Morgunblaðið - 31.08.2003, Side 38

Morgunblaðið - 31.08.2003, Side 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson Útfararstjóri Sími 5679110, 8938638 Heimasíða okkar er www.utfarir.is Þar eru upplýsingar um allt er lýtur að útför: - Söngfólk og kórar - Erfidrykkja - Aðstoð við skrif minningargreina - Panta kross og frágang á leiði                             !"#$$ %&&'''(    ( LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Poul Vad var sonur yfirkennara í Silki- borg á Jótlandi, fædd- ur 1927, en hvarf að loknu stúdents- prófi að námi í listfræði við Kaupmannahafnarháskóla og hlaut meistaragráðu 1958. Tveimur árum fyrr hafði hann sent frá sér fyrstu ljóðabók sína, „Den fremmede dag“, og uppfrá þessu deildust ritstörf hans milli tveggja greina, skáld- sagnagerðar og listfræði, sem hann greindi skýrt að, en nutu að sjálf- sögðu frjórra víxlhrifa svo að úr varð höfundarferill, einskonar tvíferill, sem með hverju ári hefur aukið hróður Pouls Vad í heimalandi hans, og þó miklu víðar um lönd, svo að nú sýnist líklegt að honum verði skipað í sveit sígildra danskra höfunda á báð- um sviðum, þar sem hann á heima. Poul áræddi þó ekki umsvifalaust að loknu námi að láta slag standa og snúa sér óskiptur að ritstörfum, en starfaði áður í tvö ár við Ríkislista- safnið í Kaupmannahöfn, og varð líka, og raunar lengst af, listráðgjafi Holstebro og listasafnsins þar frá stofnun þess 1967. Ber safnið kunn- áttu hans, elju og smekkvísi glöggt vitni. Listfræðileg verk Pouls Vad eru fjölmörg og auk ritgerðasafnanna ber þar hæst rit hans um einstaka listamenn, svosem Ejler Bille, Erik Thommesen, Henry Heerup o.fl., en POUL VAD ✝ Danski rithöf-undurinn og listfræðingurinn Poul Vad lést í heimaborg sinni Kaupmannahöfn 18. ágúst, 76 ára að aldri, og var útför hans gerð frá Søndermarkens Kapel miðvikudag- inn 27. ágúst síðast- liðinn. þó hæst meistaraverk hans um Hammershøi, sem nú er væntanlegt í þriðju útgáfu og varð það lokaverk Pouls að lesa prófarkir að henni. Meistaraverk hans í skáldsagnagerð er af mörgum talið vera „Kattens anatomi“ (1978), tveggja binda verk um lestarfarþega á leið frá Silkiborg til Hammerum, sem skiptast á að segja hver öðrum tröllasögur af ýmsu tagi, en fyrir þá bók var hann sæmdur bókmennta- verðlaunum Akademíunnar dönsku. Sjálfur mat hann þó ekki síður skáld- söguna „Rubruk“ (1972), um ferð þess þolgóða munks austur í Mið-As- íu um miðja þrettándu öld í erindum síns jarðneska herra, Frankakon- ungs, að hafa uppi á prestkonung- inum Jóhannesi sem farandsagnir ganga um og á að koma kristninni til bjargar eftir að þriðja krossferðin hefur fengið illan endi. Enn skal get- ið skáldsögu hans „Galskabens Karneval“ (1981), sem er grínagtug og grótesk lykilsatíra úr dönskum listheimi áranna 1946 til ’76. Jafnframt ritstörfum var Poul Vad mjög virkur í félagsstarfi rithöf- unda og átti t.d. bæði þátt í höfunda- forlaginu Arena og uppbyggingu höfundasetursins á Hald Hoved- gaard. Hann tengdist einhverju helsta bókmenntatímariti sinnar kynslóðar, „Vindrosen“, og ritstýrði á árunum 1961–64 listatímaritinu „Signum“. Fyrstu spurnir Íslendinga af Poul munu vera grein eftir hann í Birtingi árið 1968 um Óðinsleikhúsið í Holstebro, og vegna hennar kom margt íslenskt leikhúsfólk ekki alveg af fjöllum þegar Barba kom með leikhóp sinn til Reykjavíkur. Poul Vad var raunar af einni síðustu kyn- slóð danskra menntamanna sem lásu m.a. Eddukvæði og Íslendingasögur á frummálinu í menntaskóla, og lof- samaði það alla tíð. Síðar, eða skömmu eftir seinni heimsstyrjöld, var hann samtíða Herði Ágústssyni í París, en Hörður var einmitt einn af útgefendum Birtings og því komust aðrir Birtingsmenn og fleiri í kynni við Poul, en það varð bæði íslenskum bókmenntum og einstaka höfundum að ómetanlegu gagni því að Poul og nánustu félagar hans meðal danskra rithöfunda gátu lokið upp ýmsum dyrum fyrir mönnum utan af Íslandi. Er enginn vafi að það voru fyrst og fremst þeirra áhrif sem ruddu ís- lenskum höfundum braut inná danskan bókamarkað. Forlag þeirra, Arena, gaf t.d. 1976 út tvær af bók- um Guðbergs