Morgunblaðið - 27.07.2003, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 29
Air France og hófu sprengjuherferð í Frakk-
landi árið 1995.
„Utan Frakklands hafa menn gjarnan litið svo
á að baráttan við alsírsk hryðjuverkasamtök sé
tvíhliða vandamál Frakklands og Alsír. Þetta sé
afleiðing af nýlendufortíðinni en ekki tákn um
þróun er hefur víðari skírskotun. Það sem gerir
íslömsku hættuna hins vegar einstaka er hvern-
ig hún hefur getað stökkbreyst og fært sig yfir
landamæri líkt og veira. Þannig fórum við að
taka eftir því á þessum grundvelli árið 1996 að
alsírskir hópar væru farnir að tengjast hinni al-
þjóðlegu jihad-hreyfingu,“ segir Bruguière.
Baráttan við þá hryðjuverkaöldu er átti upp-
tök sín í Alsír varð þar með til þess að Frakkar
öðluðust djúpstæðan skilning á þeirri ógn er
stafaði af íslömskum hryðjuverkasamtökum og
þeim stöðugu stökkbreytingum sem áttu sér
stað innan þessara hópa. Sá skilningur hefði gert
að verkum að tekist hefði að koma í veg fyrir
hrikaleg hermdarverk í tengslum við heims-
meistarakeppnina í knattspyrnu í Frakklandi ár-
ið 1998, gegn dómkirkjunni í Strassborg árið
2000 og í París árið 2002. Jafnframt hafi Frakk-
ar, með því að fylgjast með tengslum alsírskra
hryðjuverkamanna við Afganistan, orðið vitni að
myndum al Qaida-samtakanna.
Bruguière færir rök fyrir því að fall Saddams
hafi ekki veikt al Qaida, hreinlega vegna þess að
engin tengsl hafi verið þar á milli. Staðreyndin
sé sú að eftir fall Talibana-stjórnarinnar í Kabúl
hafi engin ríkisstjórn í heiminum stutt samtökin
þó svo að liðsmenn þeirra hafi geta leitað skjóls í
ríkjum á borð við Pakistan, Jemen og Sádí-Ar-
abíu. „Það að ekkert ríki styður hryðjuverka-
samtökin er meginmunurinn á hryðjuverkum
nútímans og þeirra er viðgengust á tímum kalda
stríðsins. Það að átta sig á þeirri staðreynd er
forsenda þess að berjast gegn hryðjuverkum í
dag,“ segir Bruguière.
Hann segir alþjóðleg íslömsk hryðjuverka-
samtök lifa góðu lífi. Þau séu langt komin með að
laga sig að stríðinu gegn hryðjuverkum og falli
Talibanastjórnarinnar. Ekki síst al Qaida hafi
enn burði til að efna til árása þó svo að dregið
hafi úr mætti samtakanna. Meðal annars hafi al
Qaida myndað bandalag með róttækum sam-
tökum í Pakistan er berjast fyrir sjálfstæði
Kasmír. Hann telur upp fjölmargar árásir
hryðjuverkamanna síðastliðið ár sem hann segir
hægt að rekja til þessarar samvinnu ólíkra
hryðjuverkahópa. Ekki síst telur hann mikil-
vægt að telja með gíslatöku téténskra skæruliða
í leikhúsi í Moskvu í október á síðastliðnu ári.
Hann segir að eftir að ekki hafi lengur verið
hægt að nota Afganistan sem bækistöð hafi ekki
síst Tétsnía gegnt sífellt mikilvægara hlutverki.
Gíslatakan í Moskvu hafi verið tákn um „talib-
aniseringu“ Tétsníu sem sé að breyta því landi
og raunar svæðinu öllu, þar með talin Georgía,
Suður-Ossetía, Dagestan og Azerbaidsjan, í
„nýtt Afganistan“.
Bruguière segir félaga úr íslömskum samtök-
um í Evrópu hafa flykkst til Kákasus-svæðisins.
Þar hafi þeir verið þjálfaðir af téténskum skæru-
liðum annaðhvort í Tétsníu eða þá í Pankisi-
héraðinu í Georgíu. Úr þessum þjálfunarbúðum
komi menn staðráðnir í að grípa til aðgerða og
með djúpstæða þekkingu á rafeindabúnaði og
efnavopnahernaði. „Málefni Tétsníu eru því ekki
lengur einungis rússneskt innanríkismál,“ segir
Bruguière.
