Morgunblaðið - 27.07.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
K
aupmannahafnarbúar eru í sumarskapi. Ungt par stað-
næmist við gangbrautina á rauðu ljósi. Það byrjar að
kyssast. Og heldur áfram að kyssast þótt rauði kallinn
verði grænn. Hann roðnar aftur.
Í heiðríkju sumarsins rekur marga í rogastans er
þeir mæta yfir hundrað jólasveinum á Ráðhústorginu. Syngjandi
jólalög og dansandi í kringum jólatré. Jólasveinarnir eru af mörgum
þjóðernum og koma sumir langt að, mun lengra en frá Himmel-
bjerget, jafnvel Japan og Grænlandi. Undanfarna áratugi hafa þeir
hist í júlí í Danmörku, ef til vill vegna þess að danski fáninn er í
jólasveinalitunum.
– Er enginn jólasveinn hérna frá Íslandi? spyr blaðamaður.
– Nei, en ef þú veist um einhvern, þá endilega sendu hann til okk-
ar, svarar japanskur jólasveinn.
– Hann hefur kannski lent í vandræðum með
hreindýrin, segir sænskur jólasveinn, sem greinilega
hefur aldrei komið í Klaustursel á Jökuldal.
Hollenski jólasveinninn er hátíðlegri en aðrir,
klæddur eins og biskup og með hjálparsvein, sót-
svartan í framan, sem heitir Svarti Pétur.
– Ég fer með pakkana niður reykháfana, segir
Svarti Pétur, brosir gegnum sótið og fræðir blaða-
mann um það að í Hollandi sé gjöfunum dreift 5. desember, daginn
fyrir afmælisdag jólasveinsins.
– Á jólasveinninn afmæli 6. desember, spyr blaðamaður hissa,
sem sjálfur á afmæli þann dag og hefur stundum verið talinn hálf-
gerður jólasveinn.
– Já, segir Svarti Pétur og kinkar kolli.
– En þarf ekki að taka upp samræmdan staðal innan Evrópusam-
bandsins um það hvenær jólasveinar gefa gjafir?
– Það yrði þá að færa alla gjafadaga til 5. desember, því þar á
gjafahefðin uppruna sinn, segir Svarti Pétur með þóttasvip. Og
vandi Evrópusambandsins kristallast í orðum hins hollenska Svarta
Péturs. Evrópusambandið breytir ekki Hollandi; Holland ætlar að
breyta Evrópusambandinu.
Eftir jólagleðina á torginu safnast jólasveinarnir í ráðhúsið. Bjöll-
ur klingja um alla ganga eins og húsið sé fullt af þingforsetum. Í
veislusalnum hangir skjöldur Íslands á vegg ásamt skjöldum ann-
arra nýlendna Dana. Bente Frost er staðgengill borgarstjóra. Hún
flytur ræðu um ábyrgðina sem því fylgir að færa gleði í jólahaldið. Í
stjórnmálum er alltaf einhver dreginn til ábyrgðar. Svitinn drýpur
af þykkklæddum jólasveinunum.
– Það er bara einn jólasveinn frá Kanada, segir jólasveinninn frá
Kanada. Ef þú sérð tvo jólasveina í Kanada, þá verðurðu að skjóta
annan, bætir hann við með trega í röddinni. Ég held foreldrarnir
séu vísir til þess, því þeir taka þetta mjög hátíðlega, segir hann
áhyggjufullur. En börnunum er alveg sama þó jólasveinarnir séu
fleiri. Fimmtíu jólasveinar eru betri en einn, segir hann, hlær og
tekur gleði sína á ný.
Götuvitarnir senda flóðbylgjur inn á Strikið. Fátt skemmtilegra
en að sitja á kaffihúsi, rýna í mannhafið og hlusta á tóna götunnar.
Parið á næsta borði horfist í augu og deilir pylsu. Maðurinn í
X-Files-bolnum er geimvera. Roskin kona dregur sígarettupakka
upp úr farteskinu og tendrar eina. Svo heldur hún áfram að betla. Í
miðri þrönginni verður barnavagnaárekstur. Allt fer á besta veg, –
börnin vakna ekki. Ungir íslenskir skákmenn hefna myglaða mjöls-
ins. Íslensk stúlka talar ensku á ítölskum veitingastað og pantar
kók. Ef nánar er að gáð morar allt af Íslendingum.
