Morgunblaðið - 31.08.2003, Qupperneq 24
LISTIR
24 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
U
NDANFARIÐ hefur þýski
listamaðurinn Joseph Beu-
ys átt erindi í skrif mín, þá
í sambandi við sýningar
Snorra Ásmundssonar í
Kling og Bang, Lothars
Baumgartens í Skaftfelli,
Ragnars Kjartanssonar í ASÍ, Gerhards
Königs í Sólheimum og jafnframt nefndi ég
hann sem einn af þremur helstu áhrifavöld-
um í myndlist síðan síðari heimsstyrjöldinni
lauk í grein sem ég ritaði í tilefni af sýn-
ingu á íþróttamyndum Andys Warhols í
Galleríi Fold. Beuys er fyrir Evrópu það
sem Warhol er fyrir Bandaríkin. Hann ger-
bylti hugmyndum um skúlptúr í Evrópu og
þykir mér því tilefni til að fara lauslega yfir
ævi og störf þessa frá-
bæra myndlistarmanns
og þá vonandi vekja
áhuga þeirra sem ekki
þekkja til verka hans.
Joseph Beuys fædd-
ist í Krefeld í Þýska-
landi árið 1921. Sem
barn fluttist hann til Kleve og ólst þar upp.
Hann var snemma áhugasamur um vísindi
og hóf ungur nám í náttúruvísindum. Í
miðju námi árið 1941 var hann sendur til
Póllands til að gegna herskyldu í síðari
heimsstyrjöldinni. Þar lenti hann í all-
nokkrum átökum og í einum slíkum hrapaði
flugvél sem bar Beuys innanborðs og
brenndist hann illa á líkamanum. Flokkur
sígauna, sem að mati nasista voru lægsta
gerð mannkynsins, bjargaði lífi hans með
því að þekja líkama hans með fitu og pakka
honum inn í einangrunarteppi. Þegar sár
hans tóku að gróa var hann fluttur í fanga-
búðir þar sem hann dvaldi til stríðsloka.
Reynsla þessi gerbreytti lífsviðhorfi hans
og að stríði loknu hélt hann aftur til Þýska-
lands og hóf þar nám í skúlptúr.
Beuys notaði óhefðbundin efni í skúlptúra
sína og valdi saman efni sem endurspegluðu
hans eigið líf, þ.á m. fitu og einangrunar-
efni. Hann bætti einnig „athöfninni“ við
skúlptúrinn og var uppsetning verkanna í
sýningarrýmið hluti af sjálfu verkinu. Mörg
rýmisverk hans sem í dag standa í listasöfn-
um eru eins og leifar af athöfnum og fylgir
þeim oft myndband sem sýnir listamanninn
fremja athöfnina.
Beuys var forustumaður í gerningum eða
uppákomum (happenings) og tók þátt í
uppákomum með Fluxus-hópnum og átti
m.a. gott samstarf við bandaríska Fluxus-
listamanninn Nam June Paik.
Þekktasti gerningur Josephs Beuysnefnist „Coyote: Mér líkar við Am-eríku og Ameríku líkar við mig“, ogvar framinn í Bandaríkjunum árið
1974. Beuys hafði þá aldrei komið til
Bandaríkjanna en verið samt sem áður í
fremstu röð myndlistarmanna í Evrópu í
um tvo áratugi og hafði umtalsverð áhrif á
bandaríska listamenn sem þangað komu,
s.s. Robert Morris og Evu Hesse. Beuys
hafði oft verið boðið að sýna í Bandaríkj-
unum en sem yfirlýstur friðarsinni neitaði
hann öllum boðum þangað á meðan þeir
voru í stríði við Víetnam. Eftir að Víetnam-
stríðinu lauk þáði hann aftur á móti boð um
að sýna í New York. Sýningin eða réttara
sagt gerningurinn hófst um leið og lista-
maðurinn lenti á Kennedy-flugvelli. Var
hann þá fluttur í sjúkrabíl til René Block-
gallerísins, vafinn frá toppi til táar í ein-
angrunarefni. Þar lét hann setja sig í búr
ásamt villtum sléttuúlfi (Coyote) og hóf úlf-
urinn umsvifalaust að rífa einangrunarefnið
utan af listamanninum. Beuys eyddi viku í
búrinu ásamt úlfinum, sýndi honum ýmsa
hluti og útskýrði meiningu þeirra á meðan
úlfurinn reif þá og tætti. Verkið hefur verið
túlkað á marga vegu en í grunninn lýsir það
sýn Beuys á sambandi Bandaríkjanna við
aðrar þjóðir og var úlfurinn táknmynd fyrir
Bandaríkin.
Joseph Beuys var pólitískur myndlist-
armaður sem vildi breyta vestrænu sam-
félagi til hins betra og taldi að lýðræði
byggt á samfélagslegum skilningi gæti ein-
ungis orðið veruleiki ef allir tileinkuðu sér
listræna hugsun. Var lífsverkefni hans að
smíða einn skúlptúr sem hann nefndi „sam-
félagslegan skúlptúr“ (Social Sculpture) er
hann byggði á andrópósófískri hug-
myndafræði þar sem allir eru í eðli sínu
álitnir listamenn.
