Morgunblaðið - 31.08.2003, Page 20
20 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÍLOK júlímánaðar síðast liðinslagði hópur fólks af stað í leið-angur á vegum ferðafélagsinsAugnabliks. Ætlunin var aðfara í sex daga göngu um fyr-
irhugað lónstæði Kárahnjúkavirkj-
unar, suður með Jöklu (Jökulsá á
Brú) frá Kárahnjúkum, meðfram
Kringilsá, upp fyrir upptök hennar
upp á Brúarjökul og inn á friðlandið í
Kringilsárrana. Síðan hugðumst við
ganga til baka yfir jökul og koma
niður austan við Kverká og ganga
þaðan í Grágæsadal. Í hópnum voru
35 manns, fólk með ólíkan bakgrunn,
sá elsti 75 ára og tvær 14 ára stöllur
voru yngstar. Sumir voru þaulvanir
göngumenn, aðrir ekki. Við höfðum
ólíkar hugmyndir um svæðið en átt-
um það sameiginlegt að vilja sjá með
eigin augum landið sem hverfur.
Sól skein á bláhimni og upptakt-
urinn á flugvelli Egilsstaða jók hjart-
slátt okkar og eftirvæntingu. Leið-
sögumenn og frumkvöðlar að
ferðinni voru þær Ásta Arnardóttir
og Ósk Vilhjálmsdóttir. Hér viljum
við deila með lesendum ferðasögunni
og nokkrum hugrenningum ferða-
félaga.
Við Kárahnjúka
Ekið var á bíl frá Egilsstöðum að
stíflustæðinu. Þar var staldrað við
uppi á formhreinu Sandfelli sem
breytist í litla eyju ef svokallað Háls-
lón verður að veruleika. Gott
skyggni var og vel sást inn eftir Brú-
ardölum í átt að því svæði sem ætl-
unin var að ganga um. Hugur manna
varð þungur og dapur við að líta þau
spellvirki sem verið er að vinna á
landinu. Við stíflusvæðið sameinuð-
ust ferðafélagarnir í þögulli mót-
mælastöðu. Í þögninni urðu hljóðin
frá stórvirkum vinnuvélum sem
níddust á bjargbrúninni yfirgnæf-
andi. Kolsvartir fossar úr möl og
grjóti runnu án afláts niður bjarg-
brúnina og steyptust ofan í gljúfrin.
Þessi blæðandi sár voru í hrópandi
andstöðu við hvítflissandi fossana,
sem við upplifðum stuttu seinna þeg-
ar við gengum niður gil Sauðár.
,,Alla þessa fossa er búið að selja fyr-
ir ál,“ varð einum ferðafélaga að orði
í lok dagsins.
Eftir að hafa rölt á þægilegum
hraða meðfram hlæjandi Sauðánni
var haldið upp með Jöklu í suðurátt
að Tröllagilslæk, en þar var fyrsti
náttstaður. Á augabragði risu
skrautlegar tjaldbúðir í víðivöxnum
hlíðum. Margir í hópnum höfðu ekki
gert sér grein fyrir umfangi fyrir-
hugaðs Hálslóns. Einn ferðafélag-
anna hafði meðferðis kort og hafði
merkt inn á það landsvæði sem kem-
ur til með að hverfa undir vatn. Þeg-
ar við gengum fram á hvítar stikur
ofarlega í gróðursælum hlíðum vor-
um við minnt harkalega á umfang
þess lands sem áætlað er að hverfi –
óafturkræft. Gert er ráð fyrir að lón-
ið verði 57 ferkílómetrar að stærð,
en það samsvarar stærð Hvalfjarðar.
Þessi tilfinning magnaðist þegar við
fengum okkur kvöldgöngu og könn-
uðum gljúfur Jöklu neðan við Trölla-
gil. Þar mátti sjá mikilfenglegar
stuðlabergsmyndanir og flúðir. Ofan
í gljúfrinu voru einstakar bergklapp-
ir í rauðum og appelsínugulum litum,
en það er sjaldgæf og ótrúleg sjón.
Hér urðum við næstum steinrunnin
eins og Gljúfrabúinn sem stendur
hljóður sinn vörð. Við buðum honum
góða nótt, meðan við máttum enn
hreyfa okkur, héldum til baka og
slógum okkur til rólegheita enda
langt liðið á kvöld.
Gróður allt um kring
Annar dagur ferðalagsins heilsaði
okkur með hlýjum sólargeislum.
Fararstjórarnir vöktu mannskapinn
með tvírödduðu „Mér um hug og
hjarta nú“, blítt sungið – er hægt að
vakna á mýkri hátt? Nú skyldi iðkað
morgunjóga. Að því loknu var fögg-
um pakkað. Tók það dágóða stund
enda margir ekki komnir í „allt á
bakinu“ gírinn. Það gerði ekkert til,
enginn var að flýta sér. Það sem beið
okkar var enn meiri náttúra og ekki
lá henni á.