– Ég er búin að bíða og bíða og bíða, segir dóttir við móður sína,
sem leggur frá sér innkaupapokana afsakandi.
– Það eru engir fuglar hérna, segir vonsvikinn faðir með ungana
sína tvo.
– Má hjóla hérna, spyr undrandi stúlka vini sína þegar hún mætir
hjólreiðamanni.
– Við erum meiri skvísurnar, segir stúlka við vinkonu sína og þær
þræða búðirnar af sömu vandvirkni og perlur á band.
– Ég er orðin stór, segir smástelpa sem vill ráða hvert förinni er
heitið. Hún teymir pabba áfram á litla puttanum og bætir við: Ég er
sterk.
Óhrjálegur gamall maður gengur með hafurtaskið í regnhlífinni.
Innan um flíkurnar eru nokkur blóm. Falleg hvít blóm. Eitt hefur
fallið á gangstéttina. Og gamli maðurinn er að safna styrk til að
beygja sig eftir því. Afskorinn stilkur að teygja sig eftir blómi. Og
parið við götuvitann enn að kyssast.
Morgunblaðið/Pétur Blöndal
Í slagtogi með
Íslendingum
og jólasveinum
SKISSA
Pétur Blöndal
stakk sér í
mannhafið á
Ráðhústorgi
FLESTIR gera ráð fyrir að sókn í
gæs muni aukast í kjölfar banns við
veiði á rjúpu og veiðiþunginn nái yfir
lengra tímabil en verið hefur til þessa
en fæstir treysta sér þó til þess að spá
fyrir um hversu mikið hún muni
aukast. Engu að síður er athyglisvert
að velta fyrir sér tölum í þessu sam-
bandi.
Í tillögum Náttúrufræðistofnunar
Íslands til verndar rjúpnastofninum
kemur fram að af sjö þúsund veiði-
kortahöfum sem skila inn einhverri
veiði á hverju ári veiði 4.600 eða 67%
veiðimanna rjúpu eingöngu en ekki
gæs. Erfitt er að spá fyrir hversu
margir af þessum veiðimönnum taki
að skjóta gæs nú þegar búið er að
banna veiði á rjúpu og eins er óvíst
hversu fljótir þeir verða að ná tökum
á því að skjóta hana.
Meðalveiði á grágæs var um 35.800
fuglar á árunum 1995-2001, meðal-
veiði á heiðargæs liðlega 13.300 fugl-
ar, 3.300 á blesgæs og um tæplega
1.800 á helsingja. Meðalveiðinni ár-
anna 1995-2001 á öllum tegundum var
því um 54.300 fuglar. Skotveiðifélagið
telur að um 3.400 manns fari til gæsa-
veiða á hverju ári og það þýðir þá að
hver veiðimaður hefur skotið hátt í 16
gæsir að meðaltali. Gefum okkur nú
að það taki rjúpnaskytturnar nokk-
urn tíma að ná tökum á gæsaveiðinni
og þær skjóti tíu gæsir að meðaltali
fyrsta haustið. Ef við gefum okkur
einnig að fjórðungur þeirra sem að-
eins skaut rjúpu fari nú á gæs fjölgar
gæsaveiðimönnum um 1.150. Það
myndi þýða að veiði á gæs myndi
aukast um 11.500 fugla eða um rúm
20%.
Þá vaknar auðvitað spurningin:
Hvað með gæsastofnana, þola þeir
aukinn veiðiþunga eða mun bann við
veiðum á rjúpu verða til þess að tak-
marka þurfi veiðar á gæs?
Breytir öllu jafnvæginu
Þar verður fyrir svörum Arnór Þ.
