Morgunblaðið - 27.07.2003, Blaðsíða 33
fljúga Anson-vél [Avro Anson, eins-
hreyfilsvél] alveg síðan um morg-
uninn innanlands og var að koma
frá Hellissandi um ellefuleytið um
kvöldið. Þá sé ég að Heklan [DC-4]
stendur fyrir utan hjá Loftleiðum
og fullt af farþegum þar. Svo þegar
ég kem þarna að kemur Ameríkani,
captain Moore, flugstjóri sem tékk-
aði út alla strákana á vélina, til mín
og segir að það vanti aðstoðarflug-
mann á vélina til þess að fara til
Kaupmannahafnar.
„Ég! En ég hef ekkert tékk á vél-
ina.“ Captain Moore hikar ekki:
„Við björgum því, það er allt í
lagi.““ Dagfinnur segir honum að
hann sé búinn að fljúga allan dag-
inn en captain Moore verður ekki
hnikað, það er ekki um neinn annan
að ræða. Þeir fara upp í vélina og
aka út á brautarenda en farþeg-
arnir bíða enn eftir að fara um
borð.
„Hvað er um að vera?“ spyr fólk-
ið forviða. „Það á víst að fara að
kenna aðstoðarflugmanninum að
fljúga vélinni!“ svarar einhver. „Við
fórum og tókum þrjár lendingar –
þetta er allt í lagi, sagði karlinn –
komum aftur upp að – um borð með
farþegana – og síðan var flogið til
Kaupmannahafnar. Þessi karl var
einn af þekktustu flugmönnum í
Bandaríkjunum, var háttsettur hjá
American Airlines og hafði verið í
flugskóla með sjálfum Lindbergh,“
segir Dagfinnur með glampa í aug-
um.
Það var margt braskað á þessum
árum. Einu sinni var búið að hlaða
vélina en einn hreyfillinn af fjórum
vildi ekki í gang, startarinn var
ónýtur og ekki til varahlutur. Nú
voru góð ráð dýr. Farþegarnir voru
settir í land, vélinni ekið niður á
brautarenda á þremur hreyflum,
þeim gefið fullt afl og þegar sá bil-
aði fór að snúast við vaxandi hraða
vélarinnar voru kveikjurnar settar
á og hann hrökk í gang. Þá var
hætt við flugtak í snarhasti, farið
upp að flugstöðinni, farþegarnir
settir um borð og allt gekk eins og í
sögu eftir það.
Var ekki slæm á þremur
„Þetta voru burðarmiklar vélar
[Fjarkarnir og Sexurnar], þær voru
ekki slæmar á þremur [hreyflum].
Það var ekki algengt en það kom
nokkrum sinnum fyrir að við misst-
um mótor [merkir að drepist hafi á
hreyfli, ekki að hann hafi fallið af
flugvélinni]. Hún var ekki slæm á
þremur, fann ekki mikið fyrir því,“
segir Dagfinnur, „það er að segja ef
þér tókst að „feðra“ mótorinn [e.
feather = nauðbeita, þ.e. að hag-
ræða skrúfublöðum hreyfils þannig
að þau taki sem minnstan vind á sig
í flugi þegar hreyfillinn hefur verið
stöðvaður vegna bilunar], það gat
komið fyrir og þá „windmillaði“
hann sem kallað var [e. windmilling
= sjálfsnúningur skrúfu]. Það var
oft erfitt að ná honum út úr „over-
speed windmilling“, þá varð allt
ómögulegt, þá dró hann svo úr
hraðanum.“ Dagfinnur horfir hugs-
andi á svip á eina af mörgum mynd-
um sínum af Fjörkum og fleiri flug-
vélum.
Dagfinnur rifjar upp sögu af
Bandaríkjamanni sem var á
„Skyara“ [DC-4 Skymaster] á leið-
inni frá Bandaríkjunum yfir Kyrra-
hafið til Hawaii. Hann missti einn
hreyfilinn sem fór á yfirsnúning hjá
honum við sjálfsnúning skrúfunnar.
„Hann sá fram á það að hann
mundi aldrei hafa það til Hawaii ef
hann gæti ekki stöðvað skrúfuna,
sem var eiginlega ógerningur.
