Morgunblaðið - 05.07.2003, Side 56

Morgunblaðið - 05.07.2003, Side 56
ÞORSTEINN Pétursson, lög- reglumaður á Akureyri, vill að komið verði á fót skipa- minjasafni á Akureyri og seg- ir það mikil mistök að Snæ- fellinu gamla skuli hafa verið sökkt og allir nýsköpunartog- arar Útgerðarfélags Akureyr- inga seldir í brotajárn. „Frá komu nýsköpunartog- arans Kaldbaks, sem smíðað- ur var í Bretlandi og kom til Akureyrar 1947, hefur Út- gerðarfélag Akureyringa ver- ið með blómlega togaraút- gerð, veitt íbúum bæjarins ómældar tekjur og gerir von- andi um ókomin ár,“ segir Þorsteinn og bætir við að tog- arinn hafi verið seldur í brotajárn eins og aðrir ný- sköpunartogarar fyrirtækis- ins. „Ef til vill hafa einhverjir haft hugmyndir um varð- veislu eins af þessum togur- um en það varð ekki og tæki- færið er glatað.“ Vill skipa- minjasafn á Akureyri  Glötum ekki/20 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI helgum. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja eins örugga umferð og mögulegt er,“ segir Karl Steinar. Hann segir jafnframt mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir að á álagstímum má búast við töfum í umferðinni og þá sérstaklega þegar nálgast þéttbýlið. Umdæmi lögreglunnar í Reykjavík nær til Litlu Kaffistofunnar í austurátt en þar tekur lögreglan á Selfossi við. Núna um helgina LÖGREGLAN í Reykjavík mun verða í sam- starfi við önnur lögregluumdæmi um helgina en undanfarin ár hefur fyrsta helgin í júlí verið mikil umferðarhelgi. Að sögn Karls Steinars Valssonar aðstoð- aryfirlögregluþjóns hefur verið nokkuð mikil umferð í vor, enda veðurfarið gott. „Undanfarin ár höfum við verið með sam- starf milli lögregluumdæma, allt frá Kefla- víkurflugvelli og upp í Borgarnes á svona munu lögreglumenn frá báðum umdæmum vera á ferð um heiðina við umferðareftirlit. Karl Arnarson og Ágúst Birgisson, lög- reglumenn úr Reykjavík, voru á miðri Hellisheiðinni í gær. Að þeirra sögn munu þeir fylgjast mest með hraða ökumanna en einnig að önnur atriði séu í lagi, s.s. bílbelta- notkun og að þeir bílar sem eru með ein- hvers konar tengivagna fylgi settum reglum um baksýnisspegla og umferðarhraða. Morgunblaðið/Júlíus Karl Birgisson og Ágúst Arnarson, lögreglunni í Reykjavík, að störfum á Hellisheiði á svæði sem vanalega heyrir undir Selfosslögreglu. Má búast við umferðartöfum Lögregluumdæmi á Suðvesturlandi starfa saman við eftirlit SIGURGEIR Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bænda- samtakanna, segir að áform um fækkun sláturhúsa í haust séu í hættu vegna þess að rík- isstjórnin hafi ekki enn tekið afstöðu til tillagna um að setja fjármagn til úreldingar slátur- húsa, en nefnd sem landbún- aðarráðherra skipaði lagði til- lögurnar fram. Hann segir að málið sé að komast á eindaga. Stjórnendur sláturhúsanna, sem séu farnir að huga að skipulagi slátrunar, verði að vita hvar þeir standa. Jón Helgi Björnsson, for- maður Landssamtaka slátur- leyfishafa, segir mikilvægt að sláturhúsum verði fækkað í haust svo ekki þurfi að fram- vísa allri þeirri lækkun sem orðið hefur á kjötverði til bænda. Tillaga um 225 milljónir í úreldingu á 2 árum Síðastliðið haust var sauðfé slátrað í 17 sláturhúsum, en aðeins 6 af þeim uppfylla kröf- ur Evrópusambandsins um út- flutning. Í niðurstöðum skýrslu sláturhúsanefndarinn- ar segir að ef aðeins þau slát- urhús sem í dag hafa útflutn- ingsleyfi yrðu starfandi kæmi flutningskostnaður til með að aukast um u.þ.b. 15 milljónir. Á móti gæti sauðfjárræktin sparað 225 milljónir með lækkun á föstum og breyti- legum kostnaði við rekstur sláturhúsa. Árlegur heildar- sparnaður á hvert kg kinda- kjöts gæti því numið um 26 kr. Nefndin lagði til við land- búnaðarráðherra að lagt yrði fjármagn til úreldingar slátur- húsa sem svarar 65 kr. á hvert kg kjöts sem slátrað var, að meðaltali, á þriggja ára tíma- bili þ.e. á árunum 2000–2002, samtals að fjárhæð 220 millj- ónir króna. Miðað var við að þessi úrelding færi fram á ár- unum 2003–2004. Landbúnaðarráðherra hefur rætt þetta mál í ríkisstjórn- inni, en engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort einhverj- ir fjármunir verði lagðir í úreldingu. