Landsspítalanum í Fossvogi 9. maí síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Hvammstangakirkju í kyrrþey 17. maí síð- astliðinn. Eins er mér ógleyman- legt hvað fylgdi honum alltaf mikil ró og jafn- vægi. Stundum eftir hríðar þegar að vorum að moka bílana okkar upp þá haggaðist hann ekki, annaðhvort fór bíllinn í gang eða ekki og veðrið það breyttist ekkert þótt maður væri eitthvað að ergja sig. Leiðir okkar skildu rétt fyrir 1980 þegar hann flutti í nýja húsið sitt upp við Hjallaveg og ég stuttu síðar út á Vatnsnes. Það var svo fyrir 8 árum að nokkrir harmonikkuunnendur hér fóru að spila saman að við hittumst aftur og þá sýndi Pétur mér alveg nýja hlið á sér. Hann kom á fyrstu æf- inguna með nýtt lag og ljóð eftir sig: ,,Lát nikkuna hljóma“ og tileinkaði okkur það. Flestir hér vissu að Pétur var gott ljóðskáld og hafði gefið út ljóðabók en ábyggilega vissu afar fáir hvað hann fékkst mikið við að semja lög og átti auðvelt með það. Þetta lag, Lát nikkuna hljóma, var fljótlega flutt af sönghóp hérna, Sandlóunum, og náði vinsældum. Eina konan í harm- onikkuhópum fékk nokkur lög hjá honum og skrifaði þau upp á nótur. Eftir það var farið að flytja þau bæði af kórum og harmonikkuleikurum og hafa nokkur þeirra komið út á geisla- diskum. Þessi spilamennska okkar stóð í tvo vetur, þá var áhuginn búinn hjá burðarásunum í hópnum. Við Pét- ur vorum báðir svolítið svekktir yfir að þetta entist ekki lengur en urðum að taka því. Við hittumst þó stundum tveir með nikkurnar okkar, eða bara til að spjalla. Það var alltaf gaman að hitta þig. Þú hafðir svo þægilega nærveru og hafðir frá svo ótal mörgu að segja. Stundum sagðirðu frá bernsku þinni á Stóru-Borg og dróst upp skýra mynd af breytingunni sem orðin er. Ógleymanlegt var það þér þegar þeir komu að Borg saman Ásgeir í Gott- orp og Stefán frá Hvítadal og voru báðir töluvert kenndir og töluðu svo hátt að þér þótti nóg um. Eins lýstir þú því þegar þú varst í vegavinnu og allt var unnið með handverkfærum. Eða þegar bræðurnir á Hörgshóli stofnuðu söngkvartett og þú spilaðir undir hjá þeim, það var oft gaman þá, enda tónlistin alltaf stór hluti í lífi þínu. Og það eina sem ég fann að þú varst ekki alveg sáttur við það var að hafa ekki lært meira í tónlist en þú gerðir. Lífið gaf þér ljúfa strengi listasköpun varstu trúr. Stóra-Borg þín stendur lengi steinar þó að kvarnist úr. Stundum er sagt að maður komi í manns stað og er nokkuð til í því. En samt er ég viss um að seint verður fyllt upp það skarð sem hér hefur myndast við fráfall Péturs. Með mikilli virðingu og söknuði kveð ég hér hið hæfileikamikla ljúf- menni Pétur Aðalsteinsson. Ásbjörn Guðmundsson. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐLAUGAR SVEINSDÓTTUR, Klausturhólum 2, Kirkjubæjarklaustri. Margrét Einarsdóttir, Júlíus Oddsson, Skúli Magnússon, barnabörn og langömmubörn. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langa- langafa, STEFÁNS MAGNÚSSONAR frá Skriðu, Draumalandi, Stöðvarfirði. Guð blessi ykkur öll. Edda Stefáns- Þórarinsdóttir, Helgi Svavarsson, Magnús Aðils Stefánsson, Elsa Lísa Jónsdóttir, Einar Már Stefánsson, Sigríður Magnúsdóttir, Pálmi Stefánsson, Sigríður Emilsdóttir, Guðlaugur Aðalsteinn Stefánsson, Elín Hauksdóttir, Stefanía Ósk Stefánsdóttir, Kjartan Erlendsson, Herborg Ellen Stefánsdóttir, Björn Marteinsson, Stefán Eðvald Stefánsson, Guðný Jónasdóttir, Gunnar Stefánsson, Valur Smári Stefánsson, Hafdís Edda Stefánsdóttir, Víglundur Rúnar Pétursson og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNBJÖRG MARKÚSDÓTTIR, Miðvangi 151, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju í Mosfells- sveit mánudaginn 7. júlí kl. 13.30. Guðmundur Svavarsson, Sævar Svavarsson, Unnur Þórðardóttir, Guðrún Sævarsdóttir, Þórður Magnússon og langömmubörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU PÁLSDÓTTUR frá Hafrafelli, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki á St. Jósefsspítala fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Halldór Jónsson, Jóhann Magnús Hafliðason, Sigrún Kristinsdóttir, Guðrún Hafliðadóttir, Snorri Rafn Jóhannesson, Guðmundur Hafliðason, Guðrún Magnúsdóttir, Sigríður Friðgerður Hafliðadóttir, Kristján Kristjánsson, Hjálmfríður Hafliðadóttir, Guðbrandur Ingi Hermannsson, Einar Valgeir Hafliðason, Svandís Berglind Reynisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, KRISTÍN EMMA FINNBOGADÓTTIR frá Þorsteinsstöðum, Hveramörk 17a, Hveragerði, verður jarðsungin frá Mælifellskirkju, Skaga- firði, föstudaginn 11. júlí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á reikning númer 161-05-70752. Fyrir hönd aðstandenda, börn hinnar látnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.