Beuys var einn af stofnendum Græn-ingjaflokksins í Þýskalandi sem erpólitískur flokkur umhverfissinna.Hann framdi gerninga sem voru
umhverfisbætandi athafnir. Þekktast er
þegar hann lét planta 11.000 trjám sem um-
hverfislistaverki í borginni Kassel til að
vega á móti mengun frá stóriðju. Hann
stofnaði einnig pólitískan flokk fyrir dýr til
að vekja athygli á málefnum dýraverndar.
Joseph Beuys var árið 1961 ráðinn pró-
fessor við listaakademíuna í Düsseldorf,
sem er nú einhver virtasti myndlistarskóli
heims. Hann breytti þar öllum hefð-
bundnum kennsluaðferðum og mótmælti því
óspart að hver prófessor mætti einungis
taka við sex nemendum á ári hverju, enda
var það gegn hugmyndum hans um að allir
væru í eðli sínu listamenn. Árið 1972 ákvað
hann að gera ekki upp á milli umsækjenda
og tók inn um 400 nemendur í stað sex.
Honum var umsvifalaust sagt upp störfum
og mótmæltu nemendur uppsögninni með
því að læsa byggingunni og leggja undir sig
skrifstofur skólans og stöðva þar alla starf-
semi þar til yfirvöld náðu yfirhendinni. Að-
spurður um mótmæli nemendanna svaraði
Beuys (eftir að hafa rutt sér leið í gegnum
tvöfaldan vegg lögreglumanna): „Lýðræði
er skemmtilegt.“
Málaferli vegna uppsagnarinnar tóku sex
ár og var úrskurðað að uppsögnin hefði ver-
ið ólögmæt. Beuys kenndi samt ekki framar
í Düsseldorf-akademíunni en hann lagði
grunnhugmynd að Frjálsa Alþjóðlega Há-
skólanum ásamt Heinrich Böll. Hann hélt
ótrauður áfram að skapa list, ferðaðist víða,
hélt fyrirlestra og opna fundi um sam-
félagslegan skúlptúr þar til hann lést 21.
janúar árið 1986.
Meistari Beuys
AF LISTUM
Eftir Jón B.K.
Ransu
veransu@li.is
Meistari Joseph Beuys.
Stóll með fitu frá árinu 1963 er verk um
mannslíkamann. Stóllinn sýnir líkamsbyggingu
mannsins og fitan er líkamlegt efni.
UPPTÖKUM Ólafs Elíassonar píanóleikara og
kammersveitarinnar London Chamber Group und-
ir stjórn Harrys Curtis á tveimur píanókonsertum,
öðrum í f-moll, hinum í E-dúr, eftir J.S. Bach, og
Concerto grosse op. 3 nr. 2 og 4 eftir G.F. Händel,
lauk á dögunum. London Chamber Group var
stofnuð 1996 af Ólafi og Curtis og var upphaflega að
mestu skipuð skólafélögum þeirra úr Konunglegu
tónlistarakademíunni í Lundúnum.
Að sögn Ólafs hefur mikil endurnýjun á hópnum
átt sér stað á umliðnum árum, þótt vissir lykilmenn
séu þar alltaf. „Við leggjum mikinn metnað í það að
velja til liðs við okkur góða hljóðfæraleikara. Helst
höfum við viljað vinna með ungu fólki, á milli tví-
tugs og þrítugs, því okkur finnst það vera frjóasta
og ferskasta músíkfólkið. Í hópnum núna eru um
tuttugu hljóðfæraleikarar, þar af fimm Íslendingar.
Þetta eru allt einstaklingar sem hafa lokið tónlist-
arnámi í toppskólum út um allan heim. Í raun er
hópurinn afar alþjóðlegur því auk Íslendinganna
erum við með Englendinga, Skota, Serba, Þjóð-
verja og Chilebúa.“
Ólafur segir að þrátt fyrir hina miklu endurnýjun
í hópnum hafi náðst einstaklega góður samhljómur
sem megi að miklu leyti þakka hve góður tími gafst
til æfinga og undirbúningar við upptökurnar.
„Venjuleg sinfóníuhljómsveit eyðir litlum sem eng-
um tíma í æfingar, það er bara staðreynd. Við höf-
um verið með æfingar og upptökur fimm tíma á dag
í tæpar tvær vikur þannig að þetta er ansi stíft pró-
gramm, en það skilar sér tvímælalaust í meiri gæð-
um.“
Fyrir tveimur árum gaf hópurinn út upptökur
sínar á tveimur píanókonsertum eftir Bach, annars
vegar í d-moll og hins vegar í F-dúr, en Ólafur segir
það markmiðið að taka upp alla sjö píanókonserta
Bachs. „Við vorum að klára þann fjórða núna og
stefnum að því að klára dæmið á næstu 3–4 árum.