Bergssonar („Það sef- ur í djúpinu“ og „Það rís úr djúpinu“) og engan mann sá ég fegnari þegar bók Guðbergs „Svanurinn“ kom út á dönsku 1993 en Poul Vad, og þegar hann ræddi hana duldist engum ein- lægur metnaður þessa danska höf- undar fyrir hönd íslenskra bók- mennta. Poul Vad kom nokkrum sinnum til Íslands, las þar m.a. upp og var gest- ur á bókmenntaþingum. Árið 1972 ók hann einn á Landroverjeppa um söguslóðir Hrafnkötlu og skrifaði seinna eftir minnisbókum sínum ein- hverja áhrifamestu ferðasögu frá Ís- landi fyrr og síðar, „Nord for Vatnajøkel“ (1994); frásögn af ferð um Ísland nútímans, inní Hrafnkötlu via „Il Principe“ Machiavellis með viðkomu í Hollywood og víðar, og aftur til nútímans með ótal lystileg- um útúrdúrum, hnyttnum mannlýs- ingum og rammíslenskum gaman- sögum. Þessi bók hefur þegar verið þýdd á nokkur tungumál, þar á með- al þýsku; hlaut sú þýðing eftirsótt ferðabókaverðlaun og á eflaust lengi eftir að lokka þýskumælandi ferða- menn til Íslands, líkt og frá Dan- mörku, Noregi og víðar að. Þessi bók Pouls Vad, „Norðan Vatnajökuls“, kom út á forlagi Orms- tungu árið 2001, en tvær af skáldsög- um hans höfðu áður verið þýddar á íslensku, „Rúbrúk“ („Rubruk“, RUV 1975) og „Hin lítilþægu“ („De nøj- somme“, Menningarsjóður 1977). Poul Vad var hógvær maður og lítil- látur, fádæma iðinn við vinnu sína, og hélt sig fjarri veisluglaumi stund- arfrægðar og veiðilendum æsifrétta- manna; var þó ekki metnaðarlaus og komst raunar ekki hjá að þiggja margháttaða viðurkenningu og verð- laun úr hendi menningarfólks sem hvorki lætur vikuritin né dægur- dóma rugla dómgreind sína. Og fyrir sex árum kom út mikil bók um hann, „Kontrapunkter, – en studie i Poul Vads skønlitterære forfatterskab“, doktorsritgerð Henk van der Liet, lektors við háskólann í Groningen, (Odense Universitetsforlag 1997). Og minningargreinar sem nú birtast um Poul Vad hver af annarri í dönsk- um blöðum eru óvenju einlægar og afdráttarlausar um mikilvægi hans og einsog sumstaðar megi lesa milli línanna að menn hefðu gjarnan viljað vita fyrr hver hann í raun og veru var sem þeir nú hafa misst, eða árætt að viðurkenna það fyrir sér og öðr- um. Ekkju Pouls, Karen Vad, sem heimsótti Ísland með honum, börn- um hans, tengdabörnum og barna- börnum er vottuð samúð. Úlfur Hjörvar, Færeyjum. Haustið 1969 byrjaði ný stelpa í bekknum okkar. Hún var glettin, kát og skemmtileg. Það var eins og allt yrði líf- legra í kringum okkur við komu hennar. Ég var svo heppin að eiga samleið með henni heim frá skóla og í framhaldi af því komum JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Jóhanna Guð-mundsdóttir fæddist á Hellissandi 23. maí 1930. Hún lést á Landspítalan- um sunnudaginn 17. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaða- kirkju 25. ágúst. við okkur oft saman um að hittast aftur eftir mat og leika. Það var þannig sem ég kynntist mömmu Birnu, Jóhönnu. Mér var tekið af slíkri alúð og hlýju sem mér er enn minnisstæð. Hún talaði við okkur sem jafningja, spurði af áhuga og hlustaði með athygli. Hún var óspör á hrósið, hvort sem það var handavinnan eða skriftarbókin, og við löptum í okkur hólið. Þetta hjartanlega viðmót gerði okk- ur gott. Ég tók fljótt eftir að ég var ekki ein um að dást að þessari konu. Krakkar hringdu oft bjöllunni, að- eins til að spjalla við Jóhönnu. Hún tók öllum vel, spurði og spjallaði, setti vota vettlinga á ofninn og lánaði þeim aðra á meðan. Þegar ég nokkrum árum seinna flutti úr hverfinu og langaði til að halda áfram í sama skóla, var ekkert sjálfsagðara en að ég kæmi í mat með Birnu í hádeginu, þegar áfram- haldandi tímar voru eftir hádegi. Þrátt fyrir margréttaðar máltíðir og kökuhlaðborð um kaffileytið, fund- um við krakkarnir aldrei fyrir ann- ríkinu. Hún hló dátt með okkur og sá alltaf það spaugilega við hlutina. Jóhanna var ekki bara verndari okkar Hvassaleitisbarnanna. Í mörg ár fengu börn á gæsluvöllum borg- arinnar að njóta samveru hennar og umhyggju. Ég votta fjölskyldu henn- ar mína dýpstu samúð. Hildur Guðjónsdóttir. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.