Morgunblaðið - 31.08.2003, Síða 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
AÐALSTYRKTARAÐILI
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR
ÍSLANDS
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Öðlingurinn Ödipus
rexar í mömmu og pabba
SJÁ BLS. 17 Í ÁRSBÆKLINGI SINFÓNÍUNNAR SEM FYLGIR MORGUNBLAÐINU Í DAG
T
ÁPMIKILL strákur í flíspeysu bograr yfir bensínbrúsa við
tankinn á bensínstöðinni í Öskjuhlíð. Hann varð bensínlaus
um miðja nótt á Suðurgötu.
– Bensínljósið er bilað, segir hann armæðulega.
– Og labbaðirðu hingað?
– Já, það er svo gott veður, svarar hann og andar djúpt að sér bensín-
fnyknum.
– Oh, ég gleymdi pin-númerinu, stynur kona sem mætir engum skiln-
ingi í tómum augum sjálfsalans. Hún lítur ráðvillt í kringum sig og upp-
götvar að bensínstöðin er opin.
Lítið samfélag hefur myndast á bensínstöðinni. Fólk raðar meðlæti á
pylsurnar við hringlaga borð og skapast oft líflegar umræður. Lang-
flestir sem gera sér erindi á bensínstöðina að næturlagi kaupa sér nefni-
lega pylsu og kók.
– Allir eru svangir á fylliríum, segir einn starfsmanna.
En fólk leggur líka á sig að stoppa bílinn og fara inn á bensínstöðina til
að kaupa smávægilegustu hluti, eins og einn tyggjópakka.
Varla fer það fram úr rúminu til þess. Ef til vill er það að
leyna bjórnum af djamminu eða fríska munninn fyrir
heimsókn til elskunnar sinnar.
Tvær stúlkur kaupa kleinupoka. Þær sakna ömmu sinn-
ar. Tveir strákar kaupa tímaritið Bleikt og blátt. Þeir eru
að lesa sér til. Piltur í snjáðum gallafötum er kenndur að tala í farsím-
ann:
– Í Select í Öskjuhlíðinni.
– Í Select í Öskjuhlíðinni.
– Í Select í Öskjuhlíðinni.
– Sko, ég er í Select...
Bjartur piltur yfirlitum með svartar hendur af smurningu fær að fara
bakvið og þvo sér. Svo leiðir hann kærustuna út í djammgallanum. Hann
er svolítið karlmannlegur; munar ekkert um að taka vélina í sundur á
rúntinum.
– Má hún ekki borga í blíðu? Hún á engan pening, spyr stúlka nýkom-
in úr vinnu á veitingastað.
– Er ekki í lagi með þig!? hrópar vinkona hennar hneyksluð.
Í tímaritarekkanum eru flutt tíðindi af því að Svala Björgvins sé loks-
ins frjáls, Bryndís og Ellert sameinuð í Samfylkingunni, Helga Hjörvari
blæði í maraþoni. Þetta vilja Íslendingar lesa í umferðinni.
„Utan við ferhyrndan granítinngang skrifstofubyggingarinnar stóðu
hvítur Fiat Sedan og blá Toyota,“ eru upphafsorð sögunnar Í fylgd kú-
rekans úr Rauðu seríunni. Ef til vill voru bílarnir bensínlausir. Það
stendur líka bíll á planinu fyrir utan bensínstöðina. Í framsætunum
sveifla síðhærðir strákar höfðinu fram og aftur í takt við tónlistina og að-
eins tímaspursmál hvenær þeir rota sig á mælaborðinu.
– Ef þú mættir velja um að taka stærðfræðipróf eða teikna nakið fólk,
hvort myndir þú gera? spyr stúlka með slegið hár.
– Ég myndi teikna nakið fólk, bara ekki karla, svarar strákur með six-
pensara og áhuginn lifnar. Nú er bara að finna strigann.
Enn líður á nóttina. Samt er afgreiðslumaðurinn í bol með áletruninni:
„Vertu sólarmegin“. Ástæða þykir til að áminna gesti um að tala vinsam-
legast ekki í gsm-síma meðan á afgreiðslu stendur. Þetta er eins og að
vera í flugvél.
Oft er það sama fólkið sem mætir að næturlagi, ekki síst í miðri viku,
t.d. leigubílstjórar. En svo koma líka tarnir líkt og eftir tónleikana með
Foo Fighters sl. þriðjudagskvöld. Þá var troðfullt út úr dyrum í tvo tíma.
– Ég þurfti að vinda bolinn minn, segir vinaleg afgreiðslukona á
miðjum aldri, sem líka er sólarmegin.
Fróðlegt er að skoða vöruúrvalið. Það eru seld barnaleikföng, en mest
bílar og ýtur. Annað væri ankannalegt fyrir bensínstöð. Það má kaupa
heillaóskakort og gjafapappír ef fólk er seint fyrir. Og blóm handa kon-
unni. Það getur eflaust komið sér vel í morgunsárið. Konan getur líka
bjargað sér úr vandræðum, t.d. með því að gefa karlinum ýtu. Svo eru í
hillunum ólíkir hlutir eins og sundgleraugu, málband og fiskibollur í dós.
