Morgunblaðið - 31.08.2003, Side 60

Morgunblaðið - 31.08.2003, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Ein gata, eitt hverfi eða allur bærinn www.postur.is Kortleggðu næstu markaðssókn með Fjölpósti. ÁBURÐARVERKSMIÐJAN hefur óskað eftir við Bændasamtökin að hafin verði athugun á útflutningi á heyi, í kjölfar þess að bændur sjá fram á að sitja uppi með umframbirgðir af heyi í haust. Bændasamtökin hafa sett sig í samband við systursamtök sín í Evrópu og að lokinni þeirri at- hugun verður tekin ákvörðun um framhaldið, að sögn Haralds Haraldssonar, stjórnarformanns Áburðarverksmiðjunnar. Haraldur segir að einkum sé horft til sunnanverðrar Evrópu. „Í kjölfar þurrkanna í Evrópu í sumar hefur eftirspurn eftir heyi aukist. Hjá okkur eru hins vegar margir bændur með umframbirgðir og talið er að þær geti orðið allt að hundrað þúsund tonn í ár en hluti af því fer í varabirgðir,“ segir Haraldur. Hann segir að mesti kostnaðurinn við útflutn- ing verði flutningurinn. „Til að ná upp í útlagðan kostnað þurfa bændur að fá um 1.200 krónur fyrir rúlluna af heyi,“ segir Haraldur. Spurður hvort hann muni óska eftir styrk frá ríkinu vegna útflutningsins segir Haraldur ljóst að slíkur styrkur myndi létta mikið undir. „Því fylgir mikill kostnaður fyrir bændur ef þeir þurfa að losa sig sjálfir við heyið. Þann kostnað getum við sparað okkur ef við getum flutt heyið út. Ef það munar ekki mjög miklu á því að útflutning- urinn standi undir sér finnst mér líklegt að menn líti í kringum sig með styrki,“ segir Haraldur. Haraldur býst við að skriður komist á málið fljótlega. „Þetta verður að gerast fljótlega ef það á að gerast á annað borð. Ef það þarf að færa rúllurnar eftir að búið er að stafla þeim upp geymist rúlluplastið ekki mjög lengi.“ Sighvatur Hafsteinsson, formaður Lands- sambands kartöflubænda, segir að of snemmt sé að velta útflutningi á kartöflum fyrir sér. „Það er fyrst hægt að taka ákvörðun um þetta þegar búið verður að taka upp í haust,“ segir Sighvatur en kartöfluuppskera er að mestu komin í hús um miðjan október. „Þá sjáum við hvort einhverjar umframbirgðir eru og ef svo er, sem ég dreg reyndar í efa, munu bændur eflaust líta í kring- um sig hvað varðar útflutning. Ef til útflutnings kemur tel ég eðlilegt að hann verði að frumkvæði bænda,“ segir Sighvatur. Hann segir að Færeyjamarkaður sé vænleg- asti kosturinn því að hann er nálægt og einnig vegna þess að lítið framboð er af kartöflum frá Evrópu. Líklegast sé að danskir bændur sæki á markaði annars staðar á Norðurlöndunum þann- ig að talsverð eftirspurn ætti að myndast í Fær- eyjum, en Færeyingar hafa einkum flutt inn kartöflur frá meginlandi Evrópu, Skotlandi og Danmörku. Útlit fyrir mikinn afgang af heyi og umframuppskeru af kartöflum í haust Útflutningur á heyi til Evrópu í athugun Morgunblaðið/Halldór Kolbeins UMFANGSMIKLAR breytingar fara nú fram á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar. Vegna uppsetningar beygjuljósa voru umferðarljós á gatnamótunum tekin úr sam- bandi í gærmorgun og fram eftir degi. Á meðan annaðist lögreglan umferðarstjórn á gatna- mótunum. Uppsetningu á ljósunum stóð til að ljúka í gær, en frágangi á umferðareyjum og svæðinu í heild lýkur á næstunni. Helsta breytingin felst í því að sett verða beygjuljós á vinstri beygju af Kringlumýrar- braut inn á Miklubraut, sem verða þó ekki virk nema á kvöldin og um nætur virka daga og allar helgar, en þá er tíðni slysa mest. Þegar beygjuljós eru ekki virk munu þau blikka gulu ljósi og umferð gengur fyrir sig eins og verið hefur hingað til. Þá eru ljósin sjálf jafnframt stærri en þau sem fyrir voru. Umferðarljós á öðrum gatna- mótum verða samstillt gatnamótum Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar. Breyting