Morgunblaðið - 05.07.2003, Side 52

Morgunblaðið - 05.07.2003, Side 52
52 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6, 8 og 10.Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 16 ára.  KVIKMYNDIR.COMKVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B i. 12. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. HL MBLSG DVRoger Ebert Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. with english subtitles Sýnd kl. 6. Enskur texti  X-IÐ 97.7  DV Fyndnasta Woody Allen myndin til þessa. Sjáið hvernig meistarinn leikstýrir stórmynd frá Hollywood blindandi.  Mike Clark/ USA TODAY  Peter Travers ROLLING STONE i l I Stelpan sem þorði að láta draumana rætast! Stórskemmtileg ævintýra og gamanmynd í anda Princess Diaries frá Walt Disney ÓHT Rás 2 KEFLAVÍK Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 4, 6 og 8. NORSKI krónprinsinn og krón- prinsessan Hákon og Mette-Marit eiga von á barni. Krónprinsinn færði ríkisstjórninni norsku þessi gleðitíð- indi í gær og var fagnað innilega á eftir. Að sögn netfréttamiðils- ins Nettavisen hefur norska þjóðin beðið lengi eftir þessum tíð- indum og oftsinn- is hafa farið af stað sögusagnir, sérstaklega í þýsku götublöðunum, um að Mette-Marit væri með barni. En nú geta þeir loksins flutt tíðindin með samþykki norsku krúnunnar. Hjónin snéru aftur heim frá Lund- únum í síðasta mánuði þar sem Há- kon prins hefur stundað nám við The London School of Economics. Hann lýkur náminu í október en prinsessan hefur þegar lokið námi og mun því dvelja áfram í Noregi ásamt syni sínum Mariusi, sem kominn er á skólaaldur … Sharon Stone hefur sagt skilið við Phil Bronstein, eiginmann sinn til fimm ára. Þau hafa sótt um sameiginlegt forræði yfir barni sínu, þriggja ára dreng sem er ættleiddur. Þau segja að skilnaður þeirra sé á vinsamlegum nótum, en orð- rómur þess efnis að erfiðleikar væru í sambúð þeirra fengu byr undir báða vængi þegar greint var frá því að Stone hefði flutt út af heimili þeirra í Los Angeles, að sögn BBC. Stone, sem er 45 ára, og Bronstein, sem er 52 ára, giftu sig í febrúar 1998. Bronstein er ritstjóri dag- blaðsins San Francisco Chronicle … Lögregla í Sydney í Ástralíu hefur komið í veg fyrir sýningar á banda- rískri kvikmynd, Ken Park, vegna kynlífs- og ofbeldisatriða sem er að finna í kvikmyndinni. Ken Park, sem er eftir Larry Clark, fjallar um tán- inga í úthverfi smábæjar í Kali- forníu. Kvikmyndaeftirlit Ástralíu hafði bannað kvikmyndina í kvik- myndahúsum um land allt. Til stóð að sýna Ken Park á kvik- myndahátíð í Sydney en af því varð ekki. Ken Park var engu að síður sýnd almenningi í Balmain í Sydn- ey. 500 manns höfðu greitt að- göngumiða á kvikmyndina en urðu frá að hverfa eftir að lögregla kom í veg fyrir sýningar á henni. Larry Clark er einkum þekktur fyr- ir kvikmyndina Kids, sem sýnd var fyrir nokkrum árum. Til stendur að taka Ken Park til sýningar hér á landi síðar á árinu, að því gefnu að leyfi fáist frá Kvikmyndaskoðun rík- isins …Söngleikurinn Jerry Spring- er - The Opera verður brátt settur upp á West End. Söngleikurinn, sem fjallar um bandaríska spjallþátta- stjórnandann umdeilda og samskipti hans við viðmælendur sína sem eru m.a. steppandi Klu Klux Klan- liðsmenn og kór sem syngur blóts- yrði, sló í gegn í National Theater síðasta vetur og verður nú settur upp í Cambridge-leikhúsinu í Cov- ent Garden. Nýi stjórinn í National Theater, Nicholas Hytner, lét setja upp söngleikinn til þess að laða að yngri leikhúsgesti og það tókst svo vel að 45% allra leikhúsgesta komu úr röðum þeirra sem sjaldan eða aldrei fara í leikhús. Það er nú von manna að leikurinn endurtaki sig, en yngri leikhúsgestum hefur fækkað mjög á West End … Justin Timber- lake fylltist skelfingu þegar Maril- yn Manson lét hneykslanleg um- mæli falla í viðurvist móður hans. Hjartaknúsarinn Justin var ásamt móður sinni á skopsýningu Ditu Von Teese, unn- ustu Mansons, þegar sá síðar- nefndi gerðist dónalegur. Man- son hefur ekki viljað tjá sig um ummæli sín, en hann sjálfur fyllist jafnvel viðbjóði er hann hugsar til þeirra og hefur nú þegar beðið Justin afsökunar.