Morgunblaðið - 28.08.2003, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2003 47
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
www.regnboginn.is
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára.
Tvær löggur.
Tvöföld spenna.
Tvöföld skemmtun.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.15.
Ef þú gætir verið
Guð í eina viku,
hvað myndir þú gera?
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15.
MEÐ
ÍSLENSKU
TALI
ATH! Munið eftir Sinbað
litasamkeppninni á ok.is
SV. MBL
Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt
aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í
svakalegustu hasarmynd sumarsins!
Sýnd kl. 3.45, 6, 8 og 10.15.
J I M C A R R E Y
B R U C E
Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali.
Mörkinni 3, 108 Reykjavík
sími 588 0640
Það er komið að því
Útsalan hefst í dag
Opið mánud.–föstud. 11–18 • Laugardag 11–15
15-60% afsláttur
Tindersticks –
Waiting For The Moon
Sem gamall
Tindersticks-
unnandi hef ég
ekki alveg verið
að skála í botn
yfir því sem
þessi annars
dásamlega
dramatíska sveit hefur verið að
sulla í á síðustu plötum. Sál-
ardaðrið finnst mér ekki alveg gera
sig nægilega hjá þeim og lagasmíð-
arnar orðnar veikari. Waiting For
The Moon er þó framför frá síð-
ustu plötu og þökk sé nokkrum
firnasterkum lögum, á borð við
upphafslagið „Until The Morning
Comes“, er platan vel eiguleg.
Annie Lennox – Bare
Mikið hræðilega
virðist henni far-
ið að förlast
blessaðri – í það
minnsta ef mark
er takandi á
þessari nýjustu
sólóskífu hennar.
Það er á köflum erfitt að hlusta á
hana og útsetningar og upp-
tökustjórn Stepens Lipsons, sem á
sínum tíma þótti með þeim færari í
faginu, eru með þeim hallærislegri
sem heyrst hafa langa lengi. Hún
er samt ekki alslæm platan og því
einstaka lag, eins og „Wonderful“
og „Saddest Thing I’ve Got“. Hún
sefar mann tilhugsunin um að
Annie geti gert miklu betur. Dave
Stewart, komdu nú á hvíta hest-
inum og bjargaðu vinkonu
þinni! Cerys Matthews – Cockahoop
Þessi kemur
virkilega á óvart.
Eftir að Catat-
onia hætti og
fréttir bárust af
áfengisvanda
hennar var mað-
ur eiginlega bú-
inn að afskrifa söngkonuna Cerys
Matthews. En á þessari fyrstu
sólóskífu sinni sýnir hún allar sínar
bestu og skemmtilegustu hliðar.
Tók plötuna upp í Nashville sem
gefur henni auðvitað nettan
sveitablæ, en tónlistin er samt
ennþá rammvelsk og áheyri-
leg. 28 Days Later – The Soundtrack
Magnaðri kvik-
myndatónlist hef
ég ekki heyrt í
háa herrans tíð.
Danny Boyle,
leikstjóri mynd-
arinnar 28 dög-
um síðar, hefur sagt að hann hafi
viljað byggja tónlistina á stefum
Godspeed You Black Emperor! og
það hefur tónskáldinu John
Murphy líka tekist afbragðsvel.
Þannig er heimsendadrunginn al-
gjör. Ekki spillir síðan að andi
gamla Brians Eno frá 8. áratugn-
um svífur yfir vötnum og að platan
inniheldur einnig hið magnaða lag
Blue States, „Season
Song“. Daniel Bedingfield – Gotta Get
Thru This
Hann á óumdeil-
anlega einn af
smellum sumars-
ins í laginu „If
You’re Not The
One“ og það í
tveimur útgáfum.
Á þessari fyrstu
plötu hans er „Gotta Get Thru
This“ nett Craig David-legt og
„Never Gonna Leave Your Side“ er
nett George Michael-legt. Hann er
samt engan að stæla, gerir ágætis
hluti á þessari skífu sem er hreint
ágæt þótt svolítið bragðdauf sé á
köflum. Erlend tónlist
Skarphéðinn Guðmundsson