Sigfússon, fuglafræðingur, en hann
segist vera sannfærður um að bann
við veiði á rjúpu muni leiða til aukn-
ingar í veiði á gæs þótt ómögulegt sé
að nefna tölur í því sambandi. „Þetta
breytir öllu jafnvægi í veiðunum. Þeg-
ar veiðitímabil á rjúpu hefst hafa
veiðimenn gjarnan hætt í gæsinni
þótt gæsin sé hér enn þannig að ég
reikna með að veiðiþunginn í gæsina
muni vara lengur. Bannið gæti því
haft ófyrirséð áhrif á gæsastofnana
en það á eftir að koma í ljós hversu
mikil þau verða. Svo má ekki gleyma
öndinni; það má búast við að það
kunni að verða einhver aukning í veiði
á öndum en um þá stofna vitum við í
raun enn minna.“
Arnór segir grágæsarstofninn, sem
langmest er veitt úr, hafa minnkað
jafnt og þétt undanfarinn áratug eða
lengur, stofninn hafi talið 89 þúsund
fugla haustið 2001 en hafi minnstur
verið áætlaður um 76 þúsund fuglar
þannig að svo virðist sem niðursveifl-
an hafi stöðvast og stofninn jafnvel
aðeins farinn að rétta úr kútnum.
Arnór tekur þó fram að villur virðist
hafa verið í gögnum sem notuð voru
við mat á stærð stofnsins. „Þegar við
skoðuðum niðurstöður talninga á
Bretlandseyjum í samhengi við nið-
urstöður merkinga okkar og niður-
stöður úr veiðiskýrslum gengu hlut-
irnir ekki upp. Annaðhvort var
stofninn vanmetinn stórlega eða veið-
in stórlega ofmetin. Eins gat verið að
við hefðum vanmetið ungahlutföllin í
stofninum. Eftir að hafa gert skoð-
anakönnun á meðal veiðimanna telj-
um við veiðina hafa verið nokkuð rétt
skráða og þá eru líkur á því að stofn-
inn sé vantalinn. Grágæsarstofninn er
því líklega stærri en menn töldu.“
Aðspurður segist Arnór þó ekki
vilja sjá sóknina í grágæsina aukast
mjög mikið. „Náttúrufræðistofnun
gaf út á sínum tíma að það væri ekki
ástæða til þess að takmarka veiðar á
grágæsum en tekið var fram að hún
mætti hins vegar heldur ekki aukast
mikið. Ef við fengjum nokkur ár þar
sem varp myndi að stórum hluta mis-
farast myndi grágæsarstofninn
örugglega minnka snöggt.“
Arnór segir stofn heiðargæsar og
helsingja vera í sögulegu hámarki og
það sé kannski ekki ástæða til þess að
hafa áhyggjur af þeim stofnum nema
veiðin aukist mjög mikið. „Menn hafa
mestar áhyggjur af blesgæsinni eins
og er. Stofninn hefur farið minnkandi
og var kominn niður í 27 þúsund fugla
haustið 2001.“
Ekki æskilegt að veiða
meira af gæsinni
Morgunblaðið/Ómar
Langmest er veitt af grágæs en ekki er talið ráðlegt að auka veiðina.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
athugasemd frá Þóri Oddssyni vara-
ríkislögreglustjóra vegna frétta-
flutnings um fund vararíkislögreglu-
stjóra með Samkeppnisstofnun 16.
júní síðastliðinn.
„Vegna fréttaflutnings undan-
farna daga um samskipti Samkeppn-
isstofnunar og embættis ríkislög-
reglustjóra vegna rannsóknar sem
Samkeppnisstofnun vinnur að verð-
ur ekki hjá því komist að gera at-
hugasemdir við nokkur atriði. Stuðst
er við minnisblað sem undirritaður
gerði strax að fundi loknum.
Mánudaginn 16. júní 2003 kl. rúm-
lega 11.00 komu á fund undirritaðs
Georg Ólafsson, forstjóri, og Ásgeir
Einarsson, lögfræðingur, í tengslum
við rannsókn Samkeppnisstofnunar
á ætluðu ólögmætu samráði olíufé-
laganna Olíuverzlunar Íslands hf.,
Olíufélagsins hf. og Skeljungs hf.,
sem hófst hinn 18. desember 2001.
Tilefni fundarins var staða rann-
sóknar þess máls, en hún væri afar
umfangsmikil og ennfremur að leita
eftir viðhorfum RLS um framhald
hennar.
