Morgunblaðið - 31.08.2003, Page 34
FRÉTTIR
34 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BÚJARÐIR - BÚJARÐIR
Til sölu hjá okkur er nú fjöldi áhugaverðra jarða, m.a. hlunnindajarðir, jarðir með
greiðslumarki í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyrir garðyrkju, skógrækt, hrossarækt,
svínarækt, frístundabúskap og ferðaþjónustu. Jarðir þessar eru víðsvegar um landið.
Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og hesthúsa. Hjá okkur er einnig oft til
sölu sauðfjár og mjólkurframleiðsluréttur. Fáið senda söluskrá í pósti eða nálgist eintak
á skrifstofu. Minnum einnig á fmeignir.is og mbl.is.
Til leigu 1080 m² verslunar/skrifstofuhæð við Guðríðarstíg
í Grafarholti í glæsilegu og vönduðu steinsteyptu húsi.
Húsið er byggt árið 2003, eignin er einstaklega vel staðsett með tilliti til auglýsingagildis frá Vesturlandsvegi
og hentar vel undir ýmis skonar atvinnurekstur, verslun, þjónustu, léttan iðnað o.fl. Húsnæðið er bjart og með
stórri gluggaframhlíð til norðurs og suðurs og með sérlega glæsilegu útsýni til norðurs. Eigninni hefur ekki
verið skipt miður og er hún því í dag einn geymur með tvennum innkeyrsludyrum (möguleiki er að bæta við
innkeyrsludyrum með vörudyrum.) Lofthæðin er u.þ.b. 3,2 metrar. Eignin er laus til afhendingar strax.
Opið hús
Ásholt 2 — Reykjavík
2ja herb. útsýnisíbúð með stæði
í bílageymslu
Til sýnis og sölu glæsileg 47,7 fm íbúð á 5. hæð
í góðu lyftuhúsi með miklu útsýni yfir borgina og út á
sjóinn. Húsvörður er í húsinu. Eigninni fylgir stæði í bíla-
geymslu. Lokaður skrúðgarður er við húsið.
Verð 10,9 millj. Áhv. byggsj. 4,7 millj.
Margrét verður með heitt á könnunni og tekur vel
á móti þér og þínum í dag, sunnudag,
milli kl. 13.00 og 17.00.
Fasteignasala Brynjólfs Jónssonar,
sími 511 1555.
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
MARÍUBAKKI 18 - 3. hæð - LAUS STRAX
Sérlega björt og rúmgóð 3ja herb.
81 fm íbúð á 3. hæð (efstu) í fjöl-
býli sem búið er að klæða að utan á
þrjá vegu. Í kjallara er sérgeymsla,
þurrkherbergi ásamt hjóla- og
vagnageymslu. Íbúðin er afar vel
skipulögð og björt. Tvö svefnher-
bergi, bæði með fataskáp. Baðher-
bergið flísalagt í hólf og golf. Rúm-
gott flísalagt þvottahús með
glugga innan íbúðar. Parket á öllu
nema eldhúsi þar er dúkur. Verð
10,9 millj. Áhv. 5,0 millj.
Inga Jónasdóttir tekur á móti ykkur
í dag frá kl. 14.00-16.00.
Um er að ræða gullfallega og mikið
endurnýjaða 3ja herbergja 93 fm
íbúð á 2. hæð. Fallegar innréttingar.
Parket. Nýtt rafmagn. Nýtt þak o.fl.
Verð 13,6 millj.
Gjörið svo vel að líta inn. Einar
og Íris taka vel á móti ykkur.
Sími 568 5556
SKAFTAHLÍÐ 6
OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG,
MILLI KL. 14 OG 17
TIL AÐ tryggja
réttindi og mann-
sæmandi kjör sem
flestra starfsmanna
er nauðsynlegt að
verkalýðsfélög hugsi
stórt og semji við
fyrirtæki á sem
breiðustum grund-
velli, að sögn Philips
J. Jennings, aðalrit-
ara Union Network
International
(UNI). Jennings var
staddur hér á dög-
unum í boði Lands-
sambands íslenskra
verslunarmanna og
hélt fyrirlestur um stöðu mála hjá
alþjóðlegum verkalýðshreyfingum.
Landsamband íslenskra verslunar-
manna er eitt fjögurra íslenskra
aðildaríkja að UNI en Samband ís-
lenskra bankamanna, Póstmanna-
félag Íslands og Félag íslenskra
símamanna eru einnig aðilar að
UNI.
Jennings segir að UNI leggi
mikla áherslu á að ná til stórfyr-
irtækja með starfsemi í mörgum
löndum og gera við þau samninga
sem gilda fyrir alla starfsmenn
fyrirtækisins. „Nýlega gerðum við
t.d. samning við ISS, sem er stórt
alþjóðlegt ræstingarfyrirtæki, um
að fyrirtækið viðurkenni rétt allra
starfsmanna sinna til að mynda
verkalýðsfélag og semja um kaup
og kjör. Samningurinn við ISS var
mikilvægur fyrir okkur, hann
bætti ímynd þeirra og setti öðrum
fyrirtækjum á þessu sviði for-
dæmi,“ segir Jennings en UNI
hefur gert sambærilega
samninga við þrjú önn-
ur stórfyrirtæki; Tele-
fonica, eitt stærsta fjar-
skiptafyrirtæki í
Rómönsku Ameríku,
OTI, grískt fjarskipta-
fyrirtæki sem starfar
víða á Balkanskaganum
og frönsku verslunar-
keðjuna Carrefour.
