Morgunblaðið - 27.07.2003, Side 17

Morgunblaðið - 27.07.2003, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 17 LÍKAST TIL hafa einhverjir rekiðupp stór augu þegar tónleikaupp-tökur með hljómsveit sem ekki hef-ur leikið saman síðan haustið 1980fóru beint á toppinn vestan hafs. Um líkt leyti fóru DVD-diskar með mynd- skeiðum frá þeim tónleikum sömu leið – rak- leiðis á toppinn á sölulistum. Varla hefur það þó komið þeim á óvart sem þekkja sveitina Led Zeppelin, enda er hún ein af þeim sveit- um sem aldrei hafa glatað virðingu rokkvina, aldrei koðnað niður í sinfóníugutl og ballöður, ekki hætt og snúið aftur, hætt og snúið aftur, hætt og snúið aftur, ekki kjagað á svið akfeit- ir og illa spilandi eins og segja má um svo margar fremstu sveitir sjöunda og áttunda áratugarins (gleymum Live Aid 1995 – það var í göfugum tilgangi). Þegar við bætist að aldrei kom út almennileg tónleikaskífa með sveitinni er varla nema von að Zeppelin-aðdá- endur hafi rokið upp til handa og fóta og fest sér tónleikadiskinn og DVD-diskana – hér var kominn kaleikurinn helgi sem margir þeirra hafa beðið eftir árum og áratugum saman. Ekki þurftu þeir svo lengi að hlusta til að heyra að pakkinn stendur fyllilega undir væntingum – undirstrikar hvers vegna menn töldu og telja Led Zeppelin eina helstu tón- leikasveit heims þegar best lét, ef ekki þá helstu. Hugsanlega hefur það haft eitthvað að segja um það hve vel hefur gengið að selja diskana að þeir eftirlifandi Zeppelin-liðar, Jimmy Page gítarleikari, sem stýrði útgáf- unni, John Paul Jones bassaleikari og Robert Plant söngvari, hafa kynnt hana af krafti, en John Bonham, trymbillinn snjalli, lést af neyslu eiturlyfja 1980. Fimm klukkutíma tónleikar Á DVD-diskunum eru tæpir fimm klukku- tímar af tónleikaupptökum sem verður að teljast harla gott í ljósi þess að varla er til nokkuð slíkt myndefni af viti. Upptökurnar eru af fernum tónleikum, í Royal Albert Hall í janúar 1970, í Earls Court í maí 1975, á Knebworth-rokkhátíðinni í ágúst 1979 og loks í Madison Square Garden í New York í ágúst 1973. (Þess má geta að sú skelfilega mynd The Song Remains the Same byggðist á efni frá tónleikunum í Madison Square Garden. Minnist þess að hafa misst meðvitund á sýn- ingu í Austurbæjarbíói 1974 eða 5 í hálfnuðu tuttugu mínútna gítarsólói með fiðluboga.) Til viðbótar við þetta eru diskarnir skreytt- ir því sem til er af sjónvarpsupptökum, við- talsbútum og kynningarefni og einnig upp- tökum sem aðdáendur gerðu á laun. Á tónlistardiskunum eru svo upptökur frá tvennum tónleikum sem sveitin hélt vestur í Kaliforníu 1972, aðrir voru haldnir 25. júní í Los Angeles Forum og hinir 27. júní í Long Beach Arena. Það besta er valið úr hvorum tveggja tónleikunum og efninu skeytt saman, en óðir Zeppelin-vinir eiga margir neðanjarð- arútgáfur af þessum tónleikum sem fáanlegar hafa verið í leynisjoppum undanfarin ár. Jimmy Page, gítarleikari sveitarinnar, skýrir það hve lítið hafi verið til kvikmyndað af sveitinni, sem var á sínum tíma vinsælasta rokkhljómsveit heims, með því að þeir félagar hafi verið lítið gefnir fyrir sölumennsku og kynningastarf. Þeirra kynning hafi falist í því að spila á tónleikum og þannig hafi sveitin náð að leggja Bandaríkin að fótum sér sem sér stað enn þann dag í dag. Margir filmukílómetrar Page sá um að púsla myndefninu saman með aðstoð Dick Carruthers og hefur lýst vinnunni svo að þeir hafi horft á marga filmu- kílómetra í leit að upptökum sem voru nógu góðar til að hægt væri að nota þær. Sumar höfðu ekki verið skoðaðar síðan þær voru teknar upp, aðrar voru mynd án hljóðs og enn aðrar hljóð án myndar. Alla jafna var hljóðið sér enda höfðu amatörar ekki búnað til að taka það upp saman. Þeir voru þó margir klárir og hljóðrituðu tónleikana á segulband þegar þeir voru að kvikmynda og því tókst að búa til eina góða tónleika úr öllu saman. Í viðtali við