Morgunblaðið - 31.08.2003, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 31.08.2003, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL umræða hefurverið að undan-förnu um málefnisauðfjárbænda.Sala á dilkakjöti hefur dregist saman, útflutningur aukist og tekjur bændanna að sama skapi farið lækkandi. Rætt hefur verið um að bændur séu margir hverjir að hugsa sér til hreyfings úr sauðfjárframleiðslunni. Skyldu þeir vera margir bændurnir sem eru að hætta sauðfjárrækt um þessar mundir? „Ég veit ekki til þess að fjölda- flótti sé úr greininni á þessum tíma- punkti, en menn hafa verið að hætta undanfarin ár af ýmsum ástæðum,“ sagði Özur Lárusson framkvæmda- stjóri Landssamtaka sauðfjár- bænda. „Staðan er núna þannig að að lækkun er á skilaverði til bænda, það stefnir í að sú lækkun verði 8 -10% á innanlandsmarkaði. Útflutn- ingsprósenta á dilkakjöti er að aukast gríðarlega mikið, úr 25% í allt að 36%, sem gerir það að verk- um að það fer meira magn af kjöti á lélegan markað sem þarf að seljast á heimsmarkaðsverði. Þetta þýðir tekjulækkun til sauðfjárbænda auk þess sem sumir sláturleyfishafar hafa boðað lækkun á skilaverði til útflutnings sem nemur um 10%.“ Hve mikil gæti tekjulækkunin orðið að jafnaði. „Ekki er fjarri lagi að áætla að tekjulækkunin verði 18 til 25% hjá sauðfjárbændum - og er þó ekki af háum stalli að falla. En á hinn bóginn eru jákvæðir punktar líka hvað útflutningsmál varðar. Það er búið að vinna mark- visst að því að koma kjöti á betri markaði og sem unninni vöru, bæði í Bandaríkjunum og í Danmörku. Þetta eru markaðir sem eru að skila ágætis verði og fara ört vaxandi. Allir vita að ástæða þessarar slæmu þróunar í verðlagsmálum í sauðfjárframleiðslu er algjört stjórnleysi á framleiðslu svína- og alifuglakjöts, sem er studd af bankakerfinu. Maður vonar að jafnvægi náist í framleiðslu svína- og alifuglakjöts, um leið og það gerist þá verður stað- an allt önnur hjá sauðfjárbændum. Það er ekki hægt að keppa við vörur sem framleiddar eru langt undir kostnaðarverði.“ Mikil tekju- lækkun sauð- fjárbænda Erfiðleikar eru nú hjá mörgum sauðfjárbændum vegna töluverðrar tekjulækkunar. Özur Lárusson fram- kvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda sagði Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá stöðunni í þessu máli. Einnig ræddi hún við nokkra bændur um sama efni. HAFLIÐI Sævarsson og Guðný Gréta Eyþórsdóttir reka sauð- fjárbú í Fossárdal í Berufirði. Þau hafa rekið þar búskap frá 1999 en voru áður starfandi á búinu frá 1988. Hafliði var spurð- ur hvort uppgjafartónn væri í mönnum þar á svæðinu sem stunduðu sauðfjárbúskap. „Núna eru ekki margir sem eru að hætta en síðustu 2 til 3 ár- in hafa margir hætt sauðfjárrækt hér í kringum okkur í Djúpavogs- hreppi. Menn hafa hætt sumir vegna aldurs en aðrir vegna svartsýni hvað snertir ástandið á kjötmark- aðinum,“ sagði Hafliði. „Við byggjum ekki afkomu okkar eingöngu á búskapnum, þess vegna gengur þetta hjá okk- ur. Við erum landpóstar, keyrum póst á bæina í hreppnum. Við erum með 450 kindur á vetrarfóðrum. Við höfum haft þennan bústofn í þónokkur ár. Við erum undanþegin útflutn- ingi af því við keyptum okkur kvóta til að sleppa við hann og erum í 0,7%-reglunni svokölluðu. Allt kjöt frá okkur hefur því farið á innanlandsmarkað,“ bætir Haf- liði við. Og nú eruð þið nokkrir bænd- ur á Austurlandi að reyna nýja leið – að selja kjöt beint á Netinu með aðstoð Sláturfélags Austur- lands. „Mér finnst þetta áhugaverð tilraun. Menn setja nokkra skrokka í þetta fyrst og sjá hvernig gengur. Mér finnst sérstaklega hljóta að vera áhugavert fyrir neytendur að geta