Inn úr nóttinni kemur náungi með blóð í skyrtunni og biður um plást-
ur. Það er greinilegt á öllu að hann er svoddan töffari.
– Hvað kom fyrir, spyr blaðamaður forvitinn.
– Gaddavír, svarar hann.
– Hvernig stóð á því, spyr blaðamaður forvitnari en áður. En töffarinn
er fámáll. Hann bölvar í hljóði og vefur plástri um fingur sér.
– Maður verður alltaf að prakkarast eitthvað, segir kærastan og bros-
ir hrifin.
Ölvaður maður stendur með pylsu við hringborðið. Hann pírir augun
og miðar sinnepinu vandlega. Svo lítur hann á stúlkurnar við borðið og
segir:
– Hvert eruð þið að fara? Viljið þið koma í partý? Partý í Kópavogi.
Partý í Hamraborginni.
Þær vilja heldur vera áfram á bensínstöðinni.
– Ég er að halda upp á að það er vika þangað til djammið byrjar fyrir
alvöru, segir stúlka sem er að fara í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hún
er í nætursvörtu pilsi með rauðum röndum og skóm í stíl. Í kápunni er
barmmerki með mótmælum við sprengjuárásir á Írak.
– Ég verð að hlaupa, segir hún skyndilega eins og orrustuflugvél.
Mamma bíður úti í bíl.
Morgunblaðið/Arnaldur
Pylsa, kók og
samræður
SKISSA
Pétur
Blöndal
varði nótt á
bensínstöð
land en nokkurt annað land.“ Engida
segist þó hafa ákveðnar áhyggjur af
því hvað Íslendingar séu stressaðir.
„Ég vona að þið náið sambandi við hið
andlega aftur. Það er svo mikilvægt.“
Íslenskir kristniboðar starfa enn í
Kenýa og Eþíópíu en hlutverk þeirra
fer alltaf minnkandi í samfélaginu.
Leifur Sigurðsson starfaði í fjögur ár
sem kristniboði í Kenýa og að hans
sögn snýst starf kristniboðans ekki
eingöngu um að boða trú. „Við boðum
ekki bara trúna og kennum um kirkj-
una. Þetta er líka þróunarhjálp eins
og að byggja heilsugæslu og skóla og
svo almenn fræðsla um hreinlæti, al-
næmi og fleira. Við kennum fólki að
byggja kamar og þróa nýjar aðferðir í
landbúnaði. Við erum í samstarfi við
innlendu kirkjurnar og það er oft
þannig að við erum staðsett í samráði
við þær.“
Leifur segist hafa séð mikinn ár-
angur af því tuttugu ára kristniboðs-
starfi sem hefur verið unnið í Kenýa.
„Nú eru kristniboðarnir að draga sig
út úr starfinu en verða samt þarna
áfram sem ráðgjafar og til stuðnings
innlendu leiðtogunum.“
Hafa unnið gott starf
Kristniboð hefur oft verið umdeilt
og komið upp sú gagnrýni að kristni-
boðar séu að þröngva sinni menningu
upp á Afríkubúa. Engida vill ekki
meina að það sé svo en að hans sögn
er starf kristniboðanna ómetanlegt.
„Ég var þarna og þekki þetta.
Kristniboðarnir hafa unnið mjög gott
starf. Þeir byggja skóla, spítala og
tala við fólkið. Við veljum sjálf það
sem okkur hentar. Fólkið veit hvað er
gott og hvað er vont fyrir það sjálft.
Það er ekki eingöngu fyrir tilstilli
kristniboðanna.“
Leifur tekur í sama streng en
bendir á að sums staðar hafi kristni-
boð ekki verið til fyrirmyndar og þá
sérstaklega ekki þegar það var ná-
tengt nýlendustefnunni. Leifur nefnir
sem dæmi kirkju í Tansaníu þar sem
sungnir voru þýskir sálmar. Í hans
starfi sem kristniboði hefur þótt mik-
ilvægt að hafa alltaf samráð við
íbúana og nýta tungumál og menn-
ingu þeirra. „Í Pokot í Kenýa var um-
skurður kvenna algengur. Kristni-
boðarnir reyndu að kenna um
hreinlæti og fæðingar og benda á að
það væri ekki gott að umskera konur.
Það breyttist ekkert við það sem
kristniboðarnir voru að segja. Það var
ekki fyrr en önnur og þriðja kynslóð
kristins fólks í Pokot uxu upp. Þær
dæmdu sína menningu út frá eigin
forsendum. Þá hafnar fólk ákveðnum
hlutum sem það telur slæma, m.a.
umskurði á konum.“
Engida mun hafa í nógu að snúast
hér á Íslandi en hann mun m.a. tala
við fermingarbörn og unglinga í
Æskulýðsstarfi Þjóðkirkjunnar. „Ég
vil þakka Íslendingum og íslensku
kirkjunni, fyrir hönd Konsóbúa. Guð
blessi landið ykkar,“ segir Engida og
vill líka þakka Biblíufélaginu sem stóð
að söfnun fyrir útgáfu Nýja testa-
mentisins á tungumáli Konsóbúa.
