Morgunblaðið - 28.08.2003, Síða 17

Morgunblaðið - 28.08.2003, Síða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 17 Síðumúla 13, sími 588 2122 VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband HIN langþráða viðbygging við Amtsbókasafnið á Akureyri er nú komin vel á veg og þegar er byrj- að að flytja safnkost úr eldri hluta safnsins yfir í þann nýja. En sagan er þó ekki öll sögð þótt ný- byggingin sé að verða klár. Gamla húsið á nefni- lega að taka algerlega í gegn og er sú vinna reyndar þegar hafin. Fram undan er tímabil þar sem þjónusta safnsins verður mjög skert vegna þessara framkvæmda en stefnt er að því að nýtt og glæsilegt Amtsbókasafn verði opnað fljótlega eftir áramótin. Að sögn Hólmkels Hreinssonar amts- bókavarðar verður safnið lokað frá 1. sept. nk. og hafist handa við flutning útlánadeildar. Stefnt er að því að opna aftur um miðjan mán- uðinn en þennan tíma sem lokað er verður ekki hægt að veita neina þjónustu. „Vonandi tekst okkur að opna mánudaginn 15. september nokk- urs konar bráðabirgðaútlánastöð í anddyri nýja hlutans. Allt til loka framkvæmda verður útlána- deildin í mýflugumynd, því aðeins brot af safn- kostinum verður aðgengilegt,“ sagði Hólmkell. Þrátt fyrir það munu starfsmenn safnsins reyna sitt ýtrasta til að koma til móts við óskir safn- gesta og einu sinni í viku verða bækur, sem eru óaðgengilegar en lánþegar óska eftir að fá, sótt- ar í geymslur safnsins. Það eru ekki bara viðskiptavinir útlánadeildar sem finna fyrir áhrifum breytinganna því að lestrarsalur safnsins hefur verið lokaður frá 1. júlí. Ekki hefur verið afgreitt úr geymslum safnsins og handbókakostur þess hefur ekki ver- ið aðgengilegur. Svo verður áfram þar til nýtt og endurbætt safn verður opnað eftir áramót. Gamla húsið fær mikla andlitslyftingu og verður allt tekið í gegn. Skipt verður um raf- magn, lýsingu og gólfefni, auk þess sem húsa- skipun verður nokkuð breytt frá því sem nú er. Til að mynda verður lestrarsalur safnsins þar sem nú er barnadeild og afgreiðsla. Þeir sem hafa áhuga á að fræðast um fram- kvæmdirnar geta litið inn í nýbygginguna milli kl. 16 og 18 á laugardaginn. Þar verður Hólm- kell amtsbókavörður til skrafs og svarar spurn- ingum gesta og gangandi. Amtsbóka- safnið lokað í tvær vikur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þessir ungu piltar létu óvenjulega óreiðu á safninu ekkert á sig fá í gær og sátu einbeittir við tölv- urnar. Styttur af skáldunum Davíð Stefánssyni og Matthíasi Jochumssyni bíða flutnings undir borði og Matthías er einnig á málverkinu sem stendur á gólfinu tímabundið, ásamt Jóni Sveinssyni, Nonna. Í KVÖLD verða síðustu djasstón- leikarnir á þessu sumri í tónleikaröð- inni Heitur fimmtudagur. Þessi djasskvöld hafa undanfarin ár verið hluti af Listasumri og notið mikilla vinsælda. Þetta eru níundu tónleikar sumarsins og sem fyrr er það ein- valalið tónlistarmanna sem sér um sveifluna. Um er að ræða kvartett sem í eru Kristjana Stefánsdóttir söngkona, Agnar Már Magnússon píanóleikari, Erik Qvick trommari og Gunnar Hrafnsson kontrabassa- leikari. Flutt verða lög úr söngbókum Ellu Fitzgerald, Söruh Vaughan og Nancy Wilson. Þessa dagskrá hefur kvartettinn