séð hvað þeir eru að kaupa. Þeir fá upplýsingar bæði um kjöt- ið og líka um framleiðandann. Kjöt hefur frá 1998 verið flokkað samkvæmt Europe- flokkunarkerfi, sem notað er í Evrópu, en gamla kerfið er enn notað hér við að selja dilkakjöt. Ég skil það svo að neytendur fái með þessu nýja sölukerfi greinarbetri upplýsingar á Net- inu en þeir hafa fengið hingað til. Hvernig líst þér á horfurnar á næstunni í sauðfjárræktinni? „Framtíðarhorfurnar eru slæmar eins og markaðsmálum er háttað. Mjög fáir lifa nú á sauðfjárrækt eingöngu og fer enn fækkandi, þeir hætta fyrst. Afskaplega fáir hefja sauð- fjárbúskap um þessar mundir. Ég veit dæmi þess að menn hafi reynt að byrja en gefist fljótt upp. Þetta segir sína sögu.“ Framtíðarhorfur slæmar „Framtíðarhorfurnar eru slæmar eins og markaðs- málum er háttað.“ Á UPPSÖLUM í Akrahreppi er rekinn talsverður sauðfjárbúskapur og hjónin þar, Drífa Árnadóttir og Vigfús Þorsteinsson, eru nýlega tekin við búskap á jörðinni af for- eldrum Drífu. Hún var spurð hvern- ig ástandið í sauðfjárbúskapnum væri hjá fólki eins og þeim, sem ný- lega hafa fest kaup á fjárbúi. „Þetta gengur sæmilega, allt í lagi enn,“ sagði Drífa Árnadóttir, en hún og Vigfús maður hennar eru með rúmlega 500 fjár. „Við erum með kvóta upp á 755 ærgildi, með 140 ærgilda kvóta sem við keyptum í fyrra. Við framleiðum 0,7% af þessum kvóta og fáum fullt verð fyrir okkar framleiðslu. Fjár- stofninn hjá okkur er að stækka þetta árið vegna fyrrnefndra kvóta- kaupa.“ Þið eruð sem sagt ekki svartsýn á framhald sauðfjárbúskapar á Ís- landi? „Það þýðir ekki að hugsa þannig, enda framleiðum við besta kinda- kjöt í heimi. Það eru bara ekki allir búnir að uppgötva það. Hér í hreppnum er ekki það hljóð í mönn- um að þeir séu að hætta í sauð- fjárbúskap, þvert á móti hefur orðið töluverð endurnýjun í stéttinni á undanförnum árum og unga fólkið er að taka við. Við erum ekki eina fólkið hér sem er nýbyrjað í sauð- fjárbúskap,“ segir Drífa. Koma útflutningsskyldan og minni kaup landsmanna á kinda- kjöti ekki illa við fjárhag ykkar þarna? „Minnkandi sala gæti þýtt að við mættum ekki framleiða eins mikið og við gerum. Um okkur gildir svo- kölluð 0,7% regla, sem þýðir að við erum undanþegin útflutnings- skyldu. Frekar fáir sauðfjárbændur eru í þessari 0,7% reglu. Hugsunin á bak við regluna, sem kom inn í samninga að ég held 1995, var að bændur framleiddu minna en fengju fullt verð fyrir framleiðsluna. Þessi regla var í gildi á Uppsölum þegar við keyptum búið árið 1998 og okk- ur hefur ekki fundist borga sig að breyta því. Ef við værum ekki í þessari reglu mættum við hafa eins margt fé og við gætum fóðrað en þá þyrftum við líka að flytja út 38% framleiðslu okkar fyrir lítið verð. Lækkunin á innanlandsmarkaði nær hins vegar til okkar allra hér í sveitinni eins og annarra í sauðfjárframleiðslu. Flestir hér í hreppnum eru í út- flutningi og þeir eru ekki ánægðir með hina miklu útflutningsskyldu. Vinnur á leikskóla níu mánuði á ári Við erum sem fyrr greindi ný- byrjuð að búa og vissulega er erfitt að ráðast í að kaupa fjárbú núna en við höfum áhuga á þessum búskap og ætlum að halda áfram. Þess má geta að ég vinn utan heimilis níu mánuði á ári, á leikskóla í Varma- hlíð, sem er tíu mínútna akstur héð- an frá Uppsölum.“ Eru flestir sauðfjárbændur í grennd við þig í aukavinnu? „Á flestum stöðum vinnur annar aðilinn utan heimilis hluta úr ári eða jafnvel allt árið. Það er mjög gott að hafa eitthvað annað með búskapnum þar sem eru aðstæður til þess og stutt að sækja vinnu eins og hér.“ Erfitt að kaupa fjárbú núna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.