Morgunblaðið - 31.08.2003, Page 13

Morgunblaðið - 31.08.2003, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 13 OD DI H F K 01 48 Verið velkomin í verslun okkar á Þýskum dögum. Fjöldi tilboða og sérstök afsláttarkjör í ljósadeild. Þýskir dagar! 69.900 kr. stgr. Kæli- og frystiskápur KG 31V421 Glæsilegur skápur. 190 l kælir, 90 l frystir. H x b x d = 175 x 60 x 64 sm. Takmarkað magn = 40 stk. Aktionspreis (tilboðsverð) 79.900 kr. stgr. Þvottavél WXL 1241 Tekur 6 kg, 1200 sn./mín. Stórt lúguop, fjöldi góðra þvottakerfa. Þær gerast vart betri. Takmarkað magn = 70 stk. Aktionspreis (tilboðsverð) 8.900 kr. stgr. Farsími - A50 Frábær kaup. Lítill og léttur farsími með Li-Ion-rafhlöðu, WAP og ýmsu öðru. Takmarkað magn = 50 stk. Aktionspreis (tilboðsverð) 9.900 kr. stgr. Ryksuga VS 51B22 Kraftmikil 1400 W ryksuga, létt og lipur, stiglaus sogkraftsstilling. Takmarkað magn = 100 stk. Aktionspreis (tilboðsverð) 13.900 kr. stgr. Farsími - S45 Glæsilegur farsími frá Siemens. Lítill og léttur. Li-Ion-rafhlaða, WAP/GPRS, raddastýring. Takmarkað magn = 40 stk. Aktionspreis (tilboðsverð) Líka: Þráðlausir GIGASET-símar frá Siemens. 15% afsláttur af öllum þráðlausum símum frá Siemens á Þýskum dögum 69.900 kr. stgr. Þurrkari WTXL 2201 Fyrir gufuþéttingu, enginn barki. Rafeindastýrður rakaskynjari. 11 kerfi, tekur 6 kg. Frábær kaup. Takmarkað magn = 40 stk. Aktionspreis (tilboðsverð) 59.900 kr. stgr. Uppþvottavél SE 34A235 Ný uppþvottavél, einstaklega hljóðlát og sparneytin. Fjögur þvottakerfi, þrjú hitastig. Takmarkað magn = 90 stk. Aktionspreis (tilboðsverð) Þe ss i t ilb oð g ild a ei nu ng is d ag an a 1. – 6 . s ep te m be r o g að ei ns á m eð an b irg ði r e nd as t ( m ag n ge fið u pp ). Umboðsmenn um allt land. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol 17. og 24. sept. Nú getur þú notið skemmtilegasta tíma ársins á þessum vinsælasta áfangastað Íslendinga í sólinni og búið við frábæran aðbúnað. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Costa del Sol í september frá kr. 39.962 Verð kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 4. sept., 7 nætur Almennt verð, kr. 41.960. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í herbergi/stúdíó, 24. sept., 7 nætur. Almennt verð, kr. 52.447. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Val um 1 eða 2 vikur. Hvenær er laust 3. sept. – 6 sæti 10. sept. – uppselt 17. sept. – 19 sæti 24. sept. – 23 sæti GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, hefur staðið í ströngu við að koma á umbótum í þýska velferðarkerfinu en ljóst þykir, að einhvers staðar verður að skera niður, meðal annars vegna breyttr- ar aldursskiptingar þýsku þjóð- arinnar. Tilraunir í þá átt hafa þó ekki fallið í frjóan jarðveg en þeg- ar málið um hann „Flórída-Rolf“ kom upp greip Schröder það tveim höndum og notar nú sem samnefn- ara fyrir það, sem hann segir að úrskeiðis hafi farið í kerfinu. Rolf J. er 64 ára gamall, fyrrver- andi bankamaður, og hann komst á forsíður allra þýsku blaðanna fyrr í þessum mánuði. Þá kvað dómstóll upp þann úrskurð, að ríkisstjórn- inni bæri að greiða fyrir hann leig- una fyrir hús á Atlantshafsströnd Flórída. Var honum þó sagt, að innan hálfs árs yrði hann að vera búinn að finna sér ódýrari húsa- kynni. Þýskur almenningur, sem hefur fengið að kenna á efnahags- samdrætti og atvinnuleysi árum saman, var hins vegar ekki í neinu skapi til að samgleðjast með Rolf og um landið allt fór reiðialda og margir kröfðust opinberrar rann- sóknar. Schröder tók þetta mál upp í sjónvarpsviðtali síðastliðið fimmtu- dagskvöld og sagði þá, að Flórída- Rolf væri „skelfilegt dæmi“ um það hvernig skattfé almennings væri misnotað. „Þeir, sem misnota kerfið, grafa undan samstöðunni í samfélaginu,“ sagði Schröder og var reiður. „Þetta er slæmt fólk.“ Rolf aftur á móti segist alveg hafa verið grunlaus um, að þetta mál gæti valdið svona miklu fjaðra- foki. „Í 10 ár hafa félagsmálayfirvöld í Neðra-Saxlandi greitt útgjöld mín, leigu og skatta,“ sagði Rolf í viðtali við dagblaðið Bild um leið og hann sýndi blaðamanninum hús- ið á Flórída með útsýni yfir hafið. Þessi útgjöld hans voru 124.000 ísl. kr. á mánuði. Rolf var á opinberu framfæri, að hluta a.m.k., þegar hann settist að á Flórída fyrir nokkrum árum og fyrir rétti hélt hann því fram, að lögum samkvæmt og við vissar að- stæður gætu þýskir ríkisborgarar fengið styrkinn áfram þótt þeir settust að erlendis, til dæmis ef læknir teldi það nauðsynlegt. Hafði hann það líka uppáskrifað af sál- fræðingi, að eftir skilnað við konu sína yrði hann að búa á Flórída til að verða ekki þunglyndinu að bráð. Varað við of miklu bakslagi Lögin, sem Rolf vitnaði til, voru sett eftir stríð og þá ætlað að hjálpa Þjóðverjum, sem flúið höfðu land á nasistatímanum. Yfirvöld segja, að það séu raunar aðeins um 1.000 manns, sem njóti þeirra nú, en Ulla Schmidt heilbrigðis- ráðherra hefur heitið því, að þau verði endurskoðuð. Berthold Löffler, prófessor við háskólann í Ravensburg-Wein- garten, segir að megingalli þýska velferðarkerfisins sé sá, að það eigi að vera eitt allsherjaröryggisnet fyrir þegnana frá vöggu til grafar. Hann varar aftur við því, að það verði skorið of mikið niður gagn- vart þeim, sem þurfa mest á því að halda. Löffler áætlar, að um 10% styrk- þega svíki út bætur með ýmsum hætti, en á móti komi, að um 10% þeirra, sem eiga rétt á bótum, nýti sér það ekki. Langstærstur hluti styrkþega fái hins vegar ekki meira en fyrir brýnustu nauðþurft- um. „Flórída-Rolf“ og þýska velferðarkerfið Berlín. AFP. GENGI GJALDMIÐLA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.