á gangbrautum Önnur mikilvæg breyting verður fyrir gang- andi vegfarendur. Gangbrautirnar standast ekki lengur á og ekki verður hægt að ganga yfir gatnamótin í einu lagi á grænu ljósi eins og áður heldur verða vegfarendur að nema staðar á umferðareyju og bíða þess að næsta græna ljós kvikni. Umferðareyjur verða girtar af. Ný beygjuljós á mótum Kringlu- mýrar- og Miklubrautar Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan handstýrði umferð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar meðan verið var að tengja ný umferðarljós sem stýra eiga gatnamótunum betur en eldri ljósabúnaður. FUGLARÍKI Íslands hefur verið venju fremur fjölskrúðugt í sumar og ber þar hæst að staðfest var í fyrsta skipti hér á landi varp fjögurra teg- unda sem ekki hafa orpið hér áður svo vitað sé, þó svo að í þremur tilvika hafi grunur leikið á að við- komandi fuglar hafi áð- ur orpið. Hér er um eyruglu, skógarsnípu, dvergmáf og fjallkjóa að ræða. Auk þess urpu óvenjumargar fugla- tegundir sem hafa áður reynt varp nokkur skipti og geta talist jað- arfuglar í íslenska fuglaríkinu. Fuglafræðinga og fuglaáhugamenn hefur lengi grunað að skógar- snípa, dvergmáfur og fjallkjói hafi orpið hér, jafn- vel nokkrum sinnum. Til dæmis eru tuttugu ár síðan menn veittu fyrst athygli biðilsflugi skóg- arsnípu norður í Kelduhverfi svo dæmi sé tekið og oft hafa dvergmáfar sést hér í hettumáfsvörpum að sumarlagi. „Litlir ljósir kjóar,“ eins og sveita- menn munu hafa lýst fyrirbærinu, hafa einnig oft- ar en einu sinni haldið til að sumarlagi þar sem fjallkjóar fundust verpandi í sumar. Íslenska fugla- fánan stækkaði  Flækingasumarið/Sunnudagur 8 NÝTT fiskveiðiár hefst á morg- un, mánudag. Á fiskveiðiárinu sem lýkur í dag hafa veiðar gengið vel. Þó er um þriðjungur af úthafsrækjukvóta fiskveiði- ársins óveiddur og um fjórðung- ur síldarkvótans. Á nýju fisk- veiðiári verður leyfilegt að veiða 209 þúsund tonn af þorski eða 30 þúsund tonnum meira en á fisk- veiðiárinu sem nú er að enda. Veiðar hafa gengið vel á árinu, kvótar í flestum tegund- um eru nánast uppurnir en þær veiðiheimildir sem ekki hefur tekist að nýta verða fluttar yfir á nýja fiskveiðiárið. Leyfilegur heildarafli í út- hafsrækju var á fiskveiðiárinu um 37 þúsund tonn, að meðtöld- um þeim aflaheimildum sem fluttar voru frá fyrra fiskveiði- ári. Afli fiskveiðiársins er hins vegar ekki nema 24 þúsund tonn. Þegar heimildir til að flytja veiðiheimildir yfir á næsta fiskveiðiár hafa verið nýttar má því gera ráð fyrir að rúmlega 6.000 tonna úthafsrækjukvóti falli niður ónýttur. Aflamark síldar var á fiskveiðiárinu um 130 þúsund tonn en ekki hefur tekist að veiða um 32 þúsund tonn af kvótanum. Þannig má gera ráð fyrir að hátt í 7.000 tonn af síldarkvóta ársins ónýtist. Nýtt fisk- veiðiár hefst á morgun Skipverjar á Þorsteini SH frá Rifi gera dragnótina klára. Morgunblaðið/Alfons MARGIR sauðfjárbændur horfa enn og aftur fram á tekjulækkun þrátt fyrir að búum hafi fækk- að. Þetta hefur haft þau áhrif að bændur sækja í auknum mæli í aðra vinnu til að hafa aukatekjur með sauðfjárræktinni. Ekki er mikið um endur- nýjun innan greinarinnar. „Afskaplega fáir hefja sauðfjárbúskap um þessar mundir,“ segir Hafliði Sævarsson í Fossárdal í Berufirði. „Það þarf að markaðssetja vöruna þannig að neytendum finnist hún aðgengilegri,“ segir Drífa Árnadóttir, bóndi á Uppsölum í Akrahreppi. Hún segir að yngra fólk kaupi í matinn frá degi til dags og fylli ekki frystikistur af sundurbútuðum skrokkum eins og eldri kynslóðir gerðu. Þá segir Hafliði að bein sala á kjöti á Netinu sé áhugaverð tilraun. Sauðfjárbænd- ur í aukavinnu  Mikil/10 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.