Morgunblaðið - 31.08.2003, Side 30
30 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
29. ágúst 1993: „Staða þorsk-
stofnanna við norðanvert Atl-
antshafið er mjög alvarleg.
Þeir eru víðast hvar í lág-
marki eða slakir og veiðibann
er í gildi á Miklabanka við
Nýfundnaland, sem til langs
tíma hafa verið einhver gjöf-
ulustu þorskmið veraldar.
Alls staðar virðist hið sama
eiga við. Veðurfar hefur kóln-
að og þess ekki verið gætt að
draga úr veiðum í samræmi
við það.
. . . . . . . . . .
31. ágúst 1983: „Eins og
menn muna stjórnaði Ragnar
Arnalds, fjármálaráðherra
Alþýðubandalagsins, ríkis-
sjóði eins og stórskuldugur
maður sem telur fjárhag sín-
um borgið svo framarlega
sem ávísanareikningur hans
er ekki innistæðulaus í árs-
lok. Fjárlagagerðinni var
einnig þannig hagað undir
stjórn Ragnars Arnalds að
hún miðaðist við tilbúna
reiknitölu þegar teknar voru
ákvarðanir um hækkanir
milli ára vegna verðbólg-
unnar. Af þessu hefur til
dæmis leitt í ár, þegar verð-
bólguvöxturinn hefur náð
mestum hraða, að hver rík-
isstofnun eftir aðra kemst í
greiðsluþrot.“
. . . . . . . . . .
30. ágúst 1973: „Nú þegar
senn er ár liðið frá útfærslu
fiskveiðitakmarkanna, verð-
um við að horfast í augu við
þá ömurlegu staðreynd, að
þau markmið sem að var
stefnt, hafa ekki náðst. Til-
gangurinn með útfærslunni
var tvíþættur, annars vegar
að auka friðunarráðstafanir
og hins vegar að auka hlut-
deild okkar í heildaraflanum
á Íslandsmiðum. Um fyrra
atriðið er það að segja að
gegndarlaus rányrkja er
stunduð bæði af hálfu Breta
og Þjóðverja. Þeir veiða nú
eftirlitslaust á miðunum og
eiga ekki á hættu að varð-
skipin athugi veiðarfærin.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
M
YNDLIST hefur um
langan aldur haft veiga-
miklu félagslegu hlut-
verki að gegna í sam-
félaginu, enda er hún
um margt einstaklega
vel til þess fallin að
koma skilaboðum á
framfæri auk þess að vera eitt helsta bakbein
menningarinnar. Sem slík hefur myndlist því átt
drjúgan þátt í að mennta þær kynslóðir sem kom-
ust í tæri við hana í gegnum tíðina, sama hvaða
stétt þeir tilheyrðu, því það sjónræna myndmál er
henni fylgir hefur þann ótvíræða kost að má út
mörk tungumála, þjóðernis og jafnvel tímaskeiða.
Tungutak myndlistarinnar, ef svo má að orði
komast, hefur því ákaflega víða alþjóðlega skír-
skotun. Ef til vill er það einnig þess vegna sem
svo mikil verðmæti hafa skapast á þessu tiltekna
sviði menningar heimsins – myndlist hefur ekki
einungis þýðingu fyrir þau menningarsvæði sem
hún sprettur úr heldur getur hún, líkt og t.d. tón-
list, verið merkingarbær og aðgengileg fyrir
heiminn allan, án þess að hana þurfi að þýða eða
staðfæra með nokkrum hætti.
Framsýnir vel-
unnarar lista
Það er því ekki að
undra að framfara-
sinnaðir áhrifamenn,
allt aftur til tíma end-
urreisnarinnar, hafi gert sér grein fyrir því
hversu mikilvægt afl myndlist var í félagslegum
skilningi. Margir nýttu völd sín og fjármuni til
þess að taka ákveðna listamenn eða jafnvel list-
greinar upp á sína arma og hlutu í skiptum virð-
ingu samtíma síns og jafnvel varanlegan sess á
spjöldum sögunnar. Augljósustu dæmin um
myndlistarmenn sem nutu slíkra velunnara frá
endurreisnartímanum eru auðvitað þeir Leon-
ardo da Vinci og Michelangelo, en ævistarf þeirra
hefur enn þann dag í dag djúpstæð áhrif á Ítalíu
og þau áhrif eru vitaskuld efnahagsleg ekki síður
en menningarleg, og nægir að vísa til ferða-
mannaiðnaðarins í því sambandi. Líklega er
óþarft að tíunda þýðingu verka slíkra meistara
fyrir heiminn allan en þau eru að sjálfsögðu um-
talsverð.