Gengið var áfram í suðurátt með-
fram Jöklu og staldrað við hjá
Gljúfrabúanum sem var nú orðinn
eins og góður vinur. Áfram skyldi
haldið í átt að Töfrafossi í Kringilsá
sem reyndist breiður og kraftmikill
eins og Dettifoss þótt fallhæðin sé
minni. Hið dulúðuga sjónarspil í
kröftugum úðanum frá fossinum var
töfrum líkast. Aldursforsetinn í ferð-
inni skírskotaði til þess þegar virkja
átti Gullfoss. „Hver einasti ferða-
maður sem kemur að Gullfossi skilur
eftir fjárhæð sem er arður af því að
hann var ekki virkjaður. Sama
myndi verða við Stóruflúð, Gljúfra-
búann, Töfrafoss og fjölmarga aðra
staði sem sökkva á undir lón. Svæðið
er allt eins og bankainnistæða sem
við getum tekið út af þegar okkur
þóknast eins og við gerum daglega af
Gullfossi, bara ef því yrði ekki
sökkt.“
Þótt við værum búin að ganga alla
þessa leið þá hékk vinnuvélagnýrinn
í loftinu og fylgdi okkur eins og
draugur. Þessi hrópandi mótsögn,
ósnortin náttúran framundan og
manngerð spjöllin að baki. „Það er
óhugsandi að þeir stjórnmálamenn,
sem bera ábyrgð á framkvæmdun-
um hafi gengið um þetta svæði.
Þetta er nefnilega ekki hægt að upp-
lifa út um jepparúðu!“, gall í einni á
göngunni. Nú tók að rigna og vitin
fylltust ilmi af gróðrinum sem var
allt um kring, mosi og lyng, mjúkt
undir fót. Blautt og hljótt! Við vorum
fegin að koma loks í náttstað í ná-
grenni Þorláksmýra og Hrauköldu.
Þriðji dagur brast á og jökulganga
fram undan. Veður var grámyglulegt
og við í um 700 metra hæð yfir sjáv-
armáli. Þegar við nálguðumst Brúar-
jökul fóru leiðsögumenn ítarlega yfir
þau atriði sem hafa skal í huga þegar
gengið er á jökli. Áð var um stund og
broddar settir undir skó. Varast
skyldi sprungur og halda alltaf hóp-
inn í einfaldri röð. Hugur var í fólki
þótt allir vissu að þetta yrði dálítið
erfitt. Við gengum í þögn, bæði til að
halda einbeitingu og til að geta betur
notið umhverfisins. Eftir sjö kíló-
metra göngu á jökli sáum við loks inn
á friðland Kringilsárrana, þar skyldi
tjaldað til tveggja nátta. Það rigndi
töluvert auk þess sem bætti í vind-
inn. Nú reyndi á kunnáttu við að
tjalda, strekkja stög og bera grjót á
hæla. Leiðangursmenn voru hvíld-
inni fegnir og bjuggu sig undir vætu-
sama nótt, enda var hann búinn að
snúa sér í norðaustan.
Friðlandið Kringilsárrani
Fjórði dagur og sólin heilsaði okk-
ur á ný, útsýni til allra átta, hvílík
fegurð! Konungur íslenskra fjalla,
Snæfell, reif af sér og heiðraði okkur
með ásýnd sinni í austri. Í vestri
stóðu Kverkfjöllin í allri sinni dýrð
og í norðri Herðubreið, drottningin
sjálf. Allt þetta höfðum við fyrir aug-
unum á göngu okkar um friðlandið
Kringilsárrana þar sem við áttum
heilan dag til að skoða hrauka, jök-
ulmenjar, gróður og dýralíf. Við
sáum hreindýrahjarðir og gæsir í
sárum lágu í hópum við tjarnirnar.
Og þarna, mitt í dýrðinni og ham-
ingju, þyrmir fyrirvaralaust yfir
mann þyngslunum yfir því að svæð-
inu skuli fórnað. Það er þó ástæða til
að gleðjast yfir því að í undirbúningi
er stofnun þjóðgarðs norðan Vatna-
jökuls, sem tekur til alls vatnasviðs
Jökulsár á Fjöllum og allir stjórn-
málaflokkarnir nema Sjálfstæðis-
flokkurinn styðja. En þó er ljóst að
þetta verður þjóðgarður rúinn kór-
ónu sinni. Einhver í hópnum minnti á
sjónvarpsmynd Ómars Ragnarsson-
ar frá því í vetur um þjóðgarða og
Vatnajökul ásamt svæðinu norðan
hans. Þar kemur fram að þurft hefur
að hætta við virkjanir og virkjana-
áform í Bandaríkjunum og Noregi
sem voru komin mun lengra áleiðis
en Kárahnjúkavirkjun. Svo enn er
von.
Augnablik
í óbyggðum
Skiptar skoðanir eru meðal landsmanna um Kára-
hnjúkavirkjun og hafa margir lagt þangað leið sína
undanfarið. Gönguferð um fyrirhugað lónsstæði
virkjunarinnar sannfærði þær Þóru Leósdóttur,
Þuríði Einarsdóttur og Önnu Líndal um mikilvægi
þeirrar náttúruperlu sem þar fer undir vatn.
Gönguhópurinn í Grágæsardal þar sem Völundur Jóhannesson tók á móti þeim.
Morgunblaðið/RAX
Um fjórðungur friðlandsins í Kringilsárrana mun fara undir Hálslón. Myndin sýnir Jökullæk innan Töðuhrauka neðarlega í hlíðinni upp af Jöklu.