Nema hvað þá datt honum allt í
einu í hug hvað hann gæti gert, það
var að loka fyrir olíuna inn á mót-
orinn sem hann og gerði. Við það
hitnaði hann svo mikið að skrúfan
brotnaði af hreyflinum! Það voru
ýmisleg „trikk“ sem menn urðu að
kunna til þess að bjarga sér.“
Sjálfstýrt með tánum
Eftir að hafa skoðað nokkrar
myndir úr safni Dagfinns og flett
gömlum log-bókum [leiðarflugbæk-
ur] heldur hann áfram frásögninni:
„Það var kalt í þessum vélum, sér-
staklega út við gluggann, það vildi
stundum leka svolítið inn á „Skyur-
unum“. Það myndaðist raki í loftinu
inni í vélunum sem fraus síðan uppi
í lofti þeirra og þegar við komum
niður þiðnaði það og fór þá að leka
á mann.
Maður þurfti að vefja sig í teppi
og annað þarna, já, já,“ segir hann
og dregur seiminn. „„Auto-pilotinn“
[sjálfstýringin] hreyfði ekki stýrin,
hann gerði ekki ráð fyrir „drifti“
[reki] eða neinu og hélt ekki hæð
þannig að það þurfti alltaf að vera
að stilla hann. Og hann var ekki við
höndina eins og er í dag heldur
þurfti maður að beygja sig yfir
stýrið og teygja sig í hann. Ég var
kominn upp á lag með það að klæða
mig úr sokkunum og stilla hann
með tánum á löngum leiðum …“
Dagfinnur hlær innilega, horfir
hugsi út á sjóinn og heldur áfram:
„ …Maður þurfti bara að fara fínt í
það.“
Hann heldur áfram: „Ég man að
Norðmennirnir, þegar þeir komu
hingað, höfðu útbúið sér stangir
með sogskálum á og settu á takk-
ana. Það voru alls konar kúnstir í
kringum þetta, menn reyndu að
bjarga sér sem best þeir gátu.“ Og
það gat teygst úr fluginu í milli-
landafluginu. „Ég man að Alfreð
[Elíasson] var einu sinni tíu tíma
frá Kaupmannahöfn í miklum mót-
vindi.“
Dagfinnur flaug Þristum og
Fjörkum jöfnum höndum ásamt
Anson-vélunum á sjötta áratugnum
en í desember 1959 fékk hann þjálf-
un í Miami á Sexurnar, DC-6B,
endurbætta útgáfu Fjarkanna.
„Maður kunni mikið betur við sig á
Sexunum, losnaði við mikið af ís-
ingu og var ekki alltaf í súpunni
[veðrahamnum], þær voru „press-
urized“ [jafnþrýstibúið farþega-
rými]. Mig minnir að við höfum
sjaldan farið yfir 10.000 fet á Fjörk-
unum en flugum mun hærra á Sex-
unum, svona frá 18.000 fetum.
Monsarnir [Canadair CL-44 með
skrúfuþotuhreyfla af Rolls Royce-
gerð] tóku við af Sexunum árið
1964. „Monsarnir voru heilmiklar
vélar og burðamiklar. Maður getur
sagt að áður hafði maður ekki
nægilegt afl en þarna hafði maður
alltaf nóg, þær voru kraftmiklar.
Það var stundum sagt um þær vél-
ar að þær væru byggðar eins og
orrustuskip og flygju eins og orr-
ustuskip. Þær voru dálítið klunna-
legar.“ En flugtíminn hafði styst
talsvert. Á Sexunum var flugtíminn
milli New York og Reykjavíkur 9–
10 tímar en á Monsunum um 7–8
tímar. Átturnar, DC-8, komu í stað
monsanna um 1970. Þá styttist
flugtíminn enn þá meira og það
urðu heilmiklar breytingar – þot-
urnar voru komnar í þjónustu Loft-
leiða. Flugmennirnir voru tékkaðir
út á Átturnar í Miami og flugu til
Bahama-eyja í æfingaflug. Ein æf-
ingin fólst t.d. í því að skyndilega
var hætt við lendingu rétt fyrir
snertingu og mátti ekki fara hærra
upp aftur en 500 fet og ekki lengra
frá brautinni en eina sjómílu og
koma síðan inn aftur til lendingar.
„Maður þurfti að vera vel vakandi,“
segir Dagfinnur sallarólegur eins
og þetta hafi ekki verið neitt mál á
því stærðarinnar flykki sem ein
Átta er.