Með iðnbyltingunni og uppgangi borgarastétt-
arinnar í kjölfarið, komu nýir verndarar lista til
sögunnar, og tóku að mestu við því hlutverki er
fyrri valdastéttir; aðalsmenn, klerkastétt og emb-
ættismenn höfðu sinnt. Borgarastéttin reyndist
engu slakari bakhjarl en hinir fyrri svo tengslin á
milli fjársterkra aðila og þeirra sem vinna á sviði
lista eru í raun órofin fram á okkar daga – í það
minnsta í flestum ríkjum Vesturlanda. Safnarar í
borgarastétt urðu t.d. einhverjir mestu áhrifa-
valdar myndlistarlífsins, því jafnvel þó að þeir
hefðu ekki einstaka listamenn á sínum snærum,
líkt og verndarar menningar endurreisnarinnar,
þá varð það fjármagn sem þeir veittu inn í lista-
lífið með kaupum sínum á listaverkum ómetanleg
forsenda þess markaðar er listamenn áttu lífsvið-
urværi sitt undir.
Þversögnin í
sambandi safn-
ara og lista-
manna
Bandaríski ritstjórinn
og listgagnrýnandinn
Richard Vine, sem
vinnur hjá tímaritinu
„Art in America“, hef-
ur kannað hvernig
sambandið á milli
safnara og listamanna hefur þróast í gegnum tíð-
ina og m.a. flutt um það fyrirlestra hér á landi. Í
viðtali sem birtist við hann í Morgunblaðinu í júlí-
mánuði árið 2000, segir hann hlutverk myndlistar
í þjóðfélaginu hafa breyst mjög ört undanfarna
áratugi og er þá að vísa til þess að listin sé ekki
lengur sniðin að smekk ákveðinnar valdastéttar.
„Í gegnum aldirnar var list alltaf búin til fyrir að-
ila úr „æðri“ stéttum. Sá sem keypti listaverk var
ýmist úr aðalsstétt, klerkastétt eða embættis-
mannastétt. Þá var gerður samningur við lista-
manninn og það var í raun sama hversu mikið
listamaðurinn hafði út á yfirvaldið eða hlutskipti
sitt í lífinu að setja, það fólst alltaf ákveðin frið-
þæging í því að skapa eitthvað fyrir þetta „æðra“
vald – fyrir þetta mótandi afl sem stjórnaði þjóð-
félaginu,“ segir Vine.
Orsökina fyrir þessum breytingum rekur hann
til uppgangs borgarastéttarinnar. „Þá tekur við-
skiptajöfurinn við hlutverki verndara listanna og
staða listamannsins verður allt önnur. Listamað-
urinn fer að vinna fyrir aðila sem í hans augum er
jafningi hans í félagslegum skilningi – og jafnvel
einhver sem hann innst inni álítur standa sér
langt að baki vitsmunalega. Í hagsmunasambandi
af þessu tagi eru samskiptin af allt öðrum toga og
mun skilyrtari. Oft er um ákveðna vanþóknun að
ræða frá hendi listamannsins og löngun til að
hneyksla. Svo má auðvitað velta því fyrir sér, sem
ekki er síður merkilegt, af hverju þetta fólk úr
borgarastétt kaus – og kýs enn í dag – að styðja
við list sem hafnar öllum þeim gildum sem borg-
arastéttin byggir sitt daglega líf á“.
Richard Vine hefur einmitt sérstakan áhuga á
þessu sérstaka sambandi á milli safnarans og
listamannsins. Hann segir þessi tengsl ekki jafn-
augljós á Norðurlöndum þar sem ríkisvaldið styð-
ur kerfisbundið við listir. „En í Bandaríkjunum
stendur listin og fellur með safnaranum, safn-
arinn er það afl sem knýr listheiminn áfram.
Þessir safnarar eru yfirleitt auðkýfingar og
áhrifamenn sem beinlínis styðja list sem er gagn-
rýnin á það kapítalistíska kerfi sem auður þeirra
grundvallast á,“ segir hann og jafnframt að hann
sé hugfanginn af þessu tvíræða sambandi, „af
þessari siðferðislegu togstreitu sem heldur list-
sköpuninni gangandi“.