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda lýsti nýlega stuðningi við tillögur nefndar- innar. Óvissa með afurðalán Jón Helgi sagði að í ljósi þess að landbúnaðarráðuneyt- ið hefði nýlega sett reglugerð sem gerði kröfu um að öll slát- urhús væru með hangandi fláningslínu væri eðlilegt að settir yrðu fjármunir til úreld- ingar sláturhúsa. Verð á kjöti hefur lækkað að undanförnu vegna harðrar samkeppni á kjötmarkaði. Þar með hefur veðhæfni kjötsins lækkað. Jón Helgi sagðist hafa nokkrar áhyggjur af því að sumir sláturleyfishafar kæmu til með að eiga í erfið- leikum með að fá afurðalán í haust. „Það hefur átt sér stað lækkun á kjötverði og því held ég að það sé enn mikilvægara að ná fram þessari hagræð- ingu og fækkun á sláturhúsum til þess að menn þurfi ekki að framvísa allri þeirri lækkun til bænda,“ sagði Jón Helgi. Byggðastofnun hefur und- anfarin ár ábyrgst afurðalán sem bankarnir hafa veitt slát- urleyfishöfum. Ekki liggur fyrir hvort einhver breyting verður gerð á fyrirkomulagi afurðalána í haust. Sigurgeir sagði að Bænda- samtökin væru orðin mjög óþolinmóð að bíða eftir af- stöðu ríkisstjórnarinnar. Þetta mál þyldi ekki lengri bið. Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra segir að ekkert sé af málinu að frétta. Um- fjöllun um það hafi tafist af ýmsum ástæðum. Enn liggur ekki fyrir hvort ríkisstjórnin setur fjármagn í úreldingu sláturhúsa á landsbyggðinni Áform um fækkun sláturhúsa í hættu SÁ óvenjulegi atburður átti sér stað í gærmorgun að allur farangur sem átti að fylgja farþegum Flugleiða frá Keflavík til London fór með vélinni til Parísar en allur farangur sem átti að fara með farþegum þangað fór með vélinni til London. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flug- leiða, segir að svo virðist sem mistök hafi orðið hjá fyrirtækinu IGS, sem annast hleðslu vélanna á Keflavíkurflugvelli, en eftir eigi að skoða hvern- ig þetta hafi getað gerst. Mistökin hafi ekki kom- ið í ljós fyrr en vélarnar hafi lent á áfangastað og þá hafi strax hafist vinna við að koma farangr- inum á réttan stað í þeirri von að farþegar fengju farangur sinn ekki síðar en í dag, en sumir hafi fengið hann þegar í gær. Farþegar treysta því að fá farangur sinn að loknu flugi og þegar það bregst verða þeir fyrir óþægindum, en auk óþæginda verður félagið líka fyrir kostnaði vegna þessara mistaka. Guðjón segir að farþegi eigi ekki rétt á því að farangur komi um leið og hann á áfangastað, en Flugleiðir leggi kapp á að farangur fylgi farþega hverju sinni. Varðandi bætur segir hann að almenna reglan sé sú að hafi farþegi ekki fengið farangur sinn innan 24 tíma fái hann 100 dollara bóta- greiðslu og allt að 400 dollara komi farangurinn ekki í leitirnar. Auk þess séu ýmsir aðrir skil- málar í gangi. Brúðkaupsfötin fóru annað Á meðal farþega til London var par sem hyggst ganga í hjónaband í dag og voru brúð- kaupsfötin í farangrinum sem fór til Parísar. „Svona mistök geta komið sér illa og við hörmum þau óþægindi sem þau hafa valdið,“ segir Guðjón og bætir við að reynt hafi verið að aðstoða verð- andi brúðhjón eftir megni og þau eigi að fá far- angur sinn í tíma fyrir brúðkaupið. Allur farang- ur til London og Parísar víxlaðist ♦ ♦ ♦ ÞÆR Snædís Sigurjónsdóttir og Ingibjörg Signý Aadnegard fundu bein og gamalt vasaúr þegar þær voru að þrífa beð vestan við kirkju- garðinn á Blönduósi. Þær stöllur, sem eru í vinnuskólanum á Blönduósi, voru ákveðnar í því að hér væri um merkilegan fund að ræða. Ekki voru samt allir á því að hér væri um sögulegan atburð að ræða en engu að síður jók þessi fundur stúlknanna áhuga þeirra á beða- hreinsun og skógarþröstur sem á sér hreiður í nágrenninu var vinnuframlagi stúlknanna ákaf- lega þakklátur því framboð á ánamöðkum jókst stórlega. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Fornleifar á Blönduósi Blönduósi. Morgunblaðið. BIFREIÐ valt rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi á Fróðárheiði á Snæ- fellsnesi. Tvær ungar konur voru á ferð í bílnum og komust þær af sjálfsdáðum úr honum. Sendir voru tveir sjúkrabílar frá Ólafsvík á stað- inn, en meiðsli stúlknanna virtust ekki alvarleg. Bílvelta á Fróðárheiði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.