Morgunblaðið - 27.07.2003, Page 26
LISTIR
26 SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÁSÝNINGUNNI verða 14myndir sem Halldórvann árið 1976 ítengslum við fyrirhug-
aða útgáfu á Grettissögu en fallið
var frá. Níu þessara mynda hafa
aldrei áður komið fram opin-
berlega en fimm þeirra birtust í
bókinni Halldór Pétursson myndir
sem út kom 1980.
Þekktastur
íslenskra teiknara
Halldór Pétursson fæddist í
Reykjavík, 26. september 1916, og
lést árið 1977. Hann nam auglýs-
ingateikningu við Kunsthaandvær-
kerskolen í Kaupmannahöfn og
því næst við Art Students League
í New York. Myndir hans hafa
prýtt fjölda bóka og blaða í gegn-
um tíðina, en þekktastur er hann
fyrir einstaka næmi sína í gerð
teikninga og málverka af íslenska
hestinum. Þá þekkja margir
myndir hans úr íslenskum þjóð-
sögum. Árið 1972 gerði hann skák-
einvígi Fishers og Spasskys góð
skil en myndirnar sem hann teikn-
aði af einvíginu á sínum tíma kom-
ust í dreifingu víða um heim í
formi póstkorta og á síðum
stærstu dagblaða heims.
„Það er mjög gaman að mynd-
irnar skuli vera sýndar núna, því
þær hafa aldrei verið sýndar í
heild sinni áður,“ segir Pétur, son-
ur Halldórs. „Teikningarnar
mynda eina heild, því mynda-
serían var fullkláruð af hendi
Halldórs áður en hann féll frá
snemma árs 1977. Einhverra hluta
vegna datt útgáfan hins vegar
uppfyrir. Grettissaga var hug-
leikin Halldóri enda teiknaði hann
oft myndir eftir sögnum af tröll-
sterkum hetjum.“
Myndirnar eru sérstakar fyrir
feril Halldórs því stíll þeirra er
formfastari en hann var þekkt-
astur fyrir. „Hann vinnur mynd-
irnar inn í frumformin, ferninga,
Frumsýning
Grettismynda
Halldórs
Péturssonar
Sýn Halldórs Péturssonar á átök Grettis við drauginn Glám.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Halldór Pétursson hélt sína síðustu sýningu árið 1976, sama ár og hann teiknaði myndirnar við Grettissögu.
hringa og þríhyrninga og teiknaði
þær með fjaðurpenna og tússi.
Þetta er handverk sem varla sést
lengur. Ég þarf ekki annað en
loka augunum til að heyra hljóðið
fyrir mér þegar hann var að
teikna, krafsið í pennaoddinum á
pappírnum,“ segir Pétur er hann
rifjar upp stundirnar er hann
fylgdist með föður sínum við
teikniborðið en sjálfur hefur Pétur
fetað í fótspor föðurins og starfar
sem listmálari og teiknari.
Aðspurður segir Pétur að það
væri auðvitað gaman ef Grett-
issaga yrði gefin út á veglegan
hátt með myndskreytingum Hall-
dórs. „Það er í raun mjög þarft
verk og ef það yrði niðurstaðan af
þessari sýningu núna þá væri það
afar ánægjulegt,“ segir Pétur.
Grettishátíð
í Miðfirði
Sýningin á myndum Halldórs er
hluti Grettishátíðar sem haldin
verður í Húnaþingi helgina 16.–17.
ágúst nk. Að sögn Þrastar Árna-
sonar, verkefnisstjóra Grett-
ishátíðar, er þetta viðamesta
Grettishátíðin til þessa, en hún
hefur verið haldin undanfarin sex
ár. „Teikningar Halldórs úr Grett-
issögu eru frábærar. Markmiðið
með hátíðinni hér er að halda
merkjum sögunnar á lofti og okk-
ur fannst frumsýning myndanna
ágæt leið til þess,“ segir Þröstur
þegar hann er spurður um tilkomu
sýningarinnar. Grettishátíðin hefst
með menningar- og skemmti-
dagskrá í félagsheimilinu
Hvammstanga 16. ágúst kl. 20, þar
sem fram koma m.a. Einar Kára-
son, Þórarinn Eldjárn og Ólafur
Kjartan Sigurðarson. Á sunnudegi
verður haldin fjölskylduskemmtun
á Bjargi í Miðfirði þar sem hin ár-
lega aflraunakeppni skipar önd-
vegi. Sýningunni lýkur 17. ágúst
2003.
Grettir veitir Gísla Þorsteinssyni ærlega ráðningu fyrir kokhreysti hans.
Sýning á myndum hins ástsæla teiknara
Halldórs Péturssonar, sem listamaðurinn
vann árið 1976 fyrir áætlaða útgáfu Grettis-
sögu, verður opnuð á Hótel Eddu á Laug-
arbakka í Miðfirði næstkomandi þriðjudag,
29. júlí. Flestar myndanna hafa aldrei kom-
ið fyrir sjónir almennings þar sem ekkert
varð af útgáfunni.