GÓ og ÁE greindu frá því að rann-
sókn á þeim þætti sem lengst væri
kominn (1. hluti) beindist einkum að
þremur þáttum:
1. Samráði um gerð tilboða.
2. Markaðsskiptingu og verðsam-
ráði í sölu á eldsneyti á Reykjavíkur-
og Keflavíkurflugvelli.
3. Verðsamráði og markaðsskipt-
ingu í sölu á eldsneyti til erlendra
skipa í íslenskum höfnum.
Að sögn þeirra hafði Olíufélagið
hf. verið fúst til samstarfs og hin fé-
lögin að einhverju marki en þó síður.
Þeir höfðu meðferðis skýrslu um
frumathugun á ofangreindum þátt-
um og óskuðu eftir að fá að skilja
hana eftir en beðist var undan því að
sinni. Þeim var greint frá því að Jón
H. Snorrason, yfirmaður efnahags-
brotadeildar RLS, hefði ekki haft
tök á því að sitja þennan fund og
Haraldur Johannessen, ríkislög-
reglustjóri, væri í sumarleyfi erlend-
is og því væri eðlilegt að saksóknari
efnahagsbrotadeildar kæmi að mál-
inu. GÓ og ÁE sögðust vilja vekja at-
hygli RLS á máli þessu þar sem ekki
væri beinlínis í samkeppnislögum
kveðið á um það með hvaða hætti
gera ætti rannsóknar- og ákæruvaldi
grein fyrir stöðu máls þegar svo
stæði á að til álita væri að vísa máli
til opinberrar meðferðar, þótt sektir
væru lagðar á félögin.
Fram kom í máli þeirra GÓ og ÁE
að rannsókn málsins væri alls ekki
lokið og reiknuðu þeir með því að
e.t.v. lyki henni fyrir árslok. Þeir
væru að leita viðhorfa RLS til þess
hvort hagfelldara væri að RLS
fylgdist með rannsókninni og gæti
þá myndað sér skoðun á því hvort
líklegt væri að málið kæmi til kasta
lögreglu eða hvort RLS vildi bíða
þar til rannsókn Samkeppnisstofn-
unar lyki.
Undirritaður sagðist ekki ætla að
kveða upp úr með það en lagði til að
ÁE og JHS hefðu samband og hitt-
ust þá eftir atvikum til frekara sam-
ráðs ef Samkeppnisstofnun teldi
ástæðu til þess, en GÓ var á förum til
útlanda og ÁE áformaði sumarleyfi
síðar í júnímánuði.
GÓ og ÁE skildu eftir ljósrit af
bréfi er Samkeppnisstofnun sendi
Gísla Baldri Garðarssyni hrl. v/Olíu-
verslunar Íslands hf. dagsett 8. jan-
úar 2003, en þar eru talin upp þau at-
riði sem hin ætluðu brot eru talin
lúta að.
Þessi óformlegi fundur stóð í
u.þ.b. 25 mínútur.
Á fundi þessum var af hálfu Sam-
keppnisstofnunar ekki bent á nein
atriði sem sérstaklega varða þátt
einstakra starfsmanna olíufélaganna
og er það því rangt að lögregla hafi
fengið þá vitneskju um málsatvik
sem leiða ættu til þess að rannsókn
hæfist af hennar hálfu. Þegar litið er
til þess að fundurinn var skammur
en skýrslan sem GÓ hafði meðferðis
talsverð að vöxtum varð ekki tekin
ákvörðun um framhald málsins án
þess að nánari grein væri gerð fyrir
sakarefnum sem studd væru sönn-
unargögnum. Efnisyfirlit sem svo
hefur verið nefnt og skilið var eftir
hjá vararíkislögreglustjóra er bréf
það sem áður er nefnt til Gísla Bald-
urs Garðarssonar hrl. Bréf sendi
Samkeppnisstofnun öllum olíufélög-
unum í þeim tilgangi að auðvelda að-
ilum málsins að nýta sér andmæla-
rétt sinn samkvæmt stjórnsýslu-
lögum og er það áréttað að bréfið er
dagsett 8. janúar 2003 – tæpu hálfu
ári áður en fundur þessi átti sér
stað.“
Athugasemd frá vara-
ríkislögreglustjóra