áður flutt og hlotið mikið lof fyrir. Sem fyrr verða djasstónleikarnir í Deiglunni í Listagilinu og hefjast kl. 21:30 í kvöld. Miðar eru seldir við innganginn og er miðaverð 800 kr. Lokadjass á Listasumri EIGENDUR og rekstraraðilar heilsársgististaða á Akureyri hafa miklar áhyggjur af versnandi af- komu og nýtingu gististaða sinna. Nýtingin það sem af er sumars er verri en á sama tíma undanfarin ár og er það mjög alvarleg staða í kjölfar bágrar nýtingar á gistirými sl. vetur. Hótelhaldarar vilja meina að helstu ástæður verri nýtingar megi rekja til hinnar gríðarlegu aukningar á framboði hótelgisting- ar í bænum en nýtt sumarhótel var opnað 17. júní í heimavist MA og VMA. Með hinu nýja sumarhót- eli bætast við 78 hótelherbergi með baði og um er að ræða liðlega 50% aukningu á þess konar gist- ingu í bænum. Næsta sumar verða tekin í notkun 40 herbergi til við- bótar. Mismunandi fyrir- greiðsla á lánsfé Rekstraraðilar heilsárshótel- anna telja samkeppnisstöðuna vera verulega ójafna, því bygging heimavistarinnar sé fjármögnuð að 90% hluta með lánsfé frá Íbúða- lánasjóði. „Það sem við erum fyrst og fremst að gagnrýna er hvernig byggingin sem slík er fjármögn- uð,“ segir Hlynur Jónsson, fjár- málastjóri Hótelveitinga ehf., sem rekur þrjú hótel á Akureyri. Hann bætir við að af svona byggingum þurfi einungis að greiða fasteigna- gjöld atvinnuhúsnæðis á sumrin en á öðrum árstíma eru greidd fast- eignagjöld íbúðarhúsnæðis, sem eru umtalsvert lægri. „Þetta er umhverfi sem við búum ekki við. Gjarnan vildum við aðeins þurfa að borga fasteignagjöld yfir sumarið en þeir sem loka hótelum sínum yfir veturinn þurfa auðvitað að greiða sín fasteignagjöld árið um kring. Við höfum engan aðgang að Íbúðalánasjóði og kjörin sem þar eru í boði eru allt önnur en þau sem okkur stendur til boða. Ósanngirnin er augljós í þessu máli, “ segir Hlynur. Aðspurður hvernig hægt sé að rétta þeirra hlut segist Hlynur telja að þetta snúist allt um pólitík. „Ég tel að samgönguráðuneytinu hljóti að bera að standa vörð um hagsmuni okkar ferðaþjónustuaðilanna og að halli ekki á okkur í samkeppn- isumhverfinu. Svo er Samkeppn- isstofnun að skoða þetta mál líka,“ sagði Hlynur og lýsir jafnframt eftir svörum frá Íbúðalánasjóði um ástæður þess að lánað sé til bygg- inga sem notaðar séu í atvinnu- rekstri. Hótel- og gistihúsaeigendur uggandi vegna ójafnrar samkeppnisstöðu „Ósanngirnin er augljós“ LÖGREGLAN á Akureyri hefur fylgst vel með umferðinni í bænum nú í upphafi skólahalds og segir hún að allt hafi gengið stóráfallalaust. Umferð hafi verið róleg og ökumenn tillitssamir. Þó varð eitt umferðaróhapp í dag þegar bifreið var ekið úr Bugðusíðu út á Borgarbraut í veg fyrir aðra. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild en meiðsl hans voru talin minniháttar. Annar bíllinn skemmdist mikið og þurfti að fjarlægja hann með kranabíl af vett- vangi. Á myndinni ofan hreinsa lög- regluþjónarnir Helga Einarsdóttir og Þorsteinn Pétursson upp gler- brot eftir áreksturinn. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Róleg um- ferð en einn árekstur Svona skilti standa í grennd við alla grunnskóla á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.