Ef til vill þarf þó engar fræðilegar bollalegg-
ingar til að skýra það sem Vine nefnir „siðferð-
islega þversögn“, því þó að vissulega sé til mikið
af góðri myndlist sem ekki hefur gagnrýninn eða
pólitískan boðskap til að bera, þá er jafnvíst að sú
ádeila sem list getur falið í sér er einmitt einn
helsti styrkur hennar í samfélagslegu tilliti – og
styrkur er einmitt það sem sem fjárfestar sækj-
ast eftir á þessu sviði sem öðrum. Pólitísk list og
list með félagslega vísun vekur oft mikla athygli
og nýtur vinsælda í samræmi við það – rétt eins
og ýmis önnur markaðsvara.
Félagslegur eða
pólitískur boð-
skapur
Félagslegur eða póli-
tískur boðskapur hef-
ur að öllum líkindum
ætíð verið fylgifiskur
lista, þótt hann hafi
vitaskuld ekki alltaf
legið í augum uppi nema fyrir þá sem rýndu vel,
sérstaklega þar sem skoðana- og tjáningarfrelsi
var lítils virt. Í samtímanum er augljósustu skilin
hvað slíkan boðskap varðar að finna í lok sjötta
áratugarins og byrjun þess sjöunda. Áhrif kalda
stríðsins og óttinn við gjöreyðingarvopn kjarn-
orkualdar voru þá farin að setja mark sitt á þjóð-
félagsumræðu sem átti sér vísan farveg í listum.
Sú pólitíska list er þá kom fram var oft á tíðum lit-
uð af andstæðum austurs og vesturs; kommún-
isma og kapítalisma, enda efnahagsundur eftir-
stríðsáranna í algleymingi á tímabili þar sem
vestrænt samfélag var gagnrýnt hvað harðast
fyrir að týna sér í efnahagslegum gæðum á kostn-
að samhygðar.
Listin sjálf var auðvitað ekki undanskilin slíkri
gagnrýni; einn frægasti popptónlistarmaður
þessa tíma, Frank Zappa, sagði t.d. að „list væri
það að búa eitthvað til úr engu og selja síðan“, og
vísaði þar til tvískinnungs listrænna gilda er
beindust gegn vestrænum markaðslögmálum
sem þau urðu síðan sjálf að bráð.
En þrátt fyrir þetta uppgjör umrótatímabils
tuttugustu aldar og það fráhvarf sem fylgdi síðan
í kjölfarið á mörgum sviðum lista, hefur list með
félagslegum undirtóni ætíð þjónað áhrifaríku
hlutverki. Á yfirstandandi Feneyjatvíæringi
mátti t.d. glöggt sjá hvernig félagslegar áherslur í
listum eru að ryðja sér til rúms enn og aftur og
áherslurnar eru að sjálfsögðu í takti við ástand
heimsmála. Á aðalsýningarsvæðinu í görðunum á
Giardini mátti víðs vegar finna vegabréf í yfir-
stærðum, eftir listamennina Sandi Hilal og All-
essandro Petti, eftirlíkingar af raunverulegum
vegabréfum sem gefin eru út af ýmsum valdhöf-
um.
Við nánari athugun kom í ljós að þau sögðu
mikla sögu. Vegabréfin voru eins konar portrett-
myndir þeirra einstaklinga sem voru skráðir eig-
endur þeirra. Allir tilheyra þeir Palestínu en skil-
ríkin eru af ýmsu tagi. Nefna má líbanskt
ferðaleyfi, nafnskírteini gefið út af borgaryfir-
völdum í Jersúsalem, ferðaleyfi frá Egyptalandi,
jórdanskt ferðaleyfi fyrir Palestínumenn og vega-
bréf frá Evrópu og Bandaríkjunum. Fjölbreyti-
leikinn afhjúpar auðvitað þær aðstæður sem Pal-
estínumenn búa við sem tvístruð þjóð er ekki á
sér formlegt ríkisfang, enda heitir verkið „þjóð án
ríkisfangs“. Skilríkin voru auk þess um margt
upplýsandi um félagsleg og menningarleg gildi
þeirra samfélaga er gefa þau út og sem dæmi má
nefna vegabréf karlmanns sem útbúið er með sér-
stökum reit fyrir eiginkonu. Slíkt vegabréf hefur
auðvitað sterk áhrif á þær konur í nútímanum er
fara allra sinna ferða með eigið vegabréf og líta á
það sem sjálfsagt tákn sjálfstæðis þeirra sem ein-
staklinga.
Gestir tvíæringsins stöldruðu lengi við þessi
opinberu plögg sem voru einstaklega vel til þess
fallin að afhjúpa ólíka menningu og áherslur mis-
munandi þjóðríkja, í gegnum hlut sem hefur mjög
staðlað form og á að hafa sama notagildi um heim
allan – sem lykill til að hleypa heimdraganum.