„Allt eru þetta stór-
fyrirtæki með starfsemi
í fjölmörgum löndum og
þessir fjórir samningar
taka til um milljón
starfsmanna. Alls eru
um 25 svona samningar
til í heiminum í dag og þeim mun
fjölga,“ segir Jennings en bendir á
að gerð slíkra samninga sé ekki
sjálfgefin.
Erfið barátta
„Þetta er erfið barátta, sérstak-
lega þegar litið er til þess að
bandaríska hagkerfið byggist á
fyrirtækjum sem eru andvíg
verkalýðsfélögum. Þessi fyrirtæki
reyna að koma viðhorfum sínum
inn annars staðar.“
Jennings segir að verkalýðs-
hreyfingar hafi víða tekið höndum
saman við aðrar hreyfingar, þ.á m.
umhverfisverndarsamtök, í barátt-
unni fyrir bættu viðskiptasiðferði.
„Baráttan fyrir bættu siðferði í
viðskiptum snýst meðal annars um
að fyrirtæki komi fram við starfs-
menn á sama hátt hvar sem er í
heiminum og virði réttindi þeirra.“
Fimmtán milljónir starfsmanna
frá um 140 löndum eru félagar í
UNI. Samtökin urðu til fyrir fjór-
um árum þegar fjögur stór verka-
lýðssamtök runnu saman í eitt.
„Ástæðan fyrir því að samtökin
fjögur ákváðu að sameinast, er að
á tímum alþjóðavæðingar þarf
stóra alþjóðlega verkalýðshreyf-
ingu til að halda uppi réttindabar-
áttu starfsmanna og skapa sterka
rödd á alþjóðavettvangi. Alþjóða-
væðing og ný tækni hefur breytt
mörgum störfum innan hagkerfis-
ins og því var þörf á breyttum
starfsháttum hjá gamalgrónum
verkalýðshreyfingunum. Okkur
fannst við þar með setja fordæmi
fyrir aðrar verkalýðshreyfingar,
bæði þær sem starfa innanlands
sem og alþjóðlega,“ segir Jenn-
ings.
Forystan þekkir flokksmenn
með nafni
Jennings heimsótti aðildarfélög
UNI á Íslandi. „Félögin hérna
hafa mjög gott og náið samband
við félaga sína, forystumenn í fé-
lögunum þekktu meira að segja fé-
lagsmenn með nafni! Þegar ég var
í heimsókn hjá Landssambandi
verslunarmanna sá ég að þeir eru
með virka símaþjónustu fyrir fé-
lagsmenn og daginn sem ég kom
höfðu félaginu borist um fjögur
hundruð símhringingar. Ég var
einnig mjög hrifinn af auglýsingum
sem félögin hafa látið vinna sem og
könnunum sem þau standa fyrir
meðal starfsmanna ákveðinna fyr-
irtækja um hvernig fyrirtækin
standi sig. Ég ætla að reyna að
koma einhverjum af þessum hug-
myndum á framfæri annars stað-
ar.“
Jennings kom síðast til Íslands
fyrir fjórtán árum, þá í sinni fyrstu
ferð sem aðalritari FIET en það
var eitt þeirra fjögurra félaga sem
sameinaðist undir merkjum UNI.
„Það hefur margt stækkað og mik-
ið verið byggt síðan ég var hérna
síðast. Atvinnulífið er orðið fjöl-
breyttara, að því er mér virðist,“
segir Jennings, sem er frá Wales
en býr í Sviss þar sem höfuðstöðv-
ar UNI eru til húsa.
Philip Jennings, formaður Union Network International
Verkalýðsfélög verða
að hugsa stórt
Philip Jennings
FRÍTEKJUMÖRK greiðslna
almannatrygginga hækka um
6% frá og með 1. september
samkvæmt reglugerð heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins.
Þetta þýðir t.d. að ellilífeyrir
almannatrygginga, sem er
20.630 kr. á mánuði, byrjar að
skerðast við eigin mánaðar-
tekjur ellilífeyrisþega að upp-
hæð 124.675 kr., en tekjur og/
eða greiðslur úr lífeyrissjóði
koma þó ekki til skerðingar.
Við eigin mánaðarlegar tekjur
yfir 193.441 kr. fellur ellilífeyrir
niður.
Tekjutrygging ellilífeyris-
þega, 38.500 kr., byrjar að
skerðast við tekjur sem eru
40.007 kr. á mánuði. Þegar hjón
eiga í hlut þar sem annað er líf-
eyrisþegi en hitt ekki eru tekju-
mörkin 67.546 kr. og 153.102,
að því er fram kemur á heima-
síðu Tryggingastofnunar.
Greiðslur
almannatrygginga
Frítekju-
mörk
hækka
um 6%