“ FÓLK Ífréttum EIN FARSÆLASTA popp- hljómsveit sögunnar, ABBA- flokkurinn sænski, kom saman á ný og tók lagið í fyrsta sinn í 20 ár í einkasamkvæmi. Að sögn BBC-netfréttastofunnar gerðist það fyrir fjórum árum, eða árið 1999, í fimmtugsafmæli sam- eiginlegs vinar þeirra og umboðs- manns Björns og Bennys, Gorel Hansen. Það er Hansen sem nú fyrst ljóstrar upp þessum stór- merku tíðindum. Reyndar tóku þau Björn, Benny, Agnetha og Anni- Frid þó bara eitt lag saman og mun það hafa verið sænskur afmælis- söngur. Hansen undirstrikar þó enn og aftur að fjórmenningarnir útiloki alvöru endurfund, þetta hafi ekki verið ABBA að syngja fyrir sig heldur fjórir vinir. Síðast lék flokk- urinn opinberlega saman 1980 og þrátt fyrir ótal gylliboð hafa þau alltaf staðfastlega neitað að koma saman aftur. Árinu eftir að þau sungu í umræddu afmæli höfnuðu þau meira að segja 76 milljarða króna tilboði til að fara saman í endurkomutónleikaferð. Telur Hansen því fullljóst að þau hafi eng- an áhuga á að koma fram undir ABBA-nafninu. Í samtali við breska götublaðið Daily Mirror segir Björn um afmæl- isuppákomuna 1999 að það hafi verið mjög undarlegt að standa þarna á sviðinu aftur með gömlu fé- lögunum: „Þarna stóð ég á litla sviðinu og leit til hliðar og sá Agn- ethu syngja aftur mér við hlið. Það var mjög undarleg tilfinning.“ Hann segir þau hafa hafnað millj- arðatilboðinu árið 2000 vegna þess að þau hafi ekki viljað valda aðdá- endum sínum vonbrigðum. „Það kann að hljóma undarlega en við sáum það öll fyrir okkur, að við myndum einungis valda fólki von- brigðum. Hvernig getum við upp- fyllt væntingar allra þeirra rós- rauðu minninga?“ Þótt ýmislegt hafi gengið á áður fyrr í samskiptum þeirra, hjóna- skilnaðir og rifrildi, segir Björn þá fjórmenninga orðna bestu vini í dag, enda hafi þau mýkst mjög með árunum. „En við lifum öll mjög ólíku lífi.“ Abba var farsælasta hljómsveit 8. áratugarins og seldi yfir 350 millj- ónir platna á heimsvísu. ABBA-flokkurinn söng saman á ný Það hefði aldeilis verið hægt að sauma flotta satínsamfestinga fyrir 76 milljarða króna. NÝ plata KK og Magnúsar Eiríkssonar, 22 ferðalög, kom í búðir á þriðjudaginn var, 1. júlí. Á plötunni fara þeir fóstbræður næmum fingrum sínum um perlur eins og „Kötukvæði“, „Anna í Hlíð“ og „Viltu með mér vaka“. Fyrsta upplag, 5000 eintök, er allt farið frá útgefand- anum, Sonet, og hefur nýtt upplag verið pantað með hraði. „Á fimmtudaginn var þetta allt búið,“ segir Óttar Felix Hauksson hjá Sonet. Hann segir að hann hafi svo sem átt von á að disknum yrði vel tekið en þetta hafi þó farið fram úr björtustu vonum. „Við birtum útvarpstilkynningu á föstudagsmorgun um að platan væri uppseld, bara svona fyrir kaupmenn- ina,“ segir Óttar. „En við höfum nú fengið það staðfest að framleiðendur ætli að hraða næsta upplagi. Þannig að ef allt gengur að óskum verður nýtt upplag komið á fimmtu- daginn í næstu viku.“ Ný plata KK og Magnúsar Eiríkssonar á þrotum hjá útgefanda Nýtt upplag á leiðinni Morgunblaðið/Arnaldur KK og Magnús kynntu plötuna á BSÍ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.