„Það urðu miklar breytingar við
komu Áttanna, þetta var allt öðru
vísi flug. Á þotunum verður þú allt-
af að hafa mótorana í góðum gangi
því að ef þú þarft að fara upp aftur
tekur það mótorana níu sekúndur
að ná afli aftur. Þannig drápu þeir
sig svo margir nýkomnir á þoturnar
af Sexunum að þegar þeir komu inn
til lendingar og voru of hátt drógu
þeir af en fóru þá kannski of lágt og
ætluðu að gefa fullt afl aftur til þess
að komast inn [á braut] en fóru þá í
jörðina, þeir undirskutu, því það
þurfti þessar níu sekúndur til að ná
aflinu aftur.“
Fuglager í flugtaki
Dagfinnur er hrifinn af Áttunni:
„Annars var Áttan með alveg rosa-
lega sterka hreyfla. Ég man eftir
því að við vorum að fara fyrsta píla-
grímaflugið frá Oran í Alsír eld-
snemma um morgun, rétt í birtingu
…Við taxeruðum [ókum] út á braut
og af stað í loftið, allt á fullu, maður
– þá kom bara fyrir framan okkur
eins og „cumulus“-ský [bólstraský,
oft kölluð „kúmmar“ af flugmönn-
um] – fuglager sem flaug upp af
brautinni. Við vorum komnir á allt-
of mikla ferð til þess að geta stopp-
að og lentum inni í gerinu. Þetta
voru mávar á stærð við hettumáva
eða rytur og það kom þessi svaka-
hvellur, allir mótorarnir sprengdu.
Erna Hjaltalín flugfreyja stóð á
hlaðinu og sagðist hafa haldið að
vélin hefði sprungið í loft upp, þeir
voru svo miklir eldblossarnir sem
komu aftur úr henni. Við sáum ekki
glóru út, það var svo mikið blóð og
fiður á rúðunum, en þetta tókst og
við komumst upp í loftið. Ef þetta
hefði verið Tía [DC-10] eða 747
[Boeing 747] með sína stóru hreyfla
hefðum við steindrepist. Við héld-
um sem leið lá til Jedda [í Sádi-
Arabíu] og lentum þar. Það var allt
svona nokkurn veginn „normalt“ en
þú hefði átt að sjá andlitið á mann-
inum sem benti okkur inn á flug-
hlaðið – vélin var öll í blóði og
fiðri.“
Tían var lúxusvél að fljúga
Dagfinnur hallar sér aftur á bak í
stólnum. Við skoðun kom í ljós að
það þurfti að sverfa af og laga
skemmdir á einum mótor. Síðan
þurfti reyndar að taka hann af eftir
einn eða tvo daga.
Flugvélarnar áttu eftir að verða
enn stærri. Í febrúar 1979 fór Dag-
finnur í „tékk“ á DC-10, fyrstu
breiðþotu Íslendinga. „Það var lúx-
us að koma á þær,“ segir Dagfinnur
og hnykkir á orðunum, „meira að
segja af Áttunni. Þarna var „auto-
land“, „auto-approach“ (sjálfvirkur
lendingarbúnaður og aðflugsbúnað-
ur) o.fl.“
En það ævintýri stóð stutt, einni
Tíu hlekktist á í Bandaríkjunum og
öllum Tíum skráðum þar var mein-
að að fara í loftið. Vél Flugleiða,
sem varð til við samruna Loftleiða
og Flugfélags Íslands 1973, var
skráð þar. Þá sneru menn sér alfar-
ið aftur að Áttunum og Boeing 727
sem komu með Flugfélaginu í Flug-
leiðir. Þær vélar skiluðu sínu hlut-
verki með glans þar til endurnýjun
flota Flugleiða hófst snemma á tí-
unda áratug tuttugustu aldar – en
það er önnur mikil saga.
Dagfinnur flaug sitt síðasta flug
sem atvinnuflugmaður hjá Flug-
leiðum 19. nóvember 1988 og hafði
þá starfað sem flugmaður í fjörutíu
og tvö ár og átti að baki þrjátíu
þúsund flugtíma. En hann var ekki
alveg hættur því að hann flaug Átt-
um til margra landa á árunum
1990–1993 fyrir alþjóðleg góðgerð-
arsamtök, Orbis, sem reka flugvél-
ar hlaðnar fullkomnum augnskurð-
stofum.
Nú flýgur Dagfinnur sinni eigin
einshreyfilsvél, Dornier Do 27, þeg-
ar honum dettur í hug og hefur
mikla ánægju af.
nn ætlaði að verða
Myndasafn Flugleiða/Halldór Sigurjónsson
Frá Miklavatni í Fljótum. Skúrinn sem Dagfinnur minnist á sést hér og í fjöru-
borðinu eru síldarleitarvélarnar, Grumman Goose (fjær) og Stinson.
Morgunblaðið/RAX
Myndasafn Flugleiða/Halldór Sigurjónsson
Grumman Goose í flugtaki á Miklavatni. Loftleiðamaður fylgist með úr fjörunni.
arnih@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 33