Morgunblaðið - 27.07.2003, Síða 48
FÓLK Í FRÉTTUM
48 SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sumarkvöld við orgelið
27. júlí kl. 20:
Lars Frederiksen. Verk m.a. eftir
Buxtehude og Reger
19. SÝNING MIÐVIKUDAG 30/7 - KL. 20 UPPSELT
20. SÝNING FIMMTUDAGINN 31/7 - KL. 20 UPPSELT
21. SÝNING MIÐVIKUDAGUR 20/8 - KL. 20 LAUS SÆTI
22. SÝNING FIMMTUDAGINN 21/8 - KL. 20 LAUS SÆTI
23. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 16 LAUS SÆTI
24. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 20 LAUS SÆTI
25. SÝNING FÖSTUDAGINN 29/8 - KL. 20 LAUS SÆTI
26. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 16 LAUS SÆTI
27. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 20 LAUS SÆTI
ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA !
B
RUCE Dickinson,
söngvari Iron Maiden,
er ekki frægasti flug-
maður í heimi. Það er
hér með skjalfest.
Einn er sá flugmaður sem er
miklu, miklu frægari. Svo frægur –
svo lengi – að ömmur sumra kikn-
uðu í hnjánum er hann sveiflaði
stúlkunum satínklæddur um ljós-
blikkandi dansgólfið, mömmur
hinna bráðnuðu hins vegar yfir
þessum leðurjakkatöffara með
englaröddina og eiginkonurnar og
unnusturnar dreymdi að það væru
þær en ekki Uma Thurman sem
hann tvistaði svo taktfast við. Já,
hann John Travolta hefur svo
mörg líf að það kæmi manni ekki á
óvart þótt dætur manns ættu eftir
að falla í stafi fyrir honum í fram-
tíðinni. Hann kemur og fer, kemur
og fer. Hrasar harkalega en lendir
alltaf á fótunum, eins og kötturinn,
enda kattliðugur! Og ef hann þá
lendir því hann hefur vængi, er
fljúgandi köttur. Og hann er með
ólæknandi flugdellu, á eitt stykki
Boeing 707-vél, þrjár Gulfstream
og eina Learjet og hefur flogið
nær öllum tegundum af þotum.
Enda er hann þvílíkt þotulið að
hann skírði elsta son sinn Jett.
Fljúgandi fjölskyldumaður
En þegar hann er ekki sveim-
andi um loftin blá íklæddur
klæðskerasniðnum einkennisbún-
ingi nýtur hann sín í faðmi fjöl-
skyldunnar. Þá gjarnan í messu
hjá vísindakirkjunni. Biður hann
þá fyrir frelsara sínum og læri-
föður, L. Ron Hubbard heitnum,
fyrrum leiðtoga kirkjunnar og höf-
undi vísindaskáldsögunnar Battle-
field Earth sem Travolta lét gera
hörmungarkvikmynd úr. Og alltaf
er verið að afskrifa hann, gjarnan
eftir mynd eins og Battlefield
Earth – kannski skiljanlega. En af
fádæma eljusemi tekst honum allt-
af að ramba á réttu rulluna á end-
anum, rétt eins og hann gerði þeg-
ar myndbandaleigunördinn
Quentin Tarantino fékk hann til að
leika í Pulp Fiction og bjargaði
þar með uppúr gleymskunnar gili.
Það var árið 1994 og hafði hann þá
verið týndur og tröllum gefinn í
áratug. En síðan þá hefur hvert
stóra hlutverkið rekið annað og
okkar maður haldið áfram að taka
við öllu sem býðst og sumt reynst
vel en annað verr. En hann er allt-
af að og nú liggja fyrir heil 5 verk-
efni sem hann er viðriðinn og eitt
þeirra er klárt og þegar komið í
sýningar hér á landi, stríðstryll-
irinn Basic eða Grundvallaratriði.
Og þegar blaðamanni bauðst stutt
símaviðtal við þennan erkitöffara
sat hann bara hljóður, góndi út í
tómið og spurði sjálfan sig: Um
hvað á ég eiginlega að tala við
Travolta? Og kannski ennþá frek-
ar: Vil ég eitthvað vera að tala við
Travolta? Er maður þá ekki bara
að skemma fyrir sér einhverja
ímynd um Hollywoodstjörnuna
fjarlægu sem enginn kemst í ná-
lægð við nema fuglinn fljúgandi og
paparazzi-ljósmyndararnir? Verður
hann nokkuð framar töffari hvíta
tjaldsins eftir að maður er búinn
að eiga við hann símasamtal, á
sömu línu og maður var að enda
við að ræða við frúna hvað ætti að
hafa í matinn og hver ætti að fara
út með ruslið? Kemur bara í ljós.
Ekki segir maður nei takk við
Travolta-viðtali vegna einhverrar
ímyndarkreppu. Við Travolta
skyldi talað.
Klukkutími í
flugstjórnarklefanum
„Halló, herra Gúdmú.“
Hik.
„Uhh, já?“
„Hæ, þetta er John Travolta.“
Röddinn er mjúk, eins og þegar
hann gerir hosur sínar grænar fyr-
ir mótleikkonu, væntanlegri ást-
konu, Oliviu eða Umu. Hann er
samt ekki að gera hosur sínar
grænar fyrir mér. Virðist bara ró-
legur, kurteis. Um leið greini ég
þó að þetta er ekki fyrsta spjallið
hans og svolítið langt frá því.
Röddin hljómar þreytulega, hann
er stuttur í spuna. Mjúkur þó og
vinalegur. Fagmaður. Eftir að
blaðamaður kynnir sig kurteis-
islega, eins svalur og hann mögu-
lega getur verið undir svona kring-
umstæðum spyr hann sjálfan hr.
Svalan hvernig hann hafi það. „Ég
hef það bara gott, þakka þér fyr-
ir.“
– Er þetta í fyrsta sinn sem þú
talar við íslenskan blaðamann?
„Nei, nei. Ég hef margsinnis
komið til Íslands, aðallega í þeim
erindum að taka eldsneyti er ég
hef átt leið hjá.“
Jæja, hugsar blaðamaður en
rekur þó ekki minni til að hann
hafi staldrað svo lengi við að hafa
gefið sér tíma í að spjalla við
blaðamenn. En getur svo sem vel
verið að einhver hafi náð uppúr
honum nokkrum línum.
„Svo kom ég náttúrlega í fyrra.
Þegar ég var að fljúga fyrir
Quantas.“
Það var einmitt fyrir ári, nánar
tiltekið 9. ágúst 2002. Fregnir
höfðu borist af því að töffarinn
hefði í hyggju að eiga hér viðdvöl
á flugferð sinni hringinn í kringum
hnöttinn sem farin var til að bæta
ímynd flugsins. Mættu örygg-
isverðir á svæðið nokkrum dögum
áður til að kanna aðstæður, skoða
gistiaðstöðu og hugsanlega áfanga-
staði en þegar á hólminn var kom-
ið, eða réttara sagt Keflavík-
urflugvöll, stoppaði hann ekki
lengur en í klukkutíma. Var víst
voða þreyttur og yfirgaf ekki flug-
stjórnarklefann á meðan á viðdvöl-
inni stóð. Keypti ekki einu sinni
harðfisk í fríhöfninni!
„Ég hef þó tvisvar sinnum átt
viðdvöl á Íslandi,“ segir Travolta
þegar blaðamaður minnir hann á
stutta stoppið í fyrra. „Þá gaf ég
mér meiri tíma til að skoða mig
um. Landið er afar fallegt.“
– Þér hefur þá aldeilis tekist að
láta fara lítið fyrir þér.
„Ja, ég veit ekki. Jú, kannski,“
segir Travolta og hlær.
– Hvað hafðirðu fyrir stafni þeg-
ar þú komst til Íslands?
„Umm, við vorum á hótelinu,
fórum á sýningu. Vel á minnst, það
vildi svo til að það var Grease.“
Blaðamann rak í rogastans: „Í
alvöru!“
„Já, og svo fórum við í skoð-
anaferð um nágrenni Reykjavíkur.
Dvölin stóð aðeins í tvo daga,
sjáðu til. Í hitt skiptið var ég í
einn dag.“
Á meðan Travolta greindi frá
þessum Íslandsferðum sínum var
blaðamaður enn með hugann við
þá uppljóstrun viðmælandans að
hann hafi farið á Grease. Hvenær
gat það hafa verið? Ekki gat
Travolta munað það nákvæmlega
en það hlýtur annaðhvort að hafa
verið 1994 þegar sýningin var sett
upp af Söngsmiðjunni á Broadway
Stórskrítið að sjá
á íslensku
Diskódansinn kenndi hann okkur sem Tony
Manero, að greiða sér með brilljantíni sem
Danny Zuko og að myrða mann og annan
sem Vincent Vega. Jú, og reyndar líka að
tala við smábörn sem James Ubriacco.
Skarphéðinn Guðmundsson átti stutt sam-
tal við leikarann, söngvarann, dansarann,
flugmanninn og fjölskyldumanninn John
Travolta – hinn eina sanna.
Reuters