Morgunblaðið - 27.07.2003, Side 50
50 SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 4 og 6.Sýnd kl. 8 og 10.10.
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. B.i. 14 ára.
Stríðið er hafið!
Tortímandinn er kominn aftur.
Fyrsta flokks spennumynd.
Kvikmyndir.com
SV. MBL
HK. DV
YFIR 15000 GESTIR!
HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Miðasala opnar kl. 13.30
Sýnd kl. 2. Ísl. tal. 500 kr. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14
X-IÐ 97.7
SV MBL
ÓHT RÁS 2
HK DV
Sýnd kl. 4 og 6.
Sýnd kl. 2, 3, 4.30, 5.40, 8 og 10.20.
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára.
kl. 3.30, 6, 8.30 og 11.
Stríðið er hafið!
SV. MBL
HK. DV
Tortímandinn er kominn aftur.
Fyrsta flokks spennumynd.
Kvikmyndir.com
YFIR 15000 GESTIR!
H
LJÓMSVEITIN Land
og synir sendir frá sér
sína fjórðu plötu, Óðal
feðranna, á mánudag-
inn. Lagið „Von mín er
sú“ er strax komið í spilun en það er
að finna á þessari nýju plötu og segir
Hreimur Örn Heimisson, söngvari
sveitarinnar, að það gefi góða mynd af
plötunni. „Við ákváðum að fara ekki
þessa týpísku sveitaballaleið, sem er
að koma með hratt lag til að draga
fólk á böllin. Við einbeittum okkur að
því að gera góða tónlist og góða plötu.
Við vorum lítið að hugsa um hvað
dregur fólkið út á dansgólfið,“ segir
hann.
Platan var að mestu leyti tekin upp
í húsi Rafiðnaðarsambandsins við
Apavatn í vor. „Við fórum uppeftir, í
sumarbústað við Apavatn, og töldum
bara í og þetta er útkoman,“ segir
Hreimur.
„Við hentum draslinu upp í sendi-
ferðabílinn, keyrðum upp að Apavatni
og vissum í raun ekki hvað við værum
að fara útí. Við vorum búnir að vonast
til þess að gefa út plötu í sumar en
vissum ekki hvort við gætum það. Ég
var búinn að láta strákana fá fullt af
lögum til að hlusta á og við vorum
búnir að velja tólf lög af þrjátíu, sem
við ætluðum að reyna að taka upp og
þetta gekk svona vel,“ segir hann.
Erfitt að missa Njalla
„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn
þá héldum við að við gætum þetta
ekki. Við höfðum aldrei djammað
saman ný lög,“ segir Hreimur en seg-
ir að ein ástæða þess að þetta hafi
gengið svona vel upp sé vinskapur
þeirra. „Við höfum varið óhemjumikl-
um tíma saman og það er alveg ótrú-
legt að mórallinn sé svona góður hjá
okkur eins og raun ber vitni. Það var
mjög erfitt að missa Njalla. Það var
stórt skarð sem hann skildi eftir sig
og við ákváðum að taka ekki annan
mann inn í staðinn,“ segir Hreimur
um brotthvarf hljómborðsleikara
sveitarinnar á dögunum.
Annars skipa hljómsveitina auk
Hreims, Birgir Nielsen, Gunnar Þór
Eggertsson og Jón Guðfinnsson og
ekki má gleyma Adda 800, sem er
„fimmti meðlimur hljómsveitarinn-
ar“, eins og Hreimur orðar það.
Addi stjórnar einmitt upptökum á
plötunni í samvinnu við hljómsveitina.
Upptökur fóru að mestu leyti fram við
Apavatn en söngurinn á plötunni var
tekinn upp í Stúdíó Sýrlandi og eftir-
vinnslan fór einnig fram þar. Útkom-
an er mun hrárri en síðasta plata
Lands og sona. Hreimur segir að
sveitin hafi verið einhuga um að gera
flotta plötu, sem væri ekki ofhlaðin,
eins og honum finnst alltof mikið um í
tónlist á Íslandi sem og erlendis um
þessar mundir.
Eins og flest annað tónlistarfólk á
Íslandi er Hreimur í annarri vinnu en
hann er sem stendur að vinna í fjöl-
skyldufyrirtæki „að hjálpa til í fata-
hreinsuninni Úðafossi hjá Pálma
frænda“.
Tónlistin tekur líka tíma og það er
mikil vinna í kringum hana. „Ég er
búinn að vera í þessum bransa í fimm
ár, sem er frekar stutt, og mér finnst
ég vera búinn að upplifa hann alltof
oft. En það sem heldur manni gang-
andi er að það er ógeðslega gaman að
vera á sviðinu og spila,“ játar Hreim-
ur.
Gaman með krökkunum
„Það er hægt að lifa af tónlist á Ís-
landi, kaupið er ekki gott og það kemur
í bylgjum. Allt í einu getur maður verið
kominn með fullt af peningum en svo
koma mánuðir sem er ekkert að gera,“
segir hann. „Sveitaballamarkaðurinn
er í raun færibandavinna, þú ert að
gera sama hlutinn aftur og
aftur, en þetta er
skemmtileg færi-
bandavinna.
Það hefur
gefið mér og
strákunum
öllum nýja
sýn á
markaðinn að spila á dagskemmtunum
með Bylgjunni í sumar. Við ákváðum
að hafa litla söngkeppni fyrir krakkana
og sá sem stendur sig best fær verð-
laun. Þetta hefur gefið okkur rosalega
mikið,“ segir Hreimur um fundi við
unga aðdáendur.