ÍSLENDINGAR hafa um þessar
mundir stundað kristniboð í Eþíópíu í
50 ár en auk þess hafa íslenskir trú-
boðar farið til Kenýa, Kína og fleiri
landa. Engida Kussia er prestssonur
frá Konsó í Eþíópíu en hann og faðir
hans hafa báðir gengið í skóla ís-
lensku kristniboðanna í Konsó. Ís-
lenskir kristniboðar reistu jafnframt
íbúðarhús, heilsugæslustöð og kirkju
í Konsó en það var allt fjármagnað
með íslensku gjafafé.
Engida hefur þekkt íslenska
kristniboða frá blautu barnsbeini en
hann lék sér við börn þeirra í þorpinu
sínu. Að sögn hans hafa Íslendingar
unnið mikið uppbyggingarstarf í
Konsó. „Áður kunni fólkið ekki að lesa
eða skrifa. Skóli íslensku kristniboð-
anna var fyrsti skóli í Konsó.“
Íslendingar alltaf á hlaupum
Að sögn Engida er íslenskt sam-
félag mjög ólíkt því samfélagi sem
hann þekkir. „Hér er fólkið upptekið.
Hlaupandi um. Í Eþíópíu býr fólk
saman. Í einu þorpi búa kannski 2.500
fjölskyldur og við þekkjum öll hvert
annað með nafni. Við leikum saman,
búum saman og vinnum saman. Hér
virðist fólk vera meira í sínu horni.
Núna eru líka vandamál í Eþíópíu.
Þar er mikið af ómenntuðu fólki og
alls kyns heilsufarsvandamál,“ segir
Engida og bætir við að Konsóbúar
hafi sterkar tilfinningar til Íslands.
„Við lítum á Ísland sem okkar annað
heimili. Ef þú spyrð Konsóbúa um
Evrópu veit hann miklu meira um Ís-
Morgunblaðið/Þorkell
Engida Kussia frá Eþíópíu og Leifur Sigurðsson kristniboði.
Konsóbúar með sterkar
tilfinningar til Íslands
Fimmtíu ár eru frá því
að íslenskir kristniboðar
héldu til starfa í Eþíópíu.
Af því tilefni var Konsó-
búanum Engida Kussia
boðið til Íslands. Halla
Gunnarsdóttir hitti hann
og fylgdarmann hans,
Leif Sigurðsson, að máli.
50 ár frá því að fyrsti íslenski kristniboðinn fór til Konsó
MÁL gegn þremur mönnum um tví-
tugt, sem voru kærðir fyrir að nauðga
stúlku um tvítugt í samkvæmi í Bol-
ungarvík fyrir rúmum mánuði, hefur
verið látið niður falla af hálfu ríkissak-
sóknara. Samkvæmt upplýsingum frá
ríkissaksóknara var málið fellt niður
þar sem ekki var talið líklegt að það
leiddi til sakfellingar fyrir dómi. Var
komist að þessari niðurstöðu m.a. á
grundvelli framburða vitna sem báru
um samskipti stúlkunnar og hinna
kærðu í samkvæminu. Mennirnir
neituðu sök og báru að kynferðisleg
samskipti þeirra við stúlkuna hefðu
farið fram með samþykki hennar.
Nauðgunarmál fellt niður
VERKTAKARNIR sem gerðu
Hvalfjarðargönginn eru nú
lausir undan fimm ára ábyrgð
sem þeir báru á göngunum eftir
gerð þeirra, en göngin voru
tekin í notkun í júlí 1998. Verk-
takarnir, Fossvirki, voru svo
með þriggja mánaða reynslu-
tíma á rekstri ganganna og því
næst tóku við fjögur ár og níu
mánuðir þar sem þeir báru
ábyrgð á mannvirkinu, og er
þeim tíma nú lokið.
„Það komu nokkrum sinnum
upp einhver smámál, en ekkert
alvarlegt hefur komið upp á
þessum fimm árum,“ segir
Baldur Jóhannesson, staðar-
verkfræðingur Spalar á fram-
kvæmdatíma. „Öll göng í heim-
inum leka, það er alltaf einhver
leki einhversstaðar. Leki
Hvalfjarðarganganna er mjög
lítill, mun minni en verktakarn-
ir hafa heimild til.“
Daglegt viðhald með göng-
unum annast Járnblendifélagið
fyrir Spöl en ef upp kæmu stór
mál yrði gerður sérsamningur
um það, að sögn Baldurs.
Hvalfjarð-
argöng úr
ábyrgð
verktaka