Morgunblaðið - 27.07.2003, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 21
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða þér nú síðustu sætin í sólina í ágúst og september á
hreint ótrúlegu verði, en nú sumarstemmningin í hámarki á vinsælustu
áfangastöðum Evrópu og aldrei betra að njóta vinsælustu staðanna á
fegursta tíma ársins. Nú eru flestar brottfarir í júlí uppseldar. Tryggðu
þér síðustu sætin meðan enn er laust.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Síðustu sætin
í sólina
í ágúst og september
frá kr. 19.950
með Heimsferðum
Benidorm - 20. ágúst
Verð frá kr. 39.962
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, Albir
Garden. Almennt verð kr. 41.960.
Innifalið: flug gisting og skattar.
Flutningur til og frá flugvelli erlendis kr.
1.800.- per mann
Verð frá kr. 39.962
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð,
stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960.
Innifalið: flug gisting og skattar.
Flutningur til og frá flugvelli erlendis kr.
1.800.- per mann
Prag - Verslunarmannahelgin
Verð frá kr. 39.950
Flugsæti með sköttum. 29. júlí - 4. ágúst
Almennt verð kr. 41.950.
Verona - 20. ágúst
Verð frá kr. 19.950
Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1,
20. ágúst. Almennt verð kr. 20.950.
Mallorka - 18./25. ágúst
Verð frá kr. 39.962
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð,
stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960.
Innifalið: flug gisting og skattar.
Flutningur til og frá flugvelli erlendis kr.
1.800.- per mann
Costa del Sol - 27. ág./3. sept.
Rimini - 19./26. ágúst
Verð frá kr. 39.962
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð,
stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960.
Innifalið: flug gisting og skattar.
Flutningur til og frá flugvelli erlendis kr.
2.800.- per mann
minni og þá tókust nánari kynni
með okkur Hermanni. Hann hafði
frá upphafi mikinn hug á búskap og
lifandi áhuga á hestamennsku, það
var hans veganesti úr föðurhúsum.
Hermann átti nokkrar kindur, faðir
minn gaf okkur kú og tengdamóðir
mín gaf okkur aðra kú og með þenn-
an bústofn byrjuðum við okkar bú-
skap.
Við fengum jarðnæði á Flúðum.
Þar var þá rekinn skóli. Skólastjór-
anum hafði verið fengin þessi spilda
úr jörðunum Hellisholti og Hrafn-
kelsstöðum. Hann nýtti ekki landið
og við fengum það leigt. Við bjugg-
um þarna í hálft annað ár. Þá dó
bóndinn í Langholtskoti og við
keyptum jörðina í félagi við Pál
Bjarnason frá Auðsholti, sem verið
hafði vinnumaður í Hvítárholti á
sama tíma og Hermann.
Um þetta leyti var mikið í tísku
að endurskíra jarðir, einkum þær
sem kenndar voru við kot. Sumir
nefndu þetta við okkur en mér þótti
þetta fráleitt – það er fólkið sem
ræður farsæld búa en ekki nafnið á
jörðinni. Ég er fegin að við að
breyttum ekki um nafn á jörðinni,
ég hef gjarnan kallað mig „ömmu í
Koti“ og haft gaman af.
Langholtskot var talsvert ein-
angrað þegar þetta var. Ég fór oft
til bæja til að hitta fólk fyrstu árin.
Húsnæðið var heldur lélegt á jörð-
inni, lítið timburhús, byggt árið
1929. Við byggðum síðar við húsið
herbergi og eldhús með risi. Í gamla
eldhúsinu var lítið skápapláss og
saggafullt það sem var. Ég gat ekki
hugsað mér að láta þá fáu diska sem
ég átti þar inn og fékk í staðinn syk-
urkassa sem ég raðaði minni fátæk-
legu búslóð í.
Gamli tíminn var að mestu alls-
ráðandi hér þegar við hófum bú-
skap. Eina vélin var hestasláttuvél,
en eigi að síður þurfti að hjakka
með orfum í þúfunum allt sumarið.
Hermann hófst handa við túnaslétt-
un og var að stækka túnið hér allt
fram á efri ár.
Við höfðum kaupakonu og
tengdamóðir mín bjó hjá okkur. Svo
fóru börnin að fæðast, þau urðu
fjögur, tveir drengir, Jón og Unn-
steinn, og tvær telpur, Sigrún og
Elínbjört. Við áttum barnaláni að
fagna og vorum líka jafnan heppin
með þau börn sem voru hjá okkur til
snúninga.
Lengi vel bjuggum við í gamla
húsinu. Þar varð fljótt æði þröngt.