Billboard fyrir stuttu sagði Page að þeir félagar hafi snemma áttað sig á því að sjónvarpið væri ekki þeirra miðill og þá ekki bara fyrir það að þeir voru að leika öðru- vísi tónlist en spiluð var í sjón- og útvarpi á þeim tíma og með lengri lög. Þannig sé á DVD-disknum upptaka úr danska sjónvarp- inu þar sem áhorfendur voru látnir sitja við fótskör hljómsveitarinnar „og það fer ekki á milli mála að þeir eru skelfingu lostnir“. Hann nefnir einnig annað dæmi: „Á diskunum er líka upptaka frá franska sjónvarpinu, við er- um að spila og í bakgrunninum má sjá hljóm- sveit frá Hjálpræðishernum sem er að bíða eftir því að komast að. Þau sitja í tveimur röðum og kunna því greinilega illa sem fram fer.“ Þrjár eiginlegar upptökur Eftir þessa reynslu ákváðu Zeppelin-menn að halda sig við tónleikahaldið og fannst aldr- ei ástæða til að skjalfesta það að neinu leyti. Page nefnir þó þrjár eiginlegar upptökur, fyrst í Royal Albert Hall 1970, þá í Madison Square Garden 1973, en sú upptaka var ætluð fyrir kvikmynd og betur staðið að henni. Síð- an kom upptaka í Earls Court 1975 sem varp- að var á stóran skjá jafnóðum, en það var í fyrsta sinn sem slíkt var gert í Bretlandi. Í ljósi þess að svo mikið var við haft ákváðu þeir félagar að taka tónleikana þá upp sam- tímis og loks var það Knebwort-hátíðin sem var öll kvikmynduð. Albert Hall-upptakan var sú eina sem ekki var tiltæk þegar stóð til að setja saman DVD- safn, því hún var í höndum einkaaðila sem ætlaði að selja hana á uppboði hjá Sotheby’s. Hann féllst á það að selja sveitinni filmuna fyrir drjúgan skilding. Að sögn Pages tók hálft ár að koma efninu í tölvutækt form svo hægt væri að byrja að setja það saman, „en upphaflega hélt ég að þetta væri tveggja til þriggja vikna verk“, segir hann og bætir við að hann sé búinn að fá nóg af Zeppelin í bili, hann sé með mikið af nýrri tónlist í hausnum sem hann langar til að fá að vinna í friði. Ekkert eftir Fyrst menn eru komnir af stað er varla nema von að spurt sé: a. er meira til? og b. hvenær verður Led Zeppelin endurreist? Svarið við fyrri spurningunni er afdráttar- laust nei, ekki sé meira til af almennilegum upptökum; búið að fara yfir öll frumeintök fyrir endurútgáfurnar sem komu út í byrjun síðasta áratugar og ekkert er til af almenni- legum tónleikaupptökum svo menn viti. „Þar að auki eyddum við aldrei tíma í að taka eitt- hvað upp sem ekki var nógu gott til að gefa út,“ sagði John Paul Jones á kynningu á út- gáfunni fyrir skemmstu. „Öll okkar bestu lög voru tekin upp og gefin út á sínum tíma.“ Page tekur í sama streng í Billboard-viðtal- inu áðurnefnda: „Hvað tónleikaupptökurnar varðar þá er ekkert eftir. Reyndar eru til ein- hverjar upptökur frá Japan, en ég held að þær eigi aldrei eftir að koma út. Það er líka eitthvað til af hljóðversupptökum sem eru öðruvísi hljóðblandaðar en það sem rataði á plöturnar og einhver lög í öðrum útgáfum. Vissulega forvitnilegt efni í sjálfu sér sem sýnir hvernig lögin breyttust og mótuðust í hljóðverinu.“ Í viðtali fyrir stuttu var Page þó heldur já- kvæðari á það að þeir félagar eigi eftir að vinna eitthvað saman aftur: „Síst af öllu myndi ég vilja fara í tónleikaferð til að kynna eitthvað sem ég gerði fyrir 30 árum, en við sjáum til, bíðum aðeins. Ef við höldum áfram að tala saman á það kannski eftir að gerast að við hittumst til að tala um tónlist. Allt fer það þó eftir því hvernig við náum saman, það get- ur allt gerst.“ Kaleikurinn helgi Liðið er á þriðja áratug síðan breska rokksveitin Led Zeppelin lagði upp laupana. Enn er hún þó mörgum ofarlega í huga. Árni Matthíasson segir frá nýlegri útgáfu á þrjátíu ára gömlum tónleikaupptökum sem fóru beint á toppinn á metsölulist- um vestanhafs. arnim@mbl.is Liðsmenn Led Zeppelin, frá vinstri, John Paul Jones, John Bonham, Jimmy Page og Robert Plant.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.