Morgunblaðið - 27.07.2003, Síða 23

Morgunblaðið - 27.07.2003, Síða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 23 A›alvinningar: 5 stk. bakpokar Gá›u hva›a númer er á bolnum flínum*, flví hér eru ni›urstö›urnar úr ö›rum útdrætti sumarsins í happdrættinu. *Allir leikmenn í 4. flokki kvenna og 5. flokki karla í knattspyrnu eru sjálfkrafa flátttakendur í Eimskipsmótinu og hafa fengi› bol a› gjöf me› happdrættisnúmeri áritu›u ne›st. Nánari uppl‡singar er a› finna á heimasí›u Eimskips, www.eimskip.is. Ertu flátttakandi í Eimskipsmótinu? 40 stk. flíshúfur Aukavinningar: Vinningshafar hafi samband vi› Benedikt í síma 525 7226 e›a í netfanginu ben@eimskip.is. Vinningshafar utan höfu›borgarsvæ›isins geta haft samband vi› næstu svæ›isskrifstofu Eimskips. Næsti útdráttur ver›ur 20. ágúst. Númer hva› er bolurinn flinn? 1207 23761199389 2442 43 153 155 222 263 298 324 361 419 444 465 602 841 851 932 934 1010 1255 1282 1383 1445 1453 1486 1491 1521 1552 1719 1844 2058 2094 2098 2243 2377 2421 2492 2571 2625 2642 2737 2830 v/Laugalæk • sími 553 3755 50% afslátt ur 50% afslátt ur 50% afslátt ur 5 50% af 50% afslátt 50% afslátt ur NÚ ER ALLT Á HÁLFVIRÐI Í KRÓKI á Garðaholti verður opið hús í dag, sunnudaginn 29. júlí, milli kl. 13 og 17. Krókur er lítill bárujárns- klæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Bærinn er gott dæmi um húsakost og lifnaðarhætti al- þýðufólks á þessum landshluta á fyrri hluta 20. aldar. Í Króki var búið allt til ársins 1985. Krókur er staðsettur á ská á móti samkomuhúsinu á Garða- holti. Allir velkomnir, ókeypis að- gangur. Opið hús í Króki ÞAÐ er tónlistarfólkið Svava Kristín Ingólfsdóttir mezzosópran, Ingi- björg Guðlaugsdóttir básúnuleikari og Magnús Ragnarsson píanóleikari sem skipa Kötlu, en þau búa öll og starfa í Gautaborg. „Upphaf sam- starfs okkar má rekja til menning- arhátíðar í Stokkhólmi vorið 2002 þar sem kynnt var íslensk tónlist. Síðastliðinn vetur héldum við tón- leika bæði í Svíþjóð og Kaupmanna- höfn þar sem við spiluðum einvörð- ungu íslenska tónlist, allt frá elstu þjóðlögum til nútímaverka. Það mæltist afar vel fyrir, enda hafa t.d. Svíar mjög mikinn áhuga á íslenskri tónlist,“ segir Svava í samtali við Morgunblaðið. Óvenjuleg samsetning Aðspurð segir Svava aðalmarkmið hópsins vera að kynna íslenska tón- list á Norðurlöndum og eins að kynna skandinavíska tónlist hér á landi. Á tónleikunum á þriðjudags- kvöldið verður áherslan annars veg- ar á sænsk og hins vegar íslensk verk. „Þar sem við erum með frekar óvenjulega samsetningu, þ.e. píanó, básúnu og söng, þá höfum við verið að taka verk sem eru ekki upp- haflega samin fyrir þessa samsetn- ingu og leikið okkur að því að aðlaga verkin að okkur. Þannig hefur bás- únan t.d. tekið selló- eða flautulínu í lögum. Auk þess höfum við fengið til samstarfs við okkur ung íslensk tón- skáld, t.d. Hreiðar Inga Þor- steinsson og Þóru Marteinsdóttur, sem hafa samið verk fyrir okkur eða umskrifað eldri verk sín með okkur í huga. Við erum bara að prufa okkur áfram með þessa skemmtilegu sam- setningu.“ Af sænskum verkum á efnis- skránni má nefna Tre sånger ur musiken til „Kvinnan i Hyllos hus“ eftir Hilding Rosenberg. Að sögn Svövu er þetta afar lagrænt lag sem einkennist af ljúfri sveitastemningu. „Við Magnús munum flytja tvö sönglög, annað eftir Ture Ragström og hitt eftir Gunnar de Frumerie, en lög þeirra eru afar ólík og voru valin til þess að undirstrika breiddina í sænskri tónlist. Að endingu flytjum við Sång til Lotta sem er síðróm- antískt og angurvært stykki fyrir básúnu og píanó og Nachtgesang eftir John Fernström.“ Sönglög eftir fjögur íslensk tónskáld Eftir íslensk tónskáld mun Katla flytja Í draumi hans og Einskonar ósk eftir Þóru Marteinsdóttur. „Magnús mun flytja píanóverkið Valse lento eftir Jóns Leifs þar sem þjóðlegi andinn ríkir og síðan mun- um við öll þrjú flytja Vöxt úr Smala- söngvum eftir Mist Þorkelsdóttur sem hún samdi 1988 við texta Þor- steins Valdimarssonar. Síðan mun- um við flytja þrjú sönglög eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, þar af frumflytja eitt. Hreiðar er einmitt gamall söngnemandi minn og mér hefur þótt afar gott að geta leitað til hans. Fyrstu tvö lögin sem við flytj- um eftir hann eru algjörar andstæð- ur þar sem Hrafnar er fremur groddalegt en Mánaskin afar fallegt og ljúft. Verkið sem við frumflytjum heitir Fátækt og er samið við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur, en svo skemmtileg vill til að hún er amma Ingibjargar básúnuleikara,“ segir Svava og tekur fram að Hreiðar sé að semja fleiri verk fyrir hópinn. Tónlistarhópurinn Katla verður með tónleika í Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit laugardaginn 9. ágúst nk. og að sögn Svövu mun hópurinn bara flytja íslensk verk á þeim tón- leikum. Píanó, básúna og söngrödd Morgunblaðið/Jim Smart Magnús Ragnarsson píanóleikari, Svava Kristín Ingólfsdóttir mezzosópran og Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúnuleikari skipa tónlistarhópinn Kötlu. Á sumartónleikum í Sigurjónssafni næstkom- andi þriðjudagskvöld mun tónlistarhópurinn Katla flytja íslensk og sænsk 20. aldar tónverk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.