Sú mynd sem hann dregur upp af þróuninni er
dökk. Upp á síðkastið hafi nýliðun í samtökum
hryðjuverkamanna færst í aukana og til að
mynda hafi róttækum hópum í auknum mæli
tekist að fá Evrópubúa til liðs við sig. Starfsemi
þessi sé fjármögnuð með margvíslegum aðferð-
um, ekki síst smáglæpum á borð við greiðslu-
kortasvik, sem sé mjög erfitt að festa hendur á
og uppræta. Þessi samtök teygi anga sína um
Evrópu alla jafnt sem Kanada og eigi þaðan
greiða leið inn í Bandaríkin. Hann segir það
mjög ógnvekjandi að franskar og evrópskar
rannsóknir hafi leitt í ljós að raunveruleg og
bráð hætta sé á lífefna- eða efnavopnaárásum
róttækra íslamskra hópa jafnt í Bandaríkjunum
sem Evrópu.
Bruguière segir samvinnu Bandaríkjanna og
Frakklands í þessum efnum vera til fyrirmyndar
og deilur ríkjanna í tengslum við stríðið í Írak
hafi engin áhrif þar á.
Hann segir hryðjuverkaógnina ekki þekkja
nein landamæri og ná til heimsbyggðarinnar
allrar. Það að al Qaida njóti ekki stuðning neins
ríkis dragi að mörgu leyti úr möguleikum sam-
takanna en geri stöðuna jafnframt flóknari, skil
verði óljósari, samtökin sveigjanlegri og erfiðara
að spá því hvernig þau muni þróast.
Því verði að bregðast við þessari ógn með
samstilltu alþjóðlegu átaki. „Tilhneiging Banda-
ríkjanna til að líta á hryðjuverkaógnina sem
tengda við ákveðin ríki hefur leitt þau til að
leggja megináherslu á hernaðarleg viðbrögð, líkt
og sást í Íraksstríðinu. Undir vissum kringum-
stæðum, líkt og í Afganistan, getur verið rétt að
beita hermætti. Þannig verður hins vegar aldrei
hægt að vinna bug á hryðjuverkavandamálinu.
Það verður að fara aðrar leiðir til að ná árangri,
diplómatískar, lagalegar og beita njósnum.
Ekkert eitt ríki mun geta náð þeim árangri
heldur verður fjölþjóðlegt átak að koma til.
Frakkland mun taka þátt af staðfestu,“ sagði
Bruguière.
Raunveruleg
hætta
Á undanförnum vik-
um hafa átt sér stað
harðar pólitískar deil-
ur um það hvort bresk
og bandarísk stjórnvöld hafi ýkt eða misnotað
upplýsingar um þá hættu er stafaði af gereyð-
ingarvopnum Íraka og einnig um meint tengsl
stjórnarinnar í Bagdad við hryðjuverkasamtök á
borð við al Qaida. Sú umræða mun halda áfram
og mikilvægt er að hið rétta í málinu komi í ljós.
Sé raunin sú að vísvitandi hafi verið gert meira
úr hættuni en efni stóðu til verða þeir sem á því
báru ábyrgð að axla pólitískar afleiðingar þess.
Þessi umræða og deilur um stríðið í Írak og
eftirleik þess mega hins vegar ekki verða til að
menn missi sjónar á þeirri miklu og raunveru-
legu hættu sem er til staðar.
Það er ekki að ósekju að margir af helstu ör-
yggismálasérfræðingum heims óttast fátt meira
en að hryðjuverkamenn komist yfir gereyðing-
arvopn og beiti þeim.
Afleiðingar slíkrar árásar yrðu hrikalegar,
ekki einungis vegna þeirrar tortímingar sem
hún ylli. Kjarnorkuárás á borg í Evrópu eða
Bandaríkjunum myndi breyta allri þeirri heims-
mynd sem við búum við í dag. Hún myndi grafa
undan efnahagskerfi heimsins og valda þar upp-
lausn. Hætta er á að það frelsi og þau lýðréttindi
sem í dag eru talin sjálfsögð væru í hættu ef at-
burður af þessu tagi ætti sér stað. Þau hörðu við-
brögð sem urðu í kjölfar ellefta september yrðu
smávægileg í samanburði við það sem gæti
gerst. Tilgangur þeirra er stæðu fyrir slíkri árás
væri einmitt að valda það miklum usla að hin
opnu samfélög Vesturlanda riðuðu til falls.
Slíkir spádómar kunna að hljóma fáránlega í
eyrum fólks er hefur vanist þeim stöðugleika,
því frelsi og því öryggi er einkennt hefur líf
Vesturlandabúa undanfarna áratugi. Það má
hins vegar ekki verða til að menn sofni á verð-
inum.
Morgunblaðið/KristinnNauthólsvík
Gíslatakan í Moskvu
hafi verið tákn um
„talibaniseringu“
Tétsníu sem sé að
breyta því landi og
raunar svæðinu öllu,
þar með talin
Georgía, Suður-
Ossetía, Dagestan
og Azerbaidsjan, í
„nýtt Afganistan“.
Laugardagur 26. júlí