Veruleikinn er þó auðvitað allt annar því eins og
UPPLAUSN Í ÍRAK
ÁSTANDIÐ í Írak er aðmörgu leyti skuggalegt.Nær daglega berast
fregnir af því að ráðist hafi verið
á bandaríska og breska hermenn.
Með reglulegu millibili eru fram-
in hrikaleg hermdarverk er bitna
á írösku þjóðinni ekki síður en
hernámsliðinu. Á föstudag var
einn helsti leiðtogi sjíamúslima
felldur í sprengjutilræði fyrir ut-
an mosku í borginni Najaf. Að
minnsta kosti áttatíu til viðbótar
létust í tilræðinu. Enn hefur ekki
tekist að handsama Saddam
Hussein þrátt fyrir að Banda-
ríkjaher hafi gert allt sem í valdi
hans stendur til að hafa hendur í
hári hans frá því átökum lauk
fyrir fjórum mánuðum. Þrátt fyr-
ir að Bandaríkin hafi hernumið
Írak er landið ekki á þeirra valdi
nema að takmörkuðu leyti. Hálf-
gert upplausnarástand virðist
ríkja í Írak.
Eftir því sem lengri tími líður
án þess að takist að koma á stöð-
ugleika í landinu einkennist
framtíð Íraks af meiri óvissu og
líkurnar aukast á algjöru öng-
þveiti.
Bandaríkin hafa nú í fyrsta
skipti gefið í skyn að þau séu
reiðubúin að samþykkja aukið
hlutverk Sameinuðu þjóðanna í
Írak. Richard L. Armitage, að-
stoðarutanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, sagði síðastliðinn
þriðjudag að til greina kæmi að
Bandaríkin gætu fallist á að fjöl-
þjóðaher á vegum Sameinuðu
þjóðanna yrði sendur til Íraks að
því gefnu að yfirmaður liðsins
væri bandarískur. Að undanförnu
hafa átt sér stað þreifingar millli
Bandaríkjamanna, Breta og
Frakka um nýja ályktun örygg-
isráðs Sameinuðu þjóðanna um
Írak. Dominique de Villepin, ut-
anríkisráðherra Frakklands,
sagði í ræðu síðastliðinn fimmtu-
dag, að Frakkar væru reiðubúnir
að styðja myndun fjölþjóðlegs
liðs undir stjórn Sameinuðu þjóð-
anna er myndi starfa við hlið
íraskrar bráðabirgðastjórnar.
Mörg önnur ríki hafa lýst því yfir
að þau séu reiðubúin að senda
herlið til Íraks að því tilskildu að
það lið starfi í umboði Sameinuðu
þjóðanna.
Indland, Pakistan, Japan og
Tyrkland eru meðal þeirra ríkja
sem kynnu að koma að friðar-
gæslu í Írak. Þá hefur þeirri
hugmynd verið hreyft að NATO
kynni að koma að málinu með
formlegum hætti líkt og gerst
hefur í Afganistan. Þótt fjöl-
þjóðalið myndi starfa í umboði
Sameinuðu þjóðanna gæti Atl-
antshafsbandalagið tekið að sér
sjálfa framkvæmdina. Eigi hug-
myndir af því tagi að verða að
veruleika verður hins vegar að
nást pólitísk samstaða um hvern-
ig best sé að haga málum í Írak.
Harðar pólitískar deilur áttu
sér stað síðastliðinn vetur í að-
draganda innrásarinnar. Frakkar
voru í forystu þeirra ríkja sem
lögðust gegn því að ráðist yrði
inn í Írak og Frakka og Banda-
ríkjamenn greinir enn á um
hvernig haga beri málum í Írak.
Frakkar leggja áherslu á mik-
ilvægi þess að Írökum sjálfum
verði falin stjórn landsins.
Bandaríkjamenn eru hins vegar
þeirrar skoðunar að fyrst verði
að koma á stöðugleika í landinu.
Tíminn er smám saman að
renna út í Írak. Það væri stór-
kostlegur harmleikur ef ekki
tækist að ná því markmiði að
koma á lýðræði og friði í Írak og
myndi grafa undan öllum til-
raunum til að stilla til friðar í
Mið-Austurlöndum. Það mikið er
í húfi að gamlir bandamenn á
borð við Bandaríkjamenn og
Frakka verða að leggja fyrri
deilur sínar til hliðar og finna
lausn sem líkleg er til að þoka
málum í rétta átt með samstilltu
átaki. Þar hljóta Sameinuðu
þjóðirnar að gegna mikilvægu
hlutverki.