Þegar því er lokið munum við geta kynnt og selt
verkin saman í einum pakka. Ég hef nokkuð góða
tilfinningu fyrir því að það verði ekki svo erfitt að
koma því inn í búðir erlendis, því það eru ekki svo
margir sem hafa spilað alla konsertana.“
Þéttur en léttur hljómur
Að sögn Ólafs skrifaði Bach konsertana upp-
haflega fyrir fiðlu og notaði þá síðan sem millikafla í
kantötur sínar. „Á seinni árum lagðist Bach síðan í
verkin aftur og setti þau út fyrir hljómborð af mik-
illi natni. Hann skipti meðal annars um tóntegundir
og bjó til allt aðrar skreytingar í sumum konsert-
unum. Reyndar er alveg einstaklega erfitt að spila
t.d. í E-dúr og þessi konsert er alveg að gera út af
við axlirnar á mér. En það sem gerir verkin svona
erfið fyrir píanóleikara er að þótt Bach hafi sniðið
verkin að hljómborðinu þá eru margir sólókaflar
sem liggja frekar illa fyrir píanóið, þar sem þeir
voru náttúrlega upphaflega skrifaðir fyrir fiðluna,“
segir Ólafur brosandi og bætir við: „Í raun má
segja að E-dúr-konsertinn sé algjört glansstykki
(virtúósa-stykki) án þess að það heyrist. Eins og
með mörg þrælerfið verk, tæknilega séð, átta
áheyrendur sig sjaldnast á því hversu erfið þau eru,
því það hljómar allt svo létt og þægilega.“
Aðspurður hvers vegna þessi verk hafi orðið fyr-
ir valinu segir Ólafur að þau séu einfaldlega svo
mikil gleðitónlist. „Ég var með króníska barokk-
dellu meðan ég var í námi og mig hefur alltaf
dreymt um að spila þessa konserta með góðri
hljómsveit. Ég man að þegar ég var að hlusta á
þetta á sínum tíma sem unglingur fór alltaf í taug-
arnar á mér hvað flutningurinn var gamaldags og
mikið víbrató. Mig langaði að heyra Bach-
konsertana með þéttum sinfóníuhljómsveitar-
hljómi, en samt með ákveðinni birtu, og ég held að
það hafi tekist býsna vel hér hjá okkur. Svo er bar-
okkmúsíkin bara svo fín og lyftir manni upp í hvers-
dagsleikanum.“
„Barokktónlist lyftir manni
upp í hversdagsleikanum“
Morgunblaðið/Þorkell
Harry Curtis, stjórnandi London Chamber Group, ásamt Ólafi Elíassyni píanóleikara.
JPV ÚTGÁFA hefur
sent frá sér bókina
Skuggaleikir eftir
José Carlos Som-
oza. Bókin hlaut
glæpasagnaverð-
launin Gullna rýting-
inn árið 2002. Her-
mann Stefánsson
þýddi úr spænsku.
Í gamalli grískri morðsögu býr nútíma-
ráðgáta. Þegar ungur maður finnst látinn
og illa útleikinn þykir enginn vafi leika á
því að hann hafi orðið úlfum að bráð. En
lærifaðir hans hefur grun um að annað
og meira búi að baki þessum skelfilega
dauðdaga og leitar á náðir „ráð-
gátumeistarans“ Heraklesar Pontórs.
Hið sanna í málinu skal koma fram í
dagsljósið.
Sögusviðið er Aþena til forna og þegar
fleiri nemendur úr skóla Platóns falla í
valinn með dularfullum hætti verður leit-
in að sannleikanum æ torsóttari. Þýð-
andi verksins er gagntekinn af duldri
merkingu textans og stendur hreint ekki
á sama þegar tilteknar vísbendingar
taka að beinast að honum sjálfum með
stöðugt ógnvænlegri hætti …
Höfundurinn, José Carlos Somoza,
hefur vakið athygli með þessari skáld-
sögu sem hefur verið þýdd á fjölmörg
tungumál. Hann er fæddur á Kúbu 1959
en fluttist til Spánar árið 1960 og hefur
búið þar síðan. Hann er geðlæknir að
mennt og hefur hlotið fjölda viðurkenn-
inga fyrir verk sín. Hann verður gestur á
Bókmenntahátíðinni í september.
Sunday Telegraph sagði um bókina:
„Afar frumlegur spennutryllir. Hnyttin og
hugvitssamlega skrifuð saga þar sem
hver ráðgátan tekur við af annarri … Full-
komin skemmtun.“ og The Times sagði:
„Þessi vitræna glæpasaga er hreinlega
frábær og mun höfða til allra sem hrifust
af Nafni rósarinnar.
Bókin er frumútgefin í kilju. Hún er
310 bls., prentuð í Danmörku. Leiðbein-
andi útsöluverð er 1.590 kr.
Spenna