Við hjónin sváfum í risherbergi í
rúmi sem var aðeins ein og hálf
breidd. Við gátum ekki tekið börnin
upp í til okkar, það varð að bíða þar
til barnabörnin komu til sögunnar
en þá höfðum við reist okkur nýtt
íbúðarhús. Þegar það var fullbyggt
tók ég til við garðrækt. Kom mér
upp skrautgarði við nýja húsið, þótt
ég hefði lítinn tíma til að sinna hon-
um og erfitt væri að ná í plöntur,
nema þá hjá kunningjum og síðar
fyrir tilstilli kvenfélagsins, sem kom
á plöntuskiptum.
Farsæl búskaparár
Búskapurinn hjá okkur gekk vel.
Jörðin er reyndar afar lítil, en hún
er vel nýtt enda var Hermann með
afbrigðum duglegur og vel verki
farinn bóndi, sérlega atorkusamur
og hafði mikið vinnuþrek Hann
sagði stundum að ef hann ætti eftir
að lifa öðru lífi þá vildi hann búa ein-
hversstaðar í Skaftafellssýslu þar
sem væri langar leiðir að smala,“
segir Katrín.
Blaðafréttir frá ýmsum tímum
staðfesta ummæli hennar um bú-
skaparhæfileika eiginmannsins.
Ekki aðeins fengu hestarnir hans
Hermanns ýmis verðlaun heldur
átti hann og fallega verðlaunahrúta,
verðlaunakýr og þannig mætti telja.
„Hann var hæfileikaríkur maður,
sérlega laginn við skepnur eins og
ég sagði og féll varla verk úr hendi.
Það var honum, og okkur báðum,
því þungt áfall þegar hann greindist
með Parkinsonsveiki. Hægt var að
halda henni niðri nokkurn tíma en,
svo fór hún versnandi. Hermann
var og mjög næmur maður. Frá
barnæsku sá hann ýmislegt fleira
en almennt gerðist en fór jafnan
dult með. Eitt og annað sagði hann
mér þó í þessa veru. Mér er í minni
þegar hann fór eitt sinn að kvöldlagi
að sækja möl á vagn. Hann ætlaði
að sækja nokkra vagna en kom nær
strax aftur og kvaðst ekki gera
meira þetta kvöldið. Hann kvaðst
hafa séð dökkklædda konu ganga
framhjá sér og henni fylgdi svo mik-
ill kuldi að hann ákvað að fara heim.
Hann sagði mér að þessum sýnum
fylgdi á stundum mikill kuldi, ekki
síst átti þetta við þegar hann var
ungur að árum. Hermann var jafn-
an sérlega draumspakur, fátt sem
gerðist kom honum á óvart öll okkar
búskaparár.
Sjálf hef ég ekki margt að segja
um þetta efni. Mig dreymdi þó sér-
kennilega fyrstu nóttina sem við
sváfum í nýja húsinu okkar. Mér
þótti húsið fullt af fólki og að til mín
kæmu tvær konur úr hópnum og
bæðu mig að fá að vera. Ég sagði að
þeim væri það velkomið og ég hef
alltaf verið þakklát fyrir að ég
skyldi gera það – þótti það boða
gott. Önnur konan tók í höndina á
mér í draumnum og mér fannst ég
finna vel að það væru engin bein í
hendinni, heldur mikil mýkt.
Við Hermann áttum enda langt
og gott líf hér í þessu hús þar til
hann lést úr lungnabólgu 1993,
rösklega sjötugur að aldri. Síðan
hef ég búið hér ein, en sonur minn
og tendadóttir búa hér í næsta húsi.
Þau voru fyrir alllöngu tekin við bú-
skapnum áður en ég varð ekkja.“
Þótt Katrín búi nú ein í húsi sínu
þá líður tíminn fljótt.
„Raunar finnst mér tíminn líða æ
hraðar. Mér leiðist aldrei, ég er allt-
af með góða bók á náttborðinu og ég
á stóra fjölskyldu og hef mikinn
áhuga á velferð hennar. Ég hef nóg
að gera við að prjóna og sauma
handa smáfólkinu mínu,“ segir
Katrín og sýnir mér heklaðar
barnahúfur og smábarnateppi sem
hún er að prjóna, málaðar myndir
og saumaðar og margt fleira.
Handavinnan hennar staðfestir þá
skoðun sem ég myndaði mér um
hana í upphafi – að hún væri með af-
brigðum snyrtileg og nostursöm –
að hvaða verki sem hún gengi.
Hermann Sigurðsson á verðlaunagæðingi sínum, Blæ.
gudrung@mbl.is
Systkinin og fermingarsystkinin Katrín og Bergur Jónsbörn.