Hreimur er ekki með neina stjörnu-
stæla. „Þú getur ekki tekið þig hátíð-
lega á Íslandi, þetta er of lítið land til
þess. Allir þekkja alla og einhvern veg-
inn tengjumst við öll eins og kom ber-
lega í ljós með Íslendingabók. Krakk-
arnir hérna eru líka svo almennilegir
og ekki með nein leiðindi,“ segir hann.
Land og synir hafa áður gefið út
plöturnar Alveg eins og þú, Herbergi
313 og Happy Endings, sem var tekin
upp á ensku. „Okkar stærsta móment
sem hljómsveit er þegar við gerðum
plötusamning við Warner Bros. Þetta
var mjög mikill áfangi, sérstaklega fyr-
ir íslenska sveitaballahljómsveit þar
sem menn hugsa aldrei lengra en næsti
bær og næsta ball,“ segir Hreimur.
Hann segir að þessi vinna erlendis
hafi þó á endanum skemmt fyrir
hljómsveitinni hér og játar að síðasta
platan hafi ekki gengið eins vel og þeir
vildu og vonuðu.
„Af því að platan var til þá ákváðum
við að gefa hana út hérna heima. Við
náðum ekki fram að gefa hana út í út-
löndum, því miður,“ segir hann.
Breytt um stefnu
Draumurinn um útrás er ekki úti
ennþá hjá Landi og sonum en sveitin
hefur breytt um stefnu. „Við ákváðum
í eitt skipti fyrir öll, áður en við fórum
upp á Apavatn, að við myndum algjör-
lega halda þessu aðskildu. Við ætluð-
um í þetta sinn bara að einbeita okkur
að Íslandi og íslenskri tónlist og gera
íslenska plötu. Svo höldum við bara
áfram að vinna að okkar verkefnum úti
síðar.“
Til greina kom að Land og synir
hétu Óðal feðranna þegar hljómsveitin
var stofnuð. Á þeim tíma fannst þeim
nafnið heldur þungt og völdu Land og
syni í staðinn. „Það héldu samt allir í
fyrstu að við værum harmonikkukv-
artett því þetta er svo þjóðlegt nafn,“
segir hann en þeir ákváðu að kalla nýju
plötunna Óðal feðranna í staðinn.
Textagerðin á nýju plötunni var
ekki í höndum hljómsveitarinnar
sjálfrar. „Ég hef alltaf sagt að við
séum ekki bestu textahöfundarnir
sjálfir,“ segir Hreimur brosandi en
allir textarnir á nýju plötunni eru
samdir af utanaðkomandi fólki.
Þeir sem koma við sögu eru Andrea
Gylfadóttir, Stefán Hilmarsson,
Kristján Hreinsson og Birgir Örn
Steinarsson, sem gerði textann við
„Von mín er sú“. „Hann gerði þennan
texta um okkur, okkar drauma og
okkar ævintýri,“ segir Hreimur um
Bigga í Maus. „Von mín er sú, að ég
þreytist ekki þó að reyni á,“ syngur
Hreimur í laginu.
Húmorinn frá Stuðmönnum
Annað nýtt lag er komið í spilun, „Á
fjórum fótum,“ en Stuðmenn eiga
heiðurinn af þeim texta. „Mestar
áhyggjur höfðum við af því að það
vantaði smá húmor og platan væri of
alvarleg. Nema hvað, þá kom textinn
frá Stuðmönnum. Hann er náttúrlega
bara húmor eins og þeim einum er
lagið,“ segir Hreimur en Jakob Frí-
mann er gestasöngvari í laginu.
Hreimur er ánægður með lögin á
plötunni og segir þau með því betra
sem hann hefur samið. Hann er jafn-
framt ánægður með framlag allra
textahöfunda. „Að fá svona góða texta
gefur þeim alveg nýtt líf,“ segir hann
en textarnir fjórir sem Kristján ber
ábyrgð á vann hann í góðri samvinnu
við Hreim og eru þeir því persónu-
legri en hinir.
„Það eru allir í fjölskyldunni minni
hagyrðingar nema ég. Ég er sá einu
sem getur samið lög en það geta allir
samið texta. Ég er reyndar að prófa
mig áfram í limrunum núna,“ segir
hann og ætla að halda áfram að prófa
sig áfram í textagerð.
Hreimur minnist þess að afi sinn
hafi verið gjaldkeri hjá Rafiðnaðar-
sambandinu og er þakklátur fyrir lán-
ið á húsinu við Apavatn. „Það var fal-
legt af þeim að leyfa okkur að hafa
húsið. Ég veit að þetta er kannski
ekki vel séð því þessi bransi hefur
ekki gott orð á sér. En það voru allir
almennilegir við okkur,“ segir Hreim-
ur, sem er ákveðinn í því að senda ein-
tak af nýju plötunni upp í Rafiðnaðar-
samband um leið og það kemur.
ingarun@mbl.is
Platan Óðal feðranna með Landi
og sonum er væntanleg í versl-
anir á mánudaginn.
Ef verðlaunin Viðkunnanlegasta poppstjarna Íslands
væru veitt yrði Hreimur Örn Heimisson, söngvari
Lands og sona, áreiðanlega tilnefndur. Inga Rún Sig-
urðardóttir ræddi við hann um nýja plötu sveitarinnar.
Land og synir senda frá sér plötuna Óðal feðranna